Morgunblaðið - 15.05.2001, Side 44

Morgunblaðið - 15.05.2001, Side 44
SKOÐUN 44 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í FYRRI grein undir sama heiti var fjallað um hvernig tilflutning- ur á aflaheimildum hef- ur haft áhrif á bú- setuþróunina undan- farin misseri. Í þessari grein verður reifað hvernig auknar skuldir í sjávarútvegi, m.a. vegna kaupa á afla- heimildum, hafa leitt til lægri launa í fiskvinnslu í samanburði við laun í öðrum atvinnugreinum. Þetta hefur leitt til versnandi stöðu fisk- vinnslunnar í sam- keppni við aðrar at- vinnugreinar um vinnuafl með þeirri afleiðingu að Íslendingar sækja síður í störf við fiskvinnslu. Frá árinu 1995 til 1999 aukast heildartekjur í sjávarútvegi um 15% en skuldir um 59%. Í krónum talið aukast tekjur úr 123 milljörðum kr. árið 1995 í 141 milljarð kr. árið 1999, eða um 18 milljarða. Á sama tíma aukast skuldirnar úr 94 milljörðum kr. í 148 milljarða kr., eða um 54 milljarða. Á einu ári, þ.e. á milli ár- anna 1999 og 2000, jukust skuldirnar um 24 milljarða kr. og voru orðnar í árslok 2000 173 milljarðar kr. Allt á verðlagi hvers árs. Á þessu tímabili á sér stað veruleg- ur tilflutningur aflaheimilda milli landshluta og einstakra byggðarlaga, þ.e. á tímabilinu frá 1995 til 2000. Til- flutningurinn fer vaxandi eftir því sem nær dregur í tíma. Ekki liggur fyrir hverjar tekjur voru í sjávarútvegi á sl. ári. Ef gert er ráð fyrir að tekjurnar hafi verið um 150 milljarðar kr. árið 2000 voru skuld- irnar orðnar 115% af heildartekjum ársins 2000, þ.e. skuldir 173 milljarðar kr. saman- borið við 150 milljarða kr. tekjur. Þetta þýðir að skuldir í sjávarút- vegi eru orðnar hærri en heils árs heildar- tekjur í greininni, sem nemur 15% stigum samanborið við að þær voru 76% af heildar- tekjum árið 1995. Þetta hlutfall er enn hærra ef eingöngu eru skoðaðar útflutningstekjur sjávaraf- urða. Á árunum 1995 til 1999 hefur hagnaður af reglulegri starfsemi hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, sem hlut- fall af rekstrartekjum, lækkað úr 3% árið 1995 í 2,7% árið 1999. Hagnaður- inn fer úr 3,6 milljörðum kr. árið 1995 í 3,8 milljarða kr. tap árið 1999. Hagnaður af reglulegri starfsemi versnar um 7,4 milljarða kr. á þessu tímabili. Þrátt fyrir að mikil hagræðing hafi átt sér stað í greininni, sem m.a. ann- ars hefur leitt til þess að störfum hef- ur fækkað um 1.330 á síðustu miss- erum, hefur rekstrarafkoman farið versnandi sem rekja má að stærstum hluta til aukinna skulda. Viðskipti með aflaheimildir skýra að hluta þessa auknu skuldsetningu í sjávar- útvegi. Þannig hefur þróunin verið hvað varðar skuldir og hagnað af reglu- legri starfsemi í sjávarútvegi á sama tíma og kvótaviðskipti hafa verið hvað mest. En hvað þá með áhrifin á byggðirnar? Hlutur hráefnis og launa í fiskvinnslu Með hliðsjón af stöðu íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum er ljóst að ekki er hægt að velta aukn- um útgjöldum í sjávarútvegi yfir á verð fiskafurða á erlendum mörkuð- um. Það er að segja, ef fiskverð frá útgerð til vinnslunnar hækkar getur verkandinn ekki hækkað verðið á er- lendum mörkuðum. Hann verður að bera þessa hækkun sjálfur, m.a. með því að draga úr framleiðslukostnaði, nema til komi hagstæð gengisáhrif, allt eftir samsetningu efnahagsreikn- inga viðkomandi fyrirtækja. Eins og mynd 1 sýnir hefur hrá- efniskostnaður sem hlutfall af tekjum í fiskiðnaði aukist úr 47,7% árið 1989 í 60,3% árið 1996. Nýrri töl- ur eru ekki til. Á sama tíma hefur hlutfall launa af tekjum lækkað úr 21,3% í 16,5%. Laun í sjávarútvegi Verulegur munur er á launum í sjávarútvegi, annars vegar við veiðar og hins vegar við vinnslu í landi. Einnig er nokkur munur á milli þeirra sem vinna í landi. Sú skoðun er nokkuð útbreidd að Íslendingar vilji ekki vinna við fisk. Vegna þess sé svo margt af starfandi fólki við fiskvinnslu með erlent rík- isfang. Heyrst hefur að byggðastefna gangi út á að skapa og/eða bjarga störfum fyrir útlendinga. Eins og mynd 2 sýnir eru laun við fiskveiðar um tvisvar sinnum hærri en meðallaun í öllum atvinnugrein- um. Laun við síldar- og fiskimjöls- vinnslu eru um 40% hærri en með- allaun. Hins vegar voru laun við frystingu, bolfisksöltun og herslu ár- ið 1997 um 84% af meðallaunum í öll- um atvinnugreinum. Frá árinu 1989 fram til ársins 1992 fóru laun við frystingu, bolfisksöltun og herslu sem hlutfall af meðallaun- um í öllum atvinnugreinum hækk- andi. Eftir það hefur hlutfallið farið lækkandi. Það lækkaði úr 96% árið 1992 niður í 84% árið 1997. Af þeim sem vinna við frystingu, söltun og herslu sjávarfangs eru tæp 8% með erlent ríkisfang. Það heyrir til undantekninga að útlendingar starfi við síldar- og fiskimjölsvinnslu, enda laun þar um 40% yfir meðal- launum og starfsmenn eru almennt ekki sendir heim vegna skorts á hrá- efni. Af þeim sem stunda fiskveiðar hef- ur innan við 1% erlent ríkisfang. Af því sem hér hefur verið sagt má ætla að laun og starfsöryggi skipti veru- legu máli, þegar atvinna er valin. Ís- lendinga fýsir að stunda sjómennsku enda eru laun þar há. Sömuleiðis sækja Íslendingar í að vinna við síld- ar- og mjölvinnslu, þar sem góð heildarlaun eru í boði. Áhuginn er ekki sá sami þegar kemur að fisk- vinnslunni, enda eru laun þar vel undir meðallaunum og vinna getur verið stopul með tímabundnum at- vinnuleysisbótum. Á Austfjörðum er lýsis- og fiski- mjölsvinnsla snar þáttur í atvinnulíf- inu, en það sama verður ekki sagt um Vestfirði. Þessi staðreynd ásamt launamun við lýsis- og fiskimjöls- vinnslu annars vegar og við fryst- ingu, bolfisksöltun og herslu hins vegar skýrir hærra hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á Vestfjörðum, sem er 6,3%, en á Austfjörðum, þar sem það er einungis 3,2%. Niðurstaða Í þessari grein og í hinni fyrri hafa verið færð rök fyrir því að rekja megi búferlaflutninga af landsbyggðinni til efnahagslegra ástæðna og þar með talið tilflutnings aflaheimilda. Það var könnun á þessu umhverfi, sem skýrslan „Sjávarútvegur og byggða- þróun á Íslandi“ fjallaði um. Annars vegar hefur fólk misst at- vinnu og hins vegar hafa laun við fiskvinnslu ekki staðist samkeppni við aðrar atvinnugreinar. Þetta hefur m.a. leitt til þess að laun almennt á landsbyggðinni hafa lækkað miðað við laun á suðvesturhorni landsins. Á sama tíma og þetta hefur verið að gerast á landsbyggðinni hefur höf- uðborgarsvæðið kallað á fólk vegna skorts á vinnuafli og hárra launa. Það er eins með tilflutning á afla- heimildum og samdrátt í fiskvinnslu, hvar sem slíkt kann að eiga sér stað, að áhrifin eru þau sömu og þegar dregur úr rekstri fyrirtækja eða þeim er jafnvel lokað í öðrum at- vinnugreinum. Störfum fækkar í við- komandi byggðarlagi eða byggðar- lögum. Það sama á við atvinnugreinar, þar sem laun eru lág, fólk sækir í störf, þar sem laun eru hærri. Afleiðingin er að það dregur úr umsvifum í viðkomandi byggðarlög- um, m.a. með því að öðrum tengdum störfum fækkar, sem síðan leiðir til enn frekari samdráttar og versnandi ástands í þeim byggðum landsins sem hlut eiga að málum. Heimildir eru fengnar úr Atvinnu- vegaskýrslum, Þjóðarbúskapnum. Framvindan 2000 og horfur 2001, og frá Seðlabanka Íslands. Haraldur L. Haraldsson Annars vegar hefur fólk misst atvinnu, segir Haraldur L. Haralds- son í síðari grein sinni, og hins vegar hafa laun við fiskvinnslu ekki staðist samkeppni við aðrar atvinnugreinar. Höfundur er hagfræðingur hjá Nýsi hf. SJÁVARÚTVEGUR OG BYGGÐAÞRÓUN Á ÍSLANDI                                                             ! " #$ %   &!  '    (                                      !"     !"   # $" %  &'!!   !"     !"   # $" %  &%  !% " %!($ #!  )( " *% &'!!  #!  $ %  %!($ +!% %!( &  , ,%  $  , , , , , , , , ,  ,  , - , , " , " " , , " ", ", " " "- ,   , , , ,  ,   !                 "       

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.