Vísir - 05.01.1979, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 5. janúar 1979
Framkvæmdastjóri: Davló Guðmundsson
Ritstjórar: úlafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón með Helaarblaði: Arni
Þórarinsson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónina
Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,Oli
Tynes, Slgurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor-
valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós-
myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlitog hönnun: Jón Oskar
Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Slöumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Ritstjórn: Slöumúla 14 simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 2500 á mánuöi
innanlands. Verö i
lausasölu kr. 125 eintakiö.
Prentun Blaöaprent h/f
HEIMATILBÚIN
SKATTAÞÖRF
Frásagnir nú um áramótin af taprekstri Strætisvagna
Reykjavíkur sýna okkur neytendum og skattborgurum
vel, hvernig hinir opinberu forsjármenn eru sífellt í raun
og veru að plata okkur, þegar þeir þykjast vera að gefa
okkur eitthvað.
Það hafði verið gert ráð fyrir því í áætlunum, að
rekstrarhalli Strætisvagnanna á árinu 1978, sem greidd-
ur yrði úr borgarsjóði, næmi um 300 millj. kr. Þegar
dæmið var gert upp, varð tapið hins vegar ekki 300
milljónir, heldur 500 milljónir.
Hvers vegna? Jú, vegna þess, að ekki fékkst leyfi til
þess að verðleggja þjónustu Strætisvagnanna þannig, að
hin upphaflega áætlun gæti staðist.
Og hvers vegna ekki? Var ekki staðið á móti fargjalda-
hækkunum af einskærri góðvild yfirvalda í gárð þeirra,
sem nota strætisvagnana? Nei. Astæðan var sú, að hækk-
un strætisvagnafargjalda spilar inn í hækkun fram-
færsluvísitölunnar, sem samkvæmt eilífðargangverki
vísitölukerfisins leiðir aftur til kauphækkunar hjá laun-
þegum, þ.á m. farþegum strætisvagnanna. Það varð því
að halda niðri strætisvagnafargjöldunum til þess að
halda niðri kaupinu.
Allt gæti þetta verið gott og blessað, ef ekki væri enn
svarað aðalspurningunni: Þarf þá enginn að borga þess-
ar 200 milljónir, sem upp á vantaði?
Ójú. Og hverjir eiga að borga þessar milljónir? Að
sjálfsögðu fyrst og fremst þeir, sem eiga að halda, að
það sé verið að gefa þeim eitthvað, þeir, sem verið var
að plata með vísitölufiffinu. Reikningurinn kemur til
þeirra með hæstu vöxtum í ofanálag sem hluti af næsta
skattseðli.
I staðinn fyrir að skrifa á okkur þennan skattreikning,
sem verður tilf innanlegur, þegar hann kemur, hefðu hin
ágætu yfirvöld, sem alltaf vilja vera að hafa vit fyrir
okkur, getað leyft okkur að borga dálítið hærri fargjöld,
sem við hefðum lítið fundið fyrir, ef hækkunin hefði
komið smám saman. Þrátt fyrir það hefðum við notið
ódýrrar og góðrar strætisvagnaþjónustu og líka látið
gamla fólkið og öryrkjana njóta sinnar ívilnunar í far-
gjöldunum.
En auðvitað geta ofstjórnaryfirvöld ekki valið svo
eðlilega og sjálfsagða leið. Þess í stað verður f ramhaldið
og leikslokin eins og í fáránlegasta farsa: Þegar búið er
að nota strætisvagnafargjöldin til þess að koma í veg
fyrir, að almenningur fái kauphækkun i budduna, er
þessum sama almenningi skipað að taka budduna upp og
punga út með nýja skatta. Og til viðbótar verður svo
að lokum að borga miklu hærri strætisvagnafargjöld
heldur en þurft hefði, ef þau hefðu fengið að breytast
jöfnum höndum í samræmi við kostnaðarhækkanir.
Með þessu f ikti sínu í verðlagsmálunum, sem auðvitað
er allt sagt fyrir almenning gert, gera stjórnarherrarnir
hvorttveggja í senn: búa til þörf fyrir nýja skatta, sem
aldrei hefði þurfti til að koma, og magna verðbólguna í
stað þess að halda henni niðri.
Þetta dæmi af Strætisvögnum Reykjavíkur er aðeins
lítil táknmynd af hinu öfugsnúna kerfi, sem búið er að
reyra okkur í. Sambærileg dæmi eru allt í kringum okk-
ur, bæði í hinum opinbera rekstri og einkarekstrinum.
Einkarekstrurinn er þó enn verr leikinn heldur en opin-
beri reksturinn, því að hann hefur ekki aðstöðu til að
bjarga sér með sköttum. Er ekki orðið tímabært að
hugsa málin upp á nýtt og hætta sjálfsblekkingunni?
t>aö er hætt við aö ýmsir eigi erfitt meö aö skilja skattseölana sina f vor.
NYJU SKATTALÖGIN:
LENGI MA GERA
FLÓKNA HLUTI
FLÓKNARI
fyrning 10%, 2% á ári i 5 ár.
Auk þess er tekjuskattur félaga
hækkaður úr 53% i 65%.
Tekjuskattur einstak-
linga
Meö nýju skattalögunum voru
geröar umtaisveröar breytingar
á sköttum fyrirtækja og
einstaklinga. Fyrir suma hafa
þær hlutfallslega lækkun skatta i
för meö sér, fyrir aöra hækkun.
Fyrirtæki
Helstu breytingar á sköttun
fyrirtækja eru þær, aö óbeinar
fyrningar eru felldar niöur og
svokallaðar flýtifyrningar af
fasteignum i atvinnurekstri
sömuleiðis.
Af lausafé var flýtifyrning áöur
30% alls og mátti afskrifa meö
þeim hætti 6% á ári. Samkvæmt
nýju lögunum er hámarksflýti-
Skattvisitalan hækkar úr 213 i
320 stig. Hækkun milli ára er
50,23%, en reiknað er meö aö
tekjuaukning á árinu 1978 hafi
verið 51%. Þessi mismunur veld-
ur örlitið aukinni skattbyrði.
Nýtt þrep bættist við skattstig-
ann. Nú er tekinn 50% skattur af
skattskyldum tekjum, sem eru
hærri en 3.848 þúsund krónur hjá
Uppruni, ættir
og munaðarleysi
Viö erum mikiir ættfræöingar,
og þess vegna er ekki nema eöli-
legtaö okkur ieiki nokkur forvitni
á aö sjá þá tólf sjónvarpsþætti
byggöa á bókinni Rætur eftir Alex
Haley, sem nú eru aö byrja I
sjónvarpinu. Þó aö mætur
fræðimaöur léti eitt sinn þau orö
faila aö tsiendingasögum saman-
iögöum mætti lýsa meö setning-
unni: Bændur flugust á, þá eru
þær engu aö slður mikil ættfræði-
rit svo litlu verður við jafnaö
nema þá heigibók Gyöinga, þegar
þar kemur frásögninni aö einn
gat annan' og annar gat þann
þriöja og þriöji gat þann fjóröa og
þannig áfram um stund.
Norrænn aðall
Islenzku ættfræðinni hefur allt-
af fylgt nokkur saga, svona eins
og hold fylgir beinum. En
ættfræöin virðist vera frumþáttur
og hvati ritunarinnar, og jafnvel
svo, að nútimamenn, lærðir i
þessum fræðum hafa látiö þau orö
falla, aö liklega væru lslending-
asögur fyrst og fremst skrifaöar
til að sýna og sanna aö hér byggju
einungis afkomendur norræns
aöals, enda má segja að varla
fyrirfinnist frásögn af öörum.
Slðan hafa komiö ættfræðingar,
sem I einberum mannanöfnum
hafa rakið tengslin kynslóð frá
kynslóö aftur til jarla og konunga
i Norðurálfu. Jafnvel Breta-
drottning er sögð þrettándi
maöur frá einhverjum Húnvetn-
ingi meö digru auknefni.
Ættrakning
Islendinga
Einhvers staðar hefur komizt
inn i mynd hinna löngu ættrakn-
inga, aö þær væru svolitiö hlægi-
legar. Að minnsta kosti ná þær
núorðið varla langt aftur fyrir
seytjandu öld, og hinar nýrri
bækur um ættfræði hefjast varla
fyrr en á átjándu öld. Viö könn-
umst við Bergsætt og Arnardals-
ætt, sem hafa komiö út á bókum,
vönduöum og traustum, og
Neðanmóls
Indriði G. Þorsteinsson,
rithöfundur, skrifar i neðan-
málsgrein sinni i dag um
ættfræðiáhuga tslendinga og
nýkviknaðan áhuga Banda-
rikjamanna á uppruna sin-
um vegna sýninga á mynda-
flokknum „Rætur” eftir Alex
Haley. Indriði segir meðal
annars:
„Eftír aö bókin „Rætur”
kom út hafa Bandarikja-
menn lagt stund á ættfræði I
auknum mæli. Ekki er þar
einungis um að ræða litaöa
menn, einnig hina hvitu, og
var um tima örtröð i kirkju-
görðum vestra af fólki, sem
var að lesa á legsteina, úr
hverju, sem það hefur nú
bætt.”
veröur varla efast um aö þar sé
rétt fariö meö töluna. Alveg eins
er hægt að trúa þvi að ekki sé
miklu logið I hinum lengri ættar-
tölum, og jafnvel að óþarft sé að
véfengja ættarrakningu Islend-
ingasagna, en rökin fyrir þvi
veröa varla fundin nema hugur-
inn sé leiddur að upprunanum
aftur i þvi myrkri, sem engar
ættaskráningar lýsa upp, og um-
vefur málaliðaþjóð viö Svartahaf
sem hélt I norður. Aö öðrum kosti
verða menn aö leita skýringa
meðal norskra bænda. Hvað
varöaði þá um konungdóm? Hann
hefur verla þrengt meira að þeim
en héraöshöfðingjar og branda-
bitar vikingaaldar. Og hvaö varö-
aði þessa þrældómsmenn um ætt-
ir? Það var auðvitað yfirstétt,
sem hafði efni á skipum til
Islandssiglingar, en hvernig hefði
hún orðið til I Noregi? Engu af
þessu verður svarað með nokk-
urri vissu. Hafi sá kynstofn sem
hingað flutti komið að byggöu
landi án þess að geta fbúanna að
nokkru i ættarskrám sinum, gat
þá ekki sami kynstofn komið til
Noregs á sinum tima án þess
siöar meir að geta að nokkru
þeirra, sem þar bjuggu fyrir?
Nokkur orð úr Mandinkamáli
komu Alex Haley á sporið, og
urðu til þess að hann átti endur-
fundi við ættmenn sina á bökkum
Gambiafljóts. Sögulega séð var
skammur timi liðinn slöan for-
faöirinn haföi verið fluttur i
þrælaskip. Viö finnum að likind-
um aldrei sönnun um forfeður
handan Noregs. Við höfum
aðreins óljósan grun um mála-
liða, sem gengu undir nafninu
Herólar og gátu vel i krafti vopna
sinna orðið yfirþjóö á
norðurhjara. Saga okkar stanzar
i Noregi. Samt teljum viö okkur
mikia ættfræöinga.
Ættf ræðiáhugi vestra
Saga Alex Haley hefur vakiö
mikla athygli i Bandarikjunum,
og er talið aö stærstur hluti
þjóðarinnar hafi horft á
sjónvarpsþættina, sem geröir
hafa veriö eftir bókinni. Eftir að
bókin kom út hafa Bandarikja-
menn lagt stund á ættfræði I
auknum mæli. Ekki er þar ein-
ungis um litaða menn aö ræöa,
heldur einnig hina hvitu, og var
um tíma örtröö i kirkjugörðum
vestra af fólki, sem var aö lesa á
legsteina, úr hverju sem það hef-
ur nú bætt. A bæjarskrifstofum
var mikiö aö gera við aö fletta
upp á fæöingum og dánardægrum
og eflaust hafa margir getaö náð
saman sæmijegri ættartölu með
þessari athafnasemi. Bandarikin
eru ekki nema rúmlega tvö
hundruð ára, svo styttra hefur
verið aö leita en hjá mörgum öðr-
um, sem kannskifara aö hyggja á
ættfræöi eftir að Rætur hafa veriö
sýndar i Evrópu. Þrátt fyrir þann
nýja áhuga á ættfræöi vestra er