Morgunblaðið - 11.04.2001, Side 1

Morgunblaðið - 11.04.2001, Side 1
11. - 24. apríl d gskrá J AMES Cameron, sem á heiðurinn af dýrustu kvikmynd allra tíma, hinni rosalegu Titanic, hefur nú haslað sér völl á sviði sjónvarps- ins. Af því sem Dagskrárblaðið hefur séð er hér ansi athyglisverður þáttur á ferðinni en Myrkvaengillinn (e. Dark Angel) er vísindaskáld- sögulegur og áferð öll með svalasta móti. Undanfarin ár virðist sem sjónvarpsmenningin hafi öðlast meiri vigt – að henni eru að koma mikilsmetnir kvikmyndamógular sem listamenn á því sviðinu. Nægir að líta til nýlegra þáttaraða eins og The Sopranos til að sannfærast um þetta en það er mál manna að vel skrifaður Sopranosþáttur standist vönduðustu kvikmyndum fyllilega snúninginn og vel það meira að segja. Púlssprengjan svokallaða Jæja, nóg komið af heimspekilegu þvaðri. Snúum okkur frekar að þætt- inum sjálfum og um hvað hann snýst. Þátturinn, sem hefur verið lýst sem sniðnum að Matrix (vísindaskáldsaga með Keanu Reeves í burðar- hlutverki) kynslóðinni, fjallar um unga stúlku, Max að nafni, sem býr í Seattle, Bandaríkjunum. Árið er 2019 og eins og nærri má geta ríkir skálm- og skeggöld í heimi hér. „Púlssprengjan“ svokallaða, rafsegluð höggbylgja, sem leyst var úr læðingi árið 2009 af, líkast til illræmdu, hryðjuverkafólki hefur valdið því að svört ský hefur dregið fyrir sólu og jarð- vistin er ansi kaldranaleg svo ekki sé nú meira sagt. Max, sem er erfða- breyttur hermaður, er því á stöðugum flótta frá sköpurum sínum um leið og hún er í stöðugri leit að huldum uppruna sínum. Í þeim tilgangi slæst hún í lið með hinum hugsjónaríka og netgædda blaðamanni, Eyes Only. Þáttur þessi er hugarfóstur þeirra James Cameron (sem á að baki „risa NÝ SPENNUÞÁTTARÖÐ Á STÖÐ 2 EFTIR JAMES CAMERON, LEIKSTJÓRA TITANIC MYRKVA- ENGILL Jessica Alba leikur hetjuna okkar, Max Guevara. a SJÓNVARPSSTÖÐIN Omega hefur tekið til sýninga viðtalsþátt sem ber heitið Á réttri leið. Þátturinn er framleiddur af Íslensku Kristskirkj- unni og er í umsjón séra Friðriks Schram. Í samtali við Dagskrárblaðið sagði Friðrik að eitt af markmið- unum með þessum þætti væri að minna á tilvist Íslensku Kristskirkj- unnar og kynna starfsemi hennar en hún hefur verið starfandi frá 1997 og er yngsta lútherska frí- kirkjan hérlendis. „Þetta er byggt upp sem viðtals- þáttur og við ræðum við fólk sem er í kirkjunni um reynslu þeirra af lífinu og trúnni og af hverju það fór að hugleiða þessi mál. Ég er svona að spyrja þau út í það af hverju þau hafi áhuga á trúmálum og hvernig standi á því að það ákvað að gera alvöru úr því; þ.e. fór að leita uppi ákveðna kirkju til að finna farveg fyrir þessa trú sína.“ Þátturinn er svo brotinn upp um miðbikið með tónlistaratriði og er það tónlistarfólk frá Kristskirkjunni sem sér um þá hlið mála. Friðrik segir að ekki sé leitað fanga neitt sérstaklega eftir fyr- irmynd að uppbyggingu. „Sá sem gerir sviðsmyndina heitir Eiríkur Ingi Böðvarsson og er starfsmaður hjá Ríkissjónvarpinu. Þar höfum við fagmann til að vinna umgjörðina og hann stjórnar jafn- framt öllum upptökum og slíku. Þetta er tekið upp í litlu myndveri sem er staðsett hjá útvarpsstöð- inni Lindinni í gamla góða Krók- hálsi.“ Friðrik tæpir því næst lítillega á eðli söfnuðarins. „Einnig erum við að undirbúa sýningar á myndum frá kirkjunni svo að fólk átti sig á því hvað þarna fer fram og hvers konar starf þetta er. Þetta er nefnilega ekki svo frábrugðið þeirri starfsemi sem fam fer í þjóðkirkjunni nema það að við erum með frjálslegra form á hlutunum. Tónlistin er nú- tímalegri og helgisiðir eru ekki eins fastmótaðir.“ Hinn kristni boðskapur Friðrik áréttar og mikilvægi þess að hinn kristni boðskapur sé kynntur. „Það að þessi kristni boð- skapur hafi eitthvað gildi fyrir fólk í dag og sé til þess fallinn að bæta mannlífið og gera það fegurra og betra. Að þetta hjálpi fólki til þess að takast á við lífið. Gefa því innri frið og styrk og hjálpi þeim að finna svör við þeim spurningum sem leita á þau.“ Á réttri leið er sýndur annað hvert laugardagskvöld kl. 21.00 og er svo endurtekinn laugardags- kvöldið þar á eftir. Einnig er áætl- að að einhverjar sýningar verði á virkum dögum líka. Á réttri leið með Omega Séra Friðrik Schram er umsjónar- maður þáttarins Á réttri leið. Nýr íslenskur þáttur á Omega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.