Vísir - 02.11.1979, Síða 8
VÍSIR
Föstudagur 2. nóvember 1979
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davió Guómundsson
Ritstjórar: ólafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Elias Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð
vinsson.
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir Gunnar V.
Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar T'austi Guðbjörnsson,
Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 4.000 á mánuði
innanlands. Verð i lausasölu
200. kr. eintakið.
Prentun Blaðaprent h/f
Ákvöröun sjávarútvegsráöherra um stöövun loðnuveiöanna þýöir, aö loönuafli okk-
ar veröur 100 þúsund lestum minni á þessari haustvertiö en á siöustu haustvertiö.
Kjartan Jóhannsson sjávarúlt
vegsráöherra hefur nú ákveðið/
að loðnuveiðar íslenska fiski-
skipaflotans verði stöðvaðar 10.
nóvember nk.
Með þessari ákvörðun er að því
stefnt, að heildarloðnuaflinn á
haust- og vetrarvertíð verði í
kringum 650 þúsund lestir, og er
það aflamagn ákveðið sam-
kvæmt tillögum fiskifræðinga á
grundvelli sameiginlegra rann-
sókna fslendinga og Norðmanna
fyrir u.þ.b. einum mánuði.
Um leið og sjávarútvegsráð-
herra kynnti ákvörðun sína um
fyrirhugaða stöðvun á loðnuveið-
inni, sagði hann gert ráð fyrir
því, að við geymdum okkur nokk-
urt aflamagn til hrognatímans,
eins og áður hafi verið reiknað
með. Eftir áramót verði svo far-
ið í endurmat á loðnustofninum
til þess að kanna, hvort hægt
verði að leyfa frekari veiðar.
Stjórn Landssambands
íslenskra útvegsmanna, sem hef-
ur gott orð á sér í fiskiverndar-
málefnum, hefur mótmælt
ákvörðun sjávarútvegsráðherra
og sérstaklega því, að miðað sé
við niðurstöðurnar úr norsk-ís-
lenska leiðangrinum. Stjórn Líú
rökstuður mótmæli sín með vísun
til niðurstöðu síðasta rann-
sóknarleiðangurs íslenskra
fiskifræðinga, sem lauk um síð-
ustu helgi, þ.e. nýrri rannsóknar
heldur en norsk-íslensku rann-
sóknarinnar. I ályktun stjórnar
L(Ú um þetta mál segir m.a.:
„Niðurstöður þessara tveggja
leiðangra eru mjög mismunandi
og gefur íslenski leiðangurinn til-
efni til, að óhætt sé að veiða allt
að200 þúsund lesta meiri afla en
fyrri leiðangurinn, sem farinn
var með Norðmönnum."
Ef farið hefði verið eftir til-
lögu stjórnar LÍÚ, hefði nú á
haustvertíðinni verið leyft að
veiða 100 þúsund lestir af loðnu
til viðbótar, sem þýddi að heild-
arafli okkar í haust yrði 500 þús-
und lestir, sem er álíka magn og
á síðasta hausti.
Ekki er vitað, hvers vegna
sjávarútvegsráðherra tók þann
kost að byggja ákvörðun sína á
gögnum, sem farið er að slá í, í
staðinn fyrir að styðjast við nýj-
ustu gögn. Liggur næst að ætla,
að samningaumleitanirnar við
Norðmenn um Jan Mayen málið
hafi haft áhrif á ákvörðunina.
Alla vega er Ijóst, að hér er um
pólitíska ákvörðun að ræða.
Að sjálfsögðu hefur þetta blað
ekki aðstöðu til að kveða upp úr
um það, hvortniðurstaða málsins
nú er hin rétta eða ekki. Niður-
staðan verður að styðjast við vís-
indalegar rannsóknir, og í þessu
tilviki greinir menn á um það,
hvora af tveimur vísindalegum
rannsóknum átti að leggja til
grundvallar.
En þetta mál er gott tilefni til
þess að benda á nauðsyn þess, að
komið verði upp í landinu sér-
fræðiþekkingu, sem hægt sé að
nota til sjálfstæðs mats á niður.
stöðum og tillögum fiskifræðing-
anna hjá Hafrannsóknastofnun.
Fiskifræðin er lítt þróuð visinda-
grein hér hjá okkur, fiskifræð-
ingarnir eru ekki óskeikulir frek-
ar en aðrir, og allir, sem til mála
þekkja, vita það, að hjá fiski-
fræðingum, bæði hér og erlendis,
gætir mjög ríkrar tilhneigingar
til þess að taka í sínar hendur
meiri völd í fiskveiðimálefnum
en þeir eiga að hafa. Þeim finnst
mörgum hverjum, að þeir eigi í
rauninni að ráða stefnunni í fisk-
veiðimálefnum, en ekki aðeins
vera ráðgefandi. Það er í raun-
inni furðulegt, að bæði sjávarút-
vegsráðuneytið og hagsmuna-
samtök f útgerð og fiskvinnslu
skuli sætta sig við þá aðstöðu að
hafa engin tök á að leggja sjálf-
stætt mat á það, sem fiskifræð-
ingar Hafrannsóknastofnunar-
innar mata þessa aðila á. Hér eru
allt of miklir hagsmunir í húf i til
þess að við þetta verði unað til
lengdar.
Walter Scheel, fyrrverandi forseti Vestur-Þýskalands.
WALTER SCHEEL
i
MARCT ÚGERT
- Þóll hann hafi missi fnrsetaembættlð hyggst hann ekki
seilasl 1 helgan siein
Walter Scheel, sem var forseti Vestur-Þýska-
lands þar til Karl Carstens tók við af honum fyrr
á þessu ári, er sextiu ára gamall og hefur engan
hug á að setjast i helgan stein.
Hann hefði gjarnan viljað sitja eitt kjörtimabil
i viðbót sem forseti, ef hann hefði fengið til þess
nægan stuðning.
Stjórnmálamenn á hans
skeiöi, eins og t.d. Franz Josef
Strauss og Helmut Schmidt eru
á hátindi sins pólitiska ferils svo
þaö er ekki nema von aö Scheel
vilji áfram láta aö sér kveöa.
Hann vill áreiöanlega leika
hlutverk „gamla foringjans” i
þeim málum sem nú eru fram-
undan. Hann veröur þó ekki haf-
inn yfir dægurþras stjórnmál-
anna eins og kannski mætti bú-
ast við af fyrrverandi forseta.
Hann ætlar ekki aö sitja i
neinum turni og muldra vis-
dómsorö yfir þjóöinni ööru
hvoru. Hann hagaöi ekki störf-
um sinum þannig sem forseti og
enn siöur gerir hann þaö núna.
Engin hefð
Þaö er ekki til nein hefö sem
segir til um hvaö fyrrverandi
forseti á aö taka sér fyrir hend-
ur. Hinsvegar velta menn þess-
ari spurningu mikiö fyrir sér.
Að hvaöa marki eiga fyrrver-
andi forsetar aö taka þátt i
stjórnmálum?
Þegar Schell var spurður aö
þessu svaraöi hann: „Ég mun
fylgja þvi ráöi sem viö stjórn-
málamennirnir erum alltaf aö
gefa fólkinu: ég mun taka þátt i
þvi sem er aö gerast”.
Vinir Scheels og andstæöingar
brosa sjálfsagt aö þessu svari
og telja aöhann hafi þarna vikiö
sér undan þvi aö gefa „alvöru”
svar.
Úr þvi má þó greinilega lesa
aö Scheel er ekki þeirrar
skoðunar aö i lýöræöisriki geti
verið embætti sem sé yfir
stjórnmál hafið. Embætti sem
geri þeim sem gegnir þvi skylt
aö hætta stjórnmálaafskiptum
og slita sambandinu viö sinn
stjórnmálaflokk.
Schell hefur veriö lýst sem
ungum stjórnmálamanni eftir
aö hann sneri aftur i faöm sinna
Frjálsu demókrata. Mi|aö viö
þá þrjá sem hafa gegnt forseta-
embættinu á undan honum, er
hann þaö lfka.
Hann er hins vegar ekki sá
eini sem hefur snúiö aftur til
sins flokks aö forsetaferli lokn-
um. Þegar Theodor Heuss steig
úr forsetastólnum eftir tiu ára
setu sagöi hann: „Ég er gamall
Frjáls demókrati og þaö þarf
enginn aö halda aö ég biöji um
leyfi áöur en ég lýsi þvi yfir”.
Hann birtist svo á auglýsinga-
plakötum ásamt Erich Mende,
sem þá var flokksleiötogi. Walt-
er Scheel mun ekki ganga svo
langt.
Stefnumótun
Hins vegar er alveg rétt hjá
honum aö fara ekki i felur meö
stjórnmálaskoöanir sinar. Full
eftirlaun forseta voru ekki
„fundin upp”, til þess aö hindra
pólitiska starfsemi þeirra sem
embættinu gegna, þaö sem eftir
er ævi þeirra.
Scheel hefur ekki brotiö nein
óskrifuö lög enn þá,þótt hann sé
langt frá þvi aö vera einhver
bláeygur pólitiskur sakleysingi.
Hann veit hversu mikilvægar
vinsældir hans eru Frjálsum
demókrötum. Þegar hann segist
ætla aö fylgjast með og gefa ráö
innan flokksins, þýöir þaö aö
hann ætlar aö hafa áhrif á
stefnu hans.
Hans-Dietrich Genscher hefur
orö á sér fyrir aö vera slyngur
stjórnmálamaöur. Walter
Scheel er honum fremri á ýms-
um sviðum. Báöir eru vel aö sér
i stjórnmálum og samvinna
þeirra getur oröiö Fr jálslyndum
demókrötum til góös.
(Súddeutche Zeitung)