Vísir - 05.01.1979, Page 7
Skipstapi í
Ermarsundi
Grískt vöruflutningaskip
sökk í Ermarsundi seint í
gærkvöldi/ og er saknað 15
manna af 16 manna áhöfn
þess, en einum var bjargað
úr sjónum.
Breska strandgæslan segir, aö
slædd hafi veriö upp llk fjögurra
skipverja í nótt, en ellefu var
saknaö enn I morgun.
Mikil leit fór fram I nótt, og
tóku þátt í henni þyrlur, skip og
flugvélar, en hiti var um frost-
mark og ekki miklar vonir um, aö
mennirnir væru enn á lifi.
Ekki er enn vitaö, hvaö olli þvi,
aö skipiö sökk, en illt var I sjó I
Ermarsundi 1 gærkvöldi.
Verkfall vörubifreiða-
stjóra i Bretlandi hefur
nú staðið á þriðja dag,
og ber orðið á pappirs-
skorti hjá dagblöðum,
meðan almenningur er
byrjaður að hamstra
matvæli og bensin.
Verkfalliö,sem boöaö var til aö
fylgja á eftir launakröfum, hefur
stöövaö athafnallf I helstu höfn-
um landsins, Southampton, Hull,
Liverpool og Tilbury.
Til þessa hefur aö komiö harö-
ast niöur á Skotlandi og
Noröur-Englandi, en áhrifa þess
gætir viöar.
Bresku blööin birtu I morgun
afsökunarbeiöni til lesenda sinna
fyrir minna umfang, sem stafaöi
af pappírsskorti.
Þaö ýtir undir, aö áhrif verk-
fallsins gætir svona fljótt, aö
undanfariö hefur veriö ófærö á
vegum, sem hamlaö hefur flutn-
ingum, svo aö gengiö haföi á
ýmsar birgöir, áöur en til verk-
fallsins kom.
Lestarslys í
Tyrklandi
Tvær hraðlestir, troðnar
farþegum, rákust á hjá
lítilli járnbrautarstöð
skammt frá Ankara,
höfuðborg Tyrklands.
Herma fyrstu fréttir í
morgun, að fjöldi hafi
farist og margir meiðst.
Areksturinn varö I nótt um 50
km fyrir utan Ankara og var
strax hafist handa viö aö bjarga
fólkinu úr brakinu. Fyrstu fréttir
stönguöust á, enda algert öng-
þveiti rlkjandi á slysstaönum, en
ljóst er þó, aö tala slasaöra hleyp-
ur á tugum, en nokkur hundruö
farþegar voru I lestu'num.
Svo var helst aö heyra, aö
hraölest, sem kom aövlfandi aö
stööinni, hafi veriö beint inn á
skakka teina og rekist þá á aöra
hraölest, sem var kyrrstæö á
stööinni
Saka Víetnam
um árósarstefnu
Pol Pot forsætisráðherra
Kambodíu sagði í morgun,
að Kambodíuher berðist
við víetnamska hermenn á
fimm vígstöðvum í land-
inu.
Sagöi hann, aö Kambodiuher
væri aö reyna aö króa af vlet-
namska herflokka I noröaustur
hluta landsins, meöan innrásar-
flokkar i suövesturhluta landsins
heföu veriö umkringdir og felldir
umvörpum.
Þetta er fyrsta opinbera ræöa
Pol Pot, síöan upp úr logaöi á
landamærum rlkjanna fyrir tlu
dögum. Sagöi hann, aö Vietnam
og „herrarlki þess, RUssland og
Varsjárbandalagiö”, heföu ráöist
langt inn I landiö.
1 ræöu sinni skoraöi forsætis-
ráöherrann á „hjartans vini og
bræöur” aö sameinast I barátt-
unni gegn þvi sem hann kallaöi
innrás Vietnams. Taldi hann
slöan upp nokkra sigra.
A meöan hafa herflokkar
Kambodlumanna, sem njóta
stuönings Vietnams I baráttu
sinni gegn stjórninni I Pnom
Phenn, lýst þvl yfir, aö þeim hafi
tekistaö „frelsa” nokkur svæöi I
noröausturhluta landsins. Eru
uppreisnarmenn sagöir hafa
stærstu borgina þar, Kratie, á
valdi sinu.
Teng Hsiao-ping, aöstoöarfor-
sætisráöherrá Klna, hefur sakaö
Vletnam um blygöunarlausa
árásarstefnu gegn nágranna sln-
um, og sagöist I gær vonast til
þess aö Sameinuöu þjóöirnar létu
máliö til sin taka.
A fundi meö bandariskum
blaöamönnum i gær sagöi Teng,
aö ástandiö i Indókina hlyti aö
valda öll friöelskandi fólki I heim-
inum áhyggjum.
Formaður breska
íhaldsflokksins
Pilsin sviptust upp um Margrétu Thatcher, for-
mann breska ihaidsflokksins, þegar hún var
dregin I „bátsmannsstól” viö opnun bátasýning-
ar, sem var aö hefjast i London I gær. Sýningin
veröur opin fram til 14. janúar... Þaö er aö segja
á bátunum.
„Hann! — Hann er bara góður vinur!
Óvíst um dvalar-
stað keisarans
iranskeisari var i morg-
un í fyrsta skipti i fimm
mánuði fjarri höfuðborg-
inni, og þótt hann væri
væntanlegur þangað aftur
i kvöld, var allt á huldu um
hvar hann væri niðurkom-
inn.
Talsmaöur keisarans sagöi, aö
keisarafjölskyldan heföi fariö
meö þyrlu til staöar nokkra
kílómetra frá Teheran, en kvaö
öryggisástæöur meina sér aö
upplýsa nánar hvar.
Getgátur voru um, aö keisar-
inn, sem margir krefjast aö yfir-
gefi landiö, hafi fariö I stutt
sklöaorlof meö fjölskyldu sinni til
þess aö hvila sig frá andstreymi
siöustu mánaöa. '
Pappírsskortur hjá
breskum blöðum