Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 4
KEFLAVÍK og ÍBV mætast í
dag í opnunarleik knatt-
spyrnutímabilsins 2001.
Þetta er fyrsti leikur deilda-
bikarkeppninnar og fer
hann fram í Reykjaneshöll
og hefst kl. 17. Hann er sett-
ur upp í tengslum við árs-
þing KSÍ sem haldið er á
Ránni í Reykjanesbæ um
helgina og er sett í dag kl.
10.
Keflvíkingar tefla fram
sínu sterkasta liði í dag að
öðru leyti en því að Haukur
Ingi Guðnason er ekki kom-
inn í leikæfingu og spilar
ekki og Haraldur Guð-
mundsson er hjá Hibernian í
Skotlandi. Eyjamenn leika
án Birkis Kristinssonar sem
leikur með Stoke, og þá er
Hjalti Jónsson ekki orðinn
leikfær eftir að hafa fót-
brotnað í haust. Senegalbú-
inn Papa Assane Ndaw, sem
æfir með ÍBV eftir að hafa
leikið með KFS í 3. deildinni
í fyrra, er ekki orðinn lög-
legur með Eyjamönnum og
því verður Gunnar B. Run-
ólfsson í markinu hjá þeim í
dag.
Deildabikarinn
hefst í dag
ARON Kristjánsson skoraði þrjú
mörk í fyrrakvöld þegar Skjern vann
góðan útisigur á Virum, 28:22, í
dönsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik. Daði Hafþórsson náði ekki að
skora fyrir Skjern.
ÞÝSKA handknattleiksliðið Flens-
burg ætlar ekki að framlengja samn-
inginn við Danann Jan Jörgensen en
samningur hans við félagið rennur út
í sumar. Jörgensen er 30 ára gamall
og hefur verið í herbúðum Flens-
burg í níu ár. „Menn frá félaginu
hringdu í mig og tjáðu mér að samn-
ingurinn yrði ekki framlengdur og
mér finnst þessi vinnubrögð ekki góð
þar sem maður er búinn að vera hjá
liðinu allan þennan tíma“ segir Jörg-
ensen.
TRYGGVI Guðmundsson fellur
greinilega vel inn í lið Stabæk en
hann hefur í tveimur leikjum skorað
þrjú mörk. Tryggvi, sem gekk í raðir
félagsins frá Tromsö ekki alls fyrir
löngu, skoraði tvö af mörkum
Stabæk sem sigraði Raufoss í æf-
ingaleik, 4:2, í fyrrakvöld. Haraldur
Ingólfsson lék ekki með Raufoss
vegna meiðsla og Kristinn Hafliða-
son var heldur ekki með liðinu.
GRÉTAR Hjartarson skoraði
bæði mörk Lilleström þegar liðið
tapaði, 3:2, fyrir öðru norsku félagi,
Lyn, í Portúgal í fyrradag. Gylfi
Einarsson og Indriði Sigurðsson
leika einnig með liði Lilleström sem
kom heim til Noregs í gærkvöld.
SIGURBJÖRN Hreiðarsson lék
allan leikinn með sænska liðinu
Trelleborg í fyrradag þegar það tap-
aði fyrir danska liðinu Herfölge í
Kaupmannahöfn, 1:0. Sigurbjörn
lék með Trelleborg í fyrra en missti
af síðari hluta tímabilsins vegna
meiðsla.
RONNY B. Petersen, danski sókn-
armaðurinn sem lék með Fram í
fyrra, lék einnig með Trelleborg en
hann gekk til liðs við félagið fyrir
skömmu.
EIÐUR Smári Guðjohnsen verður
að öllum líkindum í byrjunarliði
Chelsea sem tekur á móti meisturum
Manchester United á Stamford
Bridge í dag. Eiður hefur verið vara-
maður í síðustu tveimur leikjum.
FÓLK
Ef þetta verður niðurstaðan,munu þau fjögur lið sem ekki
komast í úrslitakeppnina um Ís-
landsmeistaratitilinn falla í 2. deild
en í staðinn flytjast,
sem fyrr, tvö efstu
lið 2. deildar upp í 1.
deild.
Félögum sem
halda úti meistaraflokki karla hér á
landi hefur fækkað jafnt og þétt á
undanförnum árum. Fyrir 20–25 ár-
um voru meistaraflokkslið á fjórða
tuginn, komu víða að af landinu og
léku í þremur deildum, en síðan hafa
þau týnt tölunni eitt af öðru. Ástand-
ið hefur aldrei verið verra en í vetur
þar sem liðum í 2. deild hefur fækkað
um helming frá því í haust og eins og
staðan er nú er tvísýnt að hægt verði
að halda úti 2. deild á næsta tímabili.
Í versta falli gætu staðið eftir tvö lið í
2. deild að þessu tímabili loknu því
hjá tveimur félögum, Fylki og
Breiðabliki, er staðan þannig að ekki
er öruggt að þau sendi lið í deilda-
keppnina næsta vetur, og á Akureyri
hafa verið uppi hugmyndir um að
sameina handknattleiksdeildir KA
og Þórs, eða senda eitt sameinað
meistaraflokkslið til keppni þaðan.
Ef þetta gerist verður keppni í 2.
deild felld niður og öll 14 liðin spila í
1. deild. Það er þó líklegra en ekki að
Þór og Breiðablik verði áfram til
staðar en Fylkismenn eru aðeins
með í vetur vegna þrýstings frá HSÍ
og hefðu sjálfir frekar viljað spila í 1.
flokki, þar sem reyndar er fyrir eitt
meistaraflokkslið til viðbótar, Ögri,
lið heyrnarlausra.
Ef litið er á handknattleik kvenna
er ástandið svipað. Þar er ein deild
með tíu liðum en um árabil voru
deildirnar tvær og liðin nálægt 20
talsins þegar best var.
Handbolti á undanhaldi
sem afþreyingaríþrótt
Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að þar á bæ
hefðu menn að vonum miklar
áhyggjur af þessari þróun mála og
tillögur um úrbætur yrðu lagðar fyr-
ir ársþing HSÍ sem haldið verður í
næsta mánuði.
„Handboltinn hefur verið rekinn
sem afreksíþrótt hér á landi undan-
farin 15–20 ár og það hefur leitt til
þess að hann hefur verið á hröðu
undanhaldi sem afþreyingaríþrótt,
öfugt við körfuboltann og knatt-
spyrnuna. Þar með hefur sífellt
reynst erfiðara að halda úti meist-
araflokksliðum í 2. deild, og það
vantar menn til að starfa í þeim
félögum sem þar spila eða ættu að
spila. Kostnaðurinn við að reka lið í
2. deild er mikill, þar eru t.d. sömu
dómaragjöld og í 1. deild og móta-
gjöld eru lítið lægri. Eitt af því sem
er uppi á borðinu hjá okkur er hvern-
ig við getum snúið þessari þróun við
og gert minni félögunum reksturinn
auðveldari,“ sagði Einar.
Hann sagði ennfremur að fækkun
meistaraflokksliða stuðlaði beint að
auknu brottfalli úr íþróttinni. „Eins
og staðan er núna fá fjölmargir leik-
menn sem ganga upp úr 2. flokki
engin tækifæri hjá sínu félagi, og
geta ekki farið annað til að spila. Þar
með verður það hlutskipti alltof
margra að hætta alveg í handbolt-
anum um tvítugt, þeir hafa enga aðra
kosti.“
Fjórir möguleikar
varðandi Íslandsmótið
Milliþinganefnd hefur mótamálin
til umfjöllunar þessa dagana og mun
leggja tillögur þar að lútandi fyrir
ársþingið. Að sögn Einars er helst
rætt um fjóra möguleika varðandi
Íslandsmótið næsta vetur og næstu
ár.
1. Að halda óbreyttu fyrirkomu-
lagi. Það þýðir að ef fjöldi liða næsta
haust verður 15–17 munu 10 lið leika
í 1. deild og önnur í 2. deild. Ef liðum
fækkar í 14 verður leikið í einni deild.
2. Að liðin sautján (eða færri) leiki
í einni deild. Þá yrði fyrst spiluð ein-
föld umferð, allir við alla, og liðunum
síðan skipt í efri og neðri hluta fyrir
síðari umferðina þar sem sigurliðið í
neðri hlutanum kæmist í úrslita-
keppnina um titilinn.
3. Óbreytt fyrirkomulag en gert
yrði sérstakt átak til að fá aftur inn
þau félög sem hætt hafa í 2. deildinni
síðustu misserin og koma fjölda liða
þar aftur í viðunandi horf.
4. Farið verði í stórt útbreiðslu-
átak um allt land með það að mark-
miði að stofna landshlutariðla í 2.
deild eins og gert var í körfubolt-
anum fyrir nokkrum árum með góð-
um árangri.
Handbolti á þremur
stöðum á landsbyggðinni
Þróun mála í handboltanum hefur
orðið á þann veg að í dag eru aðeins
lið frá þremur stöðum á landsbyggð-
inni með á Íslandsmótinu, frá Akur-
eyri, Selfossi og Vestmannaeyjum.
Ísfirðingar og Húsvíkingar hafa
helst úr lestinni í 2. deild og engin ný
félög hafa skotið upp kollinum. Ekk-
ert handknattleikslið er á Suðurnesj-
um í dag og Vesturland og Austur-
land eru hreinar eyðimerkur út frá
sjónarhorni handboltans. Alls eru
það níu bæjarfélög á landinu sem
eiga meistaraflokkslið karla og
kvenna í íþróttinni, í raun aðeins átta
og hálft því Seltirningar (Grótta) eru
með sameiginlegt lið með KR. Ef
þetta er borið saman við körfubolt-
ann, helstu samkeppnisíþrótt hand-
boltans, er munurinn sláandi því í
deildakeppni karla í körfuknattleik
leika 42 lið frá 23 bæjarfélögum í öll-
um landshlutum. Í knattspyrnunni á
þessu ári verða 53 lið frá 36 bæj-
arfélögum.
Samt hafa íþróttahús með lögleg-
um handknattleiksvelli verið reist út
um allt land á undanförnum árum og
landsleikir hafa verið háðir á stöðum
eins og Blönduósi og Fáskrúðsfirði,
þar sem hinsvegar hefur aldrei farið
fram deildaleikur í íþróttinni. Gras-
rótin er einfaldlega ekki til staðar,
hefðin fyrir íþróttinni er lítil sem
engin, og þótt hópur áhugasamra
leikmanna komi saman og æfi hand-
bolta er þátttaka í Íslandsmótinu svo
viðamikið verkefni að það er flestum
félögum ofviða. Lið frá stöðum eins
og Reyðarfirði, Siglufirði og Njarð-
vík hafa mætt til leiks í bikarkeppn-
inni á undanförnum árum og hafa þá
komið saman til æfinga fyrir einn
leik á tímabilinu. Það þekkist ekki
lengur að efnilegir leikmenn komi
frá minni félögum á landsbyggðinni.
Upprennandi íþróttamenn víðsvegar
um land snúa sér að öðrum íþrótta-
greinum.
Handknattleikurinn, sú íþrótt sem
hefur skilað Íslandi hvað lengst á al-
þjóðlegum vettvangi, á mjög undir
högg að sækja. Grunnurinn að því að
hún haldi sinni stöðu er sá að haldið
sé úti blómlegri deildakeppni með
víðtækri þátttöku. Eins þarf hand-
knattleiksforystan að endurskoða
fleira en bara möguleikana á deilda-
skiptingu og fjölda félaga. Til dæmis
hvort það gangi lengur að leika for-
keppni í 6–7 mánuði fyrir hálftómum
húsum og láta úrslit um meistaratit-
ilinn ráðast í hraðmóti í lok tímabils-
ins.
Falla fjögur lið úr 1.
deildinni í vetur?
Morgunblaðið/Golli
Úr leik Gróttu/KR og ÍR fyrr í vetur. Magnús A. Magnússon, línumaður Gróttu/KR,
hefur snúið á Finn Jóhannsson og félaga í vörn ÍR.
SVO kann að fara að fjögur lið
falli úr 1. deild karla í hand-
knattleik á því keppnistímabili
sem nú stendur yfir, í stað
tveggja. Miðað við þann fjölda
liða sem nú tekur þátt í deilda-
keppninni og reglugerð HSÍ um
Íslandsmótið verður það nið-
urstaðan, að öllu óbreyttu.
Samkvæmt reglugerðinni á að
fækka liðum í 1. deild úr 12 í 10
ef þátttökulið á Íslandsmótinu
eru á bilinu 15–17, en eftir stöð-
uga fækkun liða í 2. deild í vetur
standa aðeins 17 lið eftir í
deildakeppninni, þar af fimm í
2. deild.
Víðir
Sigurðsson
skrifar