Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Ég sé fyrir mér að Magdeburg,Lemgo, Kiel, Flenburg, Essen, Wallau Massenheim og Nordhorn komi öll til með að slást um titilinn. Flest þessara liða hafa styrkt sig og það verður ekki auðvelt fyrir okkur að verja titilinn,“ sagði Alfreð í sam- tali við Morgunblaðið í gær en keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst á morgun og hefur Magdeburg tit- ilvörn sína á útivelli á móti Eisenach. Ellefu af átján fyrirliðum spá Lemgo titlinum. Hvað segir þú um þessa spádóma? „Ég er bara mjög ánægður með þessa spá og get vel skilið að menn hafi trú á Lemgo. Liðið hefur fengið þrjá sterka leikmenn, Christian Ra- mota frá Grosswallstadt, Markus Baur frá Wetzla og Christian Schwarzer frá Barcelona, og er kom- ið með mjög öflugan mannskap. Sjálfsagt kemur Lemgo til með að veita okkur harðasta keppni en fimm til sex önnur lið geta örugglega blandað sér í toppbaráttuna.“ Síðasta tímabil var eftirminnilegt hjá Alfreð og lærisveinum hans. Þeir hömpuðu Þýskalandsmeistaratitlin- um og báru sigur úr býtum í EHF- keppninni. Í fyrrakvöld tryggði svo Magdeburg sér sigur á móti Bad Schwartau í árlegum leik meistar- anna gegn meisturunum. „Ég var hundfúll með spila- mennsku minna manna og það eina jákvæða við leikinn var að vinna þennan bikar sem var í boði. Menn voru óeinbeittir og kærulausir og fyrir vikið var leikurinn mun jafnari en hann hefði átt að vera. Markmiðið er að sjálfögðu að verja titilinn og ég tel liðið vera sterkara núna en á síð- ustu leiktíð. Við höfum fengið Nen- and Perunicic frá Kiel og hann á örugglega eftir að styrkja liðið þó svo að hann hafi ekki fallið nægilega vel inn í liðið í undirbúningsleikjunum. Spilið er hægara í kringum hann en við erum vanir en hann hefur verið að jafna sig eftir meiðsli og á því von- andi eftir að komast í betra leikform. Við höfum misst leikstjórnandann Oleg Kuleschov frá í fjóra mánuði vegna uppskurðar á hné og til að leysa stöðu hans á meðan höfum við fengið Rússann Stanislaw Kulintsc- henko frá Celje í Slóveníu. Við þurf- um örugglega að hafa vel fyrir öllum sigrum okkar enda vilja allir leggja meistarana,“ sagði Alfreð. Patrekur spáir því að Magde- burg verji meistaratitilinn Ellefu af átján fyrirliðum liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik spá Lemgo sigri í deildakeppn- inni sem hefst um helgina en þýski netmiðilinn Sport 1 spurði fyrirlið- ana átján hvaða lið þeir teldu að mundi hampa titlinum næsta vor. Sex fyrirliðar spá meisturum Magdeburg titlinum en Steffen Stibler, fyrirliði Magdeburg, vill ekki nefna líklega kandítata. Magdeburg varð meistari á síðustu leiktíð eftir harða keppni við Lemgo en hand- boltaspekingar spá því að slagurinn um titilinn komi til með að standa á milli þessara tveggja liða ásamt Kiel, Flensburg og Wallau Massenheim. Meðal þeirra fyrirliða sem spá Lemgo titlinum er sænski landsliðs- maðurinn Stefan Lövgren hjá Kiel, landi hans, Ola Lindgren, fyrirliði Nordhorn, Daninn Jan Fegter hjá Flensburg og Ulrich Wolf, fyrirliði bikarmeistara Bad Schwartau. Patrekur Jóhannesson, fyrirliði Essen, er einn þeirra sem tippa á að Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson hjá Magdeburg verji meistaratitilinn og risinn Volker Zerbe, fyrirliði Lemgo, gerir slíkt hið sama. Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Magdeburg Fleiri lið en áður í toppbaráttunni ALFREÐ Gíslason, þjálfari Magdeburg, reiknar með mjög spenn- andi keppni í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og segir að fleiri lið en áður eigi eftir að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn. Guðmundur Rúnar Hallg stigam PETE Sampras frá Bandaríkjunum er kominn í undanúrslit á opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir sigur á landa sínum, Andre Agassi, í æsispenn- andi leik í 8manna úrslitunum í fyrri- nótt. Sampras hafði betur, 6:7, 7:6, 7:6 og 7:6 og eins og tölurnar gefa til kynna var um jafna og spennandi viðureign að ræða og segja fróðir menn að þetta sé jafnasti tennisleikur sem fram hefur farið á stórmóti í tennis en hann tók þrjár klukkustundir og 32 mínútur. Sampras, sem fjórum sinnum hefur borið sigur úr býtum á opna bandaríska meistaramótinu, er þar með kominn í undanúrslit í áttunda sinn á glæsilegum ferli sínum. „Ég held að ég geti sagt með vissu að þetta hafi verið frábær tennisleikur og sigurinn hefði hæglega getað fallið Agassi í skaut. Agassi er ótrúlegur spil- ari og og sá besti sem ég hef mætt í gegnum árin,“ sagði Sampras eftir sig- urinn. Andstæðingur Sampras í undan- úrslitunum verður Rússinn Marat Safin sem sigraði á mótinu í fyrra en í gær- kvöldi var ekki vitað hverjir mætast hinni undanúrslitaviðureigninni. Í kvennaflokki komst Jennifer Capr- iati frá Bandaríkjunum í undanúrslitin og mætir þar löndu sinni Venus Wil- lams. Capriati vann nokkuð auðveldan sigur á Amelie Mauresmo frá Frakk- landi, 6:3 og 6:4. Williams átti ekki í vandræðum með andstæðing sinn en hún hafði betur á móti Kim Clijsters frá Belgíu, 6:3 og 6:1 Jennifer Caprati frá Bandaríkjunum tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum kvennakeppninnar og mætir þar löndu sinni Venus Williams en systir hennar Serena mætir Martinu Hingis frá Sviss í hinum undanúrslitaleiknum. Sampras lagði Agassi í frábær- um leik Á DÖGUNUM kepptu Ágúst Kvaran og Sigurður Gunn- steinsson í alþjóðlegu 100 km ofurmaraþonhlaupi í Frakk- landi. Hlaupið hófst og endaði í bænum Cleder á Bretagne- skaga og voru keppendur rúm- lega 1.800 frá 36 þjóðum. Hlaupaleiðin samanstóð af tveimur 50 km hringjum þar sem farið var um sveitavegi og vegatroðninga á öldóttu lands- lagi. Keppendum var gert að klára hlaupið á skemmri tíma en 16 klukkustundum og voru þeir félagar ekki í vandræðum með það því Ágúst, sem er 49 ára, hljóp hringina tvo á tæpum 9 klukkustundum og Sigurður, sem stendur á sextugu, hljóp á rúmlega 11 og hálfri klukku- stund. Tími Ágústs dugði hon- um í 250. sæti í mótinu en Sig- urður hafnaði í 894. sæti. Sigurvegari mótsins var Japan- inn Mikami Yasufumi sem hljóp á tímanum 6 klst. og 33 mín. Ágúst og Sigurður hlupu 100 km Íslendingar unnu 10 gullverðlaun,jafnmörg silfurverðlaun og 6 bronsverðlaun á Norðurlandmóti öldunga í frjálsíþróttum sem haldið var í Eskilstuna í Svíþjóð á dög- unum. Keppendur voru 720 frá öll- um Norðurlöndunum og þar af 14 frá Íslandi. Unnur Sigurðardóttir, FH, sem keppir í 35 ára flokki, sigraði í þremur greinum og varð önnur í einni. Hún sigraði í spjót- kasti, lóðkasti og sleggju, en varð önnur í kringlukasti. Daníel Smári Guðmundsson, ÍR, sigraði í 3.000 m hindrunarhlaupi og 1.500 m hlaupi og varð svo annar í 800 m hlaupi í 40 ára flokki. Þá varð Sig- urjón Sigurbjörnsson, ÍR, fyrstur í 1.500 m hlaupi í flokki 45 ára og annar í 800 m hlaupi. Jón H. Magnússon, ÍR, sem keppir í 65 ára flokki sigraði í lóð- kasti og varð annar í sleggjukasti. Hrönn Edvinsdóttir, Víði Garði, sem keppir í 45 ára flokki, sigraði í spjótkasti og varð þriðja í sleggju- kasti, lóðkasti og kringlukasti. Anna Magnúsdóttir, HSS, keppir í 55 ára flokki og hún vann í kúlu- varpi, varð önnur í lóðkasti og kringlukasti og varð síðan þriðja í sleggjukasti. Kristján Gissurarson, FH, sigraði í stangarstökki í flokki 45 ára og var svo þriðji í 100 m hlaupi. Árný Heiðarsdóttir, Óðni, varð önnur í þremur greinum þ.e. langstökki, þrístökki og sleggju- kasti. Árný keppti í 45 ára flokki. Trausti Sveinbjörnsson, FH, sem keppti í 55 ára flokki, varð annar í 300 m grindahlaupi. Kristofer Jónasson, HSH, náði þriðja sætinu í þrístökki, en hann keppir í 65 ára flokki. Íslenska keppnisliðið á Norðurlandamóti öldunga í frjálsíþrótt- um. Aftari röð f.v. Sigurður Haraldsson, Bogi Sigurðsson, Björn Jóhannsson, Árný Heiðarsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Hrönn Edwinsdóttir, Unnur Sigurðardóttir, Kristján Gissurarson, Jón H. Magnússon. Fremri röð f.v. Sigurjón Sigurbjörnsson, Ólafur J. Þórðarson, Trausti Sveinbjörnsson, Kristófer Jónasson, Daníel Smári Guðmundsson. 26 verðlaun á NM öldunga KÖRFUKNATTLEIKUR Valsmótið, Hlíðarenda: Stjarnan - Grindavík ..................................17 Hamar - Valur.............................................18 Tindastóll - Haukar....................................19 Keflavík - KFÍ ............................................20 Þór - ÍR........................................................21 HANDKNATTLEIKUR Ragnarsmótið á Selfossi: HK - FH .................................................18.15 Selfoss - Afturelding .............................20.15 Í KVÖLD FÉLAGSLÍF Dómaranámskeið Dómaranámskeið verður haldið á vegum KKÍ og HSK dagana 17., 18. og 20. september nk. Námskeiðið verður haldið í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss og hefst umrædda daga kl. 18:30. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi og þeir sem standast það fá fullgilt dómara- skírteini. Þau félög sem taka þátt í Íslands- mótum og héraðsmótum verða að hafa dómara í sínum röðum með próf og því er nauðsynlegt að félögin sendi fólk á nám- skeiðið. Umsjónarmenn með námskeiðinu af hálfu KKÍ verða úrvaldsdeildardómar- arnir Jón Bender og Rúnar Gíslason. Þátt- tökugjald verður kr. 4.000 á mann KNATTSPYRNA Úrslitakeppni 3. deildar, undanúrslit, síð- ari leikir KFS – HK...................................................1:5 Magnús Steindórsson – Pétur Geir Svav- arsson 4, Ólafur V. Júlíusson. HK vann fyrri leik liðana 5:0, og samanlagt, 10:1 Völsungur – Njarðvík ..............................0:0 Völsungur vann á mörkum skoruðum á úti- velli, 2:2, samanlagt.  HK og Völsungur hafa tryggt sér sæti í 2. deild og leika til úrslita um sigurinn í 3. deild á sunnudaginn en KFS og Njarðvík leika um þriðja sætið. Undankeppni EM U-19 ára landslið kvenna Búlgaría - Ísland.......................................0:7 Dóra María Lárusdóttir 2, Elfa Ásdís Ólafsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Sólveig Þórarinsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir. Svíþjóð Úrvalsdeild Djurgården - Örebro.................................2:0 KÖRFUKNATTLEIKUR Valsmótið: Haukar – Valur......................................47:35 Njarðvík – Breiðablik ...........................60:32 Badminton Evrópukeppni félagsliða, Uppsala í Sví- þjóð: TBR – Grafityp (Belg.)............................6:1.  Njörður Ludvigsson og Magnús Helga- son unnu tvíliðaleik karla 2:7, 7:0, 7:0 og 7:2.  Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir unnu tvíliðaleik kvenna 7:3, 7:5 og 7:5.  Helgi Jóhannesson tapaði einliðaleik karla 2:7, 3:7 og 5:7.  Ragna Ingólfsdóttir sigraði í einliðaleik kvenna 7:5, 7:3 og 7:1.  Njörður Ludvigsson sigraði einliðaleik karla 7:5, 7:4 og 8:6.  Sara Jónsdóttir sigraði í einliðaleik kvenna 7:0, 7:0 og 7:0.  Helgi Jóhannesson og Sara Jónsdóttir sigruðu í tvenndarleik 7:3, 7:0 og 7:1.  TBR leikur í dag við spænskt lið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.