Morgunblaðið - 15.05.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.05.2001, Qupperneq 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 21 „ÞETTA er sýnishorn af því sem fólk er að fást við,“ sagði Hjörtur Þór- arinsson, einn af forsvarsmönnum Félags eldri borgara, þegar hann lýsti handverkssýningu félagsins opnaða. „Þetta er ánægjusýning,“ sagði Hjörtur og vísaði til þess að við- fangsefnin veittu fólki ánægju og list- ræna útrás. Handverkssýningu Félags eldri borgara á Selfossi lauk á sunnudag í Safnahúsinu við Tryggvagötu.Á sýn- ingunni var fjölbreytt úrval listmuna sem fólk hefur unnið í vetur en mjög mikil starfsemi er hjá félaginu. Sýn- ingin var haldin í tengslum við 20 ára afmæli félagsins og 25 árum eftir að undirbúningur formlegs félagsstarfs aldraðra hófst á Selfossi. Markmiðið með sýningunni var að birta áhorf- endum sýnishorn af verkefnum vetr- arins og fjölbreytni handverks eldri borgara á Selfossi. Félagsstarf eldri borgara má rekja til ársins 1976 en þá hófust formlegar umræður um slíkt starf sem sam- félagsverkefni sveitarfélagsins. Styrktarfélag aldraðra var stofnað 1980 og nafni þess síðar breytt í Félag eldri borgara, Selfossi. Strax á þessum árum var farið að sinna ýmiss konar föndurvinnu og handmennt og þróaðist þessi starf- semi smátt og smátt. Í lok fréttatilkynningar um sýn- inguna er þessi vísa eftir Hjört Þór- arinsson: Hugljúf vist við okkar íð oft var hist í vetur. Handbragð list og hugarsmíð hér er rist í letur. Vetrarstarf eldri borgara á sýningu Morgunblaðið/Sig. Jóns. Undirbúningshópur handverkssýningar eldri borgara á Selfossi. Selfoss Í TILEFNI 50 ára afmælis byggð- ar í Þorlákshöfn var sett upp í Menningar- og stjórnsýsluhúsinu sýningin Alþýðulist í Þorlákshöfn. Sýningin var mjög fjölbreytt og lauk henni nú á sunnudaginn. Öll verk á sýningunni tengdust Þor- lákshöfn. Margir merkilegir hlutir voru á sýningunni, svo sem málverk, ljós- myndir, listmunir margskonar auk handverks eftir unga sem aldna. Það vekur furðu margra hversu mikið og fjölbreytt tómstundastarf er unnið í Þorlákshöfn, en margir hafa það á tilfinningunni að þar geri fólk lítið annað en að vinna og sofa. Hápunktur afmælisársins verður á Þorláksvöku, sem tengjast mun sjómannadeginum, 8. til 11. júní, síðan verða Hafnardagarnir 9. til 12. ágúst. Auk þessara viðburða verður margt gert til að minnast tímamótanna og nægir þar að nefna ýmsa viðburði tengda tónlist, íþrótt- um og fleira. Fjölbreytt listasýning Þorlákshöfn Alþýðulist í tilefni 50 ára byggðar SKEMMTIKVÖLD var haldið þar sem söngvarar frá Eskifirði og Reyðarfirði komu saman og sungu lög Magnúsar Eiríkssonar, og var þetta hin besta skemmtun. Þarna stigu margir sín fyrstu spor á sviði og vonandi ekki þau síðustu. Að þessari skemmtun stóðu þau Daníel Arason, hljómsveitarstjóri, Rut Arnardóttir, framkvæmdastjóri skemmtunarinnar, Anna Sævars- dóttir og Sverrir Ágústsson kokkar. Lög Magnúsar Eiríkssonar sungin Eskifjörður Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.