Vísir - 13.03.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 13.03.1979, Blaðsíða 2
2 / A Þriöjudagur 13. mars 1979 Finnst þér rauðmagi góður? Ingi Þór ólafsson, skrifstofu- stjóri: -Ég ætla aö boröa hann núna eins og alltaf. Hann er hinn besti matur. Dýrmundur ólafsson, póstvarö- stjóri:-Já, mjög góöur. Ég boröa hann á hverju ári. einnig grá- sleppu, bæði saltaöa og signa og einnig siirar hveljur. Ingi Tryggvason, fyrrv. aiþingis- maöur: -Já, já. Ég fæ hann alltaf frá Húsavik. Þetta er ágætur matur. ,ve»-0'ð rtoVELDIB Rtru6*-,c hzpvblic lcBlA!ID llPLO>AAT*C passport special Dipló’ mata* doetur í veislum: En synirnir sitia heimai „Makar og börn (þeirra sem hafa rétt á að bera diplómatisk vegabréf) börn þó að þvi tilskildu að þau hafi ekki náð 20 ára aldri, nema um ógiftar eldri dætur útsendara fulltrúa utanrikisþjónust- unnar sé að ræða sem dvelja i föðurhúsum og skráðar eru á hinn diplómatiska lista þar sem foreldri þeirra starfar”. Þessir aöilar eru meöal þeirra, sem hafa rétt til aö bera diplómatiskt vegabréf. Klausan hér aö ofan er tekin Ur nýrri reglugerö um vegabréf utan- rlkisráðuneytisins. A þessum jafnréttistimum kemur slik klausa nokkuö spánskt fyrir sjónir. HUn þýöir aö ógiftar eldri dætur diplómata eru á diplómatiskum lista og er þvi boðiö 1 allar veislur i þvi landi, þar sem feöur þeirra starfa. A meöan þær eru Uti á ralli þurfa bræöurnir aö sitja heima þó þeir séu ógiftir eldri synir. Utanrikisráöuneytiö gefur Ut tvenns konar vegabréf, dipló- matlsk vegabréf og sérstök vegabréf. Sem dæmi um hverjir mega bera hiö fyrrnefnda má nefna forseta tslands, ráöherra, hæstaréttardómara, biskupinn, aðalbankastjóra Seölabanka ts- lands og fyrrverandi forsætis- og utanrikisráðherra. Sem dæmi um hverjir mega bera sérstök vegabréf má nefna: alþingismenn borgar- stjórn og forseta borgarstjórn- ar, aöstoðarmenn ráöherra, fyrrverandi ráöuneytisstjóra og fyrrverandi biskupa. t vegabréfiö skal skrá stööu fæöingardag og ár, heimilis- fang, hæö, háralit og augnalit. Þá skal ennfremur festa i vega- bréfiö nýlega ljósmynd af vega- bréfshafa. Þeir sem hafa diplómatiskt vegabréf öölast vissan rétt samkvæmt Vlnarsamningnum. Þessi réttur er gagnkvæmur milli rlkja. Handhafar vega- bréfanna eru ekki tollskyldir I þvi landi t.d. þar sem þeir starfa. Þá er yfirleitt ekki hægt aö taka þann sem er meö diplómatiskt vegabréf fastan og þeir bera engan skatt I þvl landi sem þeir starfa I. tslendingar sem hafa diplómatlsk vegabréf hafa eng- an rétt hér á landi umfram þá sem hafa venjuleg vegabréf, t.d. gagnvart tolli. —KP Ráðherrar losni undan bílaánauð Jóhann Skaftason, flugvirki: -Nei, ég hef aldrei smakkað hann. Ingimundur Sæmundsson: -Já mjög góöur. Ég hef bara ekki fengiö hann i ár. Heyrsthefur aö ráöherrar séu komnir i bilahugleiöingar, og fer þaö aö vonum aö viö hver stjórnarskipti hefjast kaup á hinum margvíslegu stööutákn- um valdhafanna. Göring gekk viö sérlega útbúinn marskálks- staf, breskir liösforingjar, sem hér voru á hernámsárunum, höföu svonefnd montprik sér til halds og trausts og vinstri stjórn á islandi leggur auövitaö mikiö upp úr þvi aö ná eignarhaldi á sverustu limósinum á markaöi. Þannig mun einn fulltrúi öreiga pólitlkurinnar hafa kalsaö aö fá sér tólf milljóna króna bfl, en heldur veriö talinn af þvi af samráöherrum sinum, sem viröast samkvæmt bilavali ætla aö láta sjö milljóna limós- inur duga. Þetta bilamál varö næsta brennandi hér á dögunum, þegar allar horfur voru á þvi aö rikisstjórnin ætlaöi aö leysast upp I endalaust þvarg um efna- hagsmál. Þá var ekki um annaö nteira rætt I rikisstjórninni en væntanleg bilakaup, enda var þá hver siöastur aö fá eitthvaö fyrir sex mánaöa langan snúö sinn. t Skandinaviu hafa veriö brögö aö því aö ráöherrar hafi notaö almenningsvagna. Tage Erlander lá t.d. aldrei svo mikiö á aö bjarga þjóöarhag aö hann heföi ekki tima til aö fara i al- menningsvagni i vinnuna. Virt- ist þó Svlum farnast vel undir hans stjórn. Hérna má kannski segja aö málin horfi ööruvisi viö. Mikiö er lagt upp úr þvi aö þingmenn komist til kjördæma sinna I þinghléum og veittir sér- stakir fjármunir til sllkra feröa- laga. Ráöherrar þurfa auövitaö lika aö feröast, og þá er kannski viö hæfi aö þeir komi ekki á kústsköftum heldur renni i hlaö á dollaragrlni, sem aö verögildi og útliti er viö hæfi embættisins. Þannig er sinn siöur i hvrju landi. Liklega hefur Erlender feröast meö járnbrautum um landiö. Hér eru engar járn- brautir, flugvellir hættulegir og illa lýstir og jafnvel vegamann- virki eins og Oddsksarösgöng lokuöu meirihluta úr vetri vegna snjá, af þvi þeim var komiö fyrir i skarösbrúninni sjálfri — af sparnaöarástæöum. Af þeim sökum mun sá ráö- herra, sem einna mest erindi hefur aö reka á Neskaupsstaö, hugsaö sér aö aka á tólf milljón- um um landið — meö tveimur drifum. Annars sýnir gömul og ný bilastreita innan rlkisstjórna á hvaöa stigi menn eru hér yfirleitt, og hverra pólitiskra úrræöa er aö vænta af mönnum, sem eru aö velta fyrir sér verðmæti og hægindum af limósinum, eins og kaupmaður eöa eigandi aö bátpung, sem er þá ekki i hestum og hefur þvi látiö vera aö færa hnakkana handa f jölskyldunni sem hrossakjöt á nótuna yfir kost- inn. Bllar og bilaeign ráöherra hlýtur nefnilega aö vera slgjört aukaatriöi hjá hverri sæmilegri rikisstjórn. Vegna stjórnmála- legs óróa má vænta þess aö skinna veröi upp bilakostinn meö hverri nýrri ráöherra- bylgju sem kemur, og ráöherra, sem þarf aö nota tólf milljóna bll aö vetrinum vill kannski venjulegan bíl aö sumrinu. Þessi bílafriðindi ráöherra eru óþolandi og niöurlægjandi, enda er ekki ætlast til aö rikisstjórnir séu hverju sinni einskonar bfla- stöö Steindórs. Þaö liggur i augum uppi aö einfaldasta ráöiö er aö kaupa nokkra bíla handa ráöherrum og ráðuneytisstjórum og loka siöan bilana inni i geymslu eftir klukkan fimm á daginn, nema fyrir liggi skrifleg beiöni einhvers ráöuneytis um bil til ákveðinna nota þess utan. Sölu- nefnd varnarliöseigna hefur veriö ráöherrum hjálpleg meö bila i ihlaupum og hefur þaö gefist sæmilega. Sérstök blla- geymsla kæmi alveg I veg fyrir misnotkun, en um leiö losnuðu ráöherrar viö oröróm um niöurlægjandi bilabrask, lána- fyrirgreiöslur og auðgunar- möguleika út af farartækjum. Þótt ekki fari alltaf mikiö fyrir verkunum, vilja kjósendur þó sjá einhvern vott viröingar I fari rikisstjórna. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.