Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HARÐUR ágreiningurhefur risið á milliGunnars Sturlusonar,hæstaréttarlögmanns,og Þórs Jónssonar, varaformanns Blaðamannafélags Íslands, um hvort stjórnarskrá ís- lenska lýðveldisins heimili stjórn- endum fyrirtækja að fylgjast með tölvupóstsnotkun starfsmanna sinna eða ekki. Upphafið er hægt að rekja til fullyrðingar Gunnars á málþingi Lögmannafélagsins og Dómarafélagsins um að stjórnend- um fyrirtækja væri ekki bannað að fylgjast með tölvupósti starfs- manna sinna. Þór vísaði því alfarið á bug með tilvísun í ákvæði um friðhelgi einkalífsins í stjórnar- skránni í opnu bréfi í Morgun- blaðinu í vikunni. Björg Thoraren- sen, lögfræðingur í dóms- málaráðuneytinu, segir að skoða verði hvert einstakt tilfelli fyrir sig, t.d. með tilliti til þess hvað valdi því að vinnuveitandi hafi af- skipti af tölvupóstssamskiptum. Ruddaskapur að hnýsast í póst Þór Jónsson segir í greininni í Morgunblaðinu, að 71. grein stjórnarskrárinnar nái yfir bann við „...rannsókn á skjölum og póst- sendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns“ og þar sé tölvupóstur ekki undanskilinn. Þór lagði í samtali við Morgunblaðið áherslu á að einkalíf fólks væri ekki einskorðað við heimilið. „Einkalíf takmarkast ekki við útidyrnar heima heldur nær yfir mun víðtækara svið eins og reyndar kemur vel fram í fyrri hluta 71. greinarinnar um líkams- leit. Líkamsleit má ekki gera á fólki nema samkvæmt dómsúr- skurði eða sérstakri lagaheimild eins og tollverðir starfa eftir og allir vita af. Forstjóri má því ekki gera líkamsleit á starfsmanni bara af því að hann er kominn í vinnuna. Umrædd grein stjórnarskrárinnar nær með sama hætti yfir póst- sendingar og símnotkun á vinnustað,“ sagði Þór. „Fyrir utan að það er náttúrlega hreinn rudda- skapur að hnýsast í póst annarra.“ Sendandi verður að geta treyst Þór var spurður að því hvort hann teldi skipta máli að lén starfsmanna væru yfirleitt í eigu fyrirtækisins. „Nei, alls ekki. Ekk- ert frekar en fyrirtæki hafa heim- ild til að hlera símtöl starfsmanna. Hvað tölvupóstinn varðar úthluta fyrirtæki starfsmönnum sérstakan aðgang að léninu. Af netfanginu verður ekki annað ráðið en að tölvupósturinn fari beint til ákveð- ins viðtakanda. Sendandinn verður að geta treyst því að enginn annar opni póstinn. Ef stjórnandi fyrir- tækisins opnar póstinn er hann ekki aðeins að brjóta friðhelgi einkalífs viðtakandans heldur líka sendandans,“ sagði hann og var spurður að því hvort að hann teldi eðlilegt að fyrirtæki settu þá reglu að starfsmenn fengju sér sérstakt netfang til að taka á móti persónu- legum tölvupósti. „Ég sé ekki al- veg fyrir mér að slíkar reglur dugi því eins og ég nefndi áðan yrði að láta alla hugsanlega sendendur tölvupósts til starfsmannsins vita að hugsanlega skoði þriðji aðili skilaboðin. Fyrirtæki verða ein- faldlega að treysta starfsmönnum sínum til að misnota ekki tölvu- póst. Rétt eins og starfsmönnum er treyst til að misnota ekki bréfs- efni fyrirtækja og þvíumlíkt. Starfsmanninum á að sjálfsögðu að vera treystandi til að fara í gegn- um allan póstinn sinn, flokka hann og afgreiða með viðeigandi hætti.“ Þór sagðist þekkja dæmi um að tölvupóstur væri opnaður af þriðja aðila. „Ég þekki því miður dæmi um að fyrirtæki og stofnanir opni allan póst, skanni hann inn í tölvu- kerfi og dreifi áfram til viðtakenda eða geri hann jafnvel aðgengilegan öllum starfsmönnum. Slíkt ber auðvitað vott um fádæma skeyt- ingarleysi um réttindi manna fyrir utan að um augljóst stjórnarskrár- brot er að ræða því enginn veit fyrirfram hvort pósturinn er per- sónulegur eða ekki. Ég stend á því fastar en fótunum.“ Fyrirtæki setji sér reglur Gunnar Sturluson, hæstaréttar- lögmaður, segir að greina megi hrapallegan misskilning í máli Þórs. „Þór leggur að jöfnu einka- bréf til starfsmanns fyrirtækis og bréf til fyrirtækis stílað á ákveðinn starfsmann í tengslum við verksvið hans hjá fyrirtækinu. Hið rétta er að mínu viti að fyrirtækjapóstur og tölvupóstur til fyrirtækja á net- föng starfsmanna séu ekki einka- mál starfsmannanna og njóti þar af leiðandi ekki sérstakrar verndar samkvæmt 71. grein stjórnar- skrárinnar. Ekkert kemur í veg fyrir að sömu reglur gildi um fyr- irtækjapóst á pappír og tölvutæku formi. Eini munurinn er í rauninni að tölvupóstnotkun hefur verið að Hverjir eiga tölvupóstinn? Morgunblaðið/Sigurður Jökull Skiptar skoðanir eru um hvort stjórnendur fyrirtækja megi fylgjast með tölvupóstsnotkun starfsmanna sinna. Harðar deilur hafa risið um hvort stjórnendum fyrirtækja sé heimilt að fylgj- ast með tölvupóstsnotkun starfsmanna sinna. Anna G. Ólafsdóttir kynnti sér báðar hliðar og velti því fyrir sér hvort brotið væri gegn friðhelgi einkalífs sendandans með því að opna tölvupóst í fyrirtæki viðtakanda. Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur sett reglur um tölvupóstsnotkun starfsmanna sinna. Hins vegar er fátítt að tölvupóstur starfsmanna sé skoðaður. SJÁ BLS. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.