Vísir - 11.01.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 11.01.1979, Blaðsíða 24
síminn er 86611 Siglingar til Bretlands eru að stöðvast Kljáfoss fer I kvöld frá Straumsvik meö ál til Bretlands og veröur þvi skipaö upp á bryggju þar. Þá fer Dettifoss I kvöld frá Felixstowe til islands, en frekari siglingar veröa ekki til eöa frá Bretlandi meöan verkfall vörubíl- stjóra varir. Þaö tókst aö lesta Dettifoss I Felixstowe þrátt fyrir verkfalliö, þar sem vörurnar voru tilbúnar til útskipunar sem þar voru teknar. Hins vegar var hætt viö aö senda Mánafoss þangaö eins og til stóö. Tveir fossar eru fastir í breskum höfnum. Samband flutninga- verkamanna i Bretlandi ihugar aö boöa til allsherjarverkfalls frá og meö deginum i dag og þá stöövast siglingar islenskra fiskiskipa til Bretlands. Atta skip ráö- geröu aö selja afla þar i næstu viku. —SG 40 bátar á rœkju við Djúp „Það eru 40 bátar hér við Djúp sem fengu leyfi til rækjuveiða og mega þeir veiða samtals 2.400 tonn,” sagði Böðvar Sveinbjarnarson framkvæmdastjóri á ísafirði i morgun. Þegar róiö var i fyrradag var veður fremur slæmt og voru þaö aöeins stóru bát- arnir sem gátu athafnað sig, aö sögn Böövars. Rækjan sem þá fékkst var allgóð. Ekkert var róiö 1 gær vegna veöurs en bátarnir voru að fara út i morgun. Rækjubátarnir 40 viö Djúp eru frá Isafiröi, Bolungarvik og Súðavik. —SG AtliP. Dam formaöur færeysku viöræöunefndarinn- ar og Benedikt Gröndal formaöur þeirrar Islensku tak- ast hér i hendur meö bros á vör eftir aö samkomulagiö var undirritaö I gærkvöldi, enda var mæst á miöri leiö. V-Uismynd JA Hissa á þess um samningi — segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ ,,Ég er nokkuö hissa á þvi aö þessir samningar skuli hafa veriö endur- nýjaöir.þar sem sjávarút- vegsráöherra sagöi á aöalfundi Lttl i haust aö hann legöist gegn þvi”, sagöi Kristján Ragnars- son formaöur LltJ viö VIsi i morgun um samkomu- lagiö viö Færeyinga. „Þegar við sætum svo verulegum takmörkunum sem við gerum i dag í þorskveiöum og einnig á loðnuveiðum teljum viö aö þetta séu óeðlilegir samningar. Færeyingar eiga engan sögulegan rétt til loðnu- veiöa hér við land. Þeir hófu þær fyrir tveim ár- um siðan þegar ekki þótti nein þörf á takmörkunum en nú þegar er búiö aö stöðva veiðarnar i einn mánuö og við vitum ekki enn hvernig vertiðinni reiöir af. Þvi teljum við þessa samninga tilefnis- lausa.” —KS Leðnuveiðar Fœreyinga við ísland: Fá að veiða 17500 lestir Færeyingum verður heimilt að veiða 17500 lestir af loðnu á þessari vetrarvertið hér við land/ 6000 tonn af þorski á árinu 1979 og 17500 lestir af kolmunna. tslendingar hafa á sama tíma heimild til að veiða 35 þúsund lestir af kolmunna við Færeyjar. Þetta eru i meginatriö- um niöurstöður færeysku og Islensku viöræöu- nefndanna um fiskveiöi- mál,sem lauk I Reykjavik I gærkvöldi. Þar er einnig kveðiö á um mjög hert eftirlit meö veiöum og afla færeyskra skipa hér viö land. Samkomulagiö felur i sér helmingsminnkun á leyfilegum loönuafla Færeyinga viö Islands en hann var 35 þúsund tonn I fyrra og þorskafli þeirra minnkar um 1000 lestir var 7000 lestir áöur. Hins vegar er bolfiskkvóti þeirra óbreyttur, um 17 þúsund tonn á árinu 1979. —KS Hefja innanlandsflug í Jem- en þegar nýr Fekker fœst „Þaö stendur nú bara á þvi aö viö fáum viöbótar Fokkerflugvél til aö geta hafiö innanlandsflug I Jemen”, sagöi Sveinn Sæmundsson, blaöa- fulitrúi Flugleiöa, viö Visi I morgun. „Við höfum meðal annars leitaö til Land- helgisgæslunnar um aö fá keypta gömlu Fokkervél- ina þeirra, en ekkert svar fengið ennþá. Um flug i öörum ara- barikjum er óákveöiö ennþá. Það er hugsanlegt aö við tökum eitthvaö aö okkur i Libýu og jafnvel viöar. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, er nú þarna niöurfrá ásamt Einari Aakran, svæöisstjóra okkar i Luxemburg. Þeir munu fara til margra landa á þessu svæöi aö leita verkefna fyrir okk- ur. Innanlandsflug þarna niðurfrá er þó háö þvi aö við fáum fleiri Fokker vélar. Þaö er svo mikiö aö gera fyrir vélarnar okkar hérna, og i Grænlands-og Færeyjafluginu, aö þaö er ekki hægt aö senda neina þeirra”. „Ef þiö sendiö vél eöa vélar þarna niöureftir, þýðir þaö þá ekki aö þiö verðið aö ráöa fleiri áhafnir?” „Jú, ég geri fastlega ráð fyrir þvi, þótt ekki sé hægt að segja nánar um það fyrr en liggur fyrir hvernig þetta veröur. Þarna niöurfrá er mikill markaöur sem viö höfum áhuga á aö komast inná, og þaö kemur i ljós á næstu vikum og mánuö- um hvernig þaö gengur”. —ÓT TF-SYN á flugi. Hana vilja Flugleiöir kaupa af Land- helgisgæsiunni. Viáismynd — BG. Stórverslanir á Akureyri grípa til sparnaðar: KEA sparar 10 millj. með klukku- tíma lokun Stór verslunar- fyrirtæki á Akur- eyri, með KEA i broddi fylkingar, hafa ákveðið að loka verslunum sin- um klukkan 18 á föstudögum i stað 19 eins og verið hef- ur lengi. KEA mun spara um 10 millj- ónir króna á ári með þessari styttingu verslunartimans. Hins vegar hafa kaup- menn á Akureyri skiptar skoöanir á þvi, hvort loka eigi klukkutimanum fyrr eöa seinna og sumar búöir þvi opnar til 19 á föstudög- um, en aðrar ekki. Kaupfélag Eyfiröinga lokar verslunum sinum klukkan 18 á föstudögum i sparnaðarskyni. — Visism. GVA . KEA mun hafa þrjár matvöruverslanir opnar á laug.ardögum auk þess sem opnúnartimi sölulúga mat- vöruverslana veröur ó- breyttur. Pálmi Stefánsson, for- maður samtaka kaup- manna á Akureyri, sagöi i morgun aö mcTliö heföi ver- iö til umræöu i haust og vetur, en samtök kaup- manna ekki gert neina samþykkt um málið. Siöasta föstudag hefði verslunum KEA, Amaroog fleiri fyrirtækja verið lokaö klukkan 18, en ýmsir kaup- menn haft opiö til 19. Samkvæmt athugun, sem KEA lét gera, náöi klukku- timinn eftir kl. 18 á föstu- dögum ekki meöalverslun og vegna slæmrar stööu verslunarinnar veröi aö gripa til sparnaöar i reksti Sem fyrr segir eru ekki allir sammála um þetta mál. Til dæmis sagöist Bjami Sveinsson i Leður- vörum vera á móti þvi aö of lágri álagningu væri mætt meö þvi aö skeröa tekjur afgreiöslufólks, en Visir haföi tal af honum i morgun. Ekki náöist til Vals Arnþórssonar, kaup- félagsstjóra KEA. — SG Bíldudalur: Rœkjuveið- arnar hafnar Rækjubátarnir á Bildu- dal geröu stutta ferö I gærmorgun þegar veiö- arnar voru loks leyföar. Bátarnir átta lögöu strax úr höfn, en fiestir sneru aftur aö landi vegna veöurs. Þaö er þó létt yfir mönnum þvi það er búiö aö biöa lengi eftir veiöi- leyfinu. Frá Bildudal eru geröir út tveir stórir linu- bátar sem hafa aflaö sæmilega, 5-8 lestir i róöri. Það hefur þó ekki nægt til að halda uppi fullri at- vinnu og þvi eru menn fegnir aö fá nú rækjuna til viöbótar. Hér hefur veriö ein- staklega gott tiöarfar og fært um allar sveitir i kringum hátiöarnar. Ég vissi um fólk sem fór i fólksbilum til Reykja- vikur um jólin og það var skotfæri alla leiðina — þangaö til kom inn i höfuðborgina. —HF.BIldudal /—ÓT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.