Morgunblaðið - 14.03.2001, Side 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 C 3
ARNAR Gunnlaugsson skoraði
eitt þriggja marka varaliðs Leic-
ester í fyrrakvöld þegar það sigraði
Charlton, 3:1. Arnar skoraði þriðja
markið með glæsilegu skoti beint úr
aukaspyrnu rétt utan vítateigs.
FULHAM keypti í gær franska
varnarmanninn Alain Goma sem
leikið hefur með Newcastle. Kaup-
verðið var 500 milljónir króna og er
það hæsta sem Fulham hefur greitt
fyrir leikmann. Honum er ætlað að
fylla skarð Chris Coleman fyrirliða
sem lenti í bílslysi í janúar og verður
frá keppni í langan tíma.
OLIVER Bierhoff, fyrirliði þýska
landsliðsins í knattspyrnu, er ekki
tilbúinn til að ganga til liðs við
Christoph Daum, fyrrverandi þjálf-
ara Leverkusen, sem er nú kominn
til Besiktas í Tyrklandi. Bierhoff,
sem hefur mátt verma varamanna-
bekkinn hjá AC Milan að undan-
förnu, hitti Daum að máli í Istanbúl í
sl. viku.
STEFAN Effenberg, leikstjórn-
andi Bayern München, leikur ekki-
með liði sínu gegn Arsenal í Evrópu-
leik í München í kvöld. Hann tekur
út leikbann.
HOLLENSKI landsliðsmaðurinn í
knattspyrnu, Dennis Bergkamp,
leikmaður með Arsenal, leikur ekki
með liðinu gegn Bayern München.
Bergkamp ætlaði að fara akandi til
Þýskalands á mánudaginn en eftir
að ljóst var að hann var meiddur –
eftir bikarleik gegn Blackburn, var
ljóst að Bergkamp myndi missa af
leiknum í München sem hann ólmur
vildi taka þátt í.
MIÐHERJAR Arsenal í München
verða líklega Thierry Henry og
Kanu.
JÓHANNES Harðarson lék allan
leikinn með MVV Maastricht sem
tapaði, 3:1, fyrir Haarlem í hollensku
1. deildinni í knattspyrnu um síðustu
helgi.
OLEKSANDR Bagach, kúluvarp-
ari frá Úkraínu, hefur verið dæmdur
í ævilangt keppnisbann af Alþjóða-
frjálsíþróttasambandinu vegna notk-
unar á hormónalyfjum. Bagach hef-
ur tvisvar sinnum orðið
heimsmeistari í kúluvarpi og er nú-
verandi Evrópumeistari. Hann var
einnig gripinn fyrir fyrir notkun
hormónalyfja árið 1989 og dæmdur í
tveggja ára keppnisbann. Þá var
hann árið 1997 sviptur gullverðlaun-
um á HM í Aþenu eftir að hafa orðið
uppvís að notkun á efedríni sem er
örvandi lyf. Þá fékk hann þriggja
mánaða keppnisbann.
FÓLK
Matthías Stephensen, Víkingi, var sigursæll á Íslandsmeistaramóti unglinga í borðtennis, sem
fór fram í TBR-húsinu um sl. helgi. Hann varð fjórfaldur meistari – sigraði í einliðaleik, tvíliðaleik
og tvenndarkeppni auk þess að fagna sigri í liðakeppninni.. Um 80 unglingar frá Garpi, HSÞ, ÍFR,
KR, Stjörnunni og Víkingi mættu til leiks. Keppt var samtals í 16 flokkum. Liðsmenn Víkings voru
sigursælastir, sigruðu í ellefu flokkum, KR fjórum og Stjarnan í einum. Víkingar fengu 36 verð-
laun á mótinu, KR 15, Garpur tvö, HSÞ og Stjarnan ein. Hér á myndinni fyrir ofan eru Íslands-
meistarar unglinga í einstökum flokkum: Aftari röð frá vinstri: Jóhanna Elíasdóttir, Víkingi, Krist-
ín Hjálmarsdóttir, KR, Daði Guðmundsson, Víkingi, Matthías Stephensen, Víkingi, Óli Páll
Geirsson, Víkingi, Tryggvi Rósmundsson, Víkingi, Halldóra S. Ólafs, Víkingi, Valgerður Benedikts-
dóttir, KR. Fremri röð frá vinstri: Signý Pétursdóttir, Víkingi, Ágúst Jónasson, Stjörnunni, Magnea
J. Ólafs, Víkingi og Skapti Jónsson, KR.
Íslandsmeistarar unglinga í borðtennis
Að sögn Ágústs er leitin að eft-irmanni hans hafin og nú þeg-
ar sé búið að ræða lauslega við
ákveðna aðila en
ekkert sé frágengið
í þeim efnum. „Það
hefði verið
skemmtilegra að ná
lengra í vetur með liðið. Að mínu
mati er réttast að einhver annar
þjálfari taki við liðinu þar sem ég
hef þjálfað áttatíu prósent af leik-
mönnum liðsins síðastliðin sjö ár.
Það má segja að ég og leikmenn
liðsins hafi gott af því að fá hvíld
hvorir frá öðrum en það er allt
eins líklegt að ég þjálfi einhvers-
staðar aftur eftir hvíldina,“ sagði
Ágúst.
Karl Jónsson snýr sér að
uppbyggingarstarfi hjá KFÍ
Þjálfari karlaliðs Körfuknatt-
leiksfélags Ísafjarðar, KFÍ, Karl
Jónsson ætlar ekki að halda áfram
þjálfun liðsins. KFÍ leikur í 1.
deild á næsta keppnistímabili en
liðið endaði í neðsta sæti úrvals-
deildarinnar í vetur eftir fimm ára
veru í efstu deild. Í samtali við
Morgunblaðið sagði Karl að hann
ætlaði sér að beina kröftum sínu
að uppbyggingarstarfi hjá KFÍ en
hann myndi halda áfram þjálfun
kvennaliðs félagsins á næsta
keppnistímabili. „Það er komið að
ákveðnum vendipunkti hjá félag-
inu og ljóst að innra starf félagsins
verður að hafa forgang á komandi
árum en við erum bjartsýnir á
framhaldið hjá KFÍ,“ sagði Karl.
Líklegt þykir að leitað verði til
þeirra Baldurs Inga Jónassonar
eða Hrafns Kristjánssonar hvað
varðar þjálfun karlaliðsins en þeir
eru báðir menntaðir íþróttakenn-
arar og hafa leikið með KFÍ und-
anfarin ár.
Jón Örn líklegast
áfram hjá ÍR
Líklegast er að Jón Örn Guð-
mundsson geri nýjan samning við
úrvalsdeildarlið ÍR í körfuknatt-
leik. Jón Örn sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að viðræður
um nýjan samning væru ekki hafn-
ar að svo stöddu en hann taldi lík-
legast að hann myndi halda áfram
þjálfun liðsins. ÍR sigraði í 1. deild
síðastliðið vor og endurheimti þar
með úrvalsdeildarsæti og liðið
fagnaði langþráðum bikarmeist-
aratitli í lok febrúar.
Sameiningarmálin efst
á baugi hjá Val/Fjölni
Þar sem sameiningarmál
íþróttafélagana Vals og Fjölnis eru
ekki í höfn er ekki ljóst hvort Torfi
Magnússon verði áfram þjálfari
Vals/Fjölnis, en liðið féll í 1. deild
eftir eins árs dvöl í úrvalsdeild.
„Það hefur ekkert verið rætt um
framhaldið á samstarfi okkar og
ekkert ljóst í þeim efnum. Fyrst
þarf stjórn körfuknattleiksdeildar
Vals/Fjölnis að ganga frá lausum
endum í sameiningarferli félagana
tveggja", sagði Torfi í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Landsliðsmaðurinn Herbert
Arnarson gerði eins árs samning
við Val/Fjölni s.l. haust en ólíklegt
er að Herbert leiki með Val/Fjölni
í 1. deild á næsta keppnistímabili.
„Ég er að æfa með Val/Fjölni
þessa dagana en ég veit ekki á
þessari stundu hvert framhaldið
verður hjá mér, sagði Herbert í
gær. Herbert sagði ennfremur að
hann teldi það ólíklegt að hann
léki í annarri deild en úrvalsdeild
á næsta keppnistímabili.
Breytingar hjá körfuknattleiksliðum
á Akureyri og Ísafirði
Þórsarar
leita að nýj-
um þjálfara
ÁGÚST Guðmundsson, sem
hefur þjálfað úrvalsdeildarlið
Þórs frá Akureyri í körfuknatt-
leik sl. þrjú ár, verður ekki þjálf-
ari liðsins á næstu leiktíð. „Ég
var búinn að ákveða það
snemma í vetur að taka a.m.k.
eins árs frí frá þjálfun og
ákvörðunin er gerð í mikilli sátt
við félagið,“ sagði Ágúst í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
Reuters
k fyrir Sheringham. Hér er hann í baráttu við Robert Ibertsberger.
f-
r
ki
ð
r
r
r
u
d
r
r
r
u
m
-
a
.
-
r
n
m
u
r
n
ð
n
f
t
Heimamenn hikuðu, bjuggust við
aukaspyrnu sem ekki kom en þess í
stað brunuðu gestirnir upp og fengu
vítaspyrnu.
Ólæti á Parc des Princes
Brasilíumaðurinn Christian kom
PSG í 2:0 á móti Galatasaray með
mörkum á 3. og 26. mínútu. Það lá því
vel á heimamönnum en því verr á
stuðningsmönnum tyrkneska liðsins
og í upphafi síðari hálfleiks varð dóm-
ari leiksins að stöðva hann þegar
slagsmál brutust út á áhorfendapöll-
unum og tveir áhorfendur klæddir
sem stuðningsmenn Galatasaray
hlupu inn á völlinn. Leikurinn var
stöðvaður í rúmar 20 mínútur á meðan
lögreglan skakkaði leikinn.
Þetta var fyrsti sigur PSG í B-riðl-
inum, mikilvægur sigur fyrir liðsheild-
ina þrátt fyrir að liðið hafði í raun ekki
að neinu að keppa.
Vörn Deportivo var gríðarlega sterk
í gær og samstillt. Tíu sinnum lék
vörnin sóknarmenn AC Milan rang-
stæða og Marino Helder átti stórleik,
en hann kom inn á sem varamaður fyr-
ir Mauro Silva á 23. mínútu. Francisco
Molina átti einnig fínan leik í markinu,
en hann þurfti nokkrum sinnum að
taka á honum stóra sínum til að koma í
veg fyrir að heimamenn skoruðu.
Sjálfsagt verður lengi deilt um mark
gestanna. Milan var í sókn og Serg-
inho var um það bil að brjótast
framhjá varnarmanni á vinstri vængn-
um og komast að vítateignum þegar
skórinn var traðkaður af honum.
asta von
a úr leik
riðils Meistaradeildarinnar í knatt-
Milan og Deportivo Coruna og PSG og
ð Tyrkirnir voru efstir með 10 stig, þá
og dugði sigur til að komast áfram á
kið illa í deildinni og því bjuggust
u í gær.
Ieper komið í undanúrslitin
HELGI Jónas Guðfinnsson og félagar í Ieper töpuðu í gærkvöldi 74:72
gegn Hainat en eru þrátt fyrir það komnir í undanúrslit í belgísku bik-
arkeppninni í körfubolta þar sem liðið vann fyrri viðureign liðanna
með 12 stiga mun. Helgi lék hálfan leikinn og skoraði fimm stig en hans
aðalhlutverk var að taka helstu skyttu Hainat-manna úr umferð. Að-
alhetja Ieper úr síðasta Evrópuleik var látin fara frá liðinu fyrir leikinn
þar sem þjálfarinn taldi hann ekki passa í þá liðsheild sem hann hefur
byggt upp. Það ætti þó ekki að koma að sök fyrir Ieper þar sem annar
Bandaríkjamaður, Louis Rowe, er aftur orðinn leikfær eftir meiðsli.