Morgunblaðið - 15.05.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.05.2001, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI 22 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að að aukin álfram- leiðsla í samræmi við núverandi áform, Reyðarál og stækkun Norður- áls, skili nær tvöfalt meiri útflutnings- tekjum en ferðaþjónustan gerði í fyrra. Það sé því ljóst að sviplítið yrði um að litast í efnahagslífinu á næstu árum ef ekki verður af þessum fram- kvæmdum. Þetta kom fram í máli Halldórs á ársfundi Útflutningsráðs Íslands sem haldinn var í gær. „Áætlað er að landsframleiðsla verði um 2% hærri til lengdar ef fyrr- greind stóriðjuáform ganga eftir og álver á Reyðarfirði eitt og sér gæti leitt til um 1–1½% varanlegrar hækk- unar landsframleiðslu,“ sagði Hall- dór. Varanleg aukning útflutnings 15% Hann sagði að útflutningur hefði grundvallarþýðingu í litlu opnu hag- kerfi eins og Ísland er. Til að tryggja mætti að lífskjör hérlendis yrðu með- al fremstu þjóða væri mikilvægt að tryggja að útflutningur ykist sem næmi um 3–3,5% á ári. Hagvöxtur hér á landi þyrfti að vera meiri en víða er- lendis vegna þess að hér er fólksfjölg- un meiri en víða annars staðar. Hall- dór sagði að lækkun á gengi krónunar ætti sér fyrst og fremst rætur í mikl- um viðskiptahalla og mikilvægt væri að auka útflutningstekjurnar. Sam- fara eflingu ferðaþjónustu og þekk- ingariðnaðar þyrftu einnig að koma til fjárfestingar í áliðnaði. Halldór vitn- aði til athugana Þjóðhagsstofnunar um þjóðhagsleg áhrif álversfram- kvæmda, en samkvæmt þeim má bú- ast við 15% varanlegri aukningu út- flutnings ef af framkvæmdum við Reyðarfjörð yrði og stækkun Norður- áls gengi eftir. Þessar framkvæmdir, auk vaxtar í ferðaþjónustu og þekk- ingariðnaði, myndu valda því að hlut- deild sjávarútvegs í útflutnings- tekjum myndi minnka úr 43% eins og hún er í dag í um þriðjung af útflutn- ingstekjum snemma á næsta áratug. Páll Sigurjónsson, framkvæmda- stjóri Ístaks og formaður stjórnar Út- flutningsráðs, sagði í setningarræðu sinni á ársfundinum að verðbólga hefði ekki verið vandamál um langt skeið hérlendis en nú væru blikur á lofti. Hann lagði áherslu á að afar mikilvægt væri að víxlverkun verð- lags og launa færi ekki af stað vegna þess að það myndi ógna stöðugleik- anum í þjóðfélaginu. Hann beindi sjónum að þema fundarins, sem var útrás íslenskra þjónustufyrirtækja, og þeirri staðreynd að tekjur af þjón- ustu nema nú um 35% af gjaldeyr- istekjum þjóðarinnar og hafa aukist hratt á síðustu árum. Útrás íslenskra þjónustufyrirtækja Tryggvi Jónsson, aðstoðarforstjóri Baugs, gerði grein fyrir útrás Baugs á erlenda markaði. Tryggvi sagði að eftir að Smáralind yrði komin í fullan rekstur yrði vöxtur Baugs fyrst og fremst á erlendum mörkuðum. Baug- ur hefði frá upphafi haft þá stefnu að hafa innlenda stjórnendur á erlend- um mörkuðum og að ráða einungis færustu sérfræðinga á staðnum sem þekktu umhverfið hvað best. Á þeim mörkuðum sem Baugur væri að vinna á væri slíkt fyrirkomulag eitt af lyk- ilatriðunum. Baugur seldi hugmynd- ina en innlendir aðilar sem þekktu menninguna væru þeir sem skynsam- legast væri að láta stjórna uppbygg- ingunni. Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Flugfélagsins Atlanta, gerði reglur varðandi skattalega meðferð dagpen- inga að umtalsefni og benti á að hlut- fall Íslendinga í starfi hjá félaginu hefði verið um 60% fyrir um sex árum en væri nú um 25%. Hjá fyrirtækinu starfar nú fólk af um 40 þjóðum. Félagið er með 20 breiðþotur í rekstri víðsvegar um heiminn og er með 77% af heildarsætafjölda íslenskra flug- félaga. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, gerði grein fyrir útrás fyrirtækisins á erlenda markaði en Kaupþing er nú með starfsemi á sjö stöðum í heiminum. Aðalástæða þess að þessi stefna væri tekin væri tak- markaður möguleiki til vaxtar hér- lendis og því væri hagstæðara að vaxa út á við. Sigurður sagði að starfsemi Kaupþings erlendis styrkti stöðu fyr- irtækisins vegna þess að með þessu móti fengi fyrirtækið viðskipti sem tengjast útrásarverkefnum íslenskra fyrirtækja. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á ársfundi Útflutningsráðs Sviplítið efnahagslíf verði ekki af álframkvæmdum Morgunblaðið/Jim Smart Fundargestir á ársfundi Útflutningsráðs í gærdag. HAGNAÐUR af rekstri Delta fyrstu þrjá mánuði ársins nam 176 milljónum króna fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBIDTA) samanborið við 152 milljónir fyrir sama tímabil í fyrra. Reksturinn er samkvæmt áætlun að undanskildum fjár- magnsliðum, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Samkvæmt óendurskoðuðu árshlutauppgjöri nam hagnaður af rekstri Delta fyrstu þrjá mán- uði ársins 28 milljónum króna eftir skatta en áætlun fyrir tíma- bilið gerði ráð fyrir 88 milljóna króna hagnaði. Frávik í fjár- magnsliðum nam um 60 millj- ónum sem stafar fyrst og fremst af óhagstæðri gengisþróun. Lækkun krónunnar mun hafa já- kvæð áhrif á tekjustreymi Delta þar sem um 75% af tekjum félagsins eru í erlendri mynt. Hreint veltufé frá rekstri nam 137 milljónum króna á tíma- bilinu sem er nokkur aukning frá sama tímabili árið 2000, en þá nam veltufé frá rekstri 120 milljónum króna. Rekstrar- tekjur fyrirtækisins námu 656 milljónum króna samanborið við 500 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld tímabilsins námu 552 milljónum króna samanborið við 411 milljónir á sama tíma í fyrra. Eigið fé í lok tímabilsins var 1.594 milljónir króna og hafði hækkað um 43 milljónir frá áramótum. Tvö ný lyf sett á Þýskalandsmarkað Í tilkynningunni frá Delta hf. kemur fram að tvö ný lyf verða sett á Þýskalandsmarkað á árinu. Í júní fellur einkaleyfi af ofnæmislyfinu Loratadine en í ágúst verður sýklalyfið Ciprof- loxacin sett á markað. Delta hef- ur tryggt sér stóra sölusamn- inga fyrir bæði þessi lyf og nú þegar liggja fyrir fleiri pantanir en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Útlitið á árinu er því bjart en áætlanir félagsins gera ráð fyrir 400 milljóna króna hagnaði eftir skatta. Delta hf. með 28 milljóna króna hagnað HAGNAÐUR Símans á fyrsta fjórð- ungi ársins nam 295 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 323 milljónum króna. Mest munar um mikla hækk- un á fjármagnsliðum á milli ára, sem hækkuðu um 176 milljónir á tíma- bilinu, eða úr 108 milljónum í 284 milljónir á fyrsta fjórðungi ársins. Hagnaður félagsins fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum yfirstand- andi árs var tæpar 415 milljónir en var tæpar 494 milljónir á sama tíma- bili í fyrra. Hagnaður félagsins af reglulegri starfsemi er nokkru lægri en gert hafði verið ráð fyrir í upphaf- legum áætlunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Símanum, og skýrist það mest af gengistapi af er- lendum skuldum. Þessi niðurstaða breytir því þó ekki að enn er gert ráð fyrir að hagnaður félagsins eftir skatta verði að meðaltali yfir 100 milljónir á mánuði á yfirstandandi rekstrarári. Gjöld hækka meira en tekjur Rekstrartekjur félagsins hækk- uðu um 9% á umræddu tímabili, voru 4.059 milljónir, en voru 3.733 á sama tímabili árið á undan. Rekstrargjöld hækkuðu hins vegar meira eða um 12% á tímabilinu á milli ára, eða úr 2.171 milljón í 2.428 milljónir. Munar þar mest um hækkun á fjarskipta- kostnaði og uppgjörsgjöldum til ann- arra símafélaga, en þessir liðir hækkuðu um 189 milljónir á milli ára. Auk þess hefur launakostnaður hækkað um 4% á tímabilinu. Þessar breytingar eru í samræmi við rekstr- aráætlanir. Veltufé frá rekstri nam tæpum 1.405 milljónum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2001. Afskriftir félagsins á fastafjármunum hækka úr 745 milljónum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2000 í 903 milljónir á sama tímabili þessa árs. Aukning afskrifta endurspeglar miklar fjár- festingar síðustu missera í varanleg- um fjarskiptabúnaði félagsins. Gengistap af erlendum skuldum skýrir verri afkomu Síminn með 295 millj- ónir króna í hagnað GENGI hlutabréfa í Íslandssíma hf. hefur verið rétt yfir 7 á gráa mark- aðnum að undanförnu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Gengið fór upp í u.þ.b. 14 á síðari hluta síðasta árs, í framhaldi af því að í september undirrituðu stjórn- endur Landsbanka Íslands og Ís- landssíma víðtækan samning um fjármögnun Íslandssíma. Í samn- ingnum var einnig kveðið á um stefnumarkandi samstarf milli félag- anna og um eiginfjárþátttöku Landsbankans í Íslandssíma. Í þeim viðskiptum voru gefin út ný hluta- bréf að nafnverði 5 milljónir króna á genginu 16. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hækkaði gengið á hlutabréfum Íslandssíma á gráa markaðnum við samning Lands- bankans og Íslandssíma úr u.þ.b. 12 í um 14. Síðan þá hefur gengið sigið hægt, hélst lengi í um 8, en hefur lækkað niður í rúmlega 7 upp á síð- kastið. Útboðsgengið verður gert opinbert næstkomandi fimmtudag Landsbankinn keypti 30. apríl síð- astliðinn hlutabréf í Íslandssíma að nafnverði 84,3 milljónir króna en söluandvirðið gekk til greiðslu á hluta af skammtímaláni sem Lands- bankinn veitti Íslandssíma í tengsl- um við samning félaganna í septem- ber síðastliðnum. Eftirstöðvum láns- ins hefur verið breytt í langtímalán. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hjá Landsbankanum eða Ís- landssíma hvert gengi hlutabréfanna í Íslandssíma í þessum viðskipum var. Íslandsbanki-FBA hefur umsjón með skráningu Íslandssíma á Verð- bréfaþingi Íslands svo og með útboði félagsins á 115,7 milljóna króna hlutafé að nafnverði, sem hefst 21. maí næstkomandi. Ívar Guðjónsson hjá fyrirtækjaþróun Íslandsbanka- FBA segir að gengið á hlutabréfum Íslandssíma í útboðinu verði gert op- inbert næstkomandi fimmtudag, 17. maí. Útboð Íslandssíma hefst 21. maí nk. Gengi á gráa mark- aðnum rúmlega 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.