Vísir - 10.01.1979, Blaðsíða 11
VÍSIR
Miövikudagur 10. janúar 1979
11
jafnan sagt eitthvaö á þá leiö aö
þarna sæju þeir þann minnis-
varöann, sem ætti sér sennilega
enga hliöstæöu á byggöu bóli og
væri áreiöanlega og umfram
allt aöalsmerki Islenskrar
þrautseiglu og manndóms. Og
ég itreka hér, og held ég halli
ekki á neinn, þó ég fullyröi aö
frumkvæöi og meginþungi þess
átaks aö koma upp sérstæöum
byggingum og stofnunum i
Mosfellss veit hafi hvflt á
heröum sjúklinga og þá bæöi
þeirra sem þegar höföu náö
nokkrum bata og hinna sem
heyjandi voru vonlitla baráttu
viö striösmanninn sem engu
þyrmdi.
HÆsjúklingar
Þaö sem hér á undan er komiö
er ekki ósnotur byrjun á blaöa-
grein meö viöeigandi
hátíölegheitum og markvissum
stil, en nú verö ég lika aö breyta
um stellingu og tala tæpitungu-
laust, því mér er mikiö niöri
fyrir. Berklafaraldurinn gekk
undir nafninu hviti dauöi og af
hverju ekki aö kalla þann
faraldurinn sem skæöastur og
hraödræpastur hefur veriö
siöustu áratugina rauöa dauöa?
Mér finnst þaö ágætt og dálítiö
sláandi nafn.
Læknar og aörir kunnáttu-
menn kalla þennan krankleika
hjarta- og æöasjúkdóm (mætti
skammstafa „hæsjúk”) og nú
kem ég aö spurningunni sem
valdiö hefur mér óróleika og
angri og hún er: Hvenær rennur
upp sá dagur aö „hæsjúklingar”
taka höndum saman og stofna
sitt SÍBS?
Nú spyr sjálfsagt einhver:
„Hvern fjárann er þessi maöur
eiginlega aö pípa, eöa hefur
hann aldrei heyrt minnst á
Hjartavernd?” Jú, og
aldeilis. Ef ég legg þaö á mig aö
rölta hérna út á hlaöiö og geng
nokkur skref i austur, þá blasir
viö mér i hánoröri hvitt og
myndarlegt ljósaskilti þar sem
fremst er rautt hjarta og þar
fyrir aftan skráö stóru letri
Hjartavernd. I kjallaranum er
Landbankinn til húsa og þarna
eru lika fleiri merkar stofnanir.
Já, og ég veit lika aö til skamms
tima voru einhverjar skrifstofur
niöri Silla- og Valdahúsinu I
Austurstræti þar sem einnig var
Hjartavernd og ef lengra er
haldiö þá var mér sagt i
óspuröum fréttum hérna á dög-
unum af trúveröugum og fróm-
um borgara aö Hjartavernd
væri sjálfseignarstofnun, hvaö
svo sem þaö nú er. I sannleika
sagt, þá er þetta nú allt og sumt
sem ég veit um þessa gagn-
merku stofnun en þó má enginn
halda, aö ég ætli mér aö gera lit-
iö úr þvl starfi sem þar er unniö
eöa meta einskis þann árangur
sem þar hefur náöst. Hitt er svo
annaö má, aö starfsemin þarna
i Lágmúlanum snertir litiö sem
ekkert hina raunverulegu „hæ-
sjúklinga” og tala ég þar af
nokkurri reynslu, þvi á undan-
förnum árum hef ég ekki komist
hjá aö kynnast og vera samvist-
um viö stóran hóp „hæ-
sjúklinga” og man ég ekki eftir
Björn Bjarman er ekki alls kostar sáttur við þann farveg, sem starfsemi
Hjartaverndar er i, og telur ekki nægjanlegt að reka leitarstöð heldur þurfi
einnig að sinna þeim sjúklingum, sem orðið hafi fyrir barðinu á hjarta- og
æðasjúkdómum.
nema einum sem komiö haföi
inn fyrir dyr á þeirri ágætu
stofnun sem nefnd er Hjarta-
vernd. Og þess vegna spyr ég i
mesta sakleysi en fúlustu
alvöru: Hvaöa hjörtu eru
blessaöir mennirnir I Lágmúla 9
aö vernda? Spyr sá sem ekki
veit.
Hvað er til ráða?
Eigum viö sem oröiö höfum
fyrir baröinu á rauöa dauöa og
haldiö velli aö leggja niöur
skottiö og biöa róiegir eftir loka-
högginu eöa eigum viö aö safna
liöi og ná okkur niöri á óvinin-
um? Ég fyrir mlna parta mæli
meö seinni kostinum. Ég þykist
vita aö aö ekki þurfi nema til-
tölulega litla hvatningu og upp-
örvun til aö koma hreyfingu á
hugi þeirra fjölda manna sem
ég hef hér áöur kallaö „hæ-
sjúklinga”. Kannski dugir ekki
annaö en stofna sjúklingafélag
og ef svo er þá þolir þaö enga
biö. Aö visu leynist meö mér sú
von sem þó er veik aö sjálfs-.
eignarstofnunin Hjartavernd
eigi, ef grannt er skoöaö, eitt-
hver rúm fyrir þau hjörtu, sem
hjálpar eru þurfi.
Verkefnin eru á hverju strái
eins og allir vita sem til þekkja.
Ég nefni bara endurhæfingu og
félagslega aöstoö aö ég ekki tali
um andlega örvun og bakstuön-
ing.
1 upphafi greinar minnar
minntist ég á SIBS og ég man
lika Félag lamaöra og fatlaöra,
sem I haust er leiö sýndu ræki-
lega samtaka mátt og dug og ég _
hef heldur ekki gleymt nýstofn-
uöu félagi gigtarsjúklinga sem
þegar hefur sýnt góöan árangur
i verki.
Ég skal fúslega viöurkenna,
aö sjálfur er ég hvorki eldhugi,
lúörablásari né til forystu fall-
inn, en ýms atvik undanfarinna
mánaöa hafa ýtt viö mér og orö-
iö þess valdandi, aö ég get ekki
lengur oröa bundist. Von min er
sú, aö einhvers staöar kvikni
ljós og aö sú tiö sé ekki langt
undan, aö ný og fersk atlaga
veröi gerö aö rauöa dauöa.
B.Bjarman.
LANDLÆKNIR UM LÆKNINGAR LEIKMANNA:
Lœkningar sjúkra séu
stundaðar af fólki
með hœfnispróf
fleiri hundruö þúsund krónum fá-
tækari. Ekki viröist unnt aö gera
einn eöa annan ábyrgan fyrir þvi-
likum svikum og féflettingum.
Heilbrigðisyfirvöld hafa aldrei
amast við fólki er stunda fyrir-
bænir, svo rikt sem þaö fyrirbæri
fyrirfinnst með islenskri þjóð.
Skoðun min er þó sú, að „anda-
lækningar” I höndum fávisra
manna geti gert margan sefa-
sjúkan sem veikur er fyrir. Eng-
inn má skilja orð min svo aö ég
geri gys aö bænrækni og fyrir-
bænum yfirleitt, þó að ég geri litiö
úr bænakvabbi i veraldlega hagn-
aðarskyni. Þaö eru svo margar
betri bænir til.
Ég hefi aldrei sakað Einar á
Einarsstööum fyrir aö taka
greiöslu fyrir fyrirbænir og er
mér þvi tilefni greinar séra
Sigurðar H. Guöjónssonar I dag-
blaöinu VIsi snemma I desember-
mánuöi óskiljanlegt meö öllu.
Magnús Magnússon, fulltrúi 1
Menntamálaráöuneytinu, leggur
til i grein sem birst hefur i þrem
dagblöðum (dagblaðinu VIsi hinn
13. desember, I Morgunblaöinu
hinn 14. desember og i Timanum
28. desember 1978) aö skottulækn-
ar fái aö starfa óáreittir viö hliö
lækna. Þá geti þessir aöilar starf-
að hlið viö hlið I sátt og samlyndi.
Rök hans eru m.a., að lækninga-
meðferð löggiltra lækna geti mis-
heppnast og jafnvel greini lækna
á um meðferð, og þvi sé likt á
komið með löggiltum læknum og
skottulæknum þar sem þeirra
meðferö geti einnig misheppnast
(???).! huga fulltrúans viröast
sveima löngu liöiö ofrpat á hæfni
lækna til lækninga. Flestu skyni-
bornu fólki hlýtur þó að vera ljóst,
að vissulega getur læknum oröið
á mistöik, enda eru þeir mann-
sættar. Jafnframt skal á þaö
bent, aö læknum sem öörum er
sæmilega ljóst að margir sjúk-
dómar geta batnaö af sjálfu sé'
án nokkurra aögerða. Algengus.vU
sjúkdómar er okkur hrjá, svo sem
kvef og influenza o.fl. sjúkdómar
batna oftast fyrir tilverknaö
náttúrulegs lækningamáttar sem
býr i öllu fólki.
Fulltrúar fólksins, er setu áttu
á Alþingi er Læknalög öðluöust
gildi, töldu aö mönnum sem lokiö
hafa hæfnisprófi eftir 7-8 ára nám
i læknisfræði væri siöur hætt viö
mistökum en ólærðum.
Fulltrúar fólksins, er setu áttu
á Alþingi er Læknalög ööluöust
gildi, töldu aö mönnum sem lokiö
hafa hæfnisprófi eftir 7-8 ára nám
I læknisfræði væri siður hætt viö
mistökum en ólæröum.
Ennfremur hefur þeim veriö
fullkunnugt um takmarkaöa getu
lækna og að mistök geta komiö
fyrir hvarvetna þar sem manns-
höndin er að verki. Þess vegna er
itarlegur lagabálkur i Læknalög-
um til verndar fólki gegn van- og
oflækningum lækna. Samkvæmt
Læknalögum er unnt aö sækja
lækna til ábyrgðar ef illa tekst til.
Um ábyrgö skottulækna er full-
trúinn fáoröur, en gerist marg-
orður um vonleysi þess fólks er
þjáist af ólæknandi sjúkdómum
og leitar hjálpar lækna án úr-
lausnar. Ég efast ekki um aö
ýmsir öölast hugarró og betri lið-
an eftir fund meö bænheitum
mannvinum. Ennfremur neita ég
þvi ekki aö leikmenn geta dottið
niður á ráð sem dugaö geta
hrjáöu fólki betur en geröir lærö-
ustu lækna. En af þeim sökum
einum er ekki réttlætanlegt aö
sleppa öllum kuklurum landsins
lausum á fólkið t.d. meö þvi aö
sæma þá lækningaleyfi.
Nálastungur danska teppa-
gerðarmannsins og hnattferöir á
fundsæringarmanna i Suður-Asiu
dugðu litið fólki meö ólæknandi
sjúkdóma.
Fulltrúinn vitnar að lokum i H.
Mahler framkvæmdastjóra
Alþjóöaheilbrigðisstofnunarinnar
máli sinu til stuönings. Sú frásögn
af ræðu Mahlers sem birtist I
Morgunblaöinu hinn 6. nóvember
1977 var I meginatriöum röng. I
ræðunni, sem birtist óbrengluö I
ritinu World Health 1977, lagöi
framkvæmdastjórinn til aö þjóöir
Ólafur Ólafsson, landlækn-
ir, gerir hér grein fyrir þvi
hvaö hann átti viö, er hann
talaði um að skottulækning-
ar væru stundaöar hér á
Iandi, en vegna ummæla
landlæknis hafa orðið a 11-
mikil skrif I Visi. Hér fjallar
hann meðal annars um nála-
stungur dansks teppageröar-
manns, áhuga háskóla-
menntaðra tslendinga á
austrænum furðulæknum,
þjónustu iljanuddara, anda-
lækningar og fyrirbænir.
3ja heimsins, sem búa við mikinn
læknaskort, skipulegðu námskeið
I heilbrigöisfræöum fyrir ólært
fólk, er stundaði „lækningar", og I
kenndu þeim undirstöðuatriöi i|
þeim fræðum.
Fulltrúanum skal bent á aö
kynna sér frumheimildir fram-
vegis.
Aö lokum vil ég taka fram, aö
andlegar lækningar, nálastungur
og iljanudd eru ekki bannaöar á
Islandi. Löggjafinn ætlast ein-
ungist til aö lækningar sjúkra séu
stundaðar af kunnáttufólki er lok-
iö hefur hæfnisprófi likt og reynt
er aö tryggja aö einungis hæfir
kennarar, flugstjórar og stýri-
menn fái réttindi til aö starfa sem
slikir.