Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 1
2001  FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A LYFJAEFTIRLITIÐ ER SÝNDARMENNSKA / C4 PÓLSKA félagið Pogon Szczech-in, sem mætir Fylki í forkeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu í næsta mánuði, teflir fram mikið breyttu liði á komandi tímabili. Sjö leikmenn, sem léku með í fyrra, þeg- ar félagið kom á óvart og náði öðru sæti pólsku 1. deildarinnar, eru farn- ir eða á förum frá Pogon, sem á í miklum fjárhagserfiðleikum. Markvörðurinn Radoslaw Majd- an, lykilmaður í liði Pogon, hefur verið lánaður til Goztepe Izmir í Tyrklandi til eins árs og þá er bras- ilískur leikmaður sem kenndur er við heimalandið og nefndur Brasilia væntanlega á förum til Energie Cottbus í Þýskalandi. Fimm aðrir eru á förum. Pogon hefur á síðustu dögum leik- ið þrjá æfingaleiki. Fyrst gerði liðið jafntefli, 2:2, gegn 2. deildar liði Ceramika Opoczno, vann 1. deildar lið Odra 4:1 og tapaði fyrir 1. deild- arliði Widzew Lodz, 2:1. Fylkismenn með hópferð Mikill áhugi er hjá stuðnings- mönnum Fylkis fyrir leik liðsins gegn pólska liðinu Pogon Stettin sem fram fer í Póllandi 23. ágúst. Fylkismenn ætla að fjölmenna á leikinn en stuðningsmannaklúbbur félagsins ákvað að efna til hópferðar og er um dagsferð að ræða. 213 sæti eru í boði og að sögn Kjartans Dan- íelssonar, framkvæmdastjóra knatt- spyrnudeildar Fylkis, hefur þegar selst helmingur miðanna í ferðina. Lagt verður af stað til Póllands frá Keflavíkurflugvelli kl. 7.30 fimmtu- daginn 23. ágúst, leikurinn fer fram klukkan 17 að staðartíma og er áætl- uð lending í Keflavík klukkan 22.30. Mikið breytt lið hjá Pogon COLIN Montgomerie er efstur eftir fyrsta dag á Opna breska meist- aramótinu í golfi á sex höggum undir pari og þremur höggum á undan næstu mönnum, en hann lék á 65 höggum. Tiger Woods er sex höggum á eftir, lék á part vallarins – 71 höggi. „Mér hefur aldrei gengið eins vel á fyrsta degi áður,“ sagði Colin á blaðamannafundi. „Fyrstu tíu hol- urnar voru þægilegar hjá mér, en ég var í hálfgerðu basli með síðari átta. Ég fer með allt öðru hugarfari í þetta mót – ég held að það hafi hjálpað mér mikið í dag,“ sagði Montgomerie ánægður. Þá bar Montgomerie meðspilara sínum, Fred Couples, söguna vel. „Freddie og ég náum mjög vel sam- an og ég held að við hjálpum hvor öðrum að slappa af á vellinum. Þeg- ar ég frétti með hverjum ég færi út, varð ég virkilega ánægður,“ sagði Montgomerie. Bandaríkjamennirnir Brad Fax- on og Chris Di Marco koma ásamt finnanum Mikka Ilonen þremur höggum á eftir Montgomerie. Sigurvegarinn mótsins í fyrra, Tigar Woods, var ekki sáttur við gengi sitt eftir fyrsta dag. „Mér gekk ekki sem best og þurfti virki- lega að hafa fyrir hlutunum á vell- inum. En ég er samt sáttur við að vera enn með í toppbaráttunni og vonandi gengur mér betur á morg- un," sagði Woods. Reuters Skotinn Colin Montgomerie lék á sex höggum undir pari á breska opna meistaramótinu í gær. Hann hefur aldrei byrjað eins vel á mótinu. Þess má geta að þessi litríki kylfingur hefur aldrei fagnað sigri á stórmótunum fjórum. Besti árangur hans er annað sætið á Opna bandaríska meistaramótinu 1997. Montgomerie sex höggum undir pari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.