Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 1
2001  FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VIÐTAL VIÐ MICHEL ZEN RUFFINEN FRAMKVÆMDASTJÓRA FIFA /C4 SKOSKA knattspyrnufélagið Glasgow Rangers mætir rússneska liðinu Anzji Makhatsjkala í UEFA-bikarkeppninni í næstu viku. For- ráðamenn Rangers óskuðu eftir því að leikurinn færi ekki fram í Makhatsjkala eftir að utanrík- isráðuneyti Breta varaði við ferðalögum til svæð- isins sem er aðeins um 100 km frá átakasvæðum í Tsjetsjníu. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tók hinsvegar þá ákvörðun að leikurinn skyldi fara fram í Makhatsjkala og nú er svo komið að tryggingarfélög hafa farið fram á rúmlega 1,5 milljarða krónur í iðgjald frá Rangers fyrir að tryggja leikmenn liðsins og aðra þá sem fylgja þeim til Makhatsjkala. Þetta tilboð þykir for- ráðamönnum afar hátt og leita þeir allra leiða til að leysa þetta vandamál sem upp er komið. UEFA situr hins vegar við sinn keip, leikurinn skal fara fram. Há trygging fyrir Rangers Þórður segir ennfremur að liðiðhafi skilað þeim leikmönnum til sem það keypti í fyrra og ástandið í félaginu sé vægast sagt mjög slæmt. „Ég veit að Las Palmas hafði samband við Genk og spurði hvort það vildi taka mig aftur. Það var einfaldlega ekki inni í myndinni hjá mér að fara til baka,“ segir Þórður. Las Palmas keypti Þórð frá belgíska liðinu Genk í júní á síð- asta ári fyrir um 200 milljónir ís- lenskra króna og skrifaði hann undir þriggja ára samning við Kan- aríeyjaliðið. Þórður fékk lítið að spreyta sig á síðasta tímabili og í byrjun mars á þessu ári var hann leigður til Derby á Englandi þar sem hann lék nokkra leiki. Derby átti forkaupsrétt að Þórði en nýtti sér hann ekki og því fór hann aftur til Kanaríeyja strax eftir að leigu- samningum lauk þann 1. júlí. „Til marks um hversu mikil fjár- hagsvandræði eru hjá Las Palmas þá hefur liðið ekki greitt Genk krónu fyrir mig og málið liggur hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Mér skilst að Las Palmas hafi fengið frest fram í miðjan þennan mánuð til þess að gera upp reikninginn við Genk. Ef það gerist ekki þarf spænska knattspyrnu- sambandið að ganga í ábyrgð. Ég æfi á fullu með Las Palmas en það er alveg á hreinu að ég kem ekki til með að spila því þjálfarinn sagði við mig að fyrst félagið þyrfti að selja mig þá gæti hann ekki not- að mig. Það liggur því fyrir hjá mér að komast sem fyrst í burtu og ég ætla að vona að eitthvað fari að gerast. Núverandi staða er með öllu óviðunandi. Las Palmas fór í fyrstu fram á að fá hærri upphæð fyrir mig heldur en það keypti mig á frá Genk en núna hefur félagið loksins sætt sig við að vera opið fyrir öllum tilboðum. Ég vona að það verði til þess að einhver skrið- ur komist á,“ sagði Þórður. Þórður hugðist fara í aðgerð í sumar vegna meiðsla í ökkla sem hafa verið að hrjá hann síðustu tvö árin en hann ákvað að fresta að- gerðinni fram til næsta sumars. Mál Þórðar er komið til FIFA „Það má segja að ástandið sé mjög skrýtið hjá mér. Ég er frystur hjá Las Palmas og vinn að því hörðum höndum að finna mér nýtt félag til þess að leika með,“ sagði Þórður Guðjónsson, knattspyrnumað- ur hjá spænska liðinu Las Palmas, í samtali við Morgunblaðið í gær. Þórður segir að Las Palmas þurfi að selja hann þar sem fjárhags- staða félagsins sé mjög slæm. Það hafi enn ekki greitt belgíska félaginu Genk kaupverðið og nú sé það atriði komið inn á borð FIFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Aðalstjórn Fjölnis í Grafarvogistaðfesti í gær með skeyti til Handknattleikssambands Íslands að félagið yrði eitt þeirra 15 liða sem taka þátt í Íslandsmóti karla í handknattleik. Þar með er það ljóst að Íslandsmótið verður leikið í tveimur riðlum, norður - og suð- urriðli, eins og samþykkt var á árs- þingi HSÍ í vor en deildarkeppnin hefst þriðjudaginn 25. september nk. Nokkur óvissa hefur verið um þátttöku Fjölnis að undanförnu en í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Snorri Hjaltason, formaður aðalstjórnar Fjölnis, að góð lend- ing hefði náðst í málinu. „Aðal- stjórn félagsins og fulltrúi fyrrum stjórnar handknattleiksdeildar Fjölnis komust að samkomulagi um að stofnað yrði rekstrarfélag um meistaraflokk karla. Með því er tryggt að rekstur handknattleiks- deildarinnar er óháður öðrum rekstri Fjölnis. Það sem vakir fyrir okkur í þeim efnum er að koma í veg fyrir að börn og unglingar í félaginu taki þátt í rekstri meistaraflokksins, með greiðslu æfingagjalda. Þess ber að geta að allt er óbreytt hjá yngri flokkum Fjölnis í handknatt- leik, en þar er rekið blómlegt starf, og við vonum að þessi umræða sem hefur skapast um meistaraflokk félagsins bitni ekki á grasrótinni. Við erum ánægð með að fyrrum stjórn handknattleiksdeildarinnar ætlar að taka ábyrga stefnu og eyða ekki um efni fram og það sýn- ir að fólk er tilbúið að leggja mikið á sig fyrir félagið. Þeir aðilar sem taka að sér formennsku í nýja rekstrarfélaginu taka á sig alla fjárhagslega ábyrgð sem þeim rekstri fylgir og vonandi tekst vel til með reksturinn,“ sagði Snorri en hann gegnir formennsku í hand- knattleiksdeildinni þar til nýr aðal- fundur hefur farið fram hjá félag- inu þar sem ný stjórn verður kosin. Fjölnismenn verða með BJÖRGVIN Sigurbergsson, GK, lék vel á fyrsta keppn- isdegi Västerås-golfmótsins sem er hluti af sænsku at- vinnumannamótaröðinni. Björgvin lék í gær á tveimur höggum undir pari, fékk 14 pör, þrjá fugla og einn skolla, og er í 10.–17. sæti af 144 keppendum – fjórum höggum á eftir fyrsta manni. Þetta er annað atvinnumannamótið sem Björgvin tekur þátt í, en mótinu lýkur á laugardag. Birgir Leifur Hafþórsson lék illa á fyrsta keppnisdegi á áskorendamótaröðinni í Hollandi og kom inn á 74 höggum – fjórum yfir pari. Í gær var keppni frestað vegna veðurs, og hafði Birgir Leif- ur leikið 7 holur á einu höggi yfir pari og á því litla mögu- leika á að komast í gegnum niðurskurðinn. Björg- vin byrj- aði vel Reuters Pete Sampras er kominn í undanúrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir þriggja og hálfs tíma viðureign við landa sinn, Andre Agassi. Viðureign þeirra þótti hreint stórkostleg og var þungu fargi létt af Sampras þegar sigurinn var í höfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.