Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.10. B i. 16. Vit 251  strik.is Mögnuð stuðmynd í nánast alla staði!  Kvikmyndir.is Sýnd kl. , 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 274 THE IN CROWD Sýnd kl. 1.45, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Mán kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B. i. 12. Vit 269 Með sama genginu. Ekki missa af skemmtilegustu grínmynd ársins. Allir vilja þeir sneið af „glæpakökunni“ Nýjasta snilldar- verkið frá meistaranum Woody Allen. Með hreint út sagt úrvalsliði leikara: Hugh Grant , Tracey Ullman , Michael Rapaport og Jon Lovitz .  ÞÞ strik. is SÁND Sýnd kl. 1.50 og 3.45. mán kl. 3.45. Íslenskt tal. Vit 245 Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit 265. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit 245 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i.16 ára Vit 280. Kurt Russell, Kevin Costner, Courteney Cox, Christian Slater, David Arquette og Jon Lovitz í hörkuspennandi mynd um rán á spilavíti í glansborginni Las Vegas. Konugur glæpanna er kominn! FRUMSÝNING  strik.is  Radio X  DV Sýnd kl. 6. B.i. 12. Vit 256 Tilboð 2 fyrir 1 Sýnd kl. 2 og 4. (2 fyrir 1) Mán kl. 4.(2 fyrir 1)Ísl tal Vit 213 Sýnd í Lúxus VIP kl. 1.45, 3.45, 5.45, 8 og 10.10 Mán kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.10 B.i 16 ára Vit nr. 278 HÁSKÓLABÍÓ Í leikstjórn Steven Spielberg Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919  Radíó X  Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  HK DV  Mbl Hæfileikar eru ekki allt. Sýnd kl. 6. Himnasending i i Sýnd kl.10. Sýnd kl. 5.15 og 10. B. i. 12 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. Með sama genginu Ekki missa af skemmtilegustu grínmynd ársins. Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. Mán kl.5.45, 8 og 10.15 B. i. 12 ára. Stærsta mynd ársins yfir 50.000 áhorfendur  ÞÞ strik. is Sýnd kl. 8. (2 fyrir 1) Mán kl. 6 og 8 (2 fyrir 1) Sýnd sunnudag kl. 2 og 4. Sýnd sunnudag kl. 2 og 4. Sýnd sunnudag kl. 3. (2 fyrir 1) SÁND TILLSAMMANS Vegna fjölda áskor- ana verður myndin sýnd í nokkra daga. Stærsti salur landsins með 220 fm tjaldi. Menn eru tilbúnir að deyja fyrir þær. Hrá, sexí og svöl glæparæma í anda Shallow Grave, Thelma & Louise og Bound. Með Rachel Weisz (The Mummy Returns, Enemy at the Gates), Susan Lynch (Waking Ned Devine) og Iain Glen (Lara Croft: Tomb Raider). FRUMSÝNING Sýnd kl. 8. Tilboð 2 fyrir 1 Tilboð 2 fyrir 1 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. Mán kl. 8 og 10.30. 975 sæt i í sa lnu m Ég hef hafið störf á hár og sýningarhúsinu Unique Laugavegi 168 (Brautarholtsmegin) s. 552 6789. Verið velkomin Jóa. (Var áður á Jóa og félögum) ÁÐUR ER getið á þessumstað þeirrar þróunar semverið hefur í tónlist vestanhafs að menn hafa leitað aftur í upprunann, beislað sköp- unarkraftinn og einlægnina í sveita- tónlistinni bandarísku á bernsku- skeiði hennar. Bæði er að gamlir refir í slíkri tónlist hafa tekið upp einfaldari flutningsmáta og bein- skeyttari og svo hitt að ungir tón- listarmenn hafa farið sömu leið eða fetað út í bræðing af rokki og/eða pönki og sveitatónlist áþekkt því sem Byrds, Band og Buffalo Springfield gerðu á sjöunda ára- tugnum. Innan bandarísku sveitabylgjunnar, ef nota má þann merki- miða, eru óteljandi flokkar sem sumir skar- ast meira eða minna. Flestir merkimiðarnir, eins og til að mynda no depression, roots-rock, folk-rock, alternative country eða americana, eru vitanlega aðeins hjálpartól sem tónlistar- gagnrýnendur og blaða- menn hafa fundið upp sjálfum sér til hægð- arauka og oftar en ekki er erfitt eða ógerningur að skipa tónlistinni svo á bása, því hún spannar oftar en ekki allt frá Appalachian-bluegrass í rokkskotinn blús. Þann- ig er því til að mynda farið með margar skífur einnar helstu útgáfu á þessu sviði vestan hafs, Lost Highway. Hún gaf meðal annars út diskinn góða með tónlistinni úr O Brother, Where Art Thou? með tónlist úr sam- nefndri kvikmynd og framhald hans, Down From the Mountains, en á þeim diskum er ágætis sam- antekt yfir tónlistarstrauma frá bökkum Mississippi. Lost Highway gefur út meira en það, því á mála hjá því fyrirtæki eru tveir merkir tónlistarmenn; Lucinda Williams og Ryan Adams, sem eru bæði að fást við áþekka hluti en þó býsna ólíka. Byrjað á húsgöngum Lucinda Williams hefur sent frá sér nokkrar framúrskarandi skífur frá því hún kom fyrst fram á sjón- arsviðið með plötu þar sem hún söng gamla blússlagara eftir Ro- bert Johnson og Memphis Minnie, aukinheldur sem Hank Williams lag fékk að hljóma í bland við þjóð- vísur. Á þeirri plötu var Williams ein á ferð með kassagítarleikara sér til stuðnings, en hún stefndi hærra eins og kom í ljós á næstu skífum. Williams er fædd í Louisiana, dóttir nafntogaðs skálds, Millers Williams, en móðir hennar var snjall píanóleikari. Foreldrar henn- ar höfðu gaman af að ferðast og Williams segir það hafa haft áhrif á tónlistarferil sinn að vera sífellt að kynnast nýjum löndum og siðum, enda segist hún kunna jafn vel að meta Lorettu Lynn, Hank Will- iams, Bob Dylan, Doors og Jimi Hendrix, aukinheldur sem tónlist víða að úr heiminum sé henni að skapi. Eins og getið er söng Williams lög eftir aðra á fyrstu plötu sinni sem kom út 1979, en á þeirri næstu, sem kom út 1980, á hún öll lög og fullskipuð hljómsveit sér um undir- leikinn. Platan er skemmtileg en Williams var aftur á móti ekki ánægð með árangurinn, vildi ráða meiru um útsetningar og upptökur og svo fór að það tók hana átta ár að gera næstu plötu. Öll vinnan skilaði sér aftur á móti rækilega því platan, sem heitir ein- faldlega Lucinda Willi- ams, gerði Williams að stjörnu, en um leið fékk hún það orð á sig að vera óhemju erfið í samstarfi eins og gjarn- an er sagt um konur sem vita hvað þær vilja. Fremsti lagasmiður Bandaríkjanna Næstu plötu þar á eftir, Sweet Old World, tók fjögur ár að gera og var ekki síðri. Sú sem á eftir kom var sex ár í smíðum, heitir Car Wheels on a Gravel Road. Hún seldist af- bragðsvel og afskaplega vel tekið af gagnrýn- endum, svo vel reyndar að sumir líktu henni við Blonde on Blonde Dyl- ans, sem þótti og þykir mikill merkisgripur. Car Wheels on a Gravel Road var mjög rokkskotin, hljómur allur og stemmning, en lögin aftur á móti klassísk sveitatónlistarlög, af- skaplega vel samin og útsett af natni. Fyrir stuttu kom svo enn ein gæðaplatan frá Lucindu Williams, Essence. Á Essence kveður nokkuð við annan tón í yrkisefni, en textar Williams hafa jafnan verið myrkir, sjá til að mynda drungalega sjálfs- vígstexta á Sweet Old World. Á Es- sence er hún aftur á móti að syngja um ást og skyldar tilfinningar og gerir það opinskátt og einlægt eins og hennar er siður. Sérdeilis skemmtileg plata. Þess má geta að fjölmargir aðrir tónlistarmenn hafa tekið lög Luc- indu Williams upp á sína arma og ekki tilviljun að fyrir skömmu var hún valin fremsti lagasmiður Bandaríkjanna af Time tímaritinu. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Bandaríska sveitabylgjan Mikið er að gerast í tónlist vestanhafs þar sem menn bræða saman nýbylgjurokk, pönk og sveita- tónlist. Árni Matthíasson segir frá útgáfunni Lost Highway og Lucindu Williams.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.