Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Á NÆSTU vikum verður opnuð gamaldags krambúð í Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu sem er á Höfn í Hornafirði. Björn Arnarson safnvörður seg- ir að þar verði seldur brjóstsykur í kramarhúsi, ýmsir minjagripir og í framtíðinni verði eflaust hægt að kaupa þar kaffisopa og vöfflur. Það á vel við að hafa krambúð í safninu því það er í elsta húsi Hafnar, Gömlubúð, sem var upp- runalega reist sem verslunarhús. Safnið hýsir aðallega muni úr sýslunni og eru einkum til sýnis hlutir sem tengjast landbúnaði og heimilishaldi, enda var landbúnað- ur aðalatvinnuvegur sýslubúa fram á þessa öld. Björn segir að munum á náttúrugripasafni byggðasafns- ins fari sífellt fjölgandi. Þegar eru þar ýmsar fuglategundir, egg, steinar, refir, minkur, selir, risa- skjaldbaka og skordýrasafn. Á þessu ári bættust í safnið um þús- und steinar frá Elínborgu Páls- dóttur og Benedikt Þorsteinssyni á Höfn sem flestir eru fundnir í byggðarlaginu. Þá hefur Björn unnið ötullega að því að koma upp myndarlegu búvélasafni. Nú þegar á safnið orðið á milli 40 og 50 vélar og hann gerir þær flestar upp sjálfur. Margt er þar fágætra muna m.a. rófnaupptökuvél frá Brekku í Lóni sem smíðuð var upp úr 1951 Þá eru þar til sýnis Lúðvíksherfi sem voru á sínum tíma fjöldaframleidd í Danmörku. Björn segir að fólk í sveitinni sé viljugt að láta hann fá gamlar búvélar á safnið og á næst- unni á hann von á heyhleðsluvél frá bæ úr sveitinni. Byggðasafn Austur-Skaftafellssýslu á Höfn í Hornafirði Krambúð í gömlu versl- unarhúsnæði Morgunblaðið/Guðbjörg R. Guðmundsd. Til stendur að opna krambúð í Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu á Höfn í Hornafirði. Björn Arnarson safnvörður hefur staðið í ströngu við undirbúning síðustu vikurnar.  Byggðasafn Austur- Skafta- fellssýslu er opið frá klukkan 13- 18 frá 20. maí-1. júlí og frá 1. ágúst-15. september. Í júlí er safnið opið frá 13-21 . Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma upp búvélasafni í Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu. Þegar á safnið orðið 40-50 vélar. SKOTTÚR yfir til Malmö er góð hug- mynd fyrir þá sem langar að breyta aðeins til í Kaupmannahafnartúrnum og sjá svart á hvítu hve mikill munur er á borgunum tveimur þótt aðeins 35 mínútna lestarferð skilji þær að. Listunnendur ættu ekki síst að grípa tækifærið en mörg góð listasöfn eru í Malmö. Þá stendur í allt sumar yfir afar athyglisverð sýning, Bo01, þar sem nýbyggt hverfi í höfninni er til sýnis, að utan og innan. Bo01-hverfið er til sýnis fram í miðjan september og getur þar að líta allt það nýjasta í arkitektúr og innan- hússhönnun. Yfirskriftin er „Fram- tíðarborgin í lífrænt sjálfbæru upp- lýsinga- og velferðarsamfélagi“ en engin ástæða er til að láta hana fæla sig frá. Hægt er að skoða tæplega 700 íbúðir, verslanir, skrifstofur, veitinga- staði o.s.frv. sem margir þekktir arki- tektar hafa teiknað. Þá eru sýningar við ýmis þemu og hefur „Framtíðar- heimilið“ sem er unnið í samvinnu við NASA vakið mikla athygli. Fjölmörg listasöfn og gallerí í Malmö Malmö konstall býður upp á spenn- andi sýningar, fram í ágúst er t.d. skemmtileg sýning á skúlptúrum eftir Bretann Tony Gregg. Foreldrum er ráðlagt að gæta vel að börnum sínum. Malmö Museum sýnir einkum sænska list í sumar, m.a. yfirlitssýn- ingu á sænskum verkum. Í Rooseum verður sýning í tengslum við endur- byggingu safnsins. Unnendum góðr- ar hönnunar og handverks skal enn fremur bent á Form/Design Center. Tónlistarunnendum er ráðlagt að kynna sér hvað er á seyði á hverjum tíma, vefsíðan www.alltom- malmo.tv4.se hefur að geyma upplýs- ingar um allt á milli himins og jarðar, þar á meðal tónlist. Unnendur góðs matar ættu að finna nóg við sitt hæfi enda hefur orð- ið gjörbylting í sænskri matargerð og eru sænskir matreiðslumenn í fremstu röð. Of langt er að telja upp góða veitingastaði í Malmö en þó má benda á einn þann besta (og jafnframt dýrasta), Petri Pumpa, sem er ör- skammt frá aðalbrautarstöðinni. Yfir sumarið er ráðlegt að doka við þar til rökkvar því á hverjum degi fram í september verða settar upp ljósasýn- ingar í og við vatnið í Malmö. Á Skeppsbroen kl. 21, 22 og 23 og í Pil- dammsparken er sýnt ljósa-, vatns- og tónlistarverk kl. 21:30 og 22:30. Gengi sænsku krónunnar er tals- vert lægra en þeirrar dönsku, hún er á um 80 danska aura. Margir Danir hugsa sér því gott til glóðarinnar að versla í Svíþjóð, matur er ódýrari og ýmislegt annað. Verslanir eru enn- fremur í mörgum tilvikum opnar á sunnudögum kl. 12–16 en slíkt er bannað með lögum í Danmörku. Margar verslanir og veitingastaðir taka við dönskum krónum en slíkt borgar sig yfirleitt ekki þar sem gengið er stundum 1:1. Skotist yfir til Malmö frá Kaupmannahöfn Ljósasýningar í rökkrinu Gengi sænsku krónunnar er talsvert lægra en þeirrar dönsku, hún er á um 80 danska aura. Margir Danir hugsa sér því gott til glóðarinnar að gera innkaupin í Svíþjóð, matur er ódýrari og ýmislegt annað.  Lestir ganga á milli aðaljárn- brautarstöðvanna í Kaup- mannahöfn og Malmö á 20 mínútna fresti fram til mið- nættis og á klukkustundarfresti eftir það. Kostar miði fram og til baka 120 dkr, um 1.400 íkr. Flugbátarnir fara einu sinni á klukkustund fram að miðnætti og kostar miðinn 100 dkr fram og til baka, um 1.160 íkr. Sé um einsdagsmiða að ræða kostar hann 85 kr., rétt um 1.000 íkr.  Endastöðvar lesta og báta eru 5 mínútna gang frá mið- bænum. Skoðunarferð um Malmö er t.d. hægt að fara með því að taka einn hring í stræt- isvagni nr. 20 eða með því að kaupa sér skoðunarferð í yf- irbyggðum báti.  Upplýsingar fyrir ferðamenn eru á aðalbrautarstöðinni og skammt frá flugbátunum Þá er ráðlegt að kíkja á vefsíðurnar www.malmo.se/turist og www.alltommalmo.tv4.se. Þeim sem læsir eru á sænsku er eindregið ráðlagt að líta á þá síðarnefndu, hún er hafsjór af upplýsingum. SKÓGARHLAUP Útilífsmiðstöðv- arinnar Húsafelli og Íslenskra ævintýraferða verður haldið í fyrsta skipti laugardaginn 21. júlí næstkomandi. Keppnin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis, felst í því að keppendur þurfa að komast yfir ákveðið landsvæði á sem skemmstum tíma og á leiðinni eiga þeir að yfirstíga ýmsar hindr- anir. Keppt verður í fjögurra manna liðum og skulu liðsmenn vera af báðum kynjum. Til að ljúka keppni þurfa liðin að reiða sig á samstöðu hópsins í heild jafnt sem frumkvæði einstaklings- ins. Keppninni er stillt upp sem áskorendakeppni fyrirtækja en þau fyrirtæki sem senda lið til þátttöku öðlast rétt til að skora á önnur fyrirtæki að mæta sér í keppninni. Brautin verður kynnt þremur dögum fyrir keppni en lögð er áhersla á að hún verði fjölbreytt og skemmtileg. Sem dæmi má nefna fara keppendur fótgangandi og þurfa að klífa lítið fjall, vaða bergvatnsár og stökkva fram af litlum fossum. Á leiðinni eru ákveðnar stöðvar þar sem liðin eiga að gefa sig fram til að fá að halda áfram keppni. Skógarhlaup í Húsafelli  Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 577-5500 og slóðinni www.strik.is/ skogarhlaupid/. Einnig er hægt að fá upplýsingar á vefsíðu Ís- lenskra ævintýraferða: www.ae- vintyraferdir.is. Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317 Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík, Líbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek, Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Gallerí Förðun, Keflavík, Sauðárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Árnesapótek, Selfossi. Hafnarapótek, Höfn, Hornafirði, Lyfsalan Hólmavík. Háreyðingarvörur Frábærar vörur á frábæru verði Gerið verðsamanburð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.