Morgunblaðið - 03.08.2001, Síða 5
unni að kaup fólks á felulita-
ðsrekstrar. Hún telur að það
að gera að Íslendingar eiga
hér á landi hefur enga beina
að þeir sem hingað koma
af því að þeim þykir þetta
smart. Það er einhver spenningur í kringum þennan her-
mannavarning,“ segir hún og bætir við að fjöldi ung-
menna hafi „dimmiterað“ í hermannabúningum í vor.
„Þá komu þau hér og keyptu boli til þess að vera í við
gallana, sumir voru í fullum herklæðum, með gamlar
hermannatöskur og leikfangabyssur. Eflaust hafa ein-
hverjir svo haldið áfram að nota ákveðna hluta búnings-
ins frá degi til dags, þar sem þetta er í tísku.“
Kaupendur felulitabola, belta og annars varnings eru
að sögn Rakelar Rósar á öllum aldri – „jafnvel gamlir
hippar“, segir hún og vísar til þess að sumir viðskiptavin-
anna hafi, aldursins vegna, hæglega getað verið með í
þeim mótmælum sem eitt sinn fólust í notkun herfata.
Og hermannaæðið mun halda áfram. „Það er mikið
spurt um buxur í hermannalitum hjá okkur, jafnvel fínni
buxur þótt bolirnir sjálfir séu meira hversdagsklæðn-
aður. Svo verða þessir litir áfram áberandi í haust;
grænn og brúnn.“
r falin í útbreiðslu her-
sem í upphafi var hannað
allra mest inn í umhverfi
ygli af ráðnum hug. Anna
óttir í Spútnik.
Herbúningar eru í sjálfu sér útivistarfatnaður og
enn koma helstu einkenni hans að góðum notum:
jarðarlitir (svo grasgrænublettir sjáist ekki),
margir vasar, sterk efni, vídd sem heftir ekki
hreyfingar o.s.frv. Buxur og taska í Spútnik.
„Meirihluti fólks kaupir
þetta því það er í tísku.
En auðvitað er til hugs-
andi minnihluti sem
spáir meira í tengslin
við þjóðmálin.“
Morgun
blaðið/Þ
orkell
ví sem átök þjóða og hópa hafa gerst al-
og skipulegri, hefur framleiðsla sér-
hernaðarbúninga færst í vöxt. Að baki
ýmsar hagnýtar ástæður. Hermenn í
klæðast búningum í sama lit, sem helst
ningum andstæðinganna – rétt eins og í
st á löngu færi hverjir eru samherjar og
eir séu í misgripum særðir eða sprengd-
ennisbúningar gegna einnig hlutverki
sveitar, búningar eru breytilegir eftir
s og þannig er virðingarröð augljós af
gylltar rendur á öxl þýða meiri völd en
æðra kollhúfu, svo dæmi séu tekin.
m hefur herfatnaður að miklu leyti snú-
mi og valdsmannleik, en í seinni tíð hef-
yfir á þægindi, sveigjanleika og tillit til
gönguliðar margra þjóða eru nú í bún-
fnum sem hindra ekki hreyfingu, í hlið-
a aukahluti, skothylki, áttavita og ann-
önnuð til þess að halda inni hita, hleypa
ast vatni. Herbúningar eru í raun úti-
vistarfatnaður, en útlitið lýtur þó enn
ákveðnum reglum. Einkennisbúning-
ur er alltaf einkennisbúningur þótt
hann sé fjölnota og þægilegur.
Pils og sundföt í felulitum
Um áratugaskeið hafa einkennis-
búningar byrjað að blandast hvers-
dagslegri flíkum með þeim hætti að
óbreyttir borgarar hafa tekið upp á
því að ganga í búningunum á götum
úti. Þekktar eru um víða veröld versl-
anir á borð við Arma Supra, sem er
fulltrúi sinna líka á Íslandi. Um er að
ræða verslanir sem bjóða klæðnað og
fylgihluti úr hernaði, auk einkennis-
búninga af öðrum toga. Reyndar er
víða bannað lögum samkvæmt að
ganga í fötum sem merkt eru her við-
komandi lands með áletrun, röndum
eða merkjum – þetta á t.d. við um bún-
inga Bandaríkjahers. En auðvelt er að
sveigja hjá lagabókstafnum með því
að fjarlægja helstu áletranir; búning-
arnir eru jafnsannfærandi eftir sem
áður.
Rússneskir liðþjálfafrakkar,
franskir sjóliðajakkar, matrósaföt,
hermannaklossar og mosagrænar
buxur með hliðarvösum eru meðal
þeirra flíka sem hafa á liðnum áratug-
um orðið að tískubylgjum, jafnt á
gangstéttum sem göngubrautum há-
tískuhúsanna. Felulitirnir, sem vel-
þekktir eru í hernaði þótt hagnýtt
gildi þeirra nýtist ekki síður við nátt-
úrulífsljósmyndun og veiðar, hafa líka
ítrekað sett svip sinn á tískuna.
Í ár hefur ein slík bylgja gengið yf-
ir. Í hillum verslana jafnt í Reykjavík
sem París má nú finna sundföt, pils,
buxur, veski, kjóla, belti og aðrar flík-
ur og fylgihluti með felulitamynstri.
Og útbreiðslan nær til ólíkra sviða og
stétta. Leikkonan Sharon Stone
prýddi forsíðu tískutímaritsins Elle í
desember í felulitafatnaði frá Christ-
ian Dior. Í básum Camden-markaðar-
ins í London er felulitaúrval, notað og
nýtt, og felulitur hertrukkur prýðir
umslag nýrrar hljómplötu sveitarinn-
ar Gorillaz. En toppi athyglinnar var
líklega náð með myndbandi söngtríós-
ins Destiny’s Child við lagið Survivor í
sumar, þar sem blandað var saman
kynþokka, skógarmennsku, skör-
ungsskap og felulitum. Það reyndist
vel til vinsælda fallið.
Upphaflega mótmæli gegn
stríðsrekstri í Víetnam
Hertíska náði fyrst vinsældum
meðal almennra borgara á 7. áratugn-
um, og þá sem mótmæli í garð Víet-
nam-stríðsins. Margir halda því ein-
mitt fram, enn í dag, að í notkun
hermannafatnaðar utan vígvallar fel-
ist einmitt afstaða gegn stríðsbrölti.
Með notkuninni sé ekki verið að sam-
þykkja táknfræði hernaðar, heldur
þvert á móti sé henni ætlað að grafa
undan valdi, merkingu og tilgangi ein-
kennisbúninga. Aðferðin felst ekki
síst í því að rífa ákveðna hluta úr sam-
hengi hernaðarkerfisins og blanda
þeim við hversdagsklæðnað eins og
hverjum öðrum aukahlutum.
Þessi viðleitni, sem Víetnam-and-
stæðingarnir kynntu til sögunnar, tók
að birtast á ýmsum sviðum dægur-
menningar. Margir muna t.d. John
Lennon í herklæðum á frægum tón-
leikum í Madison Square Garden. Og
„tískan“ breiddist með tímanum jafn-
vel út til þeirra hippa sem ekki tóku
þátt í skipulögðum mótmælaaðgerð-
um – eftir því sem haft er eftir hert-
ískusérfræðingnum Rod Powers á
vefnum fashion.about.com.
Að Víetnam-stríðinu loknu, segir
Powers, snerist almenningsálitið gegn
Bandaríkjaher og allt sem vísaði í
stríðsbrölt datt úr umferð. Aðeins
örfáir hippar hér og þar héldu áfram
að ganga í slitróttum einkennisklæð-
um. Á valdatíma Ronalds Reagan,
segir ennfremur á tískuvefnum, jókst
stolt Bandaríkjamanna á herafla sín-
um hins vegar á ný. Ástæðan var átök-
in í Líbýu, auk aðgerða í Grenada og
Panama. Fjöldi nýliða í hernum rauk
upp úr öllu valdi, nokkrar hasarmynd-
ir um hermennsku voru framleiddar
og stutt hár að hætti dáta varð vinsælt
á hárgreiðslustofum.
„Vinsældir hermennsku jukust svo
enn á dögum Persaflóastríðsins [1991]
og – í minna mæli – með átökunum í
Bosníu og Kosovo,“ segir á fashio-
n.about.com. „Fjölmiðlar slógust í
hópinn og hófu að gera fréttaþætti um
herinn sem að mestu leyti voru já-
kvæðir. Jafnvel þótt fréttirnar sjálfar
væru neikvæðar í eðli sínu, var her-
maðurinn alltaf sýndur sem góð
manneskja, sjálfboðaliði sem reyndi
það eitt að komast af.“
Getur tískan verið saklaus?
Kvikmyndir um líf og stöf her-
manna hafa án efa einnig haft talsverð
áhrif á viðhorf almennings til hernað-
ar og hetjudáða. Nægir þar að nefna
nýlegar myndir á borð við Hina hár-
fínu línu (The Thin Red Line) og
Björgun óbreytts Ryans (Saving Priv-
ate Ryan).
Af öllu framangreindu má draga þá
ályktun að hertíska á götum úti,
a.m.k. í Bandaríkjunum, hafi ekki alla
tíð verið undir formerkjum mótmæla,
eins og mælt var fyrir um í upphafi.
Sumir, í það minnsta, virðast festa
kaup á felulitabuxum eða röndum
prýddum jökkum af einskærri lotn-
ingu eða þjóðerniskennd. Þá eru
ónefndar enn vafasamari ástæður,
eins og þær sem reka nýnasista til
þess að klæðast gömlum SS-búning-
um með öllum þeim augljósu tilvísun-
um sem þar hanga á spýtunni.
Felulitatíska sumarsins 2001 virðist
þó ekki hafa neitt annað markmið en
að eiga að vera smart. Grænar, bláar
og brúnar felulitasamsetningar eru
einfaldlega í tísku, óháð allri pólitík.
Íslenskir olíutankar í felulitum
Þór Whitehead, sagnfræðingur og
höfundur ritraðar um Ísland í síðari
heimsstyrjöldinni, vill ekki meina að
það sé herskylduleysi að kenna að
felulitirnir hafi misst hernaðarvísun
sína í meðförum íslenskra unglinga.
Hið sama hafi gerst víða um lönd. Til
viðbótar við umfjöllun fashion.about.-
com bendir hann á að þegar svonefnd-
ar Army Supplies-verslanir hafi tekið
að selja afgangsvörur hersins, t.d. í
Bandaríkjunum, hafi fötin komist í
notkun meðal útigangsfólks og ann-
arra án hugmyndafræðilegra mein-
inga.
„Svo eru alltaf til snjallir kaup-
sýslumenn sem kunna að skapa og
sinna eftirspurn. Það hefur gerst með
hermannafötin eins og gallabuxurnar;
það sem í upphafi táknaði höfnun efn-
ishyggjunnar hefur verið iðnvætt og
dregið inn í hringiðu markaðarins,“
segir Þór og bætir kankvíslega við:
„Það er til dæmis gaman að sjá hvern-
ig Castro er lentur í hátískunni í
gamla felubúningnum sínum!“
Og Þór bætir við sögu af því þegar
Íslendingar reyndu sig við notkun
felulita í síðari heimsstyrjöld. „Já, þeir
gerðu tilraun til að „kamoflera“ með
því að mála olíutankana við Klöpp við
Skúlagötu í felulitum. Til þess að
draga úr hættunni á loftárásum áttu
tankarnir að líta út eins og íbúðarhús
og til þess voru málaðir á þá gluggar.
En á loftmynd sem Þjóðverjar tóku af
Reykjavík árið 1942, kemur fram að
tilraunin var til einskis. Á henni eru
„húsin“ kyrfilega merkt: OLÍU-
TANKAR, þannig að Þjóðverjarnir
létu greinilega ekki blekkjast.“
Morgunblaðið/Ómar Reuters
á kreik í enn einni út-
kan. Nú eru það felu-
að flíka, ef marka má
ðina og úrvalið í versl-
rg Þrastardóttir spyr
ð hafi að ganga í fatn-
il stríðsreksturs.
elulitiriðsljósinu
Felulitir á götum úti eru langt í frá
alltaf undir formerkjum tísku. Í Afr-
íku er talið að um 120 þúsund börn
þjóni nauðug uppreisnarmönnum í
stríði. Hér ganga barnungir hermenn
um götur Goma í Kongó árið 1999.
Á friðartímum eru meiri líkur en
ella á að hermenn mæti jákvæðu við-
horfi borgaranna. Varnarliðsmaður á
Keflavíkurflugvelli málar barn með
„ekta stíðsmálningu“ en í tilefni 50
ára afmælis varnarsamnings Íslands
og Bandaríkjanna sóttu þúsundir
manna opið hús hjá Varnarliðinu.
Ástralskur friðargæsluliði á spjalli
við barn í Dili í Austur-Tímor í bún-
ingi sem er hannaður fyrir skóglendi.
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 B 5