Morgunblaðið - 03.10.2001, Blaðsíða 1
2001 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER BLAÐ B
HÁLFDÁN Þórðarson, handknattleiksmaður
úr FH, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna
– tilkynnti félögum sínum í liðinu ákvörðun
sína á æfingu í fyrrakvöld. Þrálát hnémeiðsli
hafa verið að hrjá Hálfdán og eftir skoðun hjá
lækni í vikunni var honum ráðlagt að hætta, en
hann lék með FH-ingum í tveimur fyrstu leikj-
unum á Íslandsmótinu. Hálfdán hefur verið
lengi í eldlínunni með FH og hann vann það af-
rek á síðustu leiktíð að leika sinn 600. leik með
meistaraflokki en einungis hann og Guðjón
Árnason hafa náð þeim áfanga fyrir félagið.
Rússanum Andrej Lazarev er ætlað að fylla
skarð Hálfdáns Þórðarsonar en hann gekk í
raðir FH frá Breiðabliki í sumar. Lazarev hef-
ur ekki getað verið með FH-ingum í upphafi
móts vegna meiðsla en stutt er í að hann verði
klár í slaginn.
Hálfdán leggur
skóna á hilluna
ÞÝSKA handknattleikssambandið
ætlar að sækja um að halda heims-
meistaramótið í handknattleik árið
2005. Frá þessu greindi Ulrich
Strombach, formaður þýska hand-
knattleikssambandsins, í gær. Þjóð-
verjar eru fyrsta þjóðin sem lýsir
yfir áhuga á að halda keppnina, en
ákvörðun um keppnisstað verður
tekin á þingi Alþjóða handknatt-
leikssambandsins í Pétursborg á
næsta ári.
Heimsmeistarakeppni í hand-
knattleik karla hefur ekki verið
haldin í Þýskalandi síðan Vestur-
Þjóðverjar héldu keppnina árið
1982. Strombach segir vera kominn
tími til að Þjóðverjar standi fyrir
heimsmeistaramóti, ekki síst þar
sem áhugi á handknattleik sé óvíða
meiri en í Þýskalandi.
Strombach segir að það eigi ekki
að hafa nein áhrif á möguleika
Þjóðverja þótt þeir haldi loka-
keppni Evrópumóts landsliða árið
2004.
Næsta heimsmeistaramót fer
fram í Portúgal árið 2003.
Þjóðverjar
vilja HM 2005
Gunnar Berg fagnaði sigri í „Ís-lendingarimmunni“ 30:29.
Ragnar sagði í samtali við Morgun-
blaðið eftir leikinn,
að hann hefði bætt
sig verulega sem
varnarmaður. „Ég
vonast til þess að
þjálfarinn fari að nota mig meira í
vörninni í vetur – ekki eingöngu í
sókn.“ Dunkerque er búið að skapa
sér nafn meðal bestu liða Frakklands.
„Markmiðið í vetur er að vera í einu
af fimm efstu sætunum því það gefur
rétt á Evrópusæti, en við getum alveg
stefnt á annað til þriðja sæti. Ef við
spilum mjög vel eigum við bara að
stefna á titilinn. Ég hlakka mikið til
að takast á við veturinn. Þetta verður
erfiðara fyrir mig í vetur en í fyrra
því nú þekkja mig allir. Ég stóð mig,
að mínu mati, ágætlega í fyrra þannig
að það verður kannski erfiðara að
halda höfði í vetur. Ég er búinn að
sanna mig í þessu liði og því verður
ætlast til meira af mér en það er bara
gaman að ætla sér að standa undir
því,“ sagði Ragnar Óskarsson.
Þetta er í fyrsta skipti sem tveir
leikmenn leika á sama tíma með
frönskum liðum en áður hafa Geir
Sveinsson, Montpellier, og Júlíus
Jónasson, París St Germain, leikið í
Frakklandi.
Morgunblaðið/Íris Björk Eysteinsdóttir
Landsliðsmennirnir í handknattleik, Ragnar Óskarsson og Gunnar Berg Viktorsson, mættust í Frakklandi.
Ragnar vill fá að
spreyta sig í vörn
RAGNAR Óskarsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem leikur
með franska liðinu Dunkerque, er ekki ánægður með hvað hann
fær lítið að spreyta sig í vörn hjá liðinu. Þegar Ragnar mætti Gunn-
ari Berg Viktorssyni og samherjum hans hjá París St Germain í sl.
viku skipti þjálfari liðsins mikið inná í leiknum og spilaði Ragnar
einungis sóknarleikinn.
Íris Björk
Eysteinsdóttir
skrifar frá
Frakklandi
FORRÁÐAMENN Chelsea hafa náð sam-
komulagi við flugfélagið Emirates um að aug-
lýsing þess á búningum liðsins verði ekki á
þeim þegar liðið leikur við Hapoel í Tel Aviv í
Ísrael í Evrópukeppninni 18. október nk.
Emirates-flugfélagið er frá Sameinuðu ar-
abísku furstadæmunum en þaðan eru nokkrir
þeirra sem grunaðir eru um aðild að hryðju-
verkunum í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.
Ekki var talið óhætt að hafa auglýsinguna á
búningunum í ljósi þessa og einnig vegna þess
að Arabar eiga sér marga hatursmenn í Ísr-
ael og vegna auglýsingarinnar gætu leikmenn
Chelsea átt á hættu að verða fyrir barðinu á
heittrúuðum gyðingum.
Að öðru leyti er engan bilbug að finna á for-
ráðamönnum Chelsea vegna leiksins og segj-
ast þeir ekki ætla að hika við að spila í Tel
Aviv. Þeir hyggjast hins vegar fá tryggingu
fyrir því að leikmenn liðsins verði öruggir
þann tíma sem þeir dvelja í landinu.
Forráðamenn og leikmenn hollenska liðs-
ins Roda, sem sló Fylki úr keppni, eru ekki
eins öruggir með sig. Þeir eiga að mæta
Maccabi Tel Aviv í Evrópukeppninni og í gær
var greint frá því að leikmenn liðsins neituðu
að fara. Forsvarsmenn liðsins styðja leik-
mennina og segja það ekki koma til greina að
fara til Ísraels nema forvígismenn Knatt-
spyrnusambands Evrópu, UEFA, ábyrgist
öryggi liðsins meðan það dvelur í landinu.
Chelsea
auglýsir
ekki í
Tel Aviv
■ Neita að … /B4
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
GUNNAR BERG ER FEGINN AÐ SKILJA EKKI ÞJÁLFARANN / B3