Vísir - 21.02.1979, Blaðsíða 21
21
VÍSIR
Miftvikudagur 21. febrúar 1979.
Svona reykjarmökkur ásamt tilheyrandi ólykt heyrir nú fortíðinni tíl hjá Lýsi og
mjöK í Hafnarfirði.
Hreinsitækið sem Jón Þórðarson hannaði. Ljósm.: JA
Hreinsibúnaðurinn hjá Lýsi og mjöl hf.:
édýr íslensk
uppfinning
Fyrir nokkru var tekinn i
notkun hreinsibiinaður I verk-
smiðju Lýsis og mjöls h.f. i
Hafnarfirði. Hér er um að ræöa
hreinsibúnað sem bæði kemur i
veg fýrir lyktar- og reykmeng-
un. Búnaðurinn er islensk upp-
finning og sá fyrsti þessarar
tegundar sem settur er upp hér-
lendis. Nú má þvi búast við að
Hafnfirðingar verði fyrir fullt
og allt lausir við þá hvimleiöu
mengun sem þeir hafa þurft að
búa við frá verksmiöjunni und-
anfarin ár.
Höfundur hreinsibúnaðarins
er Jón Þórðarson, framleiðslu-
stjóri á Reykjaiundi og hefur
hann s.l. sjö ár gert tUraunir
með slikan búnað m.a. i sam-
vinnuvið Islenska álfélagiö h.f.
Hreinsitækið
Hreinsitækið eri grundvallar-
atriðum byggt þannig, að loftið
sem hreinsa á er látið streyma I
gegn um svo kölluð filterhjól
sem snúast gagnstætt þvi næsta
með allmiklum hraða. Hjólin
eru vættmeðþviaö vatn er látið
flæða frá miðju hvers hjóls út
eftir hverjum teini undir áhrif-
um frá miðflóttaaflinu sem
myndast viö snúning hjólanna.
Við rykhreinsun rekast
teinarnir á grófustu rykkornin á
ferð sinni f gegnum loftið og þar
sem þeir erublautir loðir ögnin I
vatnshimnunni á teininum.
Vatnshimnan streymir
stöðugt út eftir teininum vegna
miðflóttaaflsins og slöngvast
að lokum út I sérstakt hólf utan
við loftgöngin.
Hreinsun lofttegunda fer fram
á þann hátt áö gasiö blandast
vatninu á svipaðan hátt og fin-
korna rykið i hinum mjög svo
virku hvirflum sem myndast
aftan við teinana. Miðflóttaaflið
slöngvar siðan vatninu ásamt
óhreinindunum sömu leiö og
rykinu.
Prófanir
Tækið hefur verið prófað i
Straumsvik en þar gaf það ekki
nægilega góöa raun, enda þótt
sitthvaö mætti læra af notkun
þess þar.
Einnig var tækið notaö viö
Kisiliðjuna á Mývatni og
reyndist það þar vel.
Siðan var tækið endurbætt og
notaö við Sementsverksmiðjuna
á Akranesi og við fiskimjöls-
verksmiðjuLýsis og Mjöls h.f. I
Hafnarfiröi. Tókust þær tilraun-
ir mjög vel.
Hreinsihæfni tækisins
Raunvisindastofnun Háskól-
ans var falið að rannsaka
hreinsihæfni tækisins við Lýsi
og Mjöl h.f. I Hafnarfiröi og við
Sementsverksmiöjuna.
Hreinsun tækisins á steinryki
I Sementsverksmiðjunni var
99.94% og á söltum á alkali-
málmum 97-98%.
Viö mælingar á tækinu I
Hafnarfiröi voru niöurstööurnar
sem hér segir:
Brennisteinstvildi.betraen 95%
Ammoniak, 99.5%
Trimethylamin, 99.5%
Þessi tvö efni er völd að mest-
um þeim ódaun sem leggur frá
fiskimjölsverksmiðjum en þau
myndast viö rotnun og siöar
upphitun á próteini þess fisks
sem unninn er:
Kolvetni 99.7%
Fastar og fljótandi agnir
97-98%
Hönnunaraðili hreinsi-
búnaðarins
Hönnun hreinsibúnaðarins
annaöist Lofthreinsun h.f. i
samráöi viö verkfræöiskrifstofu
Guömundar Björnssonar. Loft-
skiljurnar voru smiöaöar á
verkstæöi fyrirtækisins, úöunar-
kælirinn hjá Landsmiöjunni og
Rásverk s.f. sá um uppsetningu
og smiöi á loftræstikerfinu.
Kostnaður við smiði og
uppsetningu
Samningsfjárhæöin fyrir
áöurgreind verkefni, með verð-
bótum,hljóðaöi upp á 81 milljón
króna. Auk þess hefur Lýsi og
Mjöl h.f. lagt i framkvæmdir
fyrir um 30 milljónir króna. Tal-
ið er aö þetta sé mun lægri fjár-
hæð en ef keyptur heföi veriö
hreinsibúnaður erlendis frá.
—SS—
Fyrirlestur i kvöld kl. 20,30:
Prófessor MATTI KLINGE frá Helsinki-há-
skóla: ,,Om centrum och periferi i Finlands
och Sveriges historia".
VERIÐ VELKOMIN
NORRÆNA
HÚSIÐ
Sjúkrahús Neskaupstað
Tilboö óskast í að fullgera sjúkrahússbygging-
una í Neskaupstað.
Nú þegar er lokið múrhúðun, hitalögn tengd,
vatns- og skolplagnir frágengnar að tækjum
og loftræsistokkar uppsettir að mestu.
Verkinu skal skila í þrem áföngum. Verklok
eru áætluð 15. nóv. 1981
Otboðsgögn verða afhent gegn 25.000.- kr.
skilatryggingu á skrifstofu vorri, Borgartúni 7
Rvk. og ennfremur hjá sjúkrahússráðsmanni
Neskaupstað
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðju-
daginn 3. apríl 1979 kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Verkfrœðingar
Oskum eftir að ráða verkf ræðinga til eftirlits-
starfa í Saudi-Arabíu.
8-10 ára starfsreynsla við byggingareftirlit
ásamt góðri enskukunnáttu eru nauðsynleg
skilyrði ráðningar.
Uppl. í síma 38590
Almenna verkfræðistofan hf.
t
Faðir minn
Höskuldur Þórhallsson
tónlistarmaður
lést í Borgarspítalanum, mánudaginn 19.
febrúar,
Gunnláugur Þ. Höskuldsson