Vísir - 10.01.1979, Síða 1
Afurðalánabreytingin til lítils?
Þofír aðeins
0,8% gengis-
sig á mánuði
Verður annars óhagstœðari en gömlu vaxtakjörin
Nokkur óánægja rlkir
meðal fiskvinnslumanna
með nýgeröar vaxta-
breytingar á afuröalán-
um. Telja þeir að ef geng-
ið sigi um meira en 0,8% á
mánuði verði nýju lána-
kjörin verri en þau fyrri.
„Rlkisstjórnin og
stjórnmálamennirnir
hafa lýst þvi yfir að verið
væri að endurskoða af-
urðalánakerfið með það
fyrir augum að létta
vaxtabyrði af fiskvinnsl-
unni en flestir okkar telja
aö við séum verr settir
en áður,” sagði einn for-
svarsmanna fiskvinnsl-
unnar i samtali við Visi.
Vextir á afurðalánum
til útflutningsframleiðsl-
hafa nýlega verið lækkað-
ir I 8,5% en lánin jafn-
framt gengistryggð. Það
þýðir að gengisbreyting-
ar mega ekki vera meiri
en 10% á árinu 1979 til
þess að nýju lánin verði
ekki óhagstæðari, en til
samanburðar má geta
þess að hækkun á banda-
rikjadollara miöaö viö ís-
lenska krónu varð rúm
49% á siöasta ári.
— KS
Miili 30-40 bílar festust á Seltjarnarnesi í skafrenningnum og ófæröinni I gærdag. Ljósm: ÞG
40-50 bíiar festust
á Reykjanesbrautinni
Hálfgert neyðarástand
skapaöist á Reykjanes-
brautinni og einnig á Sel-
tjarnarnesi i gærdag vegna
mikil skafrennings og
ófærðar.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar i Keflavik
festust á milli fiörutiu og
fimmtiu bílar á Reykjanes-
HPOmngmi
brautinni, þegar verst var i
gær. En færð tók aö versna
strax um hadegi, þegar tók
að skafa.
Fjórir árekstrar urðu á
Reykjanesbrautinni vegna
ófærðarinnar. Engin slys
uröu þó á fólki. Leiðin i
Sandgerði og Garð var lika
ófærog þar urðu árekstrar.
Snjóruðningstæki unnu á
Reykjanesbrautinni, en
komust illa að, þar sem svo
margir bílar voru fastir. 1
nótt var Reykjanesbrautin
lokuö vegna skafrennings,
en var opnuð aftur i morg-
un.
A Seltjarnarnesi muna
menn vart aðra eins ófærð I
tiu ár að minnsta kosti Þar
taldi lögreglan aö um 30-40
bflar heföu fest vegna
skafrennings. Einna verst
mun ástandið hafa verið á
Nesveginum og á Skóla-
braut. 1 morgun var veður
ágætt.
Sigur
gegn
Dönum
ólafur Benediktsson
var hetja islenska lands-
iiösins i handknattleik f
gærkvöldi er iiðiö sigraði
Dani með 18 mörkum
gegn 15.
Leikurinn fór fram I
Randers i Danmörku,
einmitt i þeirri sömu
iþróttahöli þar sem Danir
geröu HM-vonir tslands
að engu fyrir ári siðan.
Þetta var fyrsti leikur
þjóðanna i Baltik-keppn-
inni, en þar leika flestar
sterkustu handknattleiks-
þjóðir heims. 1 kvöld á
Island aö leika gegn
heimsmeisturum V-Þjóö-
verja. — Sjá iþróttasiður
á bls. 12-13 og 14.
Fengu miða
í strœtó
hjó ömmu
sinni en eru
nú á leið til
Ameríku
— sjá bls. 4
i « C y.r
arthöfði 2 - Að utan 6 - Útlönd i morgun 7
- EA
mmmm
Ósannað að
ofbeldi í
sjónvarpi
hafi skað-
leg áhrif
- sjá bls. 2 og 3
.• IfÆI;
I '•