Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 2
Þ
AU ÞÓRA Karítas Árnadóttir og
Jón Geir Jóhannsson hafa ver-
ið með þáttinn Pensúm á dag-
skrá SkjásEINS síðan í ágúst-
byrjun. Blaðamaður tók Þóru
Karítas tali og spurði um þátt-
inn.
„Þátturinn á bæði að auð-
velda framhaldsskólanemum val á námi og
kynna þá starfsemi sem fer fram í háskólum
landsins. Enda eru þetta stórir vinnustaðir og
verið að fást við allt milli himins og jarðar
þarna,“ segir Þóra. „Í hverjum þætti er oftast ein
deildarkynning þar sem við kynnum til dæmis
læknadeildina eða heimspekideildina eða eitt-
hvað í þá vegu. Svo er fjallað um hvað sem er,
eins og í jólaþættinum voru viðtöl við þrjá há-
skólanema sem gefa eitthvað út um jólin: Heiðu
í Unun sem stundar heimspeki og Guðrúnu Evu
Mínervudóttur og Steinar Braga sem gefa út
bækur og eru í bókmenntafræði og heimspeki.“
Nám og skemmtan
„Þetta er því annars vegar að kynna námið og
það sem er að gerast innan Háskólans og hins
vegar að fjalla um það ef fólk er að gera ein-
hverja sniðuga hluti. Svo höfum við líka tekið
heila þætti þar sem kastljósinu er beint á aðra
skóla. Til dæmis hefur Háskólinn í Reykjavík ver-
ið með einn þátt og Kennaraháskóli Íslands hef-
ur líka verið með einn þátt.“
Aðspurð um hvort undirbúningsvinna sé mikil
verður Þóru að orði: „Við setjum okkur oftast
bara í samband við nemendafélagsformenn og
þau leiða okkur síðan um skólann og benda
okkur á fólk sem er sniðugt að tala við. Svo þurf-
um við náttúrulega að setja okkur inn í efnið ef
um er að ræða til dæmis flókin verkefni, svo við
lítum ekki út eins og kjánar þegar við spyrjum
um efnið. Það er líka af nógu að taka því það er
svo ótrúlega mikið að gerast þarna og viðfangs-
efnin oft mjög ólík.“
Og Þóra heldur áfram: „Það er sérstaklega
gaman að upphaflega átti þetta bara að vera fyr-
ir Háskóla Íslands en aðrir háskólar hafa sýnt
þessu svo mikinn áhuga. Við eigum til dæmis
enn eftir að fara í Listaháskólann, Viðskiptahá-
skóla Bifrastar og Háskólann á Akureyri.“ Sjálf
eru þau Þóra Karítas og Jón Geir námsmenn.
Hvernig fer það saman að stunda nám og
stjórna heilum sjónvarpsþætti? „Maður sér það
þegar maður er að fjalla um Háskólann að nem-
arnir eru oft fjölskyldufólk, kannski með þrjú
börn, einstæðar mæður og sumir að vinna 70%
vinnu með svo ég er ekkert að afreka neitt meira
en margir aðrir í Háskólanum. Ég hef líka mjög
gaman af þessu vegna þess að þetta á mjög vel
við mig. Ég hef yfirumsjón með þættinum og
finnst þetta nauðsynlegur partur af því að vera
til – að hafa einhverja sköpun í gangi. Ég hef
haft mikinn áhuga á leiklist og öllu því tengdu og
fæ þess vegna einhverja útrás fyrir sviðsþörfina
sem ég losna ekki við,“ segir Þóra og hlær dátt.
Hægt er að fylgjast með Pensúm á mið-
vikudögum klukkan 19.30 og um að gera að
fylgjast með enda aldrei að vita hverju há-
skólanemar taka upp á næst.
Pensúm tekur á málum sem snúa að menntun
og málefnum námsmanna.
Námsmenn að gera
sniðuga hluti
Háskólaþátturinn Pensúm er á dagskrá á SkjáEinum
eigi sér stað sama árið. „Svo gerist
það að sjálfu sér að fréttirnar breyt-
ast eftir því sem líður á öldina. Bæði
verður myndefnið öðruvísi auk þess
að þegar um er að ræða samtímaþul
reyni ég að láta þann þul kynna efn-
ið, hvort sem hann gerir það sér-
staklega fyrir þáttinn eða ég notast
við gamlar upptökur. En aðalþulir í
þessari seríu verða þau Broddi
Broddason og Elín Hirst en ég verð
númer þrjú.“
Aðspurður um undirbúningsvinn-
una segir Ómar að hugmyndin sé
gömul – eldri en margan myndi
gruna: „Ég hef nú ekki verið lengi að
því að vinna fyrstu þættina, því ég
hef verið „fréttafrík“ alveg frá því ég
var tíu ára gamall. Ég man eftir því
þegar krakkarnir í jólaboðunum voru
að leika sér með leikföngin þegar ég
var kringum níu eða tíu ára gamall,
þá lá ég bara yfir Öldinni okkar. En
auðvitað er þetta mikið verk því það
er ekkert minni vandi að skrifa
þriggja mínútna frétt um stóra frétt
eins og til dæmis hernám Íslands.
Ég er til dæmis núna að vinna við
11. apríl 1940. Menn hafa kannski
ekki áttað sig á því eftir á að hyggja
hvað þetta er mikil „bombufrétt“
sem kemur þennan dag: „Rík-
isstjórnin fær konungsvald!“ Her-
námsdagurinn 10. maí hefur
kannski yfirskyggt þetta. Og það er
heilmikið mál að skrifa um 11. apríl
og taka inn í aðdragandann: krepp-
una, pólitíska ástandið, þjóðstjórn-
ina og atburðarásina í Evrópu. Við
handritsskrifin er eiginlega mesta
verkið úrvalið – að koma þessu niður
þannig að þegar horft er á útkomuna
sé það eins og þú sért að horfa á
frétt sem er að gerast í dag,“ segir
Ómar og heldur áfram: „Þegar ég
settist niður og gerði fyrsta handritið
gerðist það mjög snöggt. Mér finnst
mjög gott að byrja strax að setja á
blað því að í upphafi hefur maður allt-
af mesta áhugann, þá kviknar neist-
inn fyrst, og síðan er hægt að lag-
færa allt á eftir. Svo ég skrifaði bara
niður merkilegustu fréttir aldarinnar
sem urðu reyndar 135. Þá tók við
rosalega erfitt ferli sem var að henda
35 fréttum út.“
Hugmynd frá Kanasjónvarpinu
Ómar segir hugmyndina ekki
komna frá sér upprunalega, heldur
frá sjónvarpsstöð sem stytti Íslend-
ingum skammdegisstundirnar fyrir
alllöngu: „Þetta er ekki frumleg hug-
mynd. Þetta var í Kanasjónvarpinu
fyrir fjörutíu árum og hét þá Greatest
Headlines of the Century. Þá voru
fréttainnskot sett í staðinn fyrir aug-
lýsingar og þá birtist á skjánum æst-
ur þulur sem sagði: „Loftfarið Hind-
enburg brennur við Lakehurst!“,
„Japanir ráðast á Pearl Harbour!“ og
satt að segja, þegar ég sneri aftur á
Sjónvarpið fyrir fimm árum var þetta
ein af þeim hugmyndum sem ég
hafði í huga að væri gaman að fram-
kvæma þegar aldamótin nálguðust.“
Og Ómar heldur áfram hressum rómi
sem landsmönnum er af góðu kunn-
ur: „Að geta í gegnum sjónvarp upp-
lifað það sem að fólk upplifði þegar
það heyrði þessa frétt í fyrsta
skipti.“
„Síðan datt dagskrárstjóranum
Rúnari í hug að setja þættina saman
í þrjá eða fjóra klukkutímaþætti sem
myndu þá vera sýndir í lok ársins
enda er þetta óhemju magn, þetta
verða um 400 mínútur eða um 7
klukkutímar. Svo geta þessir þættir
kannski nýst eins og gert var í Kana-
sjónvarpinu. Þá kom þetta í staðinn
fyrir tónlistarmyndbönd.“
Sannarlega áhugaverð hugmynd
og ekki hægt að neita því að Fréttir
aldarinnar muni væntanlega hafa
meira fræðslugildi en Britney Spears
og Boyzone og eiga eflaust, í hönd-
um Ómars, eftir að hafa síst minna
skemmtanagildi.
Morgunblaðið/RAX
Ómar hefur verið drjúgur í að afla frétta á liðinni öld.
Ómar Ragnarsson hefur ötullega flutt landsmönnum fréttir samtímans í áratugi. í Fréttum aldarinnar ætlar hann að
flytja okkur helstu fréttir nýliðinnar aldar.
„ÉG REYNI að fá til mín fólk sem hef-
ur sjaldan eða aldrei áður komið
fram í fjölmiðlum,“ segir Anna Krist-
ine Magnúsdóttir sem fyrir löngu er
orðin landsmönnum kunn enda hef-
ur hún unnið við fjölmiðla í hartnær
tuttugu og fjögur ár. „Ég reyni að
hlusta á alla og leggja virkilega við
hlustir, því það er staðreynd að það
hafa allir sína sögu að segja. Við höf-
um öll reynt eitthvað sem enginn
annar hefur reynt.“
„Markmið mitt með þessum þátt-
um er að viðtalið skilji eitthvað eftir
sig, að þetta sé ekki einhver síbylja
eða eitthvað sem fólki finnst það
hafa heyrt þúsund sinnum áður. Ég
vil í rauninni að hver þáttur geri ein-
um einstaklingi gagn eða greiða,“
segir hin hálf-tékkneska og glað-
beitta útvarpskona sem vill helst
vinna í útvarpi á veturna og vera leið-
sögumaður á sumrin.
Þátturinn hefur verið í gangi síðan
haustið 1996 svo þetta er fimmti
vetur þáttarins. Tæknimaður er Haf-
þór Freyr Sigmundsson og Anna get-
ur ekki á sér setið að taka fram að
hún hafi verið einstaklega heppin
með tæknimenn í gegnum tíðina.
Þátturinn stendur, eins og nafnið gef-
ur til kynna, milli mjalta og messu,
eða klukkan 9 til 11 á sunnudögum.
Það hafa allir sína
sögu að segja
Milli mjalta og messu á Bylgjunni
Morgunblaðið/Jim Smart
Anna Kristine er landsmönnum
löngu kunn sem hlýlegur og
skemmtilegur útvarpsmaður.
NÝVERIÐ hóf göngu sína á Radíó-X
nýr þáttur með gömlum stjórnanda.
Þátturinn ber nafnið Live og stjórn-
andinn ber nafnið Hemmi feiti. „Við-
fangsefni þáttarins er að taka á sen-
unni, eða því sem er að gerast
tónlistarlega í jaðarrokki í Reykjavík,“
segir Hemmi. „Það er það mikið að
gerast í Reykjavík að ég get hlaupið
með upptökutæki á milli staða.
Fyrstu þættina hef ég tekið á ein-
hverju íslensku og síðan endað á ein-
hverjum stórum konsert [erlendis
frá].
Ég hef gert þetta þannig að ég leita
að einhverjum áhugaverðum tón-
leikum og tek þá síðan upp. Síðan fæ
ég bandið sem var að spila í heim-
sókn og spjall þar sem tekinn er
klukkutími til að ræða við hljómsveit-
irnar um tónlist þeirra og áhrifa-
valda.“
Hemmi er gamalkunnur útvarps-
hlustendum og sér nú þegar um
þættina Hemmi feiti um helgar og um
Radió-X-Dóminós vinsældarlistann.
Aðspurður um viðurnefnið sitt líf-
seiga segist Hemmi hafa byrjað að
nota það sjálfur en sé þó ekkert feit-
ur, bara nokkuð bústinn. Hann játar
þó að hann eigi sér þann draum að
verða feitur. Hægt er að hlusta á Live
milli ellefu og eitt á fimmtudögum á
Radíó-X.
Hemmi feiti stjórnar þættinum Live á Radio-X
Jaðarrokk
í Reykjavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hemmi feiti hefur sýnt og sannað
að hann er mikill stuðbolti og á
þátturinn vafalítið eftir að bera
þess glögg merki.
dagskrá