Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 C MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GUNNUR Sveinsdóttir hand-
knattleikskona gekk til liðs við
þýska úrvalsdeildarliðið HSG
Blomberg Lippe ekki alls fyrir
löngu en hún lék með FH-ingum
framan af vetri. Gunnur skoraði
tvö mörk fyrir liðið um síðustu
helgi þegar það tapaði fyrir Bay-
er Leverkusen, 31:24, og er Blom-
berg Lippe í 9.-10. sæti af tólf lið-
um með 14 stig í átján leikjum.
Gunnur er á samningi við liðið
fram til vorsins en forráðamenn
félagsins hafa lýst yfir áhuga á að
framlengja hann eftir tímabilið.
Unnusti Gunnar, Brynjar Geirs-
son, er einnig að spila handknatt-
leik í Þýskalandi. Hann leikur
með 4. deildarliðinu Augustdorf-
Hövelhof en sami stuðningsaðli er
hjá liðinu og Blomberg Lippe.
Brynjar gerði eins og hálfs árs
samning við félagið sem vænta-
lega kemst upp um deild en
Augusdorf er með stjö stiga for-
skot á toppnum.
Njarðvík
í 1. deild
NJARÐVÍK tryggði sér sæti í 1.
deild kvenna í körfuknattleik sl.
sunnudag. Mikil spenna var fyrir
lokaumferðina í 2. deild þar sem
Njarðvík sigraði ÍR/Breiðablik,
58:38, og tryggði sér sigur í
deildinni. Þrjú lið voru jöfn að
stigum í 2. deild, Njarðvík, ÍR/
Breiðablik og Haukar. Stórsigur
Njarðvíkinga á ÍR/Breiðablik
gerði það að verkum að Njarðvík
varð sigurvegari í 2. deild með
hagstæðara stigaskor í innbyrðis
viðureignum þessara þriggja
félaga.
Gunnur
leikur með
Blomberg
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL:
Valencia - Panathinaikos........................ 2:1
Juan Sanchez 39., Jocelyn Angloma 75. -
Angelos Basinas 27. (víti) - 30.000.
Manchester United - Sturm Graz .......... 3:0
Nicky Butt 5., Teddy Sheringham 20., Roy
Keane 86. - 66.404.
Valencia ....................6 3 3 0 10:2 12
Manch. Utd ..............6 3 3 0 10:3 12
Sturm Graz ..............6 2 0 4 4:13 6
Panathinaikos ..........6 0 2 4 4:10 2
B-RIÐILL:
AC Milan - Deportivo Coruna ................ 1:1
Andriy Shevchenko 86. (víti) - Djalminha
74. (víti) - 70.103.
Paris SG - Galatasaray............................ 2:0
Christian 3., 26. Rautt spjald: Pierre Duc-
rocq (PSG) 87. - 31.254.
Deportivo .................6 3 1 2 10:7 10
Galatasaray..............6 3 1 2 6:6 10
Milan.........................6 1 4 1 6:7 7
Paris SG ...................6 1 2 3 8:10 5
England
1.deild
Crewe - Nottingham Forest.................... 1:0
Grimsby - Wimbledon.............................. 1:1
Watford - Burnley .................................... 0:1
Heiðar Helguson fór af velli hjá Watford
á 69. mínútu.
2. deild
Bristol Rovers - Peterborough ........ frestað
Wycombe - Stoke...................................... 0:1
3. deild:
Carlisle - Leyton Orient .......................... 1:0
Kidderminster - Scunthorpe ................... 0:0
Bjarnólfur Lárusson lék allan leikinn
með Scunthorpe.
Plymouth - Hull ........................................ 1:1
Shrewsbury - Cardiff ............................... 0:4
York - Darlington ..................................... 2:0
Bikarkeppni neðrideildarliða
Undanúrslit, fyrri leikir:
Lincoln - Port Vale ................................... 0:2
Southend - Brentford............................... 1:2
Ólafur Gottskálksson og Ívar Ingimars-
son léku allan leikinn með Brentford sem á
nú mikla möguleika á að komast í úrslita-
leik keppninnar, sem verður væntanlega
gegn Port Vale.
Skotland
Úrvalsdeild:
Aberdeen - Hibernian .............................. 1:0
Frakkland
Bikarkeppnin:
Troyes - Nantes........................................ 0:1
Austurríki
Austria Wien - Graz AK........................... 0:1
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Leikir aðfaranótt þriðjudags:
Charlotte - Chicago.............................102:94
Minnesota - Miami ...............................94:77
San Antonio - LA Clippers ..................99:81
Golden State - Denver ..........................79:84
HANDKNATTLEIKUR
Nissandeild
1. deild karla:
Austurberg: ÍR – Valur ............................20
Digranes: HK – Breiðablik ......................20
Framhús: Fram – ÍBV..............................20
Kaplakriki: FH – Stjarnan.......................20
KA-heimili: KA – Grótta/KR ...................20
Varmá: Afturelding – Haukar..................20
Í KVÖLD
CLAUDIO Ranieri knattspyrnu-
stjóri Chelsea var á leik Manchester
United og Sturm Graz á Old Traf-
ford í gær en þar var hann aðallega
að fylgjast með austurríska lands-
liðsmanninum Markusi Schoop.
Leikmaður þessi, sem er 27 ára gam-
all miðjumaður, hefur leikið einstak-
lega vel með Sturm Graz á leiktíð-
inni og var í síðasta mánuði
útnefndur knattspyrnumaður ársins
í Austurríki.
GYLFI Einarsson fær hrós frá
Lars Tjærnås, aðstoðarþjálfara
norska úrvalsdeildarliðsins Lille-
ström. Á heimasíðu félagsins segir
Tjærnås að Gylfi hafi sýnt mikinn
styrk að undanförnu en Gylfi hefur
átt við hnémeiðsli að stríða í langan
tíma.
ÁSTHILDUR Helgadóttir og
stöllur hennar í Carolina Courage
gerðu jafntefli, 1:1, við Boston Brea-
kers í fyrsta opinbera leik félagsins
sem fram fór í fyrrakvöld. Sömu
félög mætast í fyrstu umferð nýju
bandarísku atvinnudeildarinnar
hinn 21. apríl.
STÅLE Solbakken, margreyndur
norskur landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, hneig niður á æfingu hjá
félagi sínu í Danmörku, FC Köben-
havn, í gær. Hjarta hans sló ekki í
sjö mínútur en læknum tókst að lífga
hann við með rafmagnshöggum. Sol-
bakken var í léttri upphitun þegar
atvikið átti sér stað.
SOLBAKKEN, sem er 33 ára, var
kominn úr öndunarvél í gærkvöld en
nánari upplýsingar verða ekki gefn-
ar um heilsu hans og batahorfur fyrr
en í dag. Vonir eru bundnar við að
snögg viðbrögð læknis FC Köben-
havn sem blés stöðugt lofti ofan í
Solbakken hafi komið í veg fyrir al-
varlegar heilaskemmdir.
ÞJÓÐVERJAR sigruðu Norð-
menn, 23:16, í vináttulandsleik í
handknattleik sem fram fór í Ro-
stock í gærkvöld. Florian Kehr-
mann skoraði 5 mörk fyrir Þjóðverja
en þeir Frode Hagen og Preben
Vildalen gerðu 4 mörk hvor fyrir
Norðmenn.
RENE Higuita, hinn frægi knatt-
spyrnumarkvörður frá Kólumbíu,
var í gær rekinn frá félagi sínu, Jun-
ior Barranquilla, fyrir slaka æfinga-
sókn. Ferli hans lauk á nákvæmlega
sama hátt hjá fyrri liðum hans í
heimalandinu, Millonarios og Real
Cartagena.
FÓLK
STOKE City lyfti sér upp í 5. sæti
ensku 2. deildarinnar í knattspyrnu
í gærkvöld með því að sigra bik-
arliðið magnaða, Wycombe Wand-
erers, 1:0 á útivelli. Graham Kav-
anagh skoraði sigurmarkið úr
vítaspyrnu á 11. mínútu eftir að
Peter Thorne var felldur.
Birkir Kristinsson, Brynjar Björn
Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson
léku allan leikinn með Stoke. Stef-
án Þórðarson kom inn á sem vara-
maður á 73. mínútu og Ríkharður
Daðason sjö mínútum síðar.
Millwall er með 72 stig á toppn-
um, Rotherham 68, Reading 64,
Walsall 63, Stoke 61 og Wigan 60.
Stoke á leik til góða á Walsall og
Wigan en hefur leikið fleiri leiki en
Rotherham og Reading.
Stoke upp
í fimmta
sætið
Heimamenn í Valencia lentu ívandræðum í upphafi leiksins
með Helga Sigurðsson og félaga í
gríska liðinu Panathinaikos því
Angelos Basinas kom þeim yfir með
marki úr vítaspyrnu á 27. mínútu.
Hector Cuper, þjálfari Spánverj-
anna, brást við þessu með því að
setja varnarmanninn Joachim
Björklund inn á í stað miðjumanns-
ins Didier Deschamps og tók leikur
heimamanna stökkbreytingum við
þetta.
Juan Sanchez jafnaði sex mínút-
um fyrir leikhlé með skalla og í upp-
hafi síðari hálfleiks fékk hann gullið
tækifæri til að koma liði sínu yfir en
skalli hans var varinn. Varnarmað-
urinn Jocelyn Angloma gerði sigur-
markið stundarfjórðungi fyrir leiks-
lok og þar með var ljóst að Valencia
yrði í efsta sæti riðilsins.
Helgi sat á varamannabekknum
allt þar til 18 mínútur voru til leiks-
loka. Þá kom hann inn á og varð þar
með þriðji Íslendingurinn til að leika
í Meistaradeildinni, hinir eru Árni
Gautur Arason hjá Rosenborg og
Eyjólfur Sverrisson hjá Herthu
Berlín.
Auðvelt hjá United
Manchester United átti ekki í telj-
andi erfiðleikum með Sturm Graz,
liðið sem hefur komið einna mest á
óvart í deildinni í vetur.
Það vakti athygli fyrir leikinn að
David Beckham, fyrirliði enska
landsliðsins, var ekki í byrjunarliði
United og ekki heldur þeir Andy
Cole og Dwight Yorke, en þeir voru
allir á varamannabekknum.
Nicky Butt kom heimamönnum
yfir á 5. mínútu og Teddy Shering-
ham kom þeim í 2:0 á 19. mínútu.
Markvörður Austurríkismanna
varði vel í leiknum og kom í veg fyrir
enn stærra tap, en hann kom engum
vörnum við þegar Roy Keane skor-
aði þriðja mark leiksins undir lok
hans.
„Það er ekki auðvelt að stjórna
leik í 90 mínútur og eftir að við kom-
umst í 2:0 náðu þeir aðeins að láta
vita af sér, en sigurinn var ekki í
hættu. Áhorfendur eiga stóran hlut í
sigrinum því þeir voru frábærir í
kvöld,“ sagði Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri United, eftir leikinn.
Ivica Osim, þjálfari Sturm Graz,
var samþykkur því að United hefði
verið sterkara liðið. „Þeir voru miklu
öruggari og sjálfstraustið var í lagi.
Það eru ekki mörg lið í heiminum
sem hafa jafnsterku liði á að skipa,“
sagði hann.
Valencia
og United
áfram
VALENCIA og Manchester United tryggðu sér í gær rétt til að leika í
átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spánska
liðið varð í efsta sæti A-riðils, eftir 2:1-sigur á Panathinaikos, og
United í öðru sæti með jafnmörg stig, en liðið vann Sturm Graz
nokkuð örugglega, 3:0.
Ole Gunnar Solskjær lék vel fyrir United í gær, lagði m.a. upp mark
ÍSLAND hlaut bronsverðlaun í liða-
keppni pilta á Norðurlandamóti ung-
linga í keilu sem lauk í Kaupmanna-
höfn á sunnudaginn. Íslensku
piltarnir skutu Svíum og Finnum
aftur fyrir sig en Danir sigruðu og
Norðmenn hrepptu silfrið.
Íslensku sveitina skipuðu þeir Atli
Þór Annelsson, Árni Þór Finnsson,
Björgvin Harðarson, Eiríkur Arnar
Björgvinsson, Gústaf Smári Björns-
son og Magnús Magnússon.
Í einstaklingskeppni stóð Gústaf
sig best og hafnaði í 20. sæti af 30
keppendum. Ein íslensk stúlka,
Dagný Edda Þórisdóttir, tók þátt í
mótinu og varð í 22. sæti af 25 kepp-
endum.
Piltarnir
fengu
brons á
NM í keilu
Fyrri hálfleikurinn í Mílanó var af-skaplega rólegur og leiðinlegur
og virtust leikmenn AC Milan ekk
gera sér grein fyrir því að þeir yrðu að
sigra til að komast áfram. Gestirnir
létu sér þetta vel lynda og fóru sér
hægt í að sækja, sáust ekki oft margir
fyrir framan miðlínu. Eftir hlé léku
heimamenn mun betur og nýttu breidd
vallarins mun skárr en fyrir hlé þegar
aðeins var sótt upp miðjuna.
En eins og stundum vill verða þegar
annað liðið sækir án afláts þá skorar
hitt. Það gerðist í gær því á 74. mínútu
skoraði Djalminha úr vítaspyrnu sem
góður dómari dæmdi þegar varamað-
urinn Capdevila var felldur nokkra
sentimetra fyrir innan vítateigslínuna.
Eftir markið fengu gestirnir tvö
mjög góð færi, skutu í stöng og Emer-
son hitti ekki boltann þegar hann var
einn fyrir opnu marki. Heimamenn
náðu sér þó fljótlega og héldu áfram
stífri sókn og uppskáru vítaspyrnu
þegar fjórar mínútur voru eftir og úr
henni skoraði Shevchenko.
Fjórum mínútum var bætt við en
þær dugðu heimamönnum ekki til að
skora aftur og leikmenn AC Milan
voru daufir í dálkinn er þeir gengu af
velli. Draumur Ítala var á enda, ekkert
lið þaðan er eftir í Evrópukeppninni.
Síða
Ítala
MIKIÐ gekk á í síðustu leikjum B-r
spyrnu í gærkvöldi. Fyrir leiki AC M
Galatasaray var staðan þannig að
Deportivo með 7, AC Milan með 6
kostnað Deportivo. PSG hafði leik
menn í raun ekki við miklu af liðin