Vísir - 10.01.1979, Page 7
VÍSIR Miðvikudagur 10. janúar 1979
r ............
U'"
Umsjón: Guömundur Pétursson
3
LURIE’S OPINION
Snjórinn kom ó
ró í Teheran
Snjór þakti götur i
Teheran i morgun og
fylgdi honum kyrrð og
ró, eins og jafnan og um
leið varð hlé á hinum
daglegu götuóeirðum
andstæðinga keisarans.
Með fannkomunni féll hitastig
niður úr 15 gráðum i frostmark,
og voru ekki aðrir á götum en þeir
sem erindum þurftu aö sinna
Flestir höfðust viö inni i húsum
sinum og finna nú á sjálfum sér
oliuekluna, afleiðingar mánaðar-
langs verkfalls starfsmanna oliu-
iðnaöarins.
Um leiö þykir ýmislegt benda
til veörabrigða á stjórnmála-
himninum, þar sem hin fjögurra
daga gamla rikisstjórn hefur
strax á fyrstu dögum átt við inn-
byröis erfiðleika aö striöa. Einn
af mikilvægustu ráðherrum
hennar, Fereidoun Jam, hefs-
höfðingi, hefur sagt af sér
varnarmálaráöherraembættinu.
— Hefur vaknað við það kviði um,
að herinn kunni að taka völdin.
Jam hershöföingi er maöur
mjög áhrifamikill og stjórninni
mikilvægur sem tengiliður
hennar við herinn.
Draugurinn fró Tandberg-gjoldþrotinu:
Fellur iðnaðar-
róðherra
Noregs?
Frá Jóni Einari Guöjónssyni,
fréttaritara Visis f Osló:
Gjaldþrot Tandberg-
verksmiðjarwia hefur valdið
Haukvik, iðnaðarráðherra
Noregs ómældum erfið-
leikum. Svo getur farið að
hann missi embætti sitt
vegna þessa máls. I dag —
miðvikudag — mun Stein
örnhöi frá Sósíalistíska
vinstrif lokknum leggja
fram fyrirspurn í Stór-
þinginu um Tandberg-mál-
ið.
Astæöan fyrir fyrirspurninni
eru upplýsingar um bréf frá ráð-
gjafarfyrirtæki einu, sem fyrir
tveim árum athugaði rekstur
Tandberg og kom með tillöguj- til
úrbóta. Engum af þessum tillög-
um var hrint I framkvæmd.
23. mai 1978 sendi ráðgjafar-
Jréð fee—llur!
Fœr Sihanouk
að ávarpa S.þ.
Norodom Sihanouk prins
bíður I dag átekta eftir þvú
hvort Sameinuðu þjóðirnar
muni leyfa honum að
ávarpa alþjóðasamkom-
una og flytja í eigin
persónu boðskap fallinnar
stjórnar Kambódíu. Nefni-
lega fordæmingu á því, að
„Víetnam hafi gleypt
Kambódíu".
En það var ekki tryggt, að þessi
fyrrverandi leiötogi Kambðdiu
fengi að ávarpa Sameinuöu þjóð-
irnar, þvi að öryggisráöið sam-
þykkti einungis I gærkvöldi að
koma „saman svo fljótt sem auð-
ið yrði til þess að fjalla um
ástandið i Indókina”.
Forseti öryggisráösins, Donald
Mills frá Jamaica, virtist ófús aö
segja, hvort hann mundi hitta
Sihanouk prins eöa ekki.
Sihanouk fór frá Phnom Penh á
sunnudag aö þvi er virðist i erind-
um stjórnar Pol Pot, forsætisráö-
herra. En nokkur vafi þykir nú
leika á umboði hans, þvi aö siðan
hafa nær allar borgir Kambódiu
falliö i hendur uppreisnarmanna,
sem lýst hafa yfir myndun nýrrar
stjórnar, og hefur hún þegar hlot-
iö viðurkenningu Sovétrikjanna,
Laos og auðvitaö Vietnams.
Sihanouk prins á blaöamannafundi i New York i gærkvöldi, eft-
ir komuna þangað.
Sungu barnaárið í garð
Skærustu stjörnur popp-
og rokktónlistarinnar
sungu alþjóða barnaárið í
garð í gær með hljómleik-
um i fundarsal allsherjar-
þings Sameinuðu þjóö-
anna.
A fremstu bekkjum sátu, klöpp-
uðu ákaft og stöppuöu niöur fót-
um af sömu hrifningu og
smástelpur á hljómleikum átrún-
aðargoða sinna, engir aörir en
Kurt Waldheim framkvæmda-
stjóri Sameinuöu þjóðanna, Don-
ald Mills forseti öryggisráðsins,
og fleiri diplómatar, sem sjaldan
sjást annars bregöa svip.
Yngri áhorfendur á aftari
bekkjum sáu um að hvia og veina
til þess aö andrúmsloftið skorti
ekkert á venjulega popphljóm-
leika.
Waldheim lifði sig svo inn i
hljómleikana, að hann fékk sig
ekki frá þeim slitiö. Lét hann boð
ganga um aö hann gæti þvi miður
ekki tekið á móti Norodom
Sihanouk, prins, frá Kambódiu, I
gærkvöldi.
Meðal skemmtikrafta, sem
þarna komu fram, voru Rod
Stewart, ABBA, Donna Summer,
Olivia Newton-John, John Den-
ver, Andy Gibb, Kris Kristoff-
erson og kona hans Rita Coolidge,
auk hljómsveitarinnar „Earth,
Wind and Fire” og fleiri.
fyrirtækið stjórn Tandbergs bréf.
I bréfinu bendir fyrirtækiö á að
Tandberg hafi látiö hjá liöa að
hrinda tillögunum I framkvæmd.
bá var einnig bent á aö þó að rikið
hafi sprautaö 240 milljónum
n.kr. inn I Tandberg I mars,
muni tapið 1978 nema 80 milljón-
um.
Margt bendir til þess að Hauk-
vik iðnaðarráðherra hafi fengið
afrit af þessu bréfi. Ef svo er, er
útlitið heldur svart fyrir iðnaðar-
ráðherrann 1 september fékk
hann trúnaðarmenn starfsfólks-
ins I Tandberg I heimsókn og let
sem allt væri með felldu. Og það
sem alvarlegra er: 1 fyrir-
spurnartima I Stórþinginu i okt-
óber sagði Haukvik, að engin ný
gögn væru komin fram i Tand-
bergmálinu frá þvi i mars.
Stein örnhöi hefur sagt að
Verkamannaflokkurinn ætti að
sjá sig um eftir betri iðnaðarráö-
herra. Sjálfur hefur Haukvik ekki
viljað svara þvi, hvort hann vissi
um bréfiö og ef þá hversvegna
hann gerði ekki hlutaðeigandi
viðvart.
SOb
BbOMA
FRíE
SÓLBLÓMAFRÆ
ERU HOLL FÆÐA
EN EINNIG TILVALIN
í STAÐ SÆLGÆTIS
Gód keilsa
ep gæfa
fevers maRRs
FAXAFEbb HF