Vísir - 10.01.1979, Side 12
12
c
Miðvikudagur 10. janúar 1979
VtSIR
jUk
VJSIR MiOvikudagur 10. janúar 1979
13
Þetta
##
var
sœtt"
„Þetta var mjög sætt og
alveg stórkostlegt að sigra
Danina á þeirra eigin heima-
velli,” sagði Siguröur Jóns-
son, formaður Handknatt-
leikssambands Islands, er
viðslógum á þráðinn til hans
i gærkvöldi.
„Við erum búnir að vera
iengi I hópi 10-16 bestu hand-
knattieiksþjóða heims og það
erum við í dag,” sagði hann.
,,Það þýðir ekkert að vera
með neinar skýjaborga-
byggingar, þetta er staða
okkar. Það hefur verið erfitt
að halda okkur i þessum hópi
vegna harðnandi samkeppni
siðustu árin, en úrslitin i
kvöld sýna vissan „stand-
ard” hjá liðinu, og undir-
strika að það getur ýmislegt
gerst ennþá,” bætti formaö-
urinn við.
gk —
Oli frán Island
ólafur Benediktsson landi okkar var svo sannariega I sinum mesta
ham I gærkvöldi. Hann varðí 18 skot i leiknum við Danina og átti sinn
besta landsleik fyrr og sfðar.
Ármann með nýja lyftu
„Þegar siðari áfanganum
verður lokið mun þetta veröa af-
kastamesta skiöalyfta á landinu
— hún mun þá geta flutt 1400
manns á klukkustund”, sagði
Björn Kristinsson formaður
skiðadeiidar Armanns i viötali
við Visi I gær.
„Viö erum nú aö fara i gegn
með fyrri hlutann og getur þá
lyftan flutt um 700 manns á
klukkustund”, bætti Björn viö.
„Ef snjóalög leyfa, verður lyftan
komin i rekstur um næstu helgi —
eða þessi fyrri hluti hennar sem
er tilbúinn — en einhver bið mun
verða á þvi að öll lyftan eins og
hún á að verða fari i gang”.
Þessi nýja Armannslyfta er
sunnan Kóngsgils og liggur upp á
hæsta tind Bláfjalla, sem er i
rúmlega 700 metra hæð. Lyftan,
sem er svonefnd toglyfta, er inn-
lend smiði að svo miklu leyti sem
þvi varð komið við, en annar út-
búnaður er frá Austurriki. Fé-
lagar i skiðadeild Ármanns, sem
eru um 600 talsins — þar af 200
mjög virkir félagar — önnuðust
undirbúning og uppsetningu lyft-
unnar, sem mun kosta nær 40
milljónum króna og er þá sjálf-
boðavinna verðlögð að fullu.
Fjölskyldubíll — sportbill?
Hvoru tveggja
MAZDA 323 SP er búinn öllum kostum
góös fjölskyldubíls: Rúmgóöur, sparneytinn og
umfram allt ódýr. Þar aö auki hefur hann til aö bera
eiginleika sportbíla sem gleöja alla sanna
bílaunnendur: 1415 cc vél og 5 gíra kassa (0—100 km á 12,8 sek.)
sérbólstruö rally sæti, ríkulega útbúiö mælaborð meö snúnings-
hraöamæli, sportfelgur, sérstakt svart metallic lakk, svarta stuöara,
grill og margt fleira. Sjón er sögu ríkari.
BÍLABORG HF
SMIDSHÖFDA 23 símar: 812 64 og 81299
y.T
Umsjón: Gylfi Kristjánsson
______ Kjartan L. Pálsson
D
„Allt small eins
og flís við rassl'
— íslenska landsliðið hefndi rœkilega og sigraði Dani i fyrsta
leik liðanna i Baltik-keppninni
Já, nú erum við hressir og kátir, það
small allt eins og flis viö rass hjá okk-
ur”, sagði Jón P. „Klempel” Jónsson,
handknattleikslandsliðsmaður, er viö
ræddum við hann I gærkvöldi. Jón var
þá kominn á hótel sitt I Randers eftir að
Island hafði unniö sinn fyrsta sigur á
útivelli gegn erkióvininum Dönum i
Baltic-keppninni, úrslitin 18:15 og gleði
islendinganna mikil að vonum. Ósigurs-
ins gegn Dönum frá HM haföi verið
hefnt.
„Það var vörnin og markvarslan, sem
öðru fremur skóp þennan sigur”, sagði
Jón P. „Vörnin var sterk og Ólafur
Benediktsson, sem stóð i markinu, átti
sinn besta landsleik fyrr og slðar og er
þá mikið sagt.”
Þannig er þaö oft, að þegar menn
búast við minnstum afrekum þá gerast
óvæntir hlutir. Slikt átti sér stað i
Randers i Danmörku i gærkvöldi i
fyrsta leik Baltic-keppninnar, og Danir
sem höfðu ætlaö sér að vinna auðveldan
sigur, hittu fyrir ofjarla sina.
Jón Pétur sagði að 3300 áhorfendur
hefðu verið á leiknum, sem hefði auk
þess verið sjónvarpað um alla Dan-
mörku. En þeir hefðu ekki reiknað með
islenska liðinu svona sterku og þvi ætlað
sér auðveldan sigur. En það smallt allt
samanhjá Islandi, vörnin mjög sterk og
stórskyttur Dana þeir Michael Berg og
Anders-Dahl Nielsen voru stöðvaðir al-
gjörlega. Ólafur Benediktsson varði ein
18 skot i leiknum, sem er með þvi al-
mesta sem gerist. Þá var sóknin leikin
skynsamlega, boltanum haldið þar til
glufur mynduðust i vörn Dana og þá
skotið og skorað. Sem sagt, algjör topp-
leikur og árangur eftir þvi, fyrsti útisig-
ur gegn Dönum.
Jafnræði var með liðunum til að
byrja með, en Danir komust siöan yfir
8:6. En tvö siðustu mörk hálfleiksins
voru islensk, og staðan i leikhléi 8:8.
Sigur Islands var engin tilviljunarsig-
ur. Það sést best á þvi að I siöari hálfleik
komst liðið I 12:9 og siðan 17:13, loka-
tölur sem fyrr sagði 18:15.
Oft hafa menn óskað eftir sigri gegn
Dönum i iþróttum og oft hafa menn orð-
ið fyrir vonbrigðum. Það er þvi full
Kanarnir á
fullri ferð
í Höllinni
Nær allir bandarisku körfuknattleiks-
mennirnir, sem leika hér á landi, verða i
sviðsljósinu I Laugardalshöll i kvöld. Þá
leika KR og Valur þar meö styrkum lið-
un, og er leikurinn liður i hátiðahöldum
vegna 80 ára afmælis KR.
KR-ingar mæta til leiksins meö John
Hudson og hafa auk þess fengiö Mark
Christenssen, sem leikur með Þór á
Akureyri, til að styrkja liö sitt.
Valsmenn hafa hinsvegar gerst enn
stórtækari. Þeir hafa i leiknum I kvöid
auk Tim Dwyer, þá Paul Stewart. 1R-
ing, John Johnson, Fram, Dirk Dunbar,
1S og Mark Hoimes, sem leikur með
UMFG. Það verða þvi 7 bandariskir
leikmenn, sem hefja leikinn i kvöld.
Um leiö og að vera afmælisleikur KR
er leikurinn undirbúningur fyrir KR-
inga vegna ferðar þeirra á alþjóðlegt
körfuknattleiksmót I Doncaster á
Englandi um helgina. Þar mun Mark
Christenssen leika meö KR, og þvi er
hann með liði KR i kvöld.
Valsmenn verða ekki árennilegir i
kvöid með þann liösauka, sem þeir hafa
náö sér I, og þeir hefja leikinn meö 5
bandariska ieikmenn. Leikur Iiðanna
hefst I Höliinni kl. 20.
ástæða til að gleðjast yfir þessum sigri
og óska piltunum til hamingju með
hann. Þessi sigur vannst fyrst og fremst
vegna þess hversu sterk heild íslenska
liðið var, þótt hlutur Ólafs Benedikts-
sonar i markinu sé auðvitað mestur.
Mörk íslands i gær skoruðu Páll
Björgvinsson 4, ólafur Einarsson,
Bjarni Guðmundsson og Jón P. Jónsson
3 hver, Ólafur H. Jónsson og Viggó Sig-
urðsson 2 hvor, Árni Indriöason 1.
Úrslit annarra leikja I gær urðu þau
að heimsmeistarar V-Þjóðverja unnu
Pólverja 19:18 eftir að Pólverjarnir
höfðu haft yfir lengst af, en i lið heims-
meistaranna vantar fjóra íastamenn. —
I hinum riðlinum unnu A-Þjóðverjar
fyrirhafnarlitinn sigur gegn B-riðli
Dana 26:14 og Sovétmenn fóru létt með
Svia 26:19.
tsland leikur i kvöld gegn heims-
meisturum V-Þýskalands.
Þeir Axel Axelsson, Þorbjörn Jens-
son, Stefán Gunnarsson og Brynjar
Kvaran léku ekki i gærkvöldi. Þeir
komu til Randers rétt i þann mund að
leikurinn var að hefjast og verða
væntanlega með i kvöld, að minnsta
kosti einhverjir þeirra.
gk-.
SAMHERJAR í
SLAGSMÁLUM
— þegar Charlton mœtti utandeildarliðinu
Maidstone í ensku bikarkeppninni í gœrkvöldi
Vfða á Englandi tókst að moka snjón-
um af knattspyrnuvöllunum i gær og
leika á þeim ieiki, sem hefur orðið að
fresta undanfarnar helgar. 1 þetta sinn
voru það aðallega ieikir i ensku bikar-
keppninni frá þvi á laugardaginn, sem
fóru fram, en einnig fór fram mikil-
vægur leikur í deiidarbikarkeppninni.
Þar áttust við 2. deildarlið Stoke City
og 3. deildarliðið Watford, sem sendi
Manchester United út úr þessari sömu
keppni fyrr I hausLLeikmenn Stoke urðu
nú að sætta sig við sömu örlög og leik-
menn Man. Utd,— Watford sigraði 3:1
eftir framlengdan leik — en staðan eftir
venjulegan leiktima var 1:1. Watford
mætir Englandsmeisturunum Notting-
ham Forest I næstu umferð, sem eru
undanúrslit.
I FA bikarkeppninni i gærkvöldi urðu
nokkur óvænt úrslit. Þar voru t.d. tvö 1.
deildarlið slegin út af liðum úr 2. deild.
Birmingham tapaði á heimavelli fyrir
Burnley 2:0 óg QPR var slegið út af Ful-
ham meö sömu tölum. Arsenal slapp
með skrekkinn gegn Sheffield Wednes-
day á Highbury i gærkvöldi, en þá
mættust liðin aftur i 3. umferð keppn-
innar. Jafntefli varð 1:1 eftir venjulegan
leiktima og framlengingu.
Þá bjargaði Middlesbrough sér á
siðustu sekúndu með marki Billy Ash-
croft og náði þar með jafntefli gegn
Crystal Palace. Aftur á móti varð West
Ham að sætta sig við tap gegn Newport
County úr 4. deild og Luton úr 2. deild
mátti þola tap fyrir öðru 4. deildar liði,
York City, sem lék hér á landi fyrir
nokkrum árum.
1 öllum leikjunum i gækvöldi gekk
mikið á, en þó einna mest i leik Charlton
og Maidstone. Þar brutust út slagsmál
— þó ekki á milli leikmanna Charlton og
Maidstone, heldur tveggja leikmanna
Charlton. Voru það þeir Mick Flanagan
og Derek Hale sem slógust og var þeim
báðum visað af leikvelli.
Annars urðu úrslitin I leikjunum i
gærkvöldi sem hér segir:
FA- bikarinn,3. umferð:
Bristol City-Bolton Wand. 3:1
Charlton-Maidstone 1:1
Coventry-West Brom. 2:2
Darlington-Colchester 0:1
Fulham-QPR 2:0
Middlesbr.-Crystal Palace 1:1
Notts County-Reading 4:2
Sheff. Utd.-Aldershot 0:0
Swindon-Cardiff 3:0
Wimbledon-Southampton 0:2
York Citv-Luton 2-0
¥ 9
Brighton/Howe-Wolverhampt. 2:3
Orient-Bury 3:2
Birmingham-Burnley 0:2
FA-bikarinn 2. umferð (annar leikur):
Rotherham-Barnsley 2:1.
Deiidar-bikarinn 5. umferð:
Watford-Stoke 3:1 (eftir framlengin-
gu).
FA-bikarinn 3. umferð (annar leikur):
Arsenal-Sheff. Wednesday 1:1.
Fresta varð nokkrum leikjum i
gærkvöldi og fara þeir fram mánudag-
inn 15. janúar, en i kvöld verða einnig
fjölmargir leikir á dagskrá — það er að
segja, ef veðrið helst gott á Bretlands-
eyjum I dag...
—klp —
ÞEIR
BESTU
DUTTU
Allir þeir skiðamenn, sem likleg-
astir voru taldir til þess að sigra,
þegar keppt var I svigi heimsbikar-
keppninnar I Montana I Sviss I gær,
féllu úr keppni og ungur V-Þjóö-
verji hrósaði sigri er upp var stað-
ið.
Hann heitir Christian
Neureuther, og hefur ekki sigrað I
heimsbikarkeppninni i fimm ár.
Ingimar Stenmark féll I fyrri
ferðinni. Hann datt ofarlega i
brautinni en komst á fætur og hélt
áfram. Hins vegar ætlaöi hann að
flýta sér og vinna upp þann tima,
sem hann haföi tapaö, og þá skeði
annað óhapp og Stenmark var úr
leik.
Það sama geröist hjá Peter
Luescher frá Sviss, sem hefur for-
ustu I stigakeppni heimsbikar-
mótsins, og Bojan Krizaj frá Júgó-
slaviu. Þeir duttu báðir og voru þar
með úr leik.
Staða efstu manna i stigakeppn-
inni breyttist því ekki, Luescher er
efstur meö 105 stig, Stenmark með
100 og Krizaj ineð 49. gk-.
SJA EINNIG IÞROTTIR A BLAÐSIÐU 14
HROLLUR
/ O Kinq Fcatures !
TEITUR
AGGI