Morgunblaðið - 14.10.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.10.2001, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA stigi herfararBreta og Bandaríkja-manna gegn hryðjuverka-hópum og stuðnings-mönnum þeirra í Afganistan lauk á þriðjudagskvöld. Þá lýsti Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, yf- ir því að óskoruð yfirráð í lofti yfir Afganistan hefðu verið tryggð. Ætla verður að næsta stig átak- anna, sem felast mun í landhernaði auk loftárása, taki í senn mun lengri tíma og verði til muna áhættusamara. Þau ummæli Rumsfelds að al- gjör yfirráð í lofti hefðu náðst þremur dögum eftir að árásirnar hófust komu ekki á óvart. Vitað var að talibana-stjórnin í Afganist- an réð yfir mjög takmörkuðum loftvörnum. Þær á að giska 20 sov- ésku herþotur, sem talibanar voru taldir hafa tiltækar á hverjum tíma, hafa ekki sést á lofti svo vit- að sé. Landfasta eldflaugaskot- palla höfðu þeir fáa og orð Rums- felds verða ekki túlkuð á annan veg en þann að þeir hafi verið eyðilagðir. Eftirlits-, stjórn- og samskiptastöðvar voru tæpast margar enda lá fyrir að allt innra skipulag slíkra varnar- og öryggis- mála var öldungis í rúst hjá talib- ana-stjórninni áður en loft- og flugskeytárásir Breta og Banda- ríkjamanna hófust um liðna helgi. Þær stöðvar hafa greinilega verið gerðar óvirkar líkt og eldflauga- pallarnir þar sem Bandaríkjamenn treysta sér nú til að halda flug- vélum sínum á lofti allan sólar- hringinn. Eftir Persaflóastríðið eru fjöl- miðlar og sérfræðingar mjög á varðbergi gagnvart yfirlýsingum um að tilteknum árangri hafi verið náð með loftárásum. Í tilfelli Íraka kom í ljós að digurbarkaleg um- mæli um að loftvarnarkerfi Sadd- ams Hússeins forseta og eldflauga- skotpallar hefðu verið upprætt á fyrstu dögum stríðsins áttu ekki við rök að styðjast. Sérfræðingar sýnast á hinn bóginn sammála í því mati sínu nú, að vart sé ástæða til að draga í efa fullyrðingar banda- rískra ráðamanna um þann árangur, sem náðst hafi á fyrstu dögum átakanna. Bent er á að gervihnattamyndir sýni að stöðvar talibana hafi orðið fyrir miklu tjóni. Erfitt sé að falsa slíkar myndir. Þá liggur og fyrir að tekist hefur að valda miklu tjóni á einhverjum þeirra þjálfunarbúða, sem Osama bin Laden og al-Qaeda-samtök hans ráku í landinu fyrir hryðju- verkamenn. Ganga verður að því sem vísu að hryðjuverkahóparnir hafi þegar verið búnir að hafa sig á brott áður en fyrstu sprengjurnar féllu. Stöðvarnar hafa hins vegar, að því er virðist, flestar verið upp- rættar og nýtast því ekki á ný. Takmarkaður varnarviðbúnaður Að þjálfunarbúðum frátöldum var strax í upphafi ljóst að hern- aðarskotmörk væru í raun fá og heldur lítilmótleg í Afganistan. Í landinu hefur linnulítið geisað stríð síðustu 20 árin og stjórn talibana hefur haft takmarkaða fjármuni til að festa kaup á þróuðum vopna- kerfum. Uppbygging stjórn- og fjarskiptakerfa með tilliti til land- varna hefur verið lítil sem engin. Vitanlega ræður talibana-stjórnin enn yfir herstöðvum þótt margar þeirra séu nú rústir einar en liðs- afli þeirra samanstendur einkum af misfjölmennum herflokkum, sem ætla verður að lúti nú tak- markaðri miðstýrðri herstjórn. Raunar er líklegt að þess háttar miðstjórn hafi ávallt verið af skornum skammti. Herafli talibana fellur ekki undir hefðbundnar skil- greiningar því hann samanstendur einkum af hinum ýmsum herflokk- um, sem gengið hafa til liðs við hreyfinguna á síðustu árum. Hald manna er að þessir flokkar svíki nú hugsanlega gerða samninga telji þeir horfur á að stjórn talib- ana verði velt. Að þessu marki má því segja að ekki komi á óvart að aðeins þrjá daga hafi þurft til að lama loft- varnakerfi talibana og gera óvirk önnur landföst hernaðarskotmörk. Með sama hætti má telja eðlilegt að fleiri flugvélum og stýriflaugum hafi ekki verið beitt á upphafs- stigum átakanna. Persaflóastríðið Nú þegar horft er til næsta stigs herfararinnar er ef til vill við hæfi að rifja stuttlega upp hvernig sér- fróðir mátu að hún myndi þróast fyrir tíu árum í Persaflóastríðinu og hver raunin síðan varð. Þegar bandamenn réðust gegn hernaðarvél Saddams Íraksforseta í því skyni að frelsa Kúveit sáu er- lendir herfræðingar fyrir sér að skipta mætti herförinni í grófum dráttum upp í þrennt. Fyrsta stig- ið – sem var sambærilegt við það, sem nú er lokið í Afganistan – myndi felast í stórfelldum flug- skeyta- og loftárásum á hernaðar- skotmörk í Írak og Kúveit, einkum loftvarnar- og samskiptakerfi. Þetta yrði gert til að tryggja yf- irburði í lofti. Annað stigið myndi síðan felast í stórfelldum sprengjuárásum á her- lið Íraka, sem í allt taldi um 500.000 manns, til að uppræta úr- valssveitir Saddams, Lýðveldis- vörðinn svonefnda, og lama bar- áttuanda óvinarins. Þriðja stigið myndi síðan felast í landhernaði í því augnamiði að frelsa Kúveit. Ekki er hér rúm til að fjalla um þær deilur, sem upp risu eftir herförina um hvort Bandaríkjamenn hefðu ekki átt að láta kné fylgja kviði og steypa stjórn Íraksforseta. Hitt er ljóst að til slíkra átaka náði umboð Sam- einuðu þjóðanna ekki. Þessi þrískipting herfararinnar gegn Írak reyndist eiga við rök að styðjast. Í grófum dráttum fór hún þannig fram að bandamenn náðu fljótt yfirráðum í lofti. Miklar sprengjuárásir, sem innvígðir nefna „teppalagningu“ fóru síðan fram á stöðvar Lýðveldisvarðarins og hinn almenna liðsafla. Enn geymir eyðimörkin í Írak lík tuga þúsunda hið minnsta, sem fórust í þeim árásum. Þegar þessum hern- aðarlegu markmiðum hafði verið náð var síðan gerð tangarsókn með innrás í Írak og Kúveit. Eitt var þó rangt við þessa greiningu. Fræðimenn sáu fyrir sér að stigin þrjú myndu lengjast í tíma þannig að hið þriðja, land- hernaðurinn, sem margir óttuðust svo mjög, yrði hið lengsta. Annað kom á daginn. Herafli Íraka hafði verið gróflega ofmetinn og á aðeins þremur dögum tókst að ljúka land- hernaðinum. Mannfall í liði banda- manna varð lítið. Það var á hinn bóginn óskaplegt í röðum Íraka og hefði getað orðið mun meira ef ráðamenn í Bandaríkjunum hefðu ekki gripið inn í og hætt aðgerð- um. Tímagreiningin í Persaflóastríð- inu reyndist því ekki á rökum reist. Hins vegar má færa sann- færandi rök fyrir því að hún eigi við í Afganistan þó að aðstæður séu þar allar aðrar sem og eðli herfararinnar. Breskir og bandarískir sérfræð- ingar telja að næsta stig átakanna í Afganistan muni felast í land- hernaði auk þess sem loftárásum verði haldið áfram eftir því sem þurfa þykir. Sá hernaður verður á hinn bóginn ekki sambærilegur við þann, sem fram fór í Persaflóa- stríðinu. Umfangsminni landhernaður Á upphafsdögum herfararinnar gegn hryðjuverkamönnum birtu sumir fjölmiðlar fullyrðingar um að Bandaríkjamenn væru að und- irbúa innrás í Afganistan. Það voru augljóslega hæpin fræði og nægir að vísa til reynslu Sovétmanna af því að reyna að ná landinu á sitt vald með innrás. Sá landhernaður, sem framundan er í Afganistan verður mun umfangsminni og ein- ungis stórkostleg mistök geta leitt til þess að viðlíka fjölda hermanna og vígtóla verði beitt. Líklegt verður að telja að áfram verði haldið loftárásum á stöðvar herliðs talibana þar sem þeim verður komið við. Slíkar árásir hafa þegar farið fram og hefur gömlum B-52 sprengjuþotum verið beitt í því skyni. Þar ræðir um „teppalagningu“ líkt og minnst var á hér að framan; gríðarmiklar og skipulagðar loftárásir á afmörkuð svæði lands. Mikið er jafnan rætt um þau hátæknivopn, sem Banda- ríkjamenn ráða yfir, en þau eru víðs fjarri þegar slíkar loftárásir fara fram. B-52 vélarnar bera ógrynni af 250 kílógramma falls- prengjum, sem dreift er skipulega yfir afmarkað landsvæði. Við þetta bætast síðan árásir með risa- sprengjum, svokölluðum „byrgja- bönum“, fjarstýrðum ferlíkjum, sem vega rúm tvö tonn og hönnuð eru til að uppræta neðanjarðar- byrgi. Þeim má því jafnframt beita í þeim tilgangi að vinna á hellum og hvelfingum, sem vitað er að hryðjuverkamenn bin Ladens nota sem skjól í Afganistan. Þessum vopnum var fyrst beitt aðfaranótt fimmtudags ásamt svonefndum „klasasprengjum“, sem dreift er yfir sveitir óvinarins. Þessar loftárásir hafa því eink- um tvíþættan tilgang. Annars veg- ar þann að brjóta á bak aftur mót- stöðuafl hersveita talibana og hins vegar að uppræta þær stöðvar, Landhernaður un Fyrsta stigi herfararinnar gegn hryðju- verkahópum og stuðningsmönnum þeirra í Afganistan er lokið. Ásgeir Sverrisson veltir fyrir sér næsta stigi átakanna og þeirri hugsun, sem þar býr að baki m.a. með tilliti til reynslunnar úr Persaflóastríðinu fyrir tíu árum. 234/5678,693:43*,;#79239               !" # !"$% &  '  (     )                     ! *%" +  ,-  . /% ,   '    . 0   *%$   1$%  2 1$%* 3'  ( $"-343'  "#$%& '                  ( )*((+                    !        "    " # $         %     &      !   ,       -  + !$0*! ""  !0$1  $"      3'  !%5   '       1%  ,   !.    - /!0  / & 102 3!  (     4 & 3 4!  5!     32   0    33  3!    5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.