Morgunblaðið - 03.08.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.08.2001, Qupperneq 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FELULITIR hafa frá örófiverið til sem náttúrulegtfyrirbæri, en ekki er ýkja langt síðan mennirnir tóku að íhuga „tæknina“ að baki og reyna sig við eftirlíkingar. Sögur herma að það hafi verið bandaríski listmálarinn Abbott Thayer sem fyrstur smíðaði kenn- ingar um eðli felulitanna. Hann er reyndar einna þekktastur fyrir myndir af vængjuðum konum og þótti á sinni tíð í hópi bestu fígúra- tívu málara Bandaríkjanna. En það var upp úr 1890 sem Thayer tók að móta kenningu um hvernig litasamsetning hjálpar dýrum að fela sig fyrir rándýrum, og hvernig nýta mætti tæknina í hernaðartilgangi. Blöndun og upplausn lita Thayer veitti því sérstaka at- hygli hvernig náttúran máir út andstæður í litum. Ein leiðin felst í blöndun, sagði hann, litbrigði dýr- anna líkja eftir litum umhverfisins. Önnur leið felst hins vegar í trufl- un eða upplausn; handahófskennt litamynstur dregur úr skörpum út- línum og brýtur upp skil skrokks og umhverfis þannig að dýrin ým- ist „hverfa“ eða líta út fyrir að vera eitthvað annað en þau eru. Margir dýrafræðingar kinkuðu kolli þegar Thayer lýsti kenn- ingum sínum, en einhverjir sögðu kenninguna ekki eiga alls staðar við. Bentu þeir á, réttilega, að æp- andi og einsleitir dýralitir væru líka til í náttúrunni, einmitt í þeim tilgangi að hræða á brott óvini eða laða að hugsanlega maka. En hvað sem því leið, átti felu- litakenningin mun betri samleið með herkænsku en hræðslulitaað- ferðin. Það eru gömul sannindi og ný að hersveitir sem vilja koma óvininum í opna skjöldu, ná best- um árangri ef þær geta komist sem næst honum óséðar. Og þar sem orrustur fara iðulega fram í óbyggðum, liggur beint við að beita aðferðum náttúrunnar við feluleikinn. Hundruð listamanna á launaskrá Felulitir urðu hins vegar ekki endanlega ómissandi og lífs- nauðsynlegir fyrr en í fyrri heims- styrjöldinni, sökum þess hve flug- eftirlit og loftmyndatökur komu þar við mikið sögu. Úr lofti var næsta auðvelt að koma auga á óvinahersveitir í venjulegum klæð- um og því gripu stríðsaðilar til felubúninga í meira mæli en áður hafði þekkst. Frakkar komu á fót fyrstu felubúningadeildinni árið 1915 og í fótspor þeirra fetuðu svo Bretar og Bandaríkjamenn, en síð- ar Þjóðverjar, Ítalir og Rússar þótt í minna mæli væri. Og mynstrin voru hönnuð eftir umhverfinu sem búningarnir skyldu notaðir í; fjall- lendi, frumskógar, eyðimerkur, óbyggðir... Hönnunina önnuðust listamenn, öðrum fremur, og ef báðar heimsstyrjaldirnar eru teknar með í reikninginn má fullyrða að hundruð lista- manna hafi verið á launaskrá við felulitahönnun- og ráðgjöf í flestum deildum flestra þátt- tökuþjóða. Má þar nefna nöfn eins og Jacques Villon, Franz Marc, Arshile Gorky og Osk- ar Schlemmer. Víetnamstríðið var ekki síður stór vettvangur felu- búninga. Hönnuð voru sér- stök mynstur í grænum tón- um sem hentuðu leiðöngrum um skóglendi Víetnam, auk þess sem tígurmynstur var jafnvel notað í suma bún- inga. Fjölmörg rit hafa verið gefin út um tengsl list- arinnar og felulitabúning- anna, og um feluliti í náttúru og hernaði. Árið 1999 var ennfremur haldin sýning á verkum Abbotts Thayers „föður felubúninganna“ í Smit- hsonian-safninu í New York, auk þess sem nefna má að áhuga- samir geta keypt frum- gerðir ýmiss konar felubúninga Banda- ríkjahers á söluvefj- um á borð við www.omahas.- com. Mynstur náttúrunnar Heimildir: Vefútáfa Smithsonian Magazine, Vefurinn Leonardo On-line Netversl- unin Omaha’s. HJÁ innvígðum er hugtakið camo gjarnan notaðyfir hið hefðbundna græna felumynstur, en orð-ið er stytting enska orðsins camouflage sem merkir felulitur. Flíkurnar má finna í það mörgum ís- lenskum verslunum að óhætt er að tala um tískubylgju. Kemur í ótrúlegustu merkjum „Svona bylgja byrjar alltaf einhvers staðar og breiðist svo út til fjöldans. Í þetta sinn er eins og þetta hafi verið samantekin ráð allra hönnuða, að setja feluliti í umferð, og nú er þetta komið á götuna,“ segir Natalie Guðríður Cosmano, verslunarstjóri í Spútnik, og bætir við: „Ef ég á að rekja þetta aftur í tímann leyfi ég mér að fullyrða að hérlendis höfum við verið fyrst til þess að bjóða upp á camo-flíkur, í þessari annarri umferð hermannaæðisins.“ Með „annarri umferð“ vísar Natalie í þá alkunnu stað- reynd að tískan fari ævinlega í hringi. Fyrsta umferð hertískunnar, í minni þeirrar kynslóðar sem enn telst ungt fólk, hafi verið um 1992–4, og nú standi önnur svip- uð yfir. „Við erum búin að vera með camo-föt og fylgi- hluti síðan um jólin og þetta hefur vaxið alveg síðan þá. Nú stendur þetta með miklum blóma og úrvalið verður enn meira í haust. Þá koma ný hermannaföt og fjöl- breyttari, í navy-bláum og hermannagrænum litum, töskur, fylgihlutir og jakkar.“ Natalie bætir við að ýmis tískuhús í fínni kantinum hafi nú föt í felulitum á boðstólum, sem dæmi Donna Karan. „Svona föt eru að koma í ótrúlegustu tískumerkj- um, það eru þá pils og fínni dömuföt,“ segir hún. Í Spútnik fást bæði notuð, ný og sérsaumuð föt í felu- litum, en starfsliðið saumar sjálft pils og fleira í felulit- um. Aðspurð telur Natalie fólk helst kaupa föt með þessu mynstri til þess að „vera kúl“, án þess að vera í neinum pólitískum hugleiðingum. „Meirihluti fólks kaupir þetta því það er í tísku. En auðvitað er til hugsandi minnihluti sem spáir meira í tengslin við þjóðmálin. Reyndar held ég því fram að það sé einmitt þessi hugsandi hópur sem verslar hjá okkur, fólk sem hefur sjálfstæði til þess að móta sér persónulegan smekk. En það er erfitt að segja hvað hverjum og einum gengur til. Þótt fólk viti hvaðan þetta mynstur er upprunnið og hvernig það hefur verið notað held ég að það skipti ekki sköpum þegar í búðina er komið. Þetta þykir fyrst og fremst flott.“ Natalie bendir á, sem hliðstætt dæmi, að bolir með mynd af byltingarleiðtoganum Che Guevara hafi í upp- hafi helst verið framleiddir og keyptir af þeim sem vildu heiðra minningu hans eða undirstrika stuðning við mál- staðinn. Nú séu slíkir bolir hins vegar orðnir vinsælir al- mennt og broddurinn farinn úr áróðrinum. Hið sama megi segja um flíkur í felulitum og hermannafatnað af öðrum toga. Útskriftarnemar í fullum herklæðum Rakel Rós Guðnadóttir, verslunarstjóri í Mótor í Kringlunni, er sömu skoðunar og starfssystirin – hún segist ekki hafa á tilfinningu fötum tengist afstöðu til stríð geti haft með þá staðreynd engan her og að ungt fólk h reynslu af stríði. „Ég held kaupi þetta fyrst og síðast HERMANNATÍSKAN HÉR Á LANDI Heldur velli í vetur Enginn myndi kannast við neitt ef beðið væri um bol með „skógarmynstri“, svo dæmi sé tekið. Allir kalla þetta hermannaboli þótt felulitirnir séu hér býsna stílfærðir. Rakel Rós Guðnadóttir og Hall- dóra Lillý Jóhannsdóttir í Mótor. Sérkennileg þversögn er mannastílsins. Mynstur, s til þess að menn féllu sem sitt, dregur nú að sér athy María Tómasdó EFTIR þvgengari stakra hliggja ý sama liði þurfa að k er frábrugðinn bún íþróttum. Þá er ljós minni hætta á að þe ir í loft upp. Einke innan hverrar hers stöðu hvers og eins ytri ásýnd. Tvær g ein og kaskeiti er æ Á löngum köflum ist um útlit, samræm ur áherslan færst y ytri aðstæðna. Fótg ingum úr léttum ef arvösum má geyma að, efnin eru sérhö út svita, verja Stúlkurnar í Dest- iny’s Child hafa gert sitt til þess að koma felulitunum á kortið á ný. Í myndbandi við lag- ið Survivor leita þær lífsvonar á hitabeltis- eyju eftir skipbrot og klæðast til þess felu- litabúningum – held- ur efnislitlum, að vísu. Hún er komin aftur gáfu; hermannatísk litir sem helst ber a stjörnurnar, hönnuð unum. En Sigurbjör hvaða merkingu þa aði sem vísar ti Feí svi Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.