Vísir - 14.01.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 14.01.1980, Blaðsíða 1
Mánudagurinn 14. janúar 1980. ,,Engin læti Svavar minn,ég er búinn að vinna þig" gæti Bjarni Frift- riksson veriö að segja við Svavar Carlsen á þessari mynd, en Bjarni hafði það af að leggja Svavar i sveitakeppni J.S.t. i gær. Visismynd Friðþjófur. Sveitakeppni Júdðsambandsins: Bjarni lagði Svavar aflur Sveit Júdófélags Reykjavíkur sigraði nokkuð örugglega I Sveitakeppni JSí, sem háð var i viöar Dlálíar nja jfr Júdófélag Reykjavikur hefur ráðið einn besta júdómann lands- ins- Viðar Guðjohnsen, sem þjálfara félagsins og hóf hann störf nú i siðustu viku. Viðar er sjálfur Armenningur og þar kekktur keppnismaður. Þvi miður hefur hann litið getað stundað iþrótt sina vegna þrálátra meiðsla undanfarna mánuðu, en ætlar nú að snúa sér aö þjálfun hjá JFR á meðan hann er að jafna sig alminnilega á þeim... -klp- gær, og var þó sveitin ekki með menn i öllum flokkum. Sameiginleg sveit frá Grindavik og Keflavik varð i öðru sæti, en þar vantaði einnig menn I flokka. A-sveit Armanns varð svo i þriðja sæti og B-sveit Armanns i fjórða. . Júdómenn hér á landi þekkja orðið svo vel hvern annan og uppáhlddstök og brögð allra, að mikið þarf til að skora stit eða ná fullnaðabragði. A móti þessu sáust þó margar skemmtilegar viðureignir og brögð, sem lofa góðu fyrir mótin i vetur. Aðeins ein viðureign var háð i þungavigt á þessu móti, þar sem aðeins tveir .fullvaxnir' mættu til leiks, þeir Bjarni Friðriksson Armanni og Svavar Carlsen JFR. Viðureign þeirra lauk með naumum sigri Bjarna, og er þetta i annað sinn sem Svavar tapar fyrir honum. Svavar sem lengi hefur verið ókrýndur konungur I júdó-Iþrótt- inni hér, hefur ekki tapað nema 4 glimum fyrir islenskum júdó- manni til þessa — Bjarna Frið- rikssyni tvisvar og Sigurði Kr. Jóhannssyni tvisvar— allt frá þvl að hann hóf keppni fyrir mörgum árum. A þessu móti mátti glöggt sjá að yngri mennirnir eru vlða að taka þar við af þeim eldri. Máttti þar t.d. sjá tvenna feðga, Benedikt Pálsson JFR með son sinn Eðvard I sigursveitinni og Jóhannes Haraldsson UMFG með son sinn Gunnar i sameiginlegri sveit Keflavikur og Grindavfkur. Veður sjálfsagt ekki langt að biða þess að þeir fara að tuska pabbana til svo að um munar á opinberum mótum... -klp- íþróttir heLgariruiŒi ENGIN GLÆTA A MOTI DONUNUM Þelr Dýsku ífýlu Frá Gylfa Kristjánssyni á Baltic Cup í Oldenburg: „( heildina er ég ánægður með þessa ferð. Við hlutum 6. sætið í keppninni eins og í fyrra", sagði Johann Ingi Gunnarsson, landsliðseinvaldur, eftir síðasta leik ís- lands í Baltic-keppninni hér í Oldenburg á laugardag- mn. í sfðasta leiknum léku Islend- ingarnir við Dani og voru þar gjörsigraðir. Töpuðu þeir leikn- um með 8 marka mun — 28:20. „Þetta var of stór sigur hjá þeim — 4 til 5 marka munur gæfi betri mynd af leiknum," sagði Jóhann Ingi á eftir." „Við gerðum mikið af mistökum, sem þeir gátu og kunnu að notfæra sér, enda með mikla leikreynslu að baki. En við erum að byggja upp og eftir 1 til 2 ár verða það við sem sigrum Dani, en þeir ekki okkur..." Island byrjaði vel og skoraði fyrstu 2 mörkin I leiknum, en Danir komust i 5:2 og siðan i 8:4. Þá náði Kristján Sigmundsson sér á strik i markinu og Island minnkaði bilið I 10:9. En Danir skoruðu 4 siðustu mörkin I hálf- leiknum og höfðu yfir 14:9 I leik- hléi. Segja má að þessi 4 mörk þeirra hafi gert endanlega út um leikinn. Islendingarnir náðu aldrei að ógna þessu forskoti þeirra — þeir komust i 19:13 og sigruðu svo I leiknum 28:20. Það er Htið hægt að segja um þennan leik annað en að hann haf i verið mjög lélegur. Vörn islenska liðsins var eins og gamallt 'net með allt of stóra möskva og mikið af stórum. götum. I sókninni var mikið um rangar sendingar og vitleysur, sem kostuðu það að Danirnir náðu boltanum — brun- uðu upp og skoruðu mark. Inni á milli komu þó kaflar, þar sem dæmin gengu upp I sókninni. Var þeim vel fagnað af áhorfend- um, sem allir voru á bandi Is- lenska liðsins. En þvi miður voru þessir kaflar fáir þó aö mörkin, sem liðið gerði, hafi verið 20 tals- ins. Sigurður Gunnarsson var nú loks eitthvað likur sjálfum sér i þessari keppni. Hann skoraði 5 mörk , og voru það fyrstu mórkin sem hanri gerir i ferðinni. Bar hann af i fslenska liðinu, en einn- ig átti Kristján I markinu ágæta kafla. Þeir sem skoruðu fyrir islenska liðir fyrir utan Sigurð Gunnars- son voru: Sigurður Sveinsson 4 þar af 2 viti, ólafur Jónsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson 3, Bjarni Guðmundsson 3 og Stefán Halldórsson 1 mark... Sigurður Gunnarsson skoraði sín fyrstu mörk I Baltic Cup í sfðasta Ieiknum, og var besti maður islenska liösins þá. Frá Gylfa Kristjáns- syni á Baltic Cup i Oldenburg: Það vakti mikla athygli i 200 manna hófi, sem haldið var fyrir keppendur og starfsmenn I Baltic Cup á föstudaginn, að leikmenn A-liðs Vestur-Þýskalands voruvel við skál á hófinu, og hegðuðu sér þar alls ekki eins og heimsmeisturum sæmir. Var sýnilegt og heyranlegt á öllu að þeir töldu mótið búið hjá þeim, þar sem þeir komust ekki i úrslit I keppn- inni. Vakti f ramkoma þeirra mikla furðu, ekki sist hjá Islensku leikmönnunum, sem hvorki I þessari veislu né annarstaðar i ferðinni höfðu svo mikið sem fengið sér bjórsopa. Þrátt fyrir „véislugang- inn" á föstudaginn höfðu heimsmeistararnir það af aö ná 3. sætinu i keppninni. Þeir sigruðu B-liö Vestur-Þýska- lands i gær 20:15. Danir uröu i 5. sæti á mótinu með sigrin- um yfir Islandi og Pólverjar uröu 17. sæti með 23:16 sigri yfir Noregi. Sigurvegarar I keppninni — i fjórða sinn siöan 1972 — urðu Sovétmenn. Þeir léku i gær til urslita viö Austur-Þjóðverja i Kiel að viðstöddum 7000 áhorfendum. í hálfleik voru Sovétmenn yfir 11:10 og þeir sigruöu i leiknum, sem var mjög harður. með tveggja marka mun, 18:16.... Mætti til að sjá slgur yflr Dönum Frá Gylfa Kristjánssyni á Baltic Cup í Oldenburg: Meðal áhorfenda á siðasta leik Islands i Baltic Cup leiknum gegn Dönum voru flestir af „útlending- unum" úr islenskum handknatt- leik menn sem leika I þýsku deildarkeppninni. Hrifning þeirra af leiknum og leik islenska liðsina var þar ekki mikil. Við tókum tvo þeirra tali eftir leikinn, svo og Jón Karlsson úr Val, fyrrum fyrirliða lands- liðsins, sem var I Þýskalandi I viðskiptaerindum. „Þar var allt of mikið áð tapa meö 8 marka mun fyrir þessu liði" sagði Axel Axelsson. „Vörn islenska liösins var ægilega léleg eins og 28 mörk sina best. 1 sóknarleiknu var svo allt of mikiö hnoðast með boltann inn i vörn andstæðingnaan i stað þess að láta hann ganga fyrir utan". „Ég kom hingað til að sjá Islenskan sigur yfir Dönum og varð fyrir miklum vonbrigðum með það og leik islenska liðsins i heild" sagði Jón Karlsson. „Það vantaði alla einbeitingu og varnarleikurinn var vægast sagt ömurlegur. Jóhann Ingi, landsliðsþjálfariveröur aðfara að gera sér grein fyrir þvi, að lið hans verður að leika sterkan varnarleik ef það á að eiga. möguleika gegn landsliðum sem geta eitthvað i þessari Iþrótt". „Þetta var alveg hræðilegt að sjá" sagði Jón Pétur Jónsson eftir leikinn. „Sóknin var leikin á hraða, sem menn réðu ekki við þrátt fyrir ágætt úthald, og varnarleikurinn var I einu orði sagt lélegur. Danirnir voru langt frá þvi að leika neinn stórleik og ef þeir Sigurður Gunnarsson og ólafur Jónsson hefðu ekki stabift sig svona vel I leiknum, hefði þetta farið enn verr.....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.