Alþýðublaðið - 09.03.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.03.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ E.s. Sterling fer héðan í þriðju ferð áætlunarianar austur og aorður kringum land fimtudag 16. mnrz í stad 23. ki. 3 siðdegis Vörur til áætlunafferða afhendist þannnig: — mámidsg 13. marz til hafca miili OlafsvíkuF o« 81g)ufj«i𻫠þdðjudag 14. matz til hafna miiii Akureyrap og Vettm eyja. Hús og byggingarlóðir selur JéniB H» JÓDSSOU. — Bárunsi. — Sfmi 327. -..— Aherzla lögð á hsgfeld viðskifti beggjfe aðiia. --- Wý kvæðabðlc. Sig. 6rimssois: Vlð langelda. Fœst hjá bóksölum. í slenzkur heimillsiðnaður Prjónaðar vörur: Nærfatnaður (karlm.) Kvenskyttur Drengjaskyrtur Telpuklukkur Karltn.peysur Drecgjapeysur Kvemokkar Karl ntanna sokkar Sporlsokktir (litaðrr og ólitaðir) Drengjahúfur Tefpuhúíur Vetlingar (karlm þæfðir tk óþæfðir) Treflar Þessar vörur eru seldar í Pósthússtræti 9 Kaupfélagfið. fáheyrt kostabol. Mýlegt steinhús í austurbænum er til sölu nú þegsr, verð afar lágt, útborgun lítil, — 2 góðar ibúðir lausar. — Semjlð strax við Jónas H. Jónason Sími 327. :_ Reiðhjól glj&brend og viðgerð í Falkanuoi. Alt er nikkelerað og koparhúðað ( Fálttanum. AJjibl. er blað allrar alþýfln. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Edgar Rice Burr&ughs: Tarzan. an; fjórum sinnum stökk hún til þess að reyna að ná 1 apahvolpinn, en hún hefði alveg eins getað stokkið á vindinn. Loksins leiddist Tarzan þetta gaman. Hann rak upp öskur 1 kveðjuskini og um leið og hann kastaði full- þroska ávexti, sem sprakk á trýni ljónsins, sveiflaði hann sér í burtu tré af tré í hundrað feta hæð, og var bráðlega kominu í hóp félaga sinna. Hann sagði frá æfíntýri slnu, með þöndu brjósti og svo drembilegu, að jafnvel verstu fjandar hans fyltust lotningar, og Kala beinlfnis dansaði af gleði og drambi. IX. KAFLI. Haðar og maðmr. í nokkur ár lifði nú Tarzan apabróðir tilbreytinga- litlu apalífi sínu. Hann lagði þó rnikla stand á lær- dóminn og óx bæði að.afli og viti. Honum fanst llfið aldrei tilbreytinarsnautt eða leiðin- legt. Hann gat alt af veitt fisk 1 lækjunum og svo var nú hún Sabor og allir frændur hennar, sem hann þurfti að gæta sín vandlega fyrir þegar hann var niðri . á jörðinni. Þau sátu oft fyrir honum, en þó sat hann oftar fyrir í þeim; þó þau næðu honum aldrei með klónum og tönnunum beittu, þó komu þau oft svo nærri skinninu á honum, að varla hefði laufblað komist á milli. Sabor var snör, Núma og Shita voru snarar, en Tarzan apabróðir var eins og leyptur. Hann varð vinur Tantors, fílsins. Hvernig ? Veit ekki. En dýrin 1 skóginum vita það, að Tarzan apabróðir og Tantor, fillinn, gengu oft saman á tuglskinsnóttum, og þar sem vegurinn var breiður reið Tarzan á baki Tantors. Allir aðrír í skóginum voru óvjnir hans, nema fiokk- ur hans, sem hann átti nú marga vini á meðal. Á þessum árum eyddi hann mörgum dögum 1 kofa föður síns, þar sem beinagrindur foreldra hans og barns Kölu, láu ósnertar. Atján ára var hann fluglæs, og skildi þvi nær alt sem stóð 1 bókunum 1 hillunum. Líka gat hann skrifað prentletrið, bæði fljótt og greinilega, en skrifletur kunni hann ekki, þvf þó marg- ar skrifbækur væru í kofanum, var svo lítið skrifað að houum fanst ekki taka þvf að eyða miklum tfma í skrifletrið, þó hann með erfiðismunum gæti lesið það. Hér var þvf átján ára enskur lávarður, sem ekki kunni að taia móðurmál sitt, þó hann kynni að lesa það og skrifa. Hann hafði aldrei séð annan mann en hann sjálfan, því engin stór á rann um svæðið sem flokkur hans reikaði um. Svertingjar komu þar þvf aldrei. Háar hæðir voru á þrjá vegu og sjórinn á einn veg. Þarna var krökt af Ijónum, leópörðum og eitur- snákum. Enn þá hafði frumskógurinn ekki veitt nein- um villimanui skjól. En einhverju sinni þegar Tarzan apabróðir sat 1 kofanum sfnum og var að blaða í nýrri bók, var næði skógarins að eilífu rofið. Yfir austurbrún hæðanna kom einkennileg halarófa. Hér voru á ferli fimm tugir svartra manna. Þeir voru vopnaðir með löngum viðarspjótum með oddi er hertur var yfir hægum eldi, og löngum boga ásamt eíturörvum. Á bökum þeirra voru kringlóttir skyldir, í miðsnesinu var hiingur, en fagurlitar fjaðrir voru 1 brúsk upp úr ullarhærðum haus þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.