Morgunblaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.08.2001, Blaðsíða 8
SKIPULAGSSTOFNUN á að fylgjast með því að bygging- arframkvæmdir eyðileggi ekki náttúruna og trufli ekki dýralíf. Í gær sagði stofnunin að hún væri á móti því að farið yrði út í að byggja Kárahnjúkavirkjun og að virkja ár á Austurlandi til þess að búa til rafmagn. Þessi virkjun átti að framleiða rafmagn fyrir stórt og mikið ál- ver sem átti að reisa á Reyð- arfirði. Skipulagsstofnun seg- ir að allar þessar framkvæmdir muni hafa mikil áhrif á gróður og dýralíf á svæðinu og að ekki sé hægt að sætta sig við það. Landsvirkjun, sem ætlaði að byggja virkjunina, er ekki ánægð með þessa nið- urstöðu, og mun sennilega kæra ákvörðunina til umhverf- isráðherra, en hann á síðasta orðið í þessu máli. Þeir sem vinna að því að vernda um- hverfið eru mjög ánægðir með ákvörðun Skipulagsstofnunar. Morgunblaðið/RaxKárahnjúkur, sem virkjunin er kennd við. Vill ekki Kárahnjúkavirkjun AUÐLESIÐ EFNI 8 B FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÆSTUM fimmtán mánaða bið er nú eftir heyrnartækjum hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Einnig þarf að bíða lengi eftir að komast í heyrn- armælingu. Sigríður Snæ- björnsdóttir er forstöðumað- ur stöðvarinnar og hún segir að eðlileg bið eftir heyrn- artækjum sé 2–3 mánuðir. Sigríður segist vera í góðu samstarfi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um að finna leiðir til þess að stytta biðina. Hún segir nauð- synlegt að fjölga bæði háls-, nef- og eyrnalæknum og heyrnar- og talmeinafræð- ingum hjá Heyrnar- og tal- meinastöðinni. Löng bið eftir heyrn- artækjum HEIMSMARKAÐSVERÐ á bensíni og olíu hefur lækkað og þess vegna lækkuðu ís- lensku olíufélögin einnig sín verð í fyrradag. Lítri af 95 okt- ana bensíni kostar nú 98,80 krónur með fullri þjónustu, en 94,40 krónur ef maður dælir sjálfur bensíni á bílinn. Lítri af dísilolíu kostar 50,50 krónur og 98 oktana bensín kostar 103,50 krónur. Bensín og olía lækkar NOKKRAR myndbandaleigur hafa tekið upp á því að taka myndir af viðskiptavinum þegar þeir koma til þess að leigja sér spólu. Mörgum finnst þetta skrýtið og sumir kunna alls ekki við að vera myndaðir á þennan hátt. Myndbandaleigurnar hafa sett upp skilti þar sem fólk er látið vita af myndatökunni. Eigendur myndbanda- leignanna segja að mynd- unum sé hent þegar spólunni er skilað aftur. Persónuvernd, sem gætir þess að ekki sé verið að safna upplýsingum um fólk að óþörfu, hefur verið látin vita af myndatökunum og mun ákveða hvort þær séu leyfilegar eða ekki. Myndbanda- leigur taka myndir KRISTÍN Rós Hákonardóttir hefur staðið sig mjög vel á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi sem nú fer fram í Stokkhólmi. Hún er búin að setja Íslandsmet í 100 metra skriðsundi og 100 metra bak- sundi og er auk þess búin að vinna tvenn gullverðlaun á mótinu. Kristín Rós fær gull HANN Hinrik Snær Katr- ínarson, sem er átján mán- aða, var heppinn í vikunni. Hann var með mömmu sinni úti á gangstétt fyrir utan hús- ið heima hjá sér að spjalla við konu sem þau þekktu þegar bíl var bakkað út úr inn- keyrslu í næsta húsi. Hinrik Snær hafði fært sig eitthvað frá mömmu sinni og bílstjórinn sá ekki að hann var fyrir aftan bílinn. Bíllinn fór alveg yfir Hinrik Snæ og meðal annars fór hjólið yfir fótinn á honum. En vernd- arengillinn var á vaktinni þannig að Hinrik Snær slapp með skrámur og marbletti. Katrín Sylvía er mamma Hinriks og hún segir að það sé kraftaverk að hann skyldi ekki stórslasast. Hann þurfti ekki að vera nema tvo daga á sjúkrahúsi og gat eftir það farið hress og kátur heim til mömmu sinnar. Morgunblaðið/ÞorkellHinrik Snær öruggur hjá mömmu. Engill á vakt Í BYRJUN vikunnar blossaði enn á ný upp ófriður milli Ísra- elskra hermanna og Palest- ínumanna. Átökin hafa stað- ið nær óslitið í tíu mánuði eða frá því að Palestínumenn hófu uppreisn gegn Ísraelum í lok september 2000. Á mánudag réðst ísraelski herinn á höfuðstöðvar palest- ínsku lögreglunnar í Gaza- borg, en þá særðust fjórir palestínskir lögreglumenn. Á þriðjudag skutu ísraelskar herþyrlur eldflaugum að bæn- um Nablus á Vesturbakk- anum, og átta Palest- ínumenn létu lífið, þar á meðal tveir ungir bræður sem voru fimm og átta ára gamlir. Mörg ríki heims hafa for- dæmt þessar árásir og segja að nú sé mikil hætta á að stríð brjótist út í Mið-Aust- urlöndum. Ísraelski herinn segist ætla að halda áfram aðgerðum sínum til þess að bæla niður uppreisn Palest- ínumanna. AP Palestínumenn flytja burtu látna og særða eftir áras Ísraelshers. Átök milli Ísraelshers og Palestínumanna FYRSTA ágúst tóku gildi ný lög sem eiga að draga úr tóbaksneyslu, en þau þýða að tóbak verður ekki eins sýnilegt og áður en einnig verður erfiðara að fá sér sígarettu á al- mannafæri. Veitinga- húsaeigendur eru ekki ánægðir með nýju lögin, en allir sem vilja selja tóbak verða að kaupa sérstakt tóbakssöluleyfi og það finnst þeim ekki sanngjarnt. Einnig verða nú öll veit- ingahús – bæði lítil og stór – að bjóða gestum sínum upp á svæði þar sem bannað er að reykja, og telja eigendur litlu veitingahúsanna að erfitt geti orðið fyrir þá að koma þessu fyrir. Bannað að reykja NÆSTA helgi er versl- unarmannahelgi, og jafn- framt mesta ferðahelgi ársins. Fyrir þá sem vilja fara í ferðalag og liggja í tjaldi er af nógu að taka, en skipulagðar útihátíðir er að finna í öllum lands- hlutum. Sagt er að flestir muni vilja fara á þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum eða á útitónleikana við Eldborg á Kaldármelum enda verður lögreglan með mestan viðbúnað á þessum stöðum. Veð- urstofan spáir ágætis veðri um allt land. Verslunar- mannahelgin framundan Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.