Morgunblaðið - 03.08.2001, Page 1
F Ö S T U D A G U R 3 . Á G Ú S T 2 0 0 1 B L A Ð B
MEISTARAR TÍMANS/2 EINKANÚMER: HÚÐFLÚR Á HJÓLUM/3
FELULITIR ENN Í SVIÐSLJÓSINU/4 HVAÐ ER „BLOGG“? VEFLEIÐARAR
OG DAGBÆKUR Á NETINU/6 AUÐLESIÐ EFNI/8
GETA svalirstrákar látið sjásig í sterkbleik-
um buxum? Já, þeir geta
það ef tískuhús á borð
við Aquascutum, Bybl-
os, Jil Sander og Mosch-
ino fá að ráða ferðinni. Í
vor og sumar hafa bleik-
ir litir verið áberandi á
fataslám í herrafata-
verslunum hérlendis.
Bleikt hefur verið
sjaldgæft í fataskápum
karla hingað til, ef frá
eru taldar fölbleikar skyrtur sem
margir karlar klæðast gjarnan undir
hefðbundnu dökku jakkafötunum. Að
öðru leyti hefur hinn venjulegi ís-
lenski meðaljón hingað til verið treg-
ur til þess að klæðast áberandi bleik-
um fötum – kannski vegna þess að
liturinn hefur ríka skírskotun til alls
þess sem kvenlegt er og karlmennsk-
an sjálf er gjarnan skilgreind sem al-
ger andstæða kvenleikans.
Börn læra það sem fyrir þeim er
haft og viðteknar hugmyndir um
hvaða litir hæfi körlum og hvaða litir
konum taka sér snemma bólfestu í
hugum þeirra. Tengslin milli lita og
kynhlutverka eru sérstaklega áber-
andi meðal barna á forskólaaldri.
Litlar stúlkur elska bleik og rauð föt
– litlir strákar forðast hins vegar
þessa liti eins og pestina ... eða skyldu
það vera foreldrarnir sem ráða ferð?
Stelpur í bleikt – strákar í blátt
Nýlega mátti lesa umfjöllun um
bleiku karlmannatískuna í Style, sem
er sérblað Sunday Times og fjallar
um hönnun og tísku. Þar kemur fram
að peysur og bolir, buxur, jakkar og
jafnvel heilu jakkafötin sjáist nú í
tískuverslunum í ýmsum bleikum lit-
um. Að sögn Style er einnig hægt að
fá fylgihluti eins og belti, hálstau og
skó í bleikum litbrigðum. Blaðið
bendir réttilega á að karlar í dag séu
bæði frjálslyndari og áræðnari í lita-
vali en kynbræður þeirra voru fyrir
20 árum. Þeir láti síður kreddur og
fordóma stjórna því í hvaða liti þeir
klæði sig. Þrátt fyrir það má ætla að
það sé ekki á færi nema sjóaðra tísku-
trölla að klæðast hinum forboðna lit
með jafn afgerandi hætti og nú er
verið að boða. Lausleg könnun í
nokkrum verslunum á höfuðborgar-
svæðinu leiddi í ljós að
bleika tískan höfðar eink-
um til yngri og nýjunga-
gjarnari kynslóðar karla –
erfiðara hefur reynst að fá
þá sem eldri eru til þess að
líta við bleika fatnaðinum.
Varist bleik jakkaföt
Sumarið er rétt hálfnað
og þeir sem höfðu ekki
kjark til að fara í bleikt í
byrjun sumars geta enn
náð í skottið á þessari tísku.
Style ráðleggur þeim körl-
um sem vilja feta inn á
braut bleiku tískunnar að
fara að öllu með gát og
bendir meðal annars á
nokkrar tískugildrur sem
menn skyldu varast.
Ekki er mælt með því að
kaupa sér jakkaföt í bleik-
um lit – áhrifaríkara er að
láta sér nægja bindi eða bol.
Bleik skyrta eða bolur vek-
ur ekki eins mikla athygli (og aðhlát-
ur) og bleikar buxur. Ráðlegt er að
velja sér liti sem hæfa litarafti manns
– sterkbleikt og ljósbleikt fer flestum
vel og hressir upp á húðlitinn og grá-
bleikt þykir karlmannlegast af bleiku
litunum. Þótt skóm, beltum og tösk-
um í bleikum litum hafi brugðið fyrir
á tískusýningum á slíkt aldrei eftir að
slá í gegn í raunveruleikanum, að því
er fram kemur í blaðinu. Loks ráð-
leggur Style rauðhærðum körlum að
forðast alveg bleiku tískuna.
rh
Peysa, skyrta og vesti frá Sand.
Aron Óli Gunnarsson í skyrtu frá Sand.
Skyrta og bindi frá GK. Ljósbleikt frá DKNY.
Gústaf Kristjánsson í bol frá Mótor.
Morgunblaðið/Ásdís
Nú er Bleik
brugðið
Karlmenn