Vísir - 02.11.1979, Side 7

Vísir - 02.11.1979, Side 7
vísm Föstudagur 2. nóvember 1979 Umsjón: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Páisson Þessi frábæra mynd er tekin f einum leik i hollensku 1. deildinni á dögunum. Þarna fagna þeir marki Jan Peters (nr. 18) og tslendingurinn Pétur Pétursson, en sá slbarnefndi sá um aö skora markiö. Hann hefur skoraö 13 mörk i 11 ieikjum i hollensku 1. deildinni til þessa. Hann er markhæstur iHollandi og er i 2. sæti i keppninni um „gullskóinn”, sem veittur er þeim knattspyrnumanni I Evrópu, sem skorar flest mörk I deildarkeppni á hverju keppnistimabili. „Lögðum Þýskaiand bvert og endliangt sagðl Jóhann ingl landsllðsbiálfarí ettir að plltarnlr hans hölðu sigrað Auslur-Þýskaland I HM-keppnlnnl f Danmörku I gærkvöldl Frá Friðrik Guðmunds- syni i Danmörku: „Þetta er glæsilegur endir á besta árangri islensks handknatt- leiksliðs i stórkeppni erlendis” sagöi landsliðsþjálfarinn i hand- knattleik, Jóhann Ingi Gunnars- son, eftir aö Island haföi sigraö Austur-Þýskaland 27:24 i heims- meistarakeppni unglinga i Dan- mörku i gærkvöldi. Leikur þjóöanna var um sjö- unda sætiö i mótinu og hrepptu Is- lendingar það meö þessum glæsi- lega sigri sinum. Austur-Þjóð- verjarnir urðu að gera sér aö góðu áttunda sætiö, og tóku þeir þvi allt annaö en vel. „Með þessum sigri höfum við lagt Þýskaland að velli þvert og endilangt” sagöi Jóhann Ingi og átti þar einnig viö sigurinn yfir Vestur-Þýskalandi um siöustu helgi „Ef við hefðum leikið alla leiki okkar i þessu móti eins og nú á móti Austur-Þjóðverjum, hefðum við keppt um fyrsta sætið i stað þess sjöunda” bætti hann við. Leikurinn var geysilega hraður — eins og glöggt má sjá á marka- skoruninni 27:24 eða 51 mark. Is- lenska liðiðnáði fyrst aö jafna 5:5 en i hálfleik var staðan 10:10. Strax i siðari hálfleik komst ís- land yfir 11:10 með marki Sigurð- ar Sveinssonar og náðu Austur- Þjóðverjarnir aldrei að jafna eft- ir það. Island komst i 14:11 og 18:12 og þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum var munurinn 7 mörk — 22:15. Þá gaf islenska lið- ið eftir, enda sigurinn örugglega i húsi. Sóknarnýting islenska liðsins var góð i leiknum — eða 63%. Vörnin vann vel saman og mark- varsla Brynjai'i Kvaran var góð, en hann varðil3 skot i leiknum. Sóknarleikur liðsins var hraður og skemmtilegur og komu nú skytturnar, Sigurður Sveinsson, Stefán Halldórsson og Atli Hilm- arsson mjög vel upp. Skoraði þetta trió 18 af 27 mörkum liðsins i leiknum. Stefán Halldórsson var mark- hæstur með 8 mörk, þar af 3 úr vitum. Sigurður Sveins skoraði 5 og Atli skoraöi einnig 5 mörk. Aðrir, sem skoruðu fyrir Island voru: Alfreð Gislason 3, Theodór Guðfinnsson 2, Sigurður Gunn- arsson 2, og þeir Birgir Jóhanns- son og Guömundur Magnússon 1 mark hvor. Tékkar og Ungverjar léku I gærkvöldi um 5. sætið I mótinu og sigruðu Tékkar I leiknum 20:19. Úrslitaleikurinn svo og leikurinn Lokeren úr leik I bikarnum T.vö af liðunum, sem Islend- mgar leika með i belgisku knatt- spyrnunni, voru slegin út úr bik- arkeppninni þar i landi I vikunni. Lið Arnórs Guðjohnsen, Loker- en, var slegiö út á heimavelli af Beveren. Endaði leikurinn 1:0 og var markið skorað á fyrstu minútunni. La Louviere var einnig slegið út. Vað það CS Brugge, sem sá um það á heimavelli sinum 3:2. Var staðan 2:2 þegar nokkrar minútur voru eftir, en þá hrökk knötturinn i Karl Þórðarson og af honum i stöngina og inn. Var það sigurmark CS Brugge i leiknum. — klp um bronsverðlaunin fara fram i kvöld, og ætla Islensku piltarnir aö fylgjast með þeim, en þeir eru siðan væntanlegir heim til Islands annað kvöld... — klp — Þessi skopteikning kom i einu norsku blaðanna eftir úrslitaleikinn I bikarkeppninni I knattspyrnu þar á dögunum. A hún að sýna Tony Knapp fyrrverandi landsliðsþjálfara Islands og núverandi þjáifara Vikings I Noregi, þakka þjálfara andstæöinganna, Haugar, fyrir sigur- inn I leiknum. Vikingarnir hans Tony sigruðu I honum 2:1 og skoraöi einn varnarmanna Haugar glæsilegt sjálfsmark á lokaminútunum og tryggði þar með Viking sigurinn... Er nema von að Tony hafi þakkab fyrir sig... EUROPESE t TOPSCORER i qouden j schoen Gullskórlnn: Pétur enn í ööru sæti tslendingurinn Pétur Pétursson er nú i öðru sæti I keppninni um „gullskóinn” sem veittur er þeim knattspyrnumanni, er flest mörk- in skorar I deildarkeppninni i Evrópu hvert keppnistimabil. Pétur er I öðru sætinu ásamt Seiler, sem leikur með FC Zurich i Sviss. Hafa þeir báðir skoraö 13 mörk I 11 leikjum. I efsta sæti er Schachner frá Austria Wien i Austurriki, en hann hefur skorað einu marki meira en þeir Pétur og Seiler. Listinn yfir efstu menn eftir leikina um siðustu helgi litur ann- ars svona út: Schanchner (A.Wien).... 14 (10) Pétursson (Feyenoord) .. 13 (11) Seiler (FC Zurich)..... 13 (11) Onnis (Monaco) ........ 12 (14) Næstumenn á eftir eru meö 10 mörk og eru þeir þrir talsins, en á eftir þeim kemur heill skari með 5 og 8 mörk. Það er stórfyrirtækið Adidas, sem stendur fyrir veitingu á gullskónum og er þaö gert I sam- vinnu við eitt virtasta knatt- spyrnublað i Evrópu „France Football”. Auk þess að veita gullskóinn, eru veitt silfurskór og bronsskór fyrir 2. og 3. sætið, og á Pétur aö eiga góða möguleika á að „kom- ast I” einhvern af þessum skóm ef hann heldur áfram að skora fyrir Feyenoord I hollensku 1. deildinni með sama krafti i vetur.... — klp — Hallsteins- dagur í Hafnarfiröi A sunnudaginn munu FH-ingar i Hafnarfirði halda mikla iþrótta- hátið I Iþróttahúsinu viö Strand- götu. Mun þar veröa keppt og leikið I öllum greinum Iþrótta, sem stundaðar eru á vegum FH. Með iþróttahátiöinni vilja FH-ingar heiðra minningu Hall- steins Hinrikssonar, en hann var einn aðalfrumkvööull að stofnun Fimleikafélags Hafnarf jarðar. Hallsteinn heitinn var oft nefndur „FaöirFH”, og segir það þeim, sem ekki til hans eða starfa hans fyrir félagið þekktu, meira enlöng lofferein. Þaö er þvi vel til fundið hjá Hafnfirðingum að haldanafnihans á lofti með Hall- steinsdegi, og er vonandi að svo veröi árlega héðan I frá. íþróttahátiöin á sunnudaginn hefst kl. 14.00 og mun hún standa til um kl. 20.00. Ókeypis aögangur verður i Iþróttahúsið við Strand- götu þennan dag og er vonanst til að sem flestir mæti þar... — klp

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.