Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 2
dagskrá
Páskadagskrá Ríkissjónvarpsins
VISSULEGA er fagnaðarefni sú
gnægð af íslensku sjónvarpsefni
sem mun prýða dagskrá Ríkissjón-
varpsins þessa páska.
Frá skírdegi til páskadags verður
uppfærsla Þjóðleikhússins á leikrit-
inu Sjálfstætt fólk sýnd í fjórum hlut-
um en sýningin fékk lofsamlega um-
fjöllun er hún var sýnd fyrir tveimur
árum. Á föstudaginn langa verður
svo sýndur þáttur um skáldið Þor-
stein frá Hamri eftir þau Áslaugu
Dóru Eyjólfsdóttur og Friðrik C.H.
Emilsson. M.a. er farið með skáld-
inu að Hamri í Borgarfirði, hvar hann
ólst upp.
Einnig er á dagskrá þátturinn Tón-
list milli hrauns og jökla sem er um
mannlíf á Kirkjubæjarklaustri og ár-
lega tónlistarhátíð sem Edda Er-
lendsdóttir píanóleikari stendur fyrir
þar. Páskadagsaftan verður svo
myndin Molto vivace, eftir Viðar Vík-
ingsson, sýnd en hún er gerð í til-
efni hálfrar aldar afmælis Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands. Annan í
páskum verður svo myndin Varð
ekki vélstjóri sýnd, en hún fjallar um
ævi og störf Árna Scheving hljóm-
listarmanns og einnig verður sýndur
þáttur um nýafstaðnar
Músíktilraunir. Pálmi
Gunnarsson tónlist-
armaður er og að fara
af stað með fimm
þátta röð sem kallast
Með flugu í höfðinu og
fjallar um veiðiskap.
Það er og vert að
geta þess hér að
sunnudaginn 22. apríl
mun stöðin hefja sýn-
ingar á verkum eftir
írska leikritaskáldið
Samuel Beckett sem
írska fyrirtækið Blue
Light Films framleiðir.
Fyrst verður Beðið eftir
Godot sýnt og svo
munu heil 18 leikrit
fylgja í kjölfarið og tek-
ur sýningartímabilið yf-
ir þrjár vikur. Verkefnið þykir afar
metnaðarfullt og var ekkert til spar-
að en meðal leikara eru Jeremy
Irons, John Hurt, Kristin Scott Thom-
as, David Thewlis og John Gielgud.
Samhliða þessu verður málþing um
Beckett í Borgarleikhúsinu 22. apríl
á vegum Reykjavíkurakademíunnar.
Íslenskt í
öndvegi
Um páskana sýnir Ríkissjónvarpið mynd um skáldið
Þorstein frá Hamri.
frá leynilegu rannsóknarstöðinni
Manticore; en þar voru þau hluti af
DNA-tilraun, tilraun sem hefur áskap-
að Max ofurmannlega krafta eins og:
1. Mikill styrkur, snerpa og fimi.
2. Nætursjón.
3. Afar næm heyrn.
4. Yfirburða útsjónarsemi.
5. Gríðarsterk lungu.
Á daginn vinnur Max sem sendill.
Vélhjólið á svo hug hennar allan. Þeir
sem vilja komast heilir á höldnu frá
viðskiptum við hetjuna okkar ættu
að hafa þetta atriði naglfest í hug-
anum.
Af öðrum persónum ber að nefna
þá Eyes Only (rétt nafn: Logan Cale),
vin og verndara Max og illmennið
eina og sanna, Deck (rétt nafn: Don-
ald Michael Lydecker).
Hann Eyes (Michael Weatherly) er
fjáð og hugdjörf hetja með sann-
kallað ljónshjarta. Á þessum síðustu
og verstu berst hann með kjafti,
klóm og heilavöðva gegn spilltum yf-
irvöldum og slakar seint á þeirri bar-
áttunni. Hann trúir því sannarlega og
treystir að hið illa muni að lokum lúta
í lægra haldi. Er hann kemst að því
hvers kyns er með Max sannfærir
hann hana um að slást í lið með sér
og veita honum lið í baráttunni gegn
illþýinu óþolandi.
Það er nefnilega ekkert ævintýrið
án hins illa. Deck (John Savage) er
hermaður með eitt og aðeins eitt
markmið: Að koma höndum á ný yfir
tilraunahópinn sem slapp frá honum
í fyrndinni. Til þess beitir hann hinum
ýmsu bellibrögðum og gerir hvað
hann getur til að gera Max og félög-
um lífið sem leiðast.
Myrkvaengill verður frumsýndur
mánudaginn 23. apríl kl. 20.
myndir“ eins og Titanic, True Lies,
The Terminator (1 og 2), The Abyss
og Rambo: First Blood Part II) og
sjónvarpsmannsins Charles Eglee
(Murder One). Handbragð Cameron
hefur jafnan einkennst af miklum
íburði og ævintýralegum flottheitum
þó hann hafi á stundum verið gagn-
rýndur nokkuð fyrir þunn handrit (sjá
t.d. True Lies). Líkt og meistari Spiel-
berg virðist Cameron búa yfir djúp-
vitru innsæi hvað framleiðslu á „al-
vöru“ afþreyingarefni viðkemur.
Ævintýramyndir, þrungnar spennu og
sveipaðar teiknisögulegum ljóma, er
hans fag.
Enda ber þátturinn nokkuð greini-
lega með sér öll einkenni hinnar
blessuðu hópdýrkunnar (e. cult),
hvar aðdáendur sverja og sárt við
leggja, er þátturinn kemur upp í um-
ræðunni (svona eins og aðdáendur
Star Trek og Star Wars eru nokkuð
gjarnir á að gera). Nú þegar (þátt-
urinn var frumsýndur vestur í Banda-
ríkjunum í október á síðasta ári) hafa
sprottið upp fjöldi heimasíðna, sum-
ar hverjar ítarlegri en öll bindin af
Landið þitt Ísland, að meðtalinni lyk-
ilbók, hvað upplýsingaflæði varðar.
Og upp rísa
Myrkvaenglar
Söguhetjan Max (Jessica Alba) er
um margt kynlegur kvistur. Hún þjá-
ist af torkennilegum heilasjúkdómi
sem aðeins er hægt að halda niðri
með lyfinu Tryptophan. Lyfið er frem-
ur sjaldgæft þannig að Max neyðist
til að sækja í svartamarkaðsbrask-
ara til að redda sér skömmtum. Í
þurrð er þó hægt að slá á mestu
kvalirnar með mjólkursopa. Í fyrnd-
inni strauk hún ásamt ellefu öðrum
Max (Jessica Alba) ásamt Eyes Only (Michael Weatherly).
S
TÖÐ 2 sýnir um
þessar mundir
nýja þáttaröð sem
ber heitið Í návist
kvenna. Umfjöll-
unarefnið er at-
hafnasamar kon-
ur í íslensku
atvinnulífi þar sem áhersla er á að
koma við í sem fjölbreyttustum at-
vinnugreinum. Menningarmál, sveit-
arstjórnarmál, landbúnaður, sjávar-
útvegur, ferðaiðnaður, stórfyrirtæki
og tískuheimurinn eru allt greinar
sem eru undir hatti þáttarins.
Jákvætt og uppbyggjandi
Þættirnir eru alls sjö talsins og það
verða sjö konur sem þar koma fram.
Þær eru: Ásdís Halla Bragadóttir,
bæjarstjóri í Garðabæ, Heiðrún Jóns-
dóttir, sem í síðasta mánuði tók við
starfi forstöðumanns upplýsinga- og
kynningardeildar Landssíma Íslands,
Hrönn Greipsdóttir, hótelstýra á Rad-
isson-SAS-hótelunum, Margrét Hall-
grímsdóttir þjóðminjavörður, Berglind
Hilmarsdóttir bóndakona og Rakel Ol-
sen útgerðarkona en enn á eftir að
staðfesta þá sjöundu.
Dagskrárblaðið hafði samband við
Margréti Jónasdóttur, sem sá um að
spyrja konurnar spjörunum úr, en
dagskrárgerðina sjálfa annaðist Hjör-
dís Ýr Johnson.
Margrét segir þessa hugmynd hafa
komið upp innan Stöðvar 2 fyrir
nokkru og henni hafi svo verið hrint í
framkvæmd í febrúar. „Síðan var
ákveðið að fara af stað með þáttaröð
um konur í atvinnulífinu á svona frek-
ar jákvæðum og uppbyggjandi nót-
um. Hugmyndin var sú að þættirnir
myndu skýra starf þessara kvenna
sem voru valdar og þann atvinnuveg
sem þær tilheyra. Svo yrði fjallað um
þá leið sem þær fóru að starfinu sem
þær sinna í dag.“
Bóndi undir Eyjafjöllum
Margrét segir að sú leið hafi einnig
verið farin að vera ekkert endilega að
fjalla um þjóðþekktar konur. Allar eigi
þær þó sameiginlegt að vera í stjórn-
unar- og ábyrgðarmiklum stöðum.
„Til dæmis hún Berglind Hilm-
arsdóttir (þáttur um hana verður
sýndur í kvöld) sem er bóndi undir
Eyjafjöllum og hefur lítið verið í fjöl-
miðlum. Einnig verður viðtal við Rakel
Olsen, útgerðarkonu í Stykkishólmi,
sem hefur sjaldan veitt viðtöl.“ Þætt-
irnir byggjast upp á tveimur viðtölum.
„Annað þeirra tengist þá starfi kon-
unnar og hvernig hún stýrir sínu fyr-
irtæki – hvað felist þá í stöðuheiti
hennar,“ segir Margrét. „Svo er ann-
að viðtal sem er á persónulegri nót-
um þar sem þær segja frá fjölskyldu
sinni, menntun og helstu áhuga-
málum.“ Í návist kvenna er á dagskrá
á miðvikudögum kl. 20.50.
Stöð 2 sýnir Í návist kvenna
Vífin og vinnan
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður er á meðal þeirra sem fjallað er um í
þættinum Í návist kvenna.
SKJÁR EINN sýnir nú í apríl þáttaröð
um íslenska hnefaleikakappa í fjór-
um hlutum, hinn 6., 13., 20. og 27.
apríl. Þættirnir rekja frækilegt ferða-
lag fyrsta íslenska boxlandsliðsins í
heil 49 ár vestur til Bandaríkjanna,
þar sem það keppti á móti sem fram
fór í Duluth, bæ sem liggur á útjaðri
Minneapolis, en þar tóku á móti
þeim fylkismeistarar Minnesotafylk-
is, Hortons Boxing Club.
Með í för voru dagskrárgerð-
armennirnir Ásdís Rán Gunn-
arsdóttir og Snorri „Barón“ Jóns-
son, annálaður áhugamaður um
íþróttagreinina enda hnefaleika-
kappi sjálfur. Útkoman er athygl-
isverð greinargerð um unga og
atorkusama menn, sem staðráðnir
eru í að láta drauminn rætast og fá
að keppa í þeirri íþróttagrein sem
stendur hjörtum þeirra næst.
Keppni í greininni er bönnuð hér-
lendis, staðreynd sem að und-
anförnu hefur valdið miklum úlfaþyt
og fjaðrafoki. Snorri Jónsson dró
heldur ekki dul á það í samtali við
Dagskrárblaðið að tilgangur ferð-
arinnar og þáttanna væri m.a. hugs-
aður sem innlegg í baráttuna gegn
meintri forsjárhyggju lagaboðara
hér.
„Þetta byrjaði sem bóla sem
fæddist í æfingaaðstöðunni okkar
hérna,“ segir Snorri. „Einn af þjálf-
urunum sem hafa þjálfað strákana
hérna var úti að taka þjálfararétt-
indin sín og kynntist nokkrum þjálf-
urum úti í Bandaríkjunum. Þeir hafa
haldið sambandi og í framhaldi af
því var bara ákveðið að fara í keppn-
isferðalag út. Þessi ferð var farinn í
tvennum tilgangi: Annars vegar til
að mótmæla banninu og hins vegar
að sækja sér keppnisreynslu og at-
huga þá hvar menn stæðu í íþrótt-
inni.“
Snorri segir að tökur á þáttunum
hafi gengið greiðlega og er ánægður
með eftirvinnsluna. Hann bætir við
að lokum að slysatíðni hafi staðið á
núlli. „Eitt glóðarauga, hælsæri og
varaþurrkur, það var nú allt og
sumt,“ segir hann og hlær við.
Leikur að hnefum
Ljósmynd/Kjartan Már
„Þá mættust stálin stinn.“
Íslenskir hnefaleikakappar á Skjá einum