Vísir - 10.11.1979, Qupperneq 6

Vísir - 10.11.1979, Qupperneq 6
VÍSIR srci möí »f *p i 1.1 .1 f .'tí, Laugardagur 10. nóvember 1979 6 aí belnu linunnl Eru Dorgararnir flokkaöir I fyrsta og annan fflokk? Jóhannes Helgason, Keflavik, kom inná málefni heyrnarlausra. Hann benti meöal annars á, aö heyrnarlausir fengju ekki notiö útvarps vegna fötlunar sinnar og aö i sjónvarpi væri aldrei texti meö islensku tali, og þannig væru t.d. fréttir þeim algerlega gagns- lausar. Einnig væri misrétti i tryggingamálum og i skóla- kerfinu. „Hafa stjórnmálaflokkarnir á stefnuskrá sinni aö flokka þjóö- félagsborgarana í fyrsta og annan flokk?” Geir: Stjórnvöld til liðs við fatlaða. „Sjálfstæöisflokkurinn hefur þaö ekki á stefnuskrá sinni. I augum okkar eru allir þjóöfélags- þegnarnir jafnréttháir”, sagöi Geir Hallgrimsson. „En þaö er ljóst, aö fatlaö fólk stendur ekki jafnvel aö vlgi og fullheilbrigt fólk. Þaö er hlutverk m.a. stjórn- valda aö koma til liös viö þaö fólk, sem minna má sin aö einhverju leyti i þjóöfélaginu, þannig aö þaö geti starfaö og athafnaö sig i samkeppni i úlflutnlnginn? þjóöfélaginu og fólkinu sjálfu til gagns. Hvaö varöar sjónvarpiö, þá er nauösynlegt aö kanna möguleikana á aö texta islenskt tal. Þó tel ég, aö geti veriö erfitt aö texta t.d. beinar útsendingar”. Kjartan: íslendingar á eftir. Næstur svaraöi Kjartan Jóhannsson: „Mér hefur löngum fundist viö Islendingar vera sorg- lega langt á eftir i þessum efnum. Ég hefi svolitiö kynnst þvl, hvernig þetta hefur veriö á Noröurlöndunum. Ýmsir, bæöi blindir og heyrnarlausir, þurftu aö fara þangaö til náms. Ég kynntist nokkrum Islenskum fjöl- skyldum, sem þurftu meira aö segja aö flytjast úr landi til aö geta veitt börnum sinum viö- unandi menntun. Þaö hefur einhvern veginn fariö svo fyrir þjóöinni, aö hún hefur ekki vaknaö til vitundar um þetta vandamál og þaö á ekkert siöur viö um stjórnmálamenn. Viö veröum aö taka okkur á, þvi aö viö getum ekki unaö þvi aö vera svona langt á eftir öörum i þessum efnum”. Svavar: Spurningin er um athafnir. Svavar Gestsson bætti viö: „Hér búum viö viö þaö, aö fatlaöir af ýmsu tagi eiga viö ýmsa erfiöleika aö striöa. Allir þeir, sem hér sitja fyrir hönd stjórnmálaflokkanna eru vafa- laust tilbúnir til aö mæla mörg fögur orö til stuönings þessu fólki. En spurningin er um athafnir. Máliö er einfaldlega þaö, aö ætli samfélagiö aö koma þarna til aö- stoöar, þá kostar þaö fjármuni. I þá fjármuni veröur aö ná meö skattlagningu. Viö teljum þaö réttlætanlegt aö auka skattana á þá, sem eru meö allra hæstu tekjurnar hér I þjóöfélaginu og hafa rakaö saman eignum á undanförnum árum. Viö viljum nota þessa skatta til aö bæta þá félagslegu þjónustu, sem hér er um aö ræöa. Hagur þessa fólks veröur ekki bættur meö þvi aö skera niöur rikisbákniö tillits- laust, eins og nú munu vera uppi hugmyndir um”. Aö lokum baö Jóhannes menn um aö reyna aö sitja eitt kvöld fyrir framan sjónvarpiö án þess aö hafa hljóöiö á. Geir: „Hvers konar rekstrarform teljiö þiö flokka ykkar aöhyllast gagnvart samkeppnisútflutnings- framleiöslu”, spuröi Gunnar Sigurösson, Reykjavlk. Svavar: „Ég tel aö skipan okkar á útflutningsmálum sé á margan hátt góö. Viö höfum náö talsveröum árangri á erlendum mörkuöum meö afuröir okkar. Hinsvegar er ég þeirrar skoöunar, aö þaö þurfi miklu virkari markaösleit. Af þeim ástæöum settum viö, ég og sjávarútvegsráöherra i fyrr- verandi rikisstjórn (Kjartan Jóhannsson, sem er þaö enn) á nefnd til aö gera úttekt á út- flutningsversluninni. Ég vona, aö sjávarútvegsráö- herra, sem gegnir núna einnig starfi viöskiptaráöherra, tryggi, aö þessi nefnd geti starfaö áfram. Hugmynd min var, aö á grund- velli álits þessarar nefndar yröi tekin afstaöa til stefnumörkunar i útflutningsmálunum I heild. Varast einokun. Kjartan: „Ég held, aö þaö sé meö þetta eins og margt annaö, aö þaö er ekki til nein algild regla. Um sumt af okkar útflutningi gildir, aö þaö er eölilegt aö menn bindist samtökum. Annaö er betur komiö frjálsara. Ég get tekiö undir margt af þvi, sem Svavar var aö segja. Viö höfum náö verulegum árangri á ýmsum sviöum. En viö megum ekki sofna á veröinum. Þaö þarf sifellt aö taka þessi mál til endur- skoöunar og ekki búa til algera einokun eins og stundum viröist vera tilhneigingtil, heldur tryggja aö þarna geti veriö eölileg sam- keppni”. Frelsi. Geir: „Ég tel aö rekstrar- formiö eigi aö vera sem frjálsast. Aöalatriöi er, aö fyrirtæki, sem framleiöa fyrir útflutnings- verslunina, sjái hag sinum vel borgiö, og þeim er best trúandi til aö standa þannig aö sölu afuröa sinna, aö bestur árangur náist fyrir þjóöarheildina”. Gunnar spuröi þá Geir, hvort hann teldi að einstaklingar á litla Islandi mættu sin einhvers i sam- keppni viö erlenda auöhringa. „Tvimælalaust, já. Þaö sýnir meöal annars útflutningur okkar til Bandarikjanna, þar sem viö höfum náö verulegum árangri og góöri hlutdeild i markaöinum. Blanda. Guömundur: „Framsóknar- flokkurinn aöhyllist þaö, sem viö köllum blandaö hagkerfi og finnst þessvegna eölilegt, aö út- flutningurinn sé bæöi I höndum samtaka og einstaklinga. Mér finnst, aö hlutur hins opinbera eigi aö vera meira markaösöflun, og þaö eigi aö nota til þess sendi- ráö okkar og viöskiptafulltrúa er- lendis”. .samhugur um skipan lístans’ „Var prófkjör Sjálfstæöis- manna i Reykjavik ekki bindandi?” spuröi Sigvaldi Jóns- son I Reykjavik. Geir Hallgrims- son svaraöi þvi til, aö svo heföi veriö og útskýrði reglur flokksins og þaö, aö lista þyrfti aö leggja fyrir fulltrúaráö, sem gæti breytt honum meö samþykki þeirra sem á honum eru. „I tengslum viö þá breytingu sem gerö var á listanum, aö frumkvæöi Ellerts Schram, sem sýndi, aö hann setur málefnin sjálfum sér ofar, þá lá fyrir sam- þykki allra, sem á listanum voru og var einróma undir þessa breytingu tekiö á fulltrúaráös- fundunum og vakti þaö fögnuö manna, hvaö samhugur var Vilja fiokkar ykk- ar frjálsl útvarp? Þorsteinn Kári Bjarnason, Reykjavlk, spuröi fulltrúana fjóra um afstööu þeirra til frjáls útvarpsreksturs. Kjartan: „Viö höfum ekkitaliö, i Alþýöuflokknum, aöástæöa væri til að fara inn á þá braut. Viö höfum frekar viljaö byggja upp betri þjónustu I þvi útvarpi, sem viö höfum, til dæmis meö tveim stöövum”. Guömundur: „Viö i Fram- sóknarflokknum höfum talið, aö þaö veröi aö fara mjög varlega i þaö, sem kallaö er frjálst útvarp. Viö viljum efla rikisútvarpiö og vera þar til dæmis meö fleiri bylgjur, en hitt ekki”. Geir: „Ég tel rétt, aö endur- skoöun fari fram á útvarpslög- unum og opnuö veröi leiö til aö stofnaöar veröi útvarpsstöövar á annarra vegum en rikisins”. Svavar: „Ég er algerlega andvigur þvi aö hleypa einka- aöilum inn I rekstur á útvarpi hér á landi. Ég tel háskalegt aö hleypa fjármagninu þannig inn. Hins vegar vil ég efla frelsi rikisútvarpsins til dagskrár- gerðar og umræöna. Til dæmis væri hugsanlegt, aö útvarpaö yröi á tveim rásum”. Guömundur svarar slöustu spurningunni á belnu llnunni, og þelr Geir, Kjartan og Svavar búast til brottfarar eftir annasamt kvöld. (Visismynd BG). mikill um skipan listans”, sagöi Geir. Sigvaldi spuröi þá, hvort sjálf- stæðismenn teldu aö þetta mundi verka letjandi eöa hvetjandi á sjálfstæöisemnn I kosningunum, og svaraöi Geir þvi aö bragöi, aö hann væri ekki i vafa um, aö þessi skipan mála verkaöi hvetjandi. Hún sýndi þroska þeirra manna, sem máliö snertir » og þótt viö teljum, aö allir frambjóöendur okkar hafi skilning á sjónar- miöum allra stétta, þá viljum viö einnig, aö forvigismaöur okkar úr samtökum launþega eigi sæti á lista okkar, ”sagöi Geir Siðgæðið „Mig langar aö fá álit ykkar á þeim siöferöiskröfum, sem geraá til stjórnmálamanna”, isagöi Guöjón Guömundsson úr Hafnar- firöi, þegar hann loks komst aö eftir 45 minútna biö. Svavar Gestsson svaraöi fyrst- ur og sagöi, aö i þessum efnum væri enginn dómstóll til nema kjósendur sjálfir. „Kjósendur veröa auövitaö aö kveöa upp sinn dóm yfir verkum manna, athöfn- um og afstööu.” sagöi Svavar. „Ég skil ákaflega vel áhyggjur (þinar, þvi aö meinsemdir liggja ákaflega viöa I þjóöfélaginu. Þaö þarf aö uppræta þessar mein- semdir”, sagöi Kjartan Jóhanns- son. „Mönnum gengur illa aö ná árangri viö þaö aö bæta kjör fólks og hreinsa til í þjóðfélaginu meö- an veröbólgan flytur stjóra fjár- muni á milli. Kjósendur eru eina afliö, sem geta hafnaö þessu braski og sukki.” Geir Hallgrimsson sagöist þeirrar skoðunar, aö þaö væri eölilegt, aö meiri kröfur séu gerö- ar til þeirra manna, sem gefa kost á sér til opinberra starfa en annarra, varöandi heiöarleik I störfum. „En dómstóllinn hlýtur aö vera kjósendur”, sagöi Geir. — KP Nlelra á mánudag Enn er mjög mikiö óbirt af þvi, sem fram kom hjá tals- mönnum stjórnmálaflokk- anna á beinu linunni. Og auö- vitaö er engin leiö aö gera öllu skil, er á góma bar á þremur og hálfri klukkustund I hátt á annaö hundraö svörum. t Visi á mánudaginn veröur þó fra- sögn af nokkrum spurningum og svörum, en þar meö veröur lika iátiö staöar numiö.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.