Morgunblaðið - 03.10.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.10.2001, Blaðsíða 3
inu í auka bæra ennu aður aun. ggja elix- Þrátt eftir anna gest- svo End- nn á kjall- sjö enn. a hjá andi arnir mám ni og fyrir var kall- rnar náðu anna auk- róa nná. osta- mín- kum nni í og í eitt á að varði blá- Hall- u og m og rist- menn egur ngin oraði Hjá bar- r við hálf- . ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001 B 3 KR Reykjavíkurmeistari KR-INGAR urðu um helgina Reykjavíkurmeistarar í körfuknatt- leik karla er liðið lagði Þór frá Akureyri 118:84. KR var yfir allan leikinn og sigurinn fremur auðveldur en Reykjavíkurmótið var op- ið að þessu sinni. KR var 62:41 yfir í leikhléi en Stevie Johnson, er- lendur leikmaður Þórs, meiddist snemma í síðari hálfleik og eft- irleikurinn var KR-ingum auðveldur. Ólafur Jón Ormsson fyrirliði var stigahæstur meistaranna með 21 stig í annars jöfnu liði KR.  GLENN Hoddle, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að Segei Rebrov sé ekki á förum frá félaginu. Rebrov er afar ósáttur við stöðu sína innan Lundúnaliðsins og hefur lýst yfir áhuga á að róa á önnur mið. Hefur því m.a. verið haldið fram að AC Milan hafi augastað á Úkraínumanninum. Hoddle segir Rebrov eigi framtíð hjá Tottenham, þeir hafi rætt saman og Rebrov verði bara að sýna þolin- mæði.  GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spynrustjóri Stoke, hefur augastað á Danny Cadamarteri, 21 árs fram- herja hjá Everton. John Rudge, að- stoðarmaður Guðjóns, fylgdist með Cadamarteri í varaliðsleik á mánu- daginn. Það var ekki í fyrsta sinn sem forvígismenn Stoke fylgjast með Cadamarteri sem er með lausan samning við Everton og fæst því fyrir lítið sem ekkert.  STOKE hefur nú boðið Milton Co- imbra, landsliðsmanni Bólivíu, til fé- lagsins til reynslu. Coimbra kom til Englands um helgina og fór á sína fyrstu æfingu í gær. Um er að ræða 26 ára gamlan leikmann sem leikið hefur 36 landsleiki fyrir Bólivíu. Reiknað er með að hann leiki fyrir þjóð sína, þegar Bólivía mætir Bras- ilíu í undankeppni HM. Áætlað er að hann leiki æfingaleik gegn Crewe í dag og verður leikið fyrir luktum dyr- um.  JOE Royle, fyrrverandi knatt- spyrnustjóri Manchester City, ætlar í mál við félagið fyrir brot á starfsloka- samningi. Royle segist eiga rétt á að fá rúmlega 70 milljónir króna til við- bótar við þær tæpu 30 milljónir sem hann hefur þegar fengið greiddar. Royle var sagt upp hjá City í vor og ætlar nú að ná þessum 70 milljónum með góðu eða illu.  NORSKA handknattleiksliðið Sta- bæk/Haslum tapaði á sunnudag þriðja leik sínum í röð í næstefstu deild. Óskar Óskarsson er þjálfari liðsins og að auki eru þrír íslenskir leikmenn í liðinu. Daníel Ragnarsson skoraði 5 af 21 marki liðsins, Theódór Valsson skoraði 4 en Axel Stefánsson markvörður kom ekki í veg fyrir að leikmenn Oppsal skoruðu 25 mörk. Þrátt fyrir að liðið sé án stiga er haft eftir Óskari að Haslum stefni á úr- valsdeildarsæti á næsta ári  FORRÁÐAMENN NFL-deildar- innar í Bandaríkjunum íhuga nú þann möguleika að láta úrslitaleik ruðningsdeildarinnar, Superbowl, fara fram í New York hinn 3. febrúar á næsta ári. Skipulag deildarinnar riðlaðist nokkuð í kjölfar hryðjuverk- anna hinn 11. september sl. og ljóst er að einn stærsti íþróttaviðburður heims mun skyggja á árlega bílasýn- ingu í New Orleans en upphaflega átti leikurinn að fara fram 27. janúar.  PAUL Tagliabue, talsmaður NFL, sagði í gær að hugsanlega færi leik- urinn fram í New York og ætlunin væri að gefa borgarbúum tækifæri til að upplifa jákvæða hluti.  ARNE Sandstö, þjálfari norska úr- valsdeildarliðsins Odd/Grenland, segir í viðtali við Bergens Tidende að skynsamlegt væri fyrir Brann að semja við Íslendinginn Teit Þórðar- son og halda honum hjá félaginu næstu árin. Árangur Brann á þessari leiktíð hefur valdið mörgum von- brigðum eftir að liðið varð í 2. sæti á sl. tímabili en Sandstö segir að for- ráðamenn Brann eigi að gefa Íslend- ingnum meiri tíma til að byggja upp lið í Bergen. „Það verður ekki gert á tveimur árum,“ sagði Sandstö.  ARNE Erlandsen, þjálfari norska liðsins Lilleström, segir að brotthvarf Rúnars Kristinssonar frá liðinu hafi breytt miklu í leikstíl liðsins. Er- landsen segir í viðtali við VG að fáir hafi getað bætt upp útsjónarsemi og tækni Rúnars og því hafi leikmönnum liðsins verið ætlað að bæta það upp með vinnusemi. Það virðist ætla að skila sér því Lilleström á nú góða möguleika á að sigra í úrvalsdeildinni. FÓLK Gunnar lék í fyrra með Fram ogvakti áhuga nokkurra liða fyrir frammistöðu sína og ákvað í fram- haldinu að reyna fyrir sér í atvinnu- mennsku. Hvernig finnst þér gæði franska handboltans miðað við þess ís- lenska? „Ég myndi segja að lið eins og okkar væri svipað og Haukar voru í fyrra, þegar þeir voru nátt- úrlega með yfirburðalið,“ sagði Gunnar. „Það er meiri breidd hér og þeir eru með tvo góða leikmenn í öll- um stöðum. Ef ég ætti að giska þá myndi ég segja að leikurinn Haukar – Paris Saint-Germain yrði jafn og spennandi. Aftur á móti eru lið hér eins og Montpellier og Chambery sem eru með mjög góða menn. Franska landsliðið er eiginlega al- veg byggt upp á mönnum úr þessum tveimur liðum. En bestu liðin detta að sjálfsögðu niður af og til og við eigum alveg möguleika á að vinna þau.“ Að hvaða leyti er franski hand- boltinn ólíkur hinum íslenska? „Frakkarnir eru rosalega mikið í snertingu. Þjálfarinn vill að við för- um á fullum hraða, maður á móti manni, og reynum svo að skila bolt- anum. Þeir eru einnig rosalega lík- amlega sterkir. Við Ragnar (Óskars- son) erum bara písl miðað við þessa karla. Ég myndi telja að íslenskir leikmenn séu miklu betur að sér í tækni og útsjónarsemi. Til dæmis ef Ragnar er ekki inná hjá Dunkerque, þá er ekkert spil í gangi. Hann er höfuðið og herðarnar í þessu liði. Franski boltinn veltur mikið á ein- staklingsframtaki en á móti kemur að þeir eru mjög góðir einstaklingar – góðir einn á móti einum, bæði í vörn og sókn. Ég verð bara að reyna að ná þeim á hraðanum, því ég næ þeim ekki á styrkleikanum.“ Hvernig æfið þið? „Við æfum alla daga nema sunnu- daga, þar af tvisvar á dag á mið- vikudögum og fimmtudögum. Við reynum einnig að lyfta tvisvar í viku ef mögulegt er. Annars fer þetta svolítið eftir því hvernig leikirnir raðast niður.“ Hvernig finnst þér þú passa inn í PSG-liðið? „Ég myndi segja að ég væri alveg á skjön við þá sem léku í þessari stöðu í fyrra. Það voru menn sem voru hundrað og tuttugu kíló og fóru af kraftinum í þetta. Ég er mjög sáttur við þjálfarann að því leyti að hann höfðar svolítið til mín. Hann vill að menn hugsi meira eins og ég. Þeir horfa alltof mikið beint áfram, en hann vill að þeir verði aðeins út- sjónarsamari og þeir eru farnir að vera það. En svo koma aftur á móti kaflar inn á milli sem eru algjört rugl. Þá gerast hlutir eins og sést í fimmta flokki – að menn ákveða til dæmis allt í einu að skjóta. Hraða- upphlaup geta líka stundum verið fram og til baka fjórum sinnum. Það vantar að menn rói þetta niður og stilli upp eins og gert er heima. Hérna eru menn á fullu allan tím- ann. Það er alveg sama hvernig mörk eru skoruð, mark er bara mark.“ Hvernig er heimavöllurinn ykk- ar? „Við leikum í höll sem tekur fimm þúsund áhorfendur. Það koma hátt í þrjú þúsund áhorfendur á stærri leikina, en sjö hundruð til þúsund að meðaltali á leik. Við fáum um þrjátíu bullur frá fótboltanum lánaðar á heimaleiki okkar. Þær standa og halda uppi stemmningunni og það er rosa gaman að því þótt ekki séu ekki fleiri sem stjórna stemmningunni.“ Þjálfarinn hefur tröllatrú á þér, er það ekki, lætur þig t.d. taka víta- köstin? „Jú, hann er frá Júgóslavíu og örugglega vanur að horfa á góðan handbolta þar sem menn reyna að spila, en ekki svona stál í stál eins og franski handboltinn er. Aftur á móti vill hann að ég fari meira í snertingu og skjóti meira. Hann er í raun að spila eftir franska kerfinu en vill að menn noti augun og horfi í kringum sig.“ Hvernig hentar þessi handbolti þér? „Það spila eiginlega öll liðin hér þrjá-tvo-einn-vörn sem hentar mér í raun fremur illa. Ég spila hins vegar spila með góðum mönnum svo þeir opna fyrir mig. Ég gef líka mikið af línusendingum en þjálfarinn er reyndar alltaf að tuða um að ég skjóti ekki nóg. Það er ágætt að fá skotleyfi. Ég hef spilað á Íslandi með rússneskan þjálfara þar sem skotleyfi er takmarkað. Nú vill þjálf- arinn að ég taki tólf til fimmtán skot í leik og ég verð bara að fara að gera það.“ Hvert er markmið liðsins á þessu tímabili? „Markmiðið er að vera eitt af þremur efstu liðunum. Liðið hafnaði í fjórða sæti í fyrra og komst í úrslit í bikarnum en tapaði á móti Mont- pellier. Ef við náum að halda dampi eigum við möguleika á að keppa jafnvel um fyrsta sætið. Þetta hefur allt verið mjög jákvætt hingað til. Svo veit maður ekki hvernig menn hegða sér þegar fer að ganga illa.“ Hvað eru margir landsliðsmenn í liðinu? „Olivier Girault, vinstri horna- maðurinn, hefur leikið yfir hundrað landsleiki fyrir Frakkland. Síðan hefur línumaðurinn leikið um fimm- tíu leiki auk þess sem örvhenti hornamaðurinn er í einhverjum B- landsliðshópi. Miðjumaðurinn er einnig búinn að leika nokkra lands- leiki með Júgóslavíu. Ég held að við eigum mikið inni því það komu fjórir nýir inn í liðið og þjálfarinn er að reyna að púsla þessu saman. Það er nokkuð erfitt þar sem ég til dæmis tala enga frönsku,“ sagði Gunnar sem hóf þó einkanám í frönsku á mánudag, en hann og Dagný Skúla- dóttir, unnusta hans, munu leggja stund á námið í sameiningu. Dagný, sem einnig er landsliðs- kona í handknattleik, ætlaði að leika í Frakklandi í vetur en keppnisleyfi hennar barst of seint og því ákvað hún að leika heima. „Hún ætlar að spila með ÍBV af og til og vera hjá mér að einhverju leyti. Við erum í raun saman hér í Frakklandi, en svo kemst ég von- andi í landsliðið og þá verð ég á Ís- landi í janúar. Dagný spilar svo hér úti á næsta ári.“ Hvernig er lífið í Frakklandi? „Ég var á hóteli fyrstu tvo mán- uðina og það var frekar erfitt. Þetta hverfi er það flottasta í París og þar af leiðandi er mjög erfitt að fá íbúð, auk þess sem þær eru þær dýrustu hér,“ sagði Gunnar sem átti að fá íbúð daginn eftir spjallið við Morg- unblaðið. Lendirðu mikið í tungumálaörð- ugleikum? „Ég er reyndar heppinn því þeir eru rosalega seigir hér margir í lið- inu. Um helmingurinn af strákunum talar ágætis ensku og svo eru tveir sem tala mjög góða ensku. Þeir þýða fyrir mig ef vandamál koma upp. Ég er tiltölulega sáttur, í augnablikinu að minnsta kosti, við að skilja ekki þjálfarann vegna þess að hann er stundum svolítið þungur í skapinu. Það er fínt fyrir mig að kynnast strákunum fyrst og fá útskýringarn- ar frá þeim áður en þjálfarinn fer að taka mig í gegn. Ég sé á sumum í liðinu að þeir eru svolítið hræddir við að gera mistök þegar þeir spila. Þeir vita að ef þeir gera mistök verður þjálfarinn á bakinu á þeim.“ Hvernig lýst þér á lífið í Frakk- landi í vetur? „Mér lýst hörkuvel á veturinn. Það sem fer þó mest í taugarnar á mér er að Frakkar eru svo lengi að hlutunum. Það tekur t.d. tvær vikur að fá þvottavél og aðrar tvær að fá sófa og allt eftir því. Maður er vanur að redda sér sjálfur heima því það er svo stutt að fara. Hérna eru vega- lengdirnar meiri og maður skokkar ekkert út í IKEA til að kaupa sér sófa. Verðlagið hér er bara svipað og heima, svo maður þarf svolítið að passa sig,“ sagði Gunnar Berg Vikt- orsson, sem á örugglega eftir að gera góða hluti með PSG í vetur. Gunnar Berg Viktorsson kominn á ferðina í Frakklandi Feginn að skilja ekki þjálf- arann Morgunblaðið/Íris Björk Eysteinsdóttir Gunnar Berg Viktorsson í búningi Parísarliðsins. Landsliðsmaðurinn Gunnar Berg Viktors- son skrifaði í sumar undir sinn fyrsta at- vinnumannasamning í handknattleik er hann samdi við franska liðið Paris Saint- Germain til tveggja ára. Tveir mánuðir eru síðan Gunnar kom til Frakklands og því er hann farinn að kynnast lífinu og handbolt- anum að nokkru leyti. Íris Björk Eysteins- dóttir hitti Gunnar í Frakklandi og spjallaði við hann um handbolta, tungumálaörð- ugleika, seinagang Frakka og fleira. mart n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.