Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 1
2001  MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A NJARÐVÍK HAFÐI BETUR Í SUÐURNESJASLAGNUM / C2 ÍSLANDSMEISTARAR KR-inga í knattspyrnu hafa sett sig í samband við Skotann David Winnie með það fyrir augum að hann verði að- stoðarmaður Péturs Péturssonar þjálfara í sumar. Winnie er öllum hnútum kunnugur hjá vesturbæjarliðinu en hann hefur leikið með lið- inu síðastliðin þrjú keppnistímabil. Þá hafa KR-ingar einnig rætt við Magnús Gylfason. Magnús, sem er þjálfari U-16 ára landsliðsins, sem sömuleiðis er öllum hnútum kunnugur hjá vesturbæjarliðinu. Hann þjálfaði um tíma 2. flokk félagsins og var aðstoðar- maður Lúkasar Kostic þegar hann þjálfaði KR- inga fyrir nokkrum árum. Ágúst Már Jónsson var aðstoðarmaður Pét- urs á síðustu leiktíð en vegna anna í starfi gaf hann ekki kost á sér áfram í starfið á næstu leiktíð. KR-ingar hafa rætt við Winnie Ólafur Stefánsson hafnaði í 23.sæti í kjöri lesenda hins virta handknattleikstímarits Handball Woche á leikmanni ársins 2000 en úrslit í því voru kunngjörð í gær. Hann er einn af fjórum erlendum leikmönnum sem eru í hópi 25 efstu manna en hinir eru allt þýskir leik- menn, enda um þýskt tímarit að ræða, sem reyndar er mjög út- breitt. Markus Baur, leikmaður Wetzl- ar, sigraði með yfirburðum í kjör- inu en hann hlaut 3.228 atkvæði. Næstur kom Frank von Behren frá Minden, fyrirliði þýska landsliðsins, með 2.118 stig, og þriðji varð Nikol- aj Jacobsen, danski hornamaðurinn hjá Kiel, með 1.401 atkvæði. Magnus Wislander, Svíinn hjá Kiel, varð annar útlendinga og 5. alls með 930 atkvæði, Stefan Löv- gren, félagi hans og landi, varð í 20. sæti með 279 atkvæði og Ólafur varð í 23. sæti, sem fyrr segir, með 207 atkvæði. Ólafur í 23. sæti hjá Hand- ball Woche ÞORBJÖRN Jensson, landsliðs- þjálfari í handknattleik karla, ætlar að tilkynna endanlegan landsliðshóp, sem tekur þátt í HM í Frakklandi, eftir síðari landsleikinn við Banda- ríkin á Selfossi á föstudag. Þorbjörn hefur verið með 21 leik- mann á æfingunum að undanförnu en í endanlegum hópi verða 16 menn. Julian Duranona og Dagur Sigurðs- son eru meiddir eins og stendur og setur það stórt strik í reikninginn. Dagur nær sér nær líklega áður en HM hefst en óvíst er hversu vel Duranona jafnar sig. Verk Þorbjörns er vandasamt. Hann þarf að ákveða hvaða leik- stjórnendur hann ætlar að taka með til Frakklands, hverja hann getur notað í vörn og hverja ekki, og út frá því ræðst nokkuð hverjir fá farseð- ilinn á HM. Verði Þorbjörn að skilja Duranona eftir heima vandast valið enn frekar. Gunnar Berg Viktorsson er líklega næsti kostur, enda hefur hann verið í stóra hópnum þó svo hann hafi ekkert fengið að reyna sig í þeim leikjum sem fram hafa farið. Á æfingum í gær var Duranona með en tók alls ekki á af fullum krafti. Dagur hitti lækni í gær og sagði Þorbjörn líklegt að hann yrði tilbúinn í annan leikinn á móti Bandaríkjamönnum. Vandi vegna meiðsla Stefán og Gunnar voru fyrstavarapar í Evrópu og koma því sjálfkrafa inn. Ef þetta hefði gerst á föstudag eða síðar hefði franskt par komið í staðinn, samkvæmt reglum,“ sagði Kjartan Steinbach, formaður dómaranefndar IHF, við Morgunblaðið í gær. Stefán og Gunnar dæma í D-riðli heimsmeistarakeppninnar sem leikinn er í Dunkerque á norður- strönd Frakklands en þar keppa Rússland, Slóvenía, Úkraína, Nor- egur, Túnis og Sádi-Arabía. „Það er að sumu leyti óþægilegt að koma inn svona seint en við höfum dæmt á fullu í vetur, heima og erlendis, og erum því tiltölulega klárir í slaginn. Við höfðum vitað í nokkrar vikur að við værum fyrsta varapar Evrópu og þetta gæti gerst,“ sagði Stefán við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Stefán dæmir þar með á sínu fimmta heimsmeistaramóti karla í röð en hann og Rögnvald Erlings- son dæmdu í Svíþjóð 1993, á Ís- landi 1995, í Japan 1997 og í Egyptalandi 1999. Þetta verður samtals 10. heims- meistaramótið hans en Stefán hef- ur þrívegis dæmt á HM kvenna og tvívegis á HM 21-árs liða karla. Gunnar þreytir hins vegar frum- raun sína á stórmóti í Frakklandi. „Við förum utan á laugardag, göngumst undir þolpróf á sunnu- dag og höldum síðan til Dunkerque á mánudag. Mér skilst að við byrj- um að dæma á miðvikudag og fáum þrjá leiki í D-riðlinum. Það er hins vegar ólíklegt að við höldum áfram eftir riðlakeppnina, þá er dómurum fækkað og hæpið að varapar nái lengra,“ sagði Stefán. Stefán og Gunnar dæma á HM STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson bættust í gær í hóp dóm- aranna sem dæma á heimsmeistarakeppninni í handknattleik sem hefst í Frakklandi næsta þriðjudag. Þeir koma í stað fyrir dómara frá Júgóslavíu en annar þeirra lenti í bílslysi í fyrrinótt og er ekki fær um að dæma í keppninni. Morgunblaðið/Einar Falur Leikmenn knattspyrnulandsliðsins horfðust í augu við gleraugnaslöngu í ferð um gamla gyðingahverfið í Cochin. Slönguhirðirinn sýndi töfrabrögð, þrjár gleraugnaslöngur og marðardýr sem kallað er rikki tikki taví og hann lét berjast við eina slönguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.