Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 3
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 C 3 topp fjallsins var þar hins vegar glaða sólskin! Í Hafjellet eru einnig góðar gönguskíðaleiðir enda Norð- menn þekktir garpar á því sviði. Snjóbrettin eru orðin vinsæl í Nor- egi sem annars staðar og eru sér- merkt svæði fyrir iðkendur þeirra í Hafjellet þó að þeir renni sér einnig meðal svigskíðafólksins. Það var skemmtilegt að sjá að snjóbretta- iðkendur á Hafjellet voru ekki ein- göngu unglingar og ungt fólk. Ég rakst t.d. á tvo félaga sem komnir voru á besta aldur og höfðu heillast af snjóbrettaíþróttinni. Gisting, afþreying og samgöngur Á skíðasvæðinu eru reknir nokkr- ir veitingastaðir auk þess sem kaffi- teríur er að finna við helstu lyfturn- ar. Á veitingastöðunum er hægt að fá allt frá hamborgurum til stór- steika og er verðið eftir því en á staðnum Gaiastova eru haldin þemakvöld í mat og drykk sem spennandi er að kynna sér. Þegar kemur að gistingu við Hafjellet er úr ýmsu að velja. Hægt er að gista á glæsihótelum (t.d. Quality Hunder- fossen Hotell) þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið eða í norskum fjallakofum „hyttum“ sem eru fjölmargir á svæðinu og af ýms- um stærðum og gerðum. Ég gisti í einum slíkum í Odden-hverfinu sem er í 4 km fjarlægð frá skíðasvæðinu en hægt er að fá þessi vinsælu smá- hýsi bæði fjær og nær. Í Odden- smáhýsinu voru lágmarksþægindi en í húsi í miðju hverfisins er að finna þvottavélar, sturtur og snyrti- aðstöðu. Þar sem aðalmálið var að skíða og hafa rúm til að halla sér í eftir annasaman dag passaði þessi tegund gistingar fullkomlega fyrir hópinn. Gistipláss var fyrir sex og kostaði nóttin um 5.000 kr. Þá ganga rútur til Hafjellet frá flestum smáhýsasvæðunum. Bærinn Lille- hammer er svo í 15 km fjarlægð frá Hafjellet. Þar er einnig að finna mikið úrval gisti- og matsölustaða auk ýmissa skemmtistaða. Lillehammer er í tæplega 200 km fjarlægð frá Ósló (150 km frá Gard- ermoen-flugvellinum). Á milli ganga bæði lestir og rútur á viðunandi verði og er hægt að kaupa sérstök fjölskyldukort á hag- stæðu verði auk þess sem náms- menn njóta sérkjara. Tröll og troðnar brautir Hafjellet er draumaskíðasvæði fjölskyldunnar. Ég var þar á ferð með syni mínum sem var að stíga sín fyrstu skref á skíðum. Það þurfti ekki nema eina ferð niður fjallið til að skíðabakterían væri komin til að vera í huga hans. Þá var ekki verra að tröllatrú í Guðbrandsdalnum er lífseig og ýmislegt í landslaginu sem bendir til þess að til forna, og jafn- vel enn í dag, séu tröllin á ferð við Hafjellet á næturnar og traðki þannig brautirnar sem mannfólkið rennir sér svo grandalaust á skíðum niður daginn eftir. Morgunblaðið/Sunna Logadóttir Hægt er að kaupa bæði einkatíma og hóptíma í skíðaskólanum. raðka nar í smáhýsahverfi á svæðinu. enda apríl. Samtals eru brekkurnar um m.  Gisting. Hægt er að bóka og skoða úrval gististaða á slóð- inni: www.weather.ski- info.no/booking/sok/ sok.cgi Nánari upplýsing- ar um Hafjellet: www2.- skiinfo.no/hafjell/ Tölvupóstur: hafjell@ski- info.no. Símanúmer: 0047-6127-4711 eða 6127-4700. Rútur og lest- ir til Lillehammer: http:// www.opplandstrafikk.no/ Upp Verð á skíðakortum (sjá einnig http://www- 2.skiinfo.no/hafjell/ as_heiskort.phtml): 1 dagur 2.200 kr. f. full- orðna, 1.700 kr. f. börn (yngri en 8 ára frá frítt). Einnig er hægt að kaupa klippikort, hálfsdagskort og aðrar tegundir korta. hammer í Noregi Morgunblaðið/Sunna Logadóttir elinu, glæsilegur 27 holu golfvöllur og þar er einnig að finna golfskóla. Mögu- leiki er á skoðunarferðum svo sem dagsferð til Maroco og hálfsdagsferð til borgarinnar Jerez. Nánari upplýsingar fást hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn. Ísland KÝPUR FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR Í fréttatilkynningu frá ferðaskrifstofunni Sól segir að Ferðamálaráð Kýpur hafi ákveðið að bjóða hundrað íslenskum börnum á aldrinum tveggja til og með 14 ára frítt til Kýpur í sumar. Í frétta- tilkynningu segir ennfremur að þetta gildi fyrir eitt barn í hverri fjölskyldu. Nánari upplýsingar er að finna hjá ferða- skrifstofunni Sól í síma: 545-0900. BRETLAND GO FLÝGUR TIL NICE Lágfargjaldaflugfélgið Go ætlar að fljúga á milli London og Nice í Frakk- landi í sumar. Flugfélagið hefur áætl- unarflug 3. maí n.k. og flogið verður alla daga vikunnar fram til 15. september. Fargjöldin kosta frá rúmlega 8.000 krónum fram og til baka með sköttum. Go flýgur alla daga vikunnar milli Kefla- víkur og London frá 26. mars og fram til 15. september. Hægt er að panta ferðir á heimasíðu Go á slóðinni www.go- fly.com eða hringja í síma 0044 1279 66 63 88. Frekari upplýsingar veitir Ein- ar Mar í síma 540-8816. UNGVERJALAND HEILSUFERÐ TIL BÚDAPEST Ferðaskrifstofan Sól og World Class efna til heilsuferðar um páskana til Ungverjalands en ferðin er frá 10. til 17. apríl. Í fréttatilkynningu segir að heilsulindir Ungverja séu einstakar enda telja þær daga sína allt aftur til daga Rómverja. Í Búdapest eru um 50 heilsulindir og á einni þeirra, Hotel Gell- ért, mun hópurinn dvelja. Fararstjóri í ferðinni er Sölvi Fannar, einkaþjálfari í World Class, og nánari upplýsingar er að fá hjá honum og hjá sölumönnum ferðaskrifstofunnar Sólar. Verð á mann í tvíbýli með morgunmat er 89.900 krónur. Innifalið er flug, gisting, heilsu- böð, sloppar, ferðir til og frá flugvelli er- lendis, íslenskfararstjórn og flugvalla- skattar. ÍSLAND FERÐAUPPLÝSINGAR Á NETINU Á heimasíðunni Netið – markaðs- og rekstarráðgjöf, www,netidinfo.com, eru m.a. upplýsingar fyrir ferðamenn. Þar má nefna umfjöllun um þrjá áfanga- staði erlendis; Barcelona, Portúgal og Indland. Þar eru einnig upplýsingar um viðkomandi áfangastaði svo sem um gististaði, bílaleigur, veitingastaði, ferð- ir og upplýsingar um valda áfangastaði sem nýtast munu Íslendingum sem og öðrum sem hyggjast leggja land undir fót. Á síðunni er einnig að finna gátlista sem nýtist ferðamönnum vegna ferða- laga á milli landa. Gátlistinn tekur þau atriði sem hafa ber í huga mánuði, viku og degi fyrir brottför. Ferðir fólks á milli landa eru farnar í misjöfnum tilgangi og er gátlistinn því hannaður þannig að sem flestir geti nýtt sér hann. Meðfylgj- andi gátlistanum er viðbót sem ætluð er þeim sem hyggja á skíðaferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.