Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 3
KÖRFUKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 B 3
Heimamenn í liði Tindastóls hófuleikinn fullir sjálfstrausts og
virtust ætla að nota sér meðbyrinn
úr viðureign liðanna
á laugardag sér til
framdráttar. Shawn
Myers sótti hart að
þeim Friðriki Stef-
ánssyni og Jes V. Hansen og þegar
á leið voru báðir leikmennirnir
komnir í villuvandræði. Logi Gunn-
arsson var allt í öllu í sókninni hjá
Njarðvíkingum fyrstu sjö mínútur
leiksins og skoraði kappinn fjórtán
af fyrstu átjan stigum liðsins. Valur
Ingimundarson, þjálfari Tindastóls,
breytti sífellt um varnaraðferð til að
reyna að hemja Loga sem skoraði
jafnt og þétt gegn maður á mann-
vörn sem og svæðisvörn.
Svæðisvörn Tindastóls setti
Njarðvíkinga aðeins út af laginu og í
öðrum leikhluta skoraði Logi aðeins
tvö stig. Framherjinn Halldór
Karlsson kom Njarðvíkingum inní
leikinn aftur með átta stigum á
skömmum tíma en Halldór lék laus-
um hala á meðan varnarmenn
Tindastóls höfðu áhyggjur af þeim
Loga og Teiti Örlygssyni. Danski
miðherjinn, Hansen, skaut lítið fyrir
utan og var í raun daufur í sókninni
en Halldór hélt áfram að koma á
óvart eins og hann hefur raunar
gert í allan vetur. Lárus Dagur
Pálsson, fyrirliði Tindastóls, fékk
loks skotin sín til að rata rétta leið á
ný en því miður fyrir lið Tindastóls
var Lárus sá eini sem eitthvað lét að
sér kveða í langskotunum að þessu
sinni. Adonis Pomones var firnas-
terkur í leiknum á laugardag og það
var greinilegt að hann hafði notað
mesta púðrið í þann leik og virkaði
hann þreyttur er líða tók á leikinn.
Ungu leikmennirnir Axel Kárason
og Friðrik Hreinsson sem komu
Njarðvíkingum í opna skjöldu á
laugardag fengu ekki frið til að at-
hafna sig að þessu sinni og komst
hvorugur á blað. Í hálfleik var stað-
an 45:48, gestunum í vil, en tvær
þriggja stiga körfur á fyrstu tveim-
ur mínútum seinni hálfleiks var
upphafið að skorpu Njarðvíkinga
sem tók ekki enda fyrr en leiknum
lauk. Það var kannski táknrænt fyr-
ir kynslóðaskiptin í liði Njarðvík-
inga að Teitur Örlygsson skoraði þá
fyrri og Logi Gunnarsson þá seinni.
Munurinn á liðunum var nú skyndi-
lega átta stig og heimamönnum
gekk erfiðlega að skora á þessum
kafla. Logi skoraði sex stig í lok
þriðja leikhluta og sýndi á þeim
kafla að hann hefur fjölbreyttan
sóknarleik í pokahorninu og má
segja að Logi hafi þar með gert út
um vonir heimamanna. Þegar mun-
urinn jókst tóku leikmenn Tinda-
stóls við að skjóta ótímabærum
þriggja stiga skotum og ekkert
þeirra rataði rétta leið. Miðherjar
liðsins, Michail Antropov og Shawn
Myers, fengu úr litlu að moða undir
körfunni en þeir áttu greiða leið að
körfunni þar sem Friðrik og Han-
sen voru báðir komnir með 4 villur.
Leikaðferð Njarðvíkinga gekk full-
komlega upp og varnarleikur liðsins
var með besta móti. Brenton Birm-
ingham átti góðan leik að venju og
tók af skarið þegar á þurfti en vissi
nákvæmlega hverjir áttu að fá bolt-
ann þegar hart var sótt að honum.
Hansen og Friðrik Stefánsson voru
lítt áberandi í sóknarleiknum en
nýttu þau færi sem þeir fengu vel og
styrkur Njarðvíkinga að þessu sinni
var að finna nýjar leiðir að körfu
andstæðinganna þegar búið var að
stoppa í götin sem gáfust vel áður.
Styrkur Njarðvíkinga var augljós
í gærkvöld. Þegar liðið leikur eins
og það gerði á köflum í leiknum er
vandfundin aðferð til að stöðva þá.
Logi var frábær, Brenton heilinn á
bak við sóknarleikinn, Friðrik Stef-
ánsson og Hansen léku varnarleik-
inn af festu og Teitur skoraði þegar
á þurfti ásamt Halldóri. Leikmenn
Tindastóls geta borið höfuðið hátt
eftir þessa úrslitakeppni. Liðið óx
með hverju verkefninu en erfiðlega
gekk að finna taktinn eftir erfiða
undanúrslitaleiki gegn Keflavík.
Skyttur liðsins áttu erfitt með að
stilla miðið gegn Njarðvík og við
það var auðveldara um vik fyrir
Njarðvíkinga að herða vörnina gegn
þeirra besta manni, Myers. Kristinn
Friðriksson lék ekki með liðinu í
gærkvöld vegna veikinda og munar
um minna. Valur Ingimundarson,
þjálfari liðsins, er með góðan efnivið
í höndunum og verði kjarninn úr
þessu liði áfram á Sauðárkróki
næsta vetur er ekki loku fyrir það
skotið að liðið verði á sömu slóðum
næsta vor í úrslitum.
Hefð og
kunnátta
Morgunblaðið/Golli
Teitur Örlygsson og Brenton Birmingham fallast í faðma þegar
Íslandsmeistaratitillinn var í höfn.
NJARÐVÍKINGAR eru ein stór fjölskylda innan sem utan vallar þeg-
ar mest á reynir á körfuknattleiksvellinum. Eflaust er ellefti Ís-
landsmeistarafáninn nú þegar tilbúinn og bíður þess eins að vera
hengdur upp í „ljónagryfjunni“ í Njarðvík, og á eftir að minna önnur
lið á að velgengni liðsins er ekki afurð skammtímaverkefnis. Bræð-
ur og frændur eru í liði Njarðvíkinga innan vallar sem utan, tæplega
helmingur liðsins vinnur á sama vinnustaðnum og þeir leikmenn
sem fengnir voru til liðsins voru vandlega valdir til að falla að nýju
fjölskyldunni. Og ekki má gleyma að Logi Gunnarsson fékk að
hlaupa af sér hornin í vetur dyggilega studdur af þeim sem eldri
eru. Þegar mest á reyndi í rimmu liðsins við lið Tindastóls frá Sauð-
árkróki um Íslandsmeistaratitlinn var hefðin og kunnáttan í liði með
Njarðvíkingum og þrátt fyrir að tuttugu og fimm stig hafi skilið liðin
að í gærkvöld, 96:71, geta Skagfirðingar horft jákvæðir fram á veg-
inn eftir eldskírnina í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
Ellefti Íslandsmeistaratitill Njarðvíkinga í höfn
Við fórum út úr sókninni okkar ísíðari hluta leiksins, Njarðvík-
ingar hittu úr öllum opnu skotunum
sínum og þeir fundu
líka svar við svæð-
isvörninni okkar,
sem hefur reynst
okkur vel en núna
gekk hún ekki upp. Þeir voru sterk-
ari á lokasprettinum og við vorum
einfaldlega orðnir orkulausir,“
sagði Lárus Dagur Pálsson, fyrir-
liði Tindastóls, að leikslokum.
„Hins vegar hefur liðið ekki áður
náð svona langt og í því eru firna-
sterkir persónuleikar. Þessi
reynslusjóður sem við höfum nú afl-
að okkur mun nýtast vel þótt síðar
verði.
Við höfum gert marga frábæra
hluti sem við höfum ekki gert áður
og ég tel að við getum borið höfuðið
hátt. Hér eru einstakir áhorfendur
og stuðningsmenn og það næst
hvergi önnur eins stemmning og á
þessum heimavelli okkar.
Heimavöllurinn og áhorfendurnir
eru stór hluti af velgengni okkar í
vetur,“ sagði Lárus Dagur.
Svavar Birgisson tók undir orð
Lárusar en bætti við að það hefði
vissulega vantað býsna mikið þegar
reynslumesti maður Tindastóls,
Kristinn Friðriksson, lá í flensu.
„Við hefðum virkilega þurft á
reynslu hans og baráttu að halda og
það er ekkert gefið hvernig farið
hefði ef hann hefði verið með. Við
stóðum í leikmönnum Njarðvíkur
fram í þriðja leikhluta, en þá sagði
reynslan til sín. Þeir voru sterkari í
lokin, spiluðu fína vörn og gerðu fá
mistök. En það er nú svona; það eru
ekki allar brekkurnar niðurímóti og
við töpuðum núna,“ sagði Svavar,
en þeir félagarnir Svavar og Lárus
voru sammála um það að í heild
hefði þetta tímabil verið feikilega
skemmtilegt.
„Við erum í öðru sæti í deildar-
keppninni og Íslandsmótinu og
komumst í fjögurra liða úrslit í
Kjörísbikarnum þannig að í heild
erum við bara sáttir við árangurinn.
Þetta eru bara endalok á einu
keppnistímabili, það byrjar annað í
haust,“ sögðu þeir Lárus og Svavar.
Björn
Björnsson
skrifar
Berum höfuðið hátt
LOGI Gunnarsson og Ragnar
Ragnarsson voru einu leikmenn
Njarðvíkur sem höfðu áður orðið
meistarar með liðinu, fyrir utan þjálf-
arana, Teit Örlygsson og Friðrik
Ragnarsson. Þeir Logi og Ragnar
voru í sigurliði Njarðvíkur 1998.
GUNNAR Þorvarðarson, faðir
Loga, var mættur á Krókinn í gær-
kvöld og fagnaði innilega ásamt
dyggu stuðningsliði félagsins. Gunn-
ar varð Íslandsmeistari með Njarð-
vík fimm fyrstu árin sem félagið
hampaði titlinum, 1981–1986.
UM 70 Njarðvíkingar voru á leikn-
um á Sauðárkróki í gærkvöld en ein
full rúta af stuðningsmönnum fór
norður og talsvert af einkabílum. Þeir
fögnuðu að vonum gífurlega og voru
byrjaðir að stíga sigurdansinn þegar
3–4 mínútur voru til leiksloka og ljóst
hvert stefndi.
ÁHORFENDUR á leiknum voru
rúmlega eitt þúsund og aldrei hafa
jafn margir verið samankomnir á leik
í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þeir
studdu sína menn mjög vel að vanda
en sýndu jafnframt mjög íþrótta-
mannslega framkomu í leikslok og
hylltu Njarðvíkinga þegar þeir tóku
við Íslandsbikarnum.
KÁRI Marísson, aldursforseti úr-
valsdeildarinnar, sem verður 49 ára á
þessu ári, var í leikmannahópi Tinda-
stóls í tveimur síðustu leikjunum í úr-
slitakeppninni. Hann tók við silfur-
verðlaununum í gærkvöld sem eru
fyrstu verðlaun hans fyrir toppsæti á
Íslandsmóti á löngum ferli.
KÁRI lék með KFR og Val og síðan
með Njarðvík en var farinn þaðan áð-
ur en Njarðvíkingar urðu fyrst meist-
arar, 1981. „Ég byggði þetta upp hjá
þeim,“ sagði Kári eftir leikinn, hæst-
ánægður með silfurpeninginn.
KRISTINN Friðriksson lék ekki
með Tindastóli í gærkvöld vegna
veikinda og missti því af tveimur síð-
ari leikjunum við Njarðvík en hann
fékk slæma flensu.
TINDASTÓLSMENN vöknuðu
upp við vondan draum um páskana
þegar í ljós kom að dvalarleyfi
Antropovs á Íslandi rann út á páska-
dag, 15. apríl. Ekki hafði verið gert
ráð fyrir að liðið kæmist svona langt
þegar gengið var frá pappírum hans í
haust. Þeir höfðu samband við útlend-
ingaeftirlitið, en þurftu ekki að fara út
í neina skriffinnsku til að halda hon-
um á landinu út vikuna.
HALLDÓR Halldórsson, formaður
körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og
Jóhann Ingólfsson, einn harðasti
stuðningsmaður liðsins, höfðu heldur
ekki gert ráð fyrir svona góðu gengi
liðsins. Þeir eru ásamt eiginkonum
sínum í átta manna matarklúbbi sem
fer til Tyrklands í dag í átta daga ferð
en hún var pöntuð með margra mán-
aða fyrirvara. Halldór og Jóhann
voru að vonum óstyrkir yfir því að
þurfa að seinka brottför sinni, ef um
fimmta leik yrði að ræða.
FÓLK
Við vorum nánast með sjálfstýr-inguna í gangi þegar kom fram
í 3. leikhluta. Það hjálpaði okkur
þegar mest á reyndi
hve skýr hlutverka-
skiptingin er í lið-
inu, allt frá leik-
mönnum í
byrjunarliðinu og til þeirra sem
leika minna. Fram eftir vetri gekk
okkur ekki sem skyldi að vinna
saman sem liðsheild en eftir áramót
hefur þetta gengið mun betur. Þeg-
ar líða tók á leikinnn var eins og all-
ir leikmenn Tindastóls ætluðu sér
að vera hetja liðsins og ég hefði gef-
ið knöttinn meira undir körfuna á
stóru leikmennina í liðinu þar sem
Friðrik Stefánsson og Jes V. Han-
sen áttu í villuvandræðum,“ sagði
Birmingham.
Aðspurður um hlutverk sitt sem
fyrirliði liðsins sagði Birmingham
að hann hefði reynt að hvetja menn
til dáða þegar á þurfti. „Það sem er
veikleiki okkar er að við gleymum
okkur oft í varnarleiknum og förum
að trúa því að sóknarleikurinn dugi
til sigurs. Í leiknum gegn Tindastól
á laugardag skoruðum við 93 stig og
venjulega ætti það að duga en á
sama tíma var vörnin léleg. Við átt-
um við þetta vandamál að stríða í
fyrri umferð deildarkeppninnar. Ég
hef reynt að skerpa aðeins á því sem
þjálfararnir og liðstjórinn segja og
það er allt og sumt,“ sagði Birm-
ingham. Birmingham vildi einnig
minnast á þátt landsliðsmiðherjans
Friðriks Stefánssonar, sem sneri
aftur til Njarðvíkur eftir skamma
dvöl sem atvinnumaður í Finnlandi.
„Friðrik breytti miklu í leik okk-
ar. Hann er mikill nagli og berst
eins og ljón undir körfunni. Jes V.
Hansen og Friðrik eru mjög ólíkir
leikmenn og þeir bæta veikleika
hvor annars fullkomlega upp,“ sagði
Birmingham.
Þegar reynt var að spyrja fyrir-
liðan um framhaldið og hvort hann
hygðist verða áfram í herbúðum
Njarðvíkinga sagði Birmingham að
næstu dagar yrðu notaðir til að
fagna titlinum. „Ég sótti um ís-
lenskan ríkisborgararétt fyrr í vet-
ur og sú umsókn er enn í gildi en
hvað framtíðina varðar er allt óráð-
ið og ég ætla ekki að hafa áhyggjur
af því næstu daga,“ sagði Birming-
ham.
Sjálfstýringin
sett í gang
BRENTON Birmingham er fyr-
irliði Njarðvíkinga og fagnaði Ís-
landsmeistaratitli í fyrsta sinn í
gærkvöld. Bandaríkjamaðurinn
var potturinn og pannan í sókn-
arleik liðsins í hlutverki leik-
stjórnanda og að leik loknum
var hlutverkaskipting leik-
manna Njarðvíkurliðsins honum
efst í huga.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar