Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 4
Það verður því ekki auðvelt verk-efni fyrir lærisveina Jean Tig- ana, knattspyrnustjóra Fulham, að mæta á Old Trafford. En þó má bú- ast við skemmtilegri viðureign þar sem Fulham náði óvænt að velgja Englandsmeisturum Manchester United undir uggum fyrr á árinu þar sem þeir síðarnefndu unnu nauman sigur, 2:1, í ensku bikarkeppninni. Fulham sem síðast lék í úrvalsdeild- inni árið 1968 á samt sem áður erfitt verkefni fyrir höndum í vetur. Manchester United er af mörgum talið sigurstranglegasta lið deildar- innar sé tekið mið af þeim mannskap sem liðið státar af. Alex Ferguson knattspyrnustjóri hefur hvergi spar- að í leikmannakaupum á síðustu mánuðum og eytt m.a milljörðum króna í tvo leikmenn, Ruud van Nist- elrooy og Juan Sebastian Veron. Mikið hefur verið um leikmanna- kaup í sumar og hafa leikmenn geng- ið kaupum og sölum fyrir hátt í 35 milljarða íslenskra króna. Bikarmeistarar Liverpool taka á móti West Ham á Anfield í dag en langt er síðan Liverpool hefur verið á eins mikilli siglingu og undanfarið. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, ætli sveit sinni að veita Englandsmeisturunum mikla og harða baráttu um titilinn í vetur. Tilkoma Giovanni van Bronck- horst og Francis Jeffers til Arsenal á eflaust eftir að hleypa nýju blóði í lið Arsene Wenger framkvæmdastjóra en það mætir Middlesbrough í dag á Riverside Stadium. Arsenal lenti sem kunnugt er í öðru sæti í deild- inni í vor, 11 stigum á eftir Man- chester United. Ásamt Fulham komst Bolton upp í úrvalsdeildina í vor. Guðni Bergsson og félagar í Bolton mæta Leicester í dag. Bolton lék síðast í úrvalsdeild- inni keppnistímabilið 1997–98 og hefur ekki ennþá náð þeim stöðug- leika sem þarf til að halda sér meðal þeirra bestu í úrvalsdeildinni. Binda stuðningsmenn liðsins miklar vonir við að liðið nái að halda sér uppi að lokinni þessari leiktíð. Fastlega má búast við því að Guðni, sem nú í sum- ar skrifaði undir eins árs samning við félagið, beri fyrirliðabandið í vet- ur. Ipswich Town, lið Hermanns Hreiðarssonar, kom verulega á óvart á sl. keppnistímabili, hafnaði í fimmta sæti deildarinnar og tryggði sér þar með Evrópusæti, og á eflaust eftir að blanda sér í baráttuna í efri hluta deildarinnar í vetur. Þó hefur liðið misst nokkra góða leikmenn á borð við markmanninn Richard Wright til Arsenal. Aðrir athyglisverðir leikir í dag eru leikur Sunderland og Ipswich Town, Tottenham og Aston Villa ásamt leik Chelsea og Newcastle. Samkvæmt spám enskra veð- banka verða það leikmenn Manchester United sem hampa meistaratitlinum á komandi tímabili. Liverpool verður í öðru sæti og Ars- enal, Leeds og Chelsea koma þar á eftir. Þá veðja flestir á að það komi í hlut Everton og Bolton að falla í fyrstu deild að ári. Man. Utd. sigur- stranglegt ENSKA úrvalsdeildin byrjar í dag með 10 leikjum. Englands- meistarar Manchester United hefja titilvörn sína með því að mæta nýliðum Fulham, en sá leikur er reyndar annar þeirra tveggja leikja sem eru á dag- skrá á morgun. Leikur bik- armeistara Liverpool og Man- chester United um góðgerðar- skjöldinn á dögunum gefur vonandi vísbendingu um það sem koma skal í úrvalsdeildinni í vetur því leikurinn var bráð- fjörugur og sáust oft og tíðum glæsileg tilþrif. Ágúst ekki með gegn Fylki ÁGÚST Gylfason getur ekki leikið með Fram gegn Fylki annað kvöld vegna tognunar í kálfa. Ágúst hefur verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara alla vikuna en allt bendir til að hann þurfi lengri tíma til að jafna sig. Gleðifréttirnar úr herbúðum Fram eru hins vegar þær að Ásmundur Arnarson, Þorbjörn Atli Sveinsson og Baldur Knútsson verða klárir í slaginn gegn Fylki en meiðsl hafa einnig verið að hrjá þá. Gunnar Sigurðsson leikur í marki Fram gegn Fylki í fyrsta sinn í sumar. Hann leysir nafna sinn Magnússon af sem er í leikbanni að þessu sinni og heldur síðan utan til náms á mánudaginn ásamt Baldri og Hauki Haukssyni. Umferðin hefst með leik Breiða-bliks og ÍA í Kópavogi en sá leikur hefst klukkan 17 á morgun. Blikar, sem eru neðstir í deildinni, lögðu Fylki í síðustu umferð, en þá voru Árbæingar í efsta sæti. Skagamenn sitja þar nú þann- ig að Blikar mæta efsta liðinu aftur. Ásta B. Gunnlaugsdóttir, liðs- stjóri kvennalandsliðsins og marka- hrókur mikill fyrir Breiðablik fyrir nokkrum árum, er með það alveg á hreinu hvernig þessi leikur fer. „Blikar hafa þetta. Við vitum ná- kvæmlega hversu mörg stig eru eft- ir í pottinum og fyrir Breiðablik er um líf eða dauða að tefla. Við verð- um í það minnsta að þora að trúa því að strákarnir vinni. Liðið hefur raunar ekki verið nógu sannfærandi í sumar en mér finnst eins og það hafi lagast eftir að ungu strákarnir komu sprækir inn í það,“ segir Ásta, en þess má geta að Skagamenn unnu Blika 3:1 í fyrri umferðinni. Leikur Keflavíkinga og KR hefst klukkustund á eftir leiknum í Kópa- vogi og í fyrri leik liðanna hafði KR betur, vann 2:0. „Já, ég trúi því að KR-ingar eigi eftir að rífa sig upp úr þeirri lægð sem þeir hafa verið í. Keflvíkingar eru reyndar með þann- ig lið sem getur unnið alla og tapað fyrir öllum. Þetta er því klárlega jafntefli, sem yrði auðvitað mjög gott fyrir okkur,“ segir Ásta. Á sama tíma taka Eyjamenn á móti Grindvíkingum en þeir gul- klæddu sigruðu 3:1 í fyrri leik lið- anna. „Eyjamenn vinna. Ég hef reyndar lítið séð til Grindvíkinga að undanförnu en Eyjamenn eru að ná sér á strik og vinna,“ segir Ásta. Um kvöldið fara Árbæingar í Laugardalinn og leika við Fram í flóðljósum. Fyrri leikur liðanna var markaleikur hinn mesti, lauk með 4:2 sigri Fylkis. „Ég verð að spá Fylki sigri og vona að þeir nái að rífa sig upp eftir tapið fyrir Blikum um daginn,“ segir Ásta og það er greini- legt með hvaða liði hún heldur. Síðasti leikur umferðarinnar er á mánudagskvöldið þegar Valsmenn taka á móti FH en Hafnfirðingar höfðu betur, 1:0, þegar liðin mættust í fyrri umferðinni. „FH vinnur það er ekki nokkur spurning, Logi [Ólafsson þjálfari] er að gera góða hluti með liðið,“ segir Ásta. Hún segist fyrir löngu hafa mynd- að sér skoðun á hverjir verði Ís- landsmeistarar: „Ég hef verið hrif- inn af Fylki en vona svo sannarlega að Skagamenn verði meistarar. Þeir myndu þá sýna öllum sem halda að fótbolti snúist að mestu um peninga að það er hægt að spila vel og sigra þó það séu engar stórstjörnur í lið- inu. Það væri virkilega gaman ef ÍA ynni því þar eru engar stjörnur heldur strákar sem spila með hjart- anu fyrir sitt félag. Það er nefnilega ekki nóg að vera með eintóma topp- menn ef liðsheildin smellur ekki saman.“ Ásta er hins vegar ekki eins viss þegar talið berst af tveimur neðstu sætunum: „Ég spái ekki mínum mönnum niður. Það getur samt ver- ið ágætt að gera það því þá verður maður svo glaður ef spáin gengur ekki eftir. Ég get ómögulega spáð hvaða lið falla, ég vil engum svo illt. hins vegar held ég að KR-ingar hangi uppi.“                                                                                                             ! " #$ % &'! " #) " *+&'! ,- " ,. ! )  " ,/ ( " *+&'! ( " )  % &'! " #) ,/ "   #$ " , ,. ! " *+&'! #) " ,. ! *+&'! " #$ )  " % &'!   ! " ,- " ,/ ( " , )  " #) ,/ " *+&'! % &'! "   #$ " ,. !   ! " )  #) " #$ ,- " % &'! ,. ! " ,/ *+&'! "  -% !  -% 0 -%  -%  -%  -% Ásta B. Gunnlaugsdóttir spáir í leiki efstu deildar karla Vona að Skagamenn verði meistarar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skagamenn hafa haft ástæðu til að gleðjast yfir góðu gengi í sumar. Nú þegar fimm umferðir eru eftir eru þeir í efsta sæti deildarinnar. Á morgun sækja þeir Breiðablik heim. FIMM umferðir eru nú eftir í efstu deild karla í knattspyrnu, eða fimmtán stig fyrir hvert félag. Fjórtánda umferðin hefst á morgun og lýkur með einum leik á mánudaginn. Stigin í knattspyrnunni eru alltaf mik- ilvæg en þegar á líður keppnina þykir mönnum stigin mun mik- ilvægari en ella og því viðbúið að leikmenn leggi sig enn harð- ar fram á lokasprettinum. Skúli Unnar Sveinsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.