Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 1
2001  LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HANDKNATTLEIKUR: FALLA FJÖGUR LIÐ ÚR 1. DEILD KARLA? / B4 STEINÞÓR Geirdal Jóhannsson keilari úr KR náði góðum árangri í einstaklingskeppninni á Norðurlandamótinu sem fram fer í Sarpsborg í Noregi. Steinþór, sem er 19 ára gamall, varð í 5. sæti í einstaklingskeppninni og náði hann 212 stigum að meðaltali í 16 leikjum, átta stigum minna en efsti keppandinn. Úrslitaleikirnir á NM fara fram í dag og þar mætast átta efstu úr ein- staklingskeppninni. Sólveig Guðmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendana í ein- staklingskeppni kvenna, 18. sæti. Ragna Matth- íasdóttir og Steinþór Geirdal náðu góðum ár- angri í parakeppninni sem lauk í gær og höfnuðu í 6. sæti af þrjátíu pörum. Jóna Gunnarsdóttir og Elín Óskarsdóttir náðu lengst Íslendinganna í tvímenningi kvenna en þær urðu í 10. sæti af 15. Steinþór leikur til úrslita á NM í keilu Einn þekktasti sundþjálfariBandaríkjanna, Mark Schu- bert, er væntanlegur til Íslands á morgun í þeim tilgangi að ræða við tvo fremstu sundmenn landsins, Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi og Örn Arnarson, SH. Schubert er að- alþjálfari University of Southern California, USC, í Los Angeles og hefur þjálfað á síðustu árum marga fremstu sundmenn Bandaríkjanna, s.s. Lenny Krayzelburg, heimsmet- hafa, heimsmeistara og ólympíu- meistara í baksundum. Einnig var hann einn þjálfara bandaríska sund- landsliðsins á síðustu Ólympíuleik- um. Tilgangur Schuberts með kom- unni til Íslands er að kynna fyrir Jakobi og Erni hvað skóli hans hefur upp á að bjóða í námi, möguleika þeirra á að stunda íþrótt sína jafn- hliða námi. Hvorugur sundmann- anna hefur tekið ákvörðun um hvort þeir hvökkvi eða stökkvi en þykir rétt að skoða hvað Schubert hefur upp á að bjóða og hvort hægt sé að samræma þessa tvo þætti þannig að vel fari. Schubert og hans skóli eru ekki þeir einu sem hafa sýnt Jakobi og Erni áhuga og samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur háskól- inn í Alabama einnig sett sig í sam- band við Jakob Jóhann. Háskólinn í Alabama er Íslendingum vel kunnur en þar stundaði m.a. Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkona frá Akra- nesi, æfingar og keppni um árabil með góðum árangri. Þekktur sundþjálfari sækir Jakob og Örn heimSONJA Nef frá Sviss varð í gærheimsmeistari í stórsvigi kvenna áheimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í St. Anton í Aust- urríki. Nef, sem unnið hefur fimm heimsbikarmót á tímabilinu, var með forystuna eftir fyrri ferðina og henni urðu ekki á nein mistök í þeirri síðari og varð rúmri einni sekúndu á undan Karen Putzer frá Ítalíu sem varð önnur. Hin 18 ára gamla Anja Pärson frá Svíþjóð, sem sigraði í sviginu á miðvikudag, hafnaði í þriðja sæti. Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri var á meðal keppenda en hún féll í fyrri ferðinni. Reuters Öruggur sigur hjá Sonju Nef ÞÓRÐUR Guðjónsson, knatt- spyrnumaður hjá Las Palmas, segir að það skýrist í næstu viku hvort hann fari til enska úrvalsdeildarliðs- ins Derby County eða ekki en eins og fram hefur komið þá hefur enska lið- ið sýnt áhuga á að fá Þórð að láni frá Las Palmas út leiktíðina. Las Palmas vill fá 35 milljónir króna fyrir leigusamninginn eins og Morgunblaðið skýrði frá á dögunum en Derby er ekki tilbúið að greiða svo háa upphæð nema að leiguféð renni upp í hugsanleg kaup á Þórði í sumar. „Mér skilst að félögin séu að tog- ast á um þetta atriði og ég býst við að niðurstaða í það fáist í næstu viku,“ sagði Þórður í samtali við Morgun- blaðið í gær en hann er í leikmanna- hópi Las Palmas sem mætir Valladolid á útivelli í spænsku 1. deildinni á morgun. Derby og Las Palmas togast á BRYNJAR Karl Sigurðsson, sem lék með úrvalsdeildarliði Vals/Fjöln- is í körfuknattleiknum í vetur en skipti yfir í 1. deildarlið ÍA rétt eftir áramót, heldur til Noregs í dag. Brynjar mun dvelja hjá meistaraliði Ulriken frá Bergen í vikutíma en David Swan, bandarískur þjálfari liðsins, er þegar byrjaður að skoða erlenda leikmenn með næsta tímabil í huga. Ef vel gengur mun Brynjar leika með Ulriken í hraðmóti um næstu helgi í Bergen en liðin sem þar verða eru Birmingham Bullets frá Englandi, eistneska liðið Tallinn Hotronic og DJK s. Oliver Würz- burg frá Þýskalandi. Brynjar Karl til Noregs JÚDÓKAPPARNIR Vernharð Þor- leifsson, Vignir Grétar Stefánsson og Bjarni Skúlason verða allir á með- al keppenda á opna franska meist- aramótinu í júdó sem hefst í dag. Þetta mót er eitt það sterkasta sem haldið er í Evrópu á hverju ári og verður fróðlegt að sjá hverning okk- ar mönnum tekst upp gegn mörgum af öflugustu júdómönnum heimsins. Júdómenn á Opna franska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.