Vísir - 28.05.1979, Síða 7

Vísir - 28.05.1979, Síða 7
7 VISIR Mánudagur 28. mal 1979 „MARGT ÚVENJULEGT A ÞINGINU” seglr LúDvlk Jósepsson, lormaöur Alpýðubandalagslns „Þetta þing hefur óneitanlega veriö um margt furðulegt og ólikt öðrum þingum, það er ekki hægt að neita þvf” sagði Lúðvik Jósepsson er Visir ræddi við hann I þinglokin. „Það hefur verið mikill ágreiningur milli stjórnarsinna innbyrðis og margt i afgreiöslu þingsins hefur borið þess merki. Allajafna hefur það verið þannig, að mál stjórnarandstöð- unnar hafa ekki náð fram að ganga, en á þessu þingi hafa þeir fengið öll sln mál afgreidd. Ég harma það ekkert út af fyrir sig, en þetta er kannski dæmigert fyr- ir ástandið. Það hefur samsagt margt veriö óvenjulegt i vetur og það aö þingnefnd úr þingdeild skuli geta flutt mál inn I Samein- aö þing, sýnir að allt getur gerst núna. (Þingmaðurinn átti þarna við mál Skúla á Laxalóni sem allsherjarnefnd neörideildar bar upp i Sameinuðu þingi). Þegar flutt eru stórmál eins og fjárlög og lánsfjáráætlun er samstaðan veik og það setur svipmót á þing- ið. Ég vona að ýmsir ungir og sprettharðir þingmenn, sem komu inn á þing i haust, hafi lært þaö, að þingstörf eru ekki eins og þeir höróu átt von á og aö þeir veröi að temja sér önnur vinnu- brögð”, sagði Lúðvik Jósepsson. —JM. „ÚHEILINDI MILLI STJÚRNARFLOKKANNA" - seglr Gelr Hallgrlmsson, lormaður Slálfstæölsllokkslns „Þjóðin er ver stödd I lok þessa þings en I byrjun þess”, sagði Geir Haligrimsson, formaöur Sjálfstæðisflokksins, við VIsi I þinglokin. „Hjá þessari rikisstjórn, hefur hver bráðabirgðaráðstöfunin rek- ið aöra og i staö þess að leysa vandann hefur hann veriö aukinn með hverri svokallaðri „ráðstöf- un” rikisstjornarinnar. Það eru aðeins sex mánuðir siö- an formælendur stjórnarinnar lýstu þvi yfir að þeir hefðu höndl- að varanlegt bjargráð i efnahags- máium, með efnahagsfrumvarpi forsætisráðherra. En nú, þegar upp er staðiö og sjálfstæðismenn krefja forsætisráðherra um stefnumótun i kaup- og kjaramál- um, er engin svör að fá og þvi boriö við að þau muni ekki fást á næstunni. Hinsvegar hefur forsætisráö- herra lýst þvi yfir að bráðabirgða lög verði ekki gefin út, nema örugg vissa sé fyrir þvi að þau njóti þingmeirihluta Ef bráðabirgðalög verða gefin út, bera samsagt allir þrir stjórnarflokkanna ábyrgö á þeim og getur þvl enginn einn þeirra skotið sér bak við hina tvo eins og allir þrir stjórnarflokkanna hafa itrekað gert i vetur. Óheilindi milli þeirra hafa verið slik, að það kann ekki góðri lukku að stýra. —JM. /msmgtamúrva/ kmdsins: Klassískir gítarar með nylonstrengjum, stálstrengjagítarar með stórum eða litlum hljómkassa, 12 strengja gítarar, rafmagnsgítarar og bassa- gítarar. Vel þekkt merki eins og Eko, Kimbara, Lorenzo, Levin, Ibanez, Sigma, Colubus, Ovation ofl. Bjóðum einnig handsmíðaða gítara fyrir þá sem gera meiri kröfur. FRAKKASTIG 16 SIMI 17692 Dráltur á byggingu ölfusárbrúar: Kostar hundrað milljónlr á árl lyrlr Eyrbekklnga og stokkseyrlnga „Hvert ár sem bygging ölfusárbrúarinnar dregst kostar Eyrbekkinga og Stokkseyringa meira en hundrað milljónir króna i beinum kostnaði, sem þeir hljóta senn að kikna undan.” Þetta segir m.a. I samþykkt, sem gerð var á hreppsnefndar- iundi Eyrarbakka- og Stokks- eyrarhrepps fyrir stuttu. Vakin er athygli á þvi aö vega- lengdin milli Eyrarbakka og Þorlákshafnarstyttist um tæpa 28 kilómetra með tilkomu brúarinn- ar. Það sama má segja um veg- inn milli Stokkseyrar og Þorláks haftiar; hann styttist um tæpa 25 kilómetra. „A timanum janúar—-april 1979 fóru bátar Eyrbekkinga og Stokkseyringa 370 róðra af 521 róðri úr Þorlákshöfn, þrátt fyrir bestu veðráttu til sjósóknar, sem menn muna. Eðlilegt verður að teljast aö skipverjar komist til heimila sinna milli róðra. Kostnaðarauki skipverja af brúarleysinu nemur á þessum 4 mánuðum á bilinu 3 til 13 milljón- um króna á grundvelli aksturs- taxta opinberra starfsmanna. Þetta er breytilegt eftir þvi hvort allt að 5 skipverjar sameinastum sama bilinn, eöa hver skiþverji ekur sinum bil”, segir i samþykktinni um óhagkvæmni sjómanna vegna brúarleysis. Þá segir að fjárveitingar til hafnargerðar á Eyrarbakka og Stokkseyri hafi um langt árabil verið langt undir þörfum. Jafnhliþa hefur framkvæmda- leysið við hafnirnar og órafjar- lægð til „heimahafnar” i Þorlákshöfn hvað eftir annað steypt yfir þessi þorp hundruð milljóna króna tjónum vegna skipsskaða og fast að þvi lagt i rústir atvinnumöguleika ibúanna. Kostnaðarauki fiskvinnslu- stöðvanna á Eyrarbakka og Stokkseyri af brúarleysinu I bein- um fhitningakostnáði hefur num- ið um 30 milljónum króna mánuö- ina janúar til april á þessu ári. I samþykktinni er bent á að hitaveitumöguleikar fyrir Eyrar- bakka og Stokkseyri byggjast á vatnsöflun vestan ölfusár. Vafa- samt sé hvort arðsemi hitaveitu séfyrir hendi án brúar og þótt svo væri muni brú lækka fram- kvæmdakostnað veitunnar um 20 til 25 prósent. __________________—KP. Sjúkrastðö SÁÁ fiutt Sjúkrastöð SAA, sem verið hefur I Reykjadal i Mosfells- sveit , hefur nú verið flutt að SilungapoDi og hefur samist svo um milli SAA og Reykjavlkurborgar að húsnæðið á Silungapolli fáist til afnota þar til siðla árs 1980. Ráðstefna um vonda lykt Vegna háværra krafna ná- granna fiskimjölsverksmiðja um eyöingu óbærilegrar lyktar I grennd viö verksmiðjurnar hefur veriö ákveðið að halda ráðstefnu á Hótel Sögu 28—30. þ.m. Þar veröur auk framangreindra atriöa fjallað um orkusparnaö og nokkuð sem nefnis „soðeiming meö glatvarmatækjum”. A ráðstefnunni verða og haldin erindi um ýmsar mengunarvarn- ir, þurrkun mjöls o.fl. Fyrirlesarar verða tveir frá íslandi og einn frá Danmörku en til ráðstefnunnar er boöaö af A/S Atlas, Aalborg Værft og Hamri hf- —ÓM. AEG TELEFUNKEN B4NN UPP PAL LITSJÓNIÆRPSKERFIÐ Fyrir rúmlega 10 árum settu AEG TELEFUNKEN verksmiðjurnar á markaðinn fyrstu PAL litsjónvarpstækin, en þá hófust litsendingar eftir því kerfi í Vestur Þýskalandi. Síðan hafa yfir 40 lönd, með yfir 700 milljón íbúa tekið TELEFUNKEN PAL KERFIÐ í notkun. íslensk yfirvöld tóku einnig þá skynsamlegu ákvörðun, að velja PAL KERFIO FRÁ TELEFUNKEN, fyrir íslendinga. Allir framleiðendur PAL LITSJÓNVARPSTÆKJA, framleiða tæki sín undir einkaleyfi TELEFUNKEN; og greiða þeim einkaleyfisgjöld. TELEFUNKEN er eina fyrirtækið sem framleiðir litsjónvarpstæki sin með 100%einingarkerfi, sem einfaldar og flýtir viðgerðum. TELEFUNKEN notar 20% framleiðslutíma hvers litsjónvarpstækis í reynslu hinna einstöku hluta tækisins, auk þess er hvert tæki reynt í 24 tíma áður en það yfirgefur verksmiðjurnar. Lítil orkunotkun (aðeins 140 wött) gefur lítið hitaútstreymi og eykur endingu tækisins. TELEFUNKEN litsjónvarpstæki eru með 110° ,,lnline“ myndlampa, sem sýnir jafna og góða mynd á skerminum, út í öll horn, auk þess sem tækin eru þynnri, en áður hefur verið hægt að framleiða þau. Fjarstýring er að sjálfsögðu fáanleg. Þrátt fyrir yfirburði TELEFUNKEN PAL LITSJÓNVARPSTÆKJA ERU ÞAU SAMKEPPNISFÆR í VERÐI. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.