Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 1
FRÉTTIR ALDARINNAR dagskráa 3. til 16. janúar Þ AÐ ER spurning hvort að á að kalla þetta þætti því að [hver hluti] er á bilinu þrjár til fimm mínútur,“ segir Ómar, hress að vanda, þegar blaðamaður hringdi í hann. „Þetta verður frétt eins og maður getur ímynd- að sér að hún hefði verið ef sjónvarp hefði verið til á þeim tíma þegar hún gerðist.“ Ómar mun verða með nýja örþætti, ef svo mætti kalla, Fréttir aldarinnar, sem verða á dag- skrá tvisvar í viku út árið á fimmtudags- og sunnudagskvöldum á eftir veðurfréttum og verða þættirnir hundrað talsins. Í þeim tekur Ómar fyrir hundrað markverðustu viðburði Íslandssögunar á nýliðinni öld. „Ég skrifa handritin einn en Andrés Indriðason sér um efnisöflun í samráði við mig. Ég er með Eggert Þór Bernharðsson [sagnfræðing] sem eft- irlits- mann og hann les yfir handritin og gætir þess að þetta sé allt saman rétt,“ seg- ir Ómar. „Við byrjum á 1901 þegar ný öld gengur í garð. Það voru mikil hátíðarhöld í Reykjavík þá – og engum datt í hug að halda þau árinu fyrr! Við byggjum á þeim samtíð- armyndum og fáu hreyfimyndum sem til eru. Næst kemur þegar Íslendingar fá heimastjórn, svo þar líða þrjú ár. Þar næst kemur Uppkastið fellt svo þar líða fjögur ár til viðbótar.“ Þannig flokkar Ómar ekki þættina niður í ár eða tímabil, heldur velur eingöngu þær fréttir sem voru mark- verðastar, óháð því hvort margar eða fáar þeirra NÝ ÞÁTTARÖÐ UNDIR STJÓRN ÓMARS RAGNARSSONAR ÍÞESSUM mánuði hefur göngu sína áStöð 2 ný þáttaröð með hinni íturvöxnuog úrræðagóðu Buffy vampírubana.Buffy hefur notið talsverðra vin- sælda hjá sjónvarpsáhorfendum enda þættirnir hlaðnir drunga- og kynþokka- blandinni spennu. Þættirnir gerast í há- skóla í Sunnydale í Kaliforníufylki. Þar hafa orðið undarlegir, og vægast sagt óhugnanlegir, atburðir allt síðan gömul og voldug vampíra, Meistarinn, settist þar að fyrir sextíu árum. Sunnydale lumar nefni- lega á myrku leyndarmáli sem sést best á því nafni sem fyrstu spænsku landnem- arnir kölluðu staðinn: Boca Del Infierno, eða Munnur vítis. Þar er nefnilega að finna gátt milli heims mannanna og heims skrímslanna sem eitt sinn réðu ríkjum á jörðu og er hægt að opna hlið þess einu sinni á öld. Sem betur fer tókst Buffy að hindra Meistarann í að opna þessa gátt og hefur hún, fram að þessu, getað aftrað hyski hans frá að bjarga honum og færa hann aftur til mannheima. Buffy er enda engin venjuleg stelpa, heldur útvalinn vampírubani, en á hverjum tíma er ætíð einn vampírubani á jörðu og hafa þeir frá örófi alda reynt að halda aftur af öflum hins illa. Þegar einn vampírubani fellur frá kemur annar í hans stað, og eru þær alltaf kvenkyns og oftar en ekki kynþokkafullar með meiru. Fríð snót Það má því segja að Sarah Michelle Gellar, sem fer með hlutverk Buffy, sé kjörin í hlutverkið, enda með fríðari snótum. Ekki spillir heldur fyrir að hún er leikkona í fremstu röð þótt hlutverk hennar fram að þessu hafi verið bundin öðru fremur við myndir sem hvað mest höfða til táninga. Gellar hefur leikið í um 17 ár af þeim 22 sem liðin eru frá fæð- ingu hennar og spannar ferillinn þætti eins og All my Children, sem hún hlaut Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í, til kvik- mynda á borð við Cruel Intentions þar sem hún lék með hrokkinkrúttinu Ryan Phillipe og hryllingsmyndanna I Know What You Did Last Summer og Scream 2. Ævintýrin halda áfram Í þáttaröðinni sem nú er að hefja göngu sína mun Buffy enn og aftur þurfa að kljást við hið illa og beitir á víxl hugviti, bardagalistum og góðum ásetningi við að verjast sífelldum árásum kennara, sam- nemenda og annarra við skólann hennar sem sí og æ taka á sig myndir vampíra, varúlfa og skrímsla af öllum gerðum undir sólinni... eða öllu heldur undir tunglinu. Skrímsli í skóla Hún er lagin við að kveða niður ill öfl og verður seint kölluð ólagleg, hún Buffy vampírubani. Ný syrpa með vampírubananum Buffy á Stöð 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.