Vísir - 05.12.1978, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davffi Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón mefi Helgarblaöi: Arni
Þórarinsson. Blaöamenn: Ðerglind Asgeirsdóttir,Edda Ándrésdóttir, Gisli
Baldur Garöarsson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjáns-
son, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson.
Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Sföumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Prentun Blaöaprent h/f.
Ritstjórn: Slöumúla 14 simi 86611 7 linur
Skattamál til al-
mennra dómstóla
ÞriBjudagur 5. desember 1978 VISIR
Þessi kassi sem lltur út eins og simaklefi kemur upp um þó sem aka meö óleyfilegum hraöa.
Aðhald í skattamálum er mikið til umræðu um þessar
mundirog virðast márgir sammála um að þörf sé meira
aðhalds en veitt hefur verið. Fram hefur komið, að
heimildir skattalaga um viðurlög eru lítið sem ekkert
notaðar hjá skattsektánefnd og skattsvikarar hafa bein-
an f járhagslegan ávinning af því að svíkja undan skatti.
Ungir alþýðuflokksþingmenn hafa flutt á Alþingi
frumvarptil laga um sérstakan skattadómstól, þar sem
mál vegna brota á skattalögum og lögum um bókhald
skulu rannsökuð, rekin og dæmd. I raun má segja, að
skattsektanefnd sú, er nú starfar sé slíkur dómstóll, en
reynslan af starfi hennar hefur ekki verið sérlega góð.
Sérstakur skatta dómstóll er ekki sú lausn, sem
koma þarf á skattsvikamálunum. Aftur á móti þarf að
efla almenna dómstóla þannig að þeir verði færari um
að f jalla um fjársvikamál af ýmsu tagi, þar á meðal
skattsvikamál. Enn fremur þarf að breyta gangi slíkra
mála í kerfinu, þannig að afgreiðslu þeirra verði hraðað
frá því sem nú er og f leiri slík mál séu meðhöndluð fyrir
almennum dómstólum í stað þess að f á hæga og hl jóðláta
meðferð í skattsektanefndinni.
Semja þarf frið
I forystugrein í Vísi á dögunurr. þar sem f jallað var um
Friðrik ólafsson og skáksambandsforystuna, var lýst
þeirri skoðun blaðsins, að Friðrik þyrfti að gera opinber-
lega grein fyrir gangi mála á þingi FIDE og viðskiptum
sinum við Skáksamband (slands vegna framboðsmáls-
ins.
Friðrik hefur nú birt slíka greinargerð þar sem fram
kemur, að ýmis annarleg sjónarmið hafa villt þeim
skáksambandsmönnum sýn, og ekki var allt sem þeir
sögðu í yfirlýsingu sinni sannleikanum samkvæmt.
Slík vinnubrögð eru forsetum skáksambandsins til
lítils sóma.
Enn verra er þó, að fimm stjórnarmenn skáksam-
bandsins, sem ekki fóru á þing FIDE í Argetínu, skyldu
skrifa í blindni undir yf irlýsingar forsetanna, án þess að
geta borið um að þar sé farið með rétt mál.
Það er vægt til orða tekið hjá Friðrik í greinargerð
sinni, að viðleitni stjórnarmannanna til þess að fá sem
óhlutdrægasta mynd af málinu, hefði mátt vera meiri.
( kjölfar yfirlýsingar skáksambandsstjórnarinnar á
dögunum voru f jölmiðlum sendar stuðningsyf irlýsingar
frá einstökum skákfélögunum, með þökkum til forseta
skáksambandsins fyrir giftusamleg málalok, — það er
kjör Friðriks Ölafssonar sem forseta FIDE. Þessaryfir-
lýsingar eru bergmál yfirlýsingar forsetanna, þar sem
þeir segja sjálfir, að þeir hafi unnið sleitulaust í meira
en hálft annað ár mikið og óeigingjarnt starf vegna
framboðs Friðriks. Skákfélögin hefðu betur haldið sig
utan við þetta mál þar til þau hefðu kynnt sér stað-
reyndir þess.
Vonandi hefur nú andrúmsloftið verið hreinsað
þannig, að hægt sé að semja f rið og renna styrkari stoð-
um undir skákhreyfinguna hér á landi en verið hefur.
Mikið er í húfi að eining ríki meðal skákmanna hér á
landi, ef okkur á að takast að halda þeim sessi, sem ís-
lenska þjóðin hefur skipað meðal skákþjóða.
Jafnframt þarf hinn nýkjörni forseti Alþjóðaskák-
sambandsins, Friðrik Ólafsson, að fá hér vinnufrið og
stuðning til þess að honum takist að rækja vel það for-
ystuhlutverk, sem honum hefur verið falið í skákheim-
inum.
„UMFERDARVÖRÐURINN"
kemur upp um okufanta
1 Osló hefur veriö komiö upp
kassa i likingu viö simaklefa á
Drammensvegi viö Lysaker sem
fylgist náiö meö umferöinni.
Þessi „umferöarvöröur” hefur
innibyggöan radar og myndavél
sem tekur mynd af öllum sem
þarna aka framhjá á meira en
sextiu kilómetra hraöa en þarna
er bannað aö aka hraöar en meö
fimmtiu kilómetra hraöa.
Þegar hefur komiö i ljós aö mik-
ill fjöldi norskra ökumanna hefur
ástæöu til aö hafa slæma sam-
visku.
Þeir geta þó enn verið óhræddir
um aö vera látnir svara til saka
þvi „umferöarvöröurinn” er ekki
þarna á vegum lögreglunnar
heldur Efnahagsstofnunar um-
ferðarmála.
Þetta er tilraun en ekki raun-
verulegt umferðaeftirlit en komiö
hefur i ljós aö þó „umferöar-
vöröurinn” sé dýrt tæki myndi
þaö borga sig á nokkrum klukku-
stundum ef allir væru sektaöir
sem færu yfir leyfilegan hraöa.
Ekki hefur veriö tekin ákvörö-
un um hvort þessi tækni verður
notuö i Noregi til aö aöstoöa lög-
regluna viö umferðarvörslu. Þó
allt bendi til þess aö full þörf sé á
þvi mun almenningur vera mót-
fallinn sliku eftirliti. Þaö veröa
stjórnvöld sem taka um þetta
ákvöröun en slikir „umferöar-
verðir” eru mikiö notaöir I öörum
löndum.
Ef stjórnvöld taka þá ákvöröun
um aö setja upp þetta eftirlit
verður almenningur aö sjálfsögöu
látinn vita af þvi og má búast viö
aö vitneskjan ein veröi talsvert
aðhald. JM
GÚMMÍBJÖRGUNAR-
BÁTAR ERU í
STÖÐUGRI ÞRÓUN
1 Dagbl. Visi I dag, 30. nóvem-
ber segir i fyrirsögn: „Tillögur-
um betri björgunarbáta:
SIGLINGAMALASTJÓRI
HRÆÐIR RAÐMENN FRA
ORBÓTUM — segir Rannsóknar-
nefnd sjóslysa”.
Þessum oröum vil ég visa al-
gerlega á bug. Gúmmibjörgunar-
bátarnir hafa veriö og eru áfram i
stööugri þróun, og meö þeirri
þróun fylgist Siglingamálastofn-
unin eftir beztu getu, bæöi meö
stööugu og beinu sambandi viö
framleiöendur þeirra geröa
gúmmlbjörgunarbáta, sem
viöurkenndir hafa veriö af
Siglingamálastofnuninni til notk-
unar i islenzkum skipum, og i
gegn um störf sérnefndar
Alþjóöasiglingamálastofnunar-
innar IMCO, sem fjallar sérstak-
lega um björgunartæki skipa.
Nýjar gerðir sennilega
innan tveggja ára
A þaö hefur einmitt veriö bent i
greinargerö siglingamálastjóra,
aö einmitt nú er von á gerbreyt-
ingum á öllum gúmmibjörgunar-
bátum, vegna rannsókna ýmsra
þjóöa á þessari gerö björgunar-
tækja. I greinargerö siglinga-
málastjóra kemur einnig fram,
aö af hans hálfu er ckkert á móti
fma..1 y . >
Hjálmar R. Bárðarson
siglingamálastjóri
skrifar í tilefni af þeim
ummælum rannsókn-
arnefndar sjóslysa i
Vísi, að siglingamála-
stjóri hræddi ráða-
menn frá úrbótum
varðandi betri björg-
unarbáta.
þvi aö skipt veröi um alla
gúmmibjörgunarbáta, sem enn
eru i notkun úr bómullarstriga-
gúmmiefni, og keyptir i staöinn
bátar úr nylonstrigagúmmiefni.
Hér er um aö ræöa rúmlega 1000
gúmmibáta á islenzkum skipum,
af um þaö bil 1700 bátum alls.
Hins vegar eru þeir bátar, sem
eru úr nylonefni sömu geröar og
hinir eldri, og þak þeirra er t.d.
yfirleitt ekki frábrugðiö eldri
geröunum.
Ef skipt yröi nú um þessa
rúmlega 1000 gúmmibáta þá
myndi sennilega innan eins til
tveggja ára þurfa aö skipta um þá
aftur, þegar nýjar geröir kæmu i
notkun. — Þetta er atriöi sem ég
tel rétt aö menn hafi hugfast.
Siglingamálastjóri hefur ekkertá
móti þvi, aö skipt sé nú þegar um
alla eldri gúmmíbáta, en þaö
heföi gefiö ranga mynd af málinu
I heild, ef ekki heföi i skýrslu sigl-
ingamálastjóra til Samgöngu-
ráöuneytisins veriö minmt á þá
þróun og væntanlega gerbreyt-
ingu ýmsra atriða gúmmibjörg-
unarbátanna, sem nú er I undir-
búningi erlendis, og meö fullri
vitneskju siglingamálastjóra.
Fjöldi báta úr notkun
árlega
Hitt er svo annaö mál, aö sam-