Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 1
Slóðin á vefsetur Scan+
er: www.scanplus.no og
hjá Fosshótelunum: www.-
fosshotel.is
FOSSHÓTELIN hafa hlotið aðild
að Scan+-keðjunni sem er sam-
heiti fyrir samstarf rúmlega 200
hótela á Norðurlöndum, Belgíu,
Hollandi og Þýskalandi. Hægt er
að kaupa Scan-kort sem síðan veit-
ir allt að 50% afslátt af gistingu á
þeim hótelum sem eru í keðjunni
hér á landi og erlendis. Fimmta
nóttin sem notuð er af kortinu er
frí. Auk Fosshótela eiga aðild að
Scan+- keðjunni 47 Norlandia-hót-
el í Noregi, 15 Rainbow-hótel í
borgum í Noregi, Sweden-hótelin,
með yfir 100 hótel í Svíþjóð, og
Tulip Inns og Golden Tulips sem
eru stórar hótelkeðjur í Dan-
mörku, Belgíu, Hollandi og Þýska-
landi.
Fastur afsláttur af gistingu
Handhafar kortsins fá fastan af-
slátt af gistingu á Fosshótelum,
25% frá september og fram í maí
og 10% frá júní og fram í ágúst á
Fosshótel Lind í Reykjavík. Á
landsbyggðinni er gefinn 40% frá
september og fram í maí og 25% í
júni og 10% júli og ágúst.
Renato Gruenenfelder, fram-
kvæmdastjóri Fosshótela, segir að
Fosshótelin séu stolt af því að geta
boðið íslenskum viðskiptavinum
sínum sambönd og afslætti í ýms-
um löndum, sérstaklega í Skandin-
avíu. Hann segir það einnig skipta
máli fyrir íslenska hótelkeðju að
vera aðili að keðju sem þessari.
Scan+-kortið er til sölu á skrif-
stofu Fosshótela í Skipholti 50c og
á öllum Fosshótelum og kostar
1000 krónur.
Hvert kort gildir fyrir 2 full-
orðna og 2 börn. Fosshótelin eru
tíu talsins hér á landi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Fosshótelin fá aðild
að Scan+-keðjunni
SUNNUDAGUR 11. MARS BLAÐ C
TERRA Nova kynnti
nýlega nýtt vefsetur
á slóðinni www.-
terranova.is
en þar er hægt að
nálgast upplýs-
ingar um flug á
vegum ferðaskrif-
stofunnar, verð og brottfar-
artíma.
Á vefnum verða reglulega
ferðatilboð og að sögn Guðbjörns
Guðbjörnssonar, markaðsstjóra
Terra Nova, munu þeir sem að-
stöðu hafa til að skella sér til út-
landa með stuttum fyrirvara geta
gert hagstæð kaup þegar af-
gangssæti í vélum verða seld á
lágu verði.
Guðbjörn segir að ýmsar upp-
lýsingar um áfangastaði verði
hægt að nálgast á vefnum en
þessa dagana er verið að setja þar
inn fróðleik um borgir, bæi og
héruð í Evrópu.
Þá eru líka krækjur inn á önnur
vefsetur, t.d. flugfélaga, flugvalla,
bílaleiga og gististaða í Evrópu.
Á vefnum getur fólk aflað sér
vitneskju um sumarhúsaleigu í
ýmsum Evrópulöndum, skoðað
myndir af húsunum og fengið
uppgefið verð.
Þá er einnig vakin athygli á
fyrirtækjaþjónustu Terra Nova en
ferðaskrifstofan skipuleggur
helgarferðir og lengri ferðir fyrir
hópa og fyrirtæki.
Nýtt vefsetur hjá Terra Nova
Ferðatilboð og
sumarhús í Evrópu
Slóð vefseturs Terra
Nova er www.terranova.is
FERÐALÖGUM fjölgaði um 7,4% á
heimsvísu á liðnu ári, að mati Al-
þjóðlegu ferðamálastofnunarinnar
(WTO). Greint var frá þessu á Al-
þjóðlegu ferðasýningunni í Berlín,
ITB, sem lauk síðastliðinn fimmtu-
dag. Helstu ástæður aukningarinnar
eru sagðar blómlegt efnahagslíf á
heimsvísu og sérstakir viðburðir
vegna ársins 2000. Umrædd aukning
er jafnframt tvöföld í samanburði við
árið 1999 og sú mesta í áratug.
Ferðaþjónustan óx að vöxtum í öll-
um heimshlutum þótt aukningin
væri sýnu mest í Kyrrahafshluta
Austur-Asíu, 14,5%, þar sem heima-
menn tóku á móti 14 milljónum fleiri
ferðamönnum í fyrra, en árið 1999.
Fjölgaði ferðamönnum talsvert mik-
ið til Kína og áhrifasvæða þess Hong
Kong og Macao, sem og til Suð-
austur-Asíu, einkum og sér í lagi Tai-
lands, Malasíu, Kambódíu og Víet-
nam, sem eru jafnframt að verða
vinsælustu áfangastaðir heimsins.
Njóta þeir raunar slíkrar hylli, að
ferðalangar hafa vaxið ferðaþjón-
ustunni á umræddum svæðum yfir
höfuð, samkvæmt upplýsingum frá
WTO.
Evrópa á um 58% skerf þegar mat
er lagt á komu erlendra ferðamanna
til tiltekinna landsvæða og er aukn-
ing heimsókna þangað sögð 6,2%,
eða 403 milljónir, sem er 25 milljón-
um fleira en árið 1999. Meðal vinsæl-
ustu áfangastaða Evrópu eru Ísland,
þar sem aukningin varð 19%, Finn-
land, 10%, og Eistland, 15,%.
Þótt ferðalögum hafi fjölgað varð
sama og engin aukning á ferðum til
Afríku, eða 1,5%, sem kvað vera
minnsti vöxtur frá upphafi. Að vísu
fjölgaði gestum í Keníu, Zambíu,
Máritíus, Marokkó, Túnis og Alsír,
en fækkaði að sama skapi annars
staðar, svo sem í Zimbabve þar sem
samdrátturinn varð 60%.
Heimsóknum fjölgaði hins vegar
um 8,8% til Mið-Ameríku og rúm 7%
til Norður-Ameríku og Karíbahafs-
ins. Ferðalög jukust ennfremur til
Miðausturlanda, einkum áfanga-
staða tengdra kristni vegna ársins
2000. Fyrstu níu mánuði ársins fjölg-
aði heimsóknum til Miðausturlanda
um 20% en fækkaði aftur undir árs-
lok vegna ófriðar. Ferðalög jukust
ennfremur til ýmissa landa Suður-
Asíu, svo sem um 9% til Írans og Ind-
lands, en drógust á hinn bóginn veru-
lega saman til Nepal og Sri Lanka
vegna óspekta meðal innfæddra.
Alþjóðlega ferðamálastofnunin
býst ekki við samskonar aukningu á
þessu ári, þar sem mönnum telst til
að ferðalögum muni ekki fjölga
meira en um 4,1% á alþjóðavísu.
Vinsælustu áfangastað-
irnir í Suðaustur-Asíu
Reuters
Í fyrra varð á heimsvísu mesta aukning á ferðalögum í áratug
Zimbabve var kynnt sem para-
dís Afríku á sýningunni í Berlín.
Ekki eru allir á einu máli um það
enda fækkaði ferðamönnum
þangað um 60% árið 2000.