Morgunblaðið - 21.04.2001, Side 1
2001 LAUGARDAGUR 21. APRÍL BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
KÖRFUKNATTLEIKSMENN ÁRSINS KRÝNDIR Í GÆRKVÖLDI / B3
RÁÐNING Guðmundar Þórðar Guðmunds-
sonar sem landsliðsþjálfara Íslands í hand-
knattleik hefur vakið nokkra athygli í
Þýskalandi, enda þjálfaði Guðmundur lið
Dormagen þar í landi til skamms tíma.
Viðtal við Guðmund birtist í blaðinu
Neuss-Grevenbroicher Zeitung, þar sem
Guðmundur segir að það sé mikill heiður að
taka við íslenska landsliðinu, en jafnframt er
starfið risavaxið verkefni.
„Væntingarnar á Íslandi eru gífurlegar til
landsliðsins, þar sætta menn sig helst ekki
við minna en heimsmeistaratitil þegar haldið
er til þátttöku á HM. Ég þarf því að vera við
öllu búinn. Íslendingar eru 285 þúsund tals-
ins og ég er með 285 þúsund aðstoðarþjálf-
ara því allir hafa vit á handbolta,“ segir
Guðmundur í viðtalinu.
Með 285 þúsund
aðstoðarþjálfara
ENSK blöð skýrðu frá því í gær
að George Burley knattspyrnu-
stjóri enska úrvalsdeildarliðsins
Ipswich sé að undirbúa kaup-
tilboð í Eið Smára Guðjohnsen hjá
Chelsea upp á 6 milljónir punda
eða rúmar 810 milljónir króna.
Burley er farinn að líta til Evr-
ópukeppninnar á næsta ári og er
Eiður Smári efstur á óskalista
þeirra leikmanna sem Burley vill
fá til að standa bestu liðum Evr-
ópu snúning.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta
sinn sem Ipswich ber víurnar í
Eið en félagið reyndi að kaupa
hann frá Bolton en Chelsea hafði
betur í því kapphlaupi og keypti
hann fyrir tímabilið á 4 milljónir
punda. Eftir frábæra frammistöðu
með Lundúnaliðinu hefur verðið á
honum hækkað. Eiður hefur
skorað 10 mörk í úrvalsdeildinni
þrátt fyrir að hafa ekki átt fast
sæti í liðinu og samtals hefur
hann skorað 13 mörk á tíma-
bilinu.
Claudio Ranieri, knatt-
spyrnustjóri Chelsea, hefur mik-
ið álit á Eiði Smára og ólíklegt
þykir að hann vilji sleppa Eiði
frá félaginu, en forseti félagsins
hefur látið hafa eftir sér að hann
vilji ekki láta góða leikmenn fara
frá félaginu. Mikil samkeppni er
um framherjastöðurnar hjá
Chelsea og ef sú samkeppni kem-
ur til með að aukast með kaup-
um á fleiri sóknarmönnum gæti
opnast leið fyrir Eið Smára að
yfirgefa liðið svo framarlega
sem hann kærir sig um.
Eiður efstur á
óskalista Ipswich
Eins og menn kannski vita þá hefég mikinn áhuga á körfubolta-
íþróttinni og þjálfun og núna þegar
ljóst er að KKÍ ætlar ekki að hafa
starfsmann í fullu starfi vegna fjár-
skorts þá þótti mér réttast að fara út
í þjálfun félagsliðs. Með því finnst
mér ég vera með puttann á púlsinum
og fylgjast meira með því sem er að
gerast. Ég get alveg tekið undir það
að það er ekki gallalaust að vera að
þjálfa félagslið samhliða því að stýra
landsliðinu en að vel athuguðu máli
fannst mér kostirnir vera fleiri en
gallarnir. Það eiga ekki að verða
neinir árekstrar enda verkefnin ekki
mörg hjá landsliðinu. Ég hlakka
auðvitað til að komast í slaginn að
nýju og ekki skemmir það fyrir að
koma til starfa í Grindavík að nýju,“
sagði Friðrik Ingi í samtali við
Morgunblaðið.
Friðrik er ekki alveg ókunnugur
herbúðum Grindvíkinga. Hann þjálf-
aði liðið með góðum árangri í þrjú
ár, frá 1994-1997, og skilaði til liðsins
tveimur stórum titlum, þeim fyrstu í
sögu félagsins. Grindavík varð bik-
armeistari undir stjórn Friðriks árið
1996 og Íslandsmeistari ári seinna
og öll þrjú árin sem hann var við
stjórnvölinn komust Grindvíkingar í
úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.
Að sögn Friðriks Inga liggur ekki
ljóst fyrir um leikmannahópinn fyrir
næsta tímabil en hann segist vonast
til að halda sem flestum leikmönnum
og fljótlega verður farið út í að skoða
útlendingamálin og einhvern liðs-
styrk.
Friðrik Ingi þjálf-
ar Grindvíkinga
FRIÐRIK Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeild-
arliðs Grindvíkinga í körfuknattleik og skrifaði hann undir þriggja
ára samning við félagið í fyrrakvöld. Friðrik mun halda starfi sínu
áfram sem landsliðsþjálfari en sú breyting hefur verið gerð á starfi
hans hjá KKÍ að það verður hlutastarf sem gerir honum kleift að
taka að sér þjálfun félagsliðs.
STUÐNINGSMANNI Manchester
United, Karl Power, tókst að lauma
sér í gegnum öryggisgæslu á Ólymp-
íuleikvanginum í München og stilla
sér upp við hlið leikmanna enska
liðsins þegar liðsmynd var tekin fyr-
ir leikinn við Bayern München í
Meistaradeildinni á miðvikudaginn.
Power segir þetta ekki hafa verið
mikið mál, en hugmyndin hafi kvikn-
að hjá sér fyrir tveimur árum. Upp-
haflega átti að láta slag standa á úr-
slitaleik Meistaradeildarinnar í vor,
en þegar sýnt þótti að möguleiki
enska liðsins á að komast í úrslit
minnkaði ákvað Power að sæta lagi í
München.
Power er 33 ára og atvinnulaus en
harður stuðningsmaður Manchester
United. Hann var í keppnisbúningi
liðsins og með númer Eric Cantona á
bakinu, en Power svipar mjög til
Frakkans. Power laug sig í gegnum
öryggisgæsluna, sagðist vera starfs-
maður sjónvarpsstöðvar. Síðan
komst hann út á leikvöll og faldi sig
innan um ljósmyndara. Þegar Man-
chester-liðið stillti sér upp fyrir leik-
inn stökk hann til. „Gary Neville sá
mig þegar gengið var inn á völlinn.
Hann sagði mér að fara norður og
niður,“ sagði Powers. „Ég þakka
hins vegar forsjóninni fyrir að lenda
ekki við hlið Roys Keanes. Eftir
augnaráðinu sem hann sendir mér á
myndinni þá er ég hræddur um að
hann hafi sent mér kaldari kveðjur
en Neville.“
Laumu-
farþegi í
München
Reuters
Leikmenn Man. Utd. stilla sér upp fyrir myndatöku í München. Roy Keane, fyrirliði liðsins, lengst til hægri, horfir undrandi sér á
hægri hönd, er hann sér Carl Power, lengst til vinstri, sem er óneitanlega líkur Eric Cantona, fyrrverandi leikmanni liðsins.