Morgunblaðið - 14.10.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.10.2001, Qupperneq 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 13 MEIRI árvekni þarf hjá verslunar- eigendum og starfsmönnum þeirra en verið hefur þegar kemur að við- töku kreditkorta. Vaxandi svikatíðni kreditkort- anotenda vekur áhyggjur hér á landi sem og erlendis og nú hafa starfs- menn fyrirtækisins Europay Ísland ákveðið að gera sérstakar ráðstafan- ir til að upplýsa starfsmenn þeirra verslana sem eru í sérstökum áhættuhópi gagnvart kreditkorta- svindlurum hvernig best sé að bera sig að. Sigrún Lára Shanko hjá áhættu- stjórn Europay segir að ef ekki verði reynt að sporna við vaxandi kred- itkortasvindli stefni í óefni. Hún segir að bæði innlendum og erlendum svikamálum hafi fjölgað og þá segir hún að innlendu svika- málin hafi jafnframt breyst úr því að svindlarar séu að svíkja út vörur í að verið sé að svíkja út peninga. Þetta sé nýtt munstur sem fyrirtæki verði að hafa í huga. Innt eftir tölulegum upplýsingum kvaðst hún ekki hafa þær á reiðum höndum að svo stöddu en gat þess þó að talið væri að 0,002% af fjár- streymi Europay á Íslandi töpuðust vegna svika. Hún segir mikla kortanotkun hér á landi, hún sjáist kannski ekki best í prósentutölum heldur finni þau það best á fjölda mála sem berast til þeirra. „Við höfum nú ákveðið að heim- sækja þau fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu sem eru í áhættuhópi en það eru hátækniverslanir, fataverslanir með merkjavörur og úra- og skart- gripaverslanir,“ segir Sigrún Lára og bætir við að verið sé að vinna að undirbúningi hjá fyrirtækinu. „Þarna verður farið yfir öryggis- þætti og rætt um atriði sem geta komið upp og hvað fólki beri þá að hafa í huga. Mín skilaboð til starfs- manna verslana eru að þeir sýni meiri varkárni og séu óhræddir við, ef þeim finnst eitthvað athugavert, að biðja viðskiptavini um að skrifa nafnið aftur eða jafnvel biðja við- komandi að sýna skilríki. Þá er hægt að hringja í Europay allan sólarhringinn og fá staðfest hvort um réttan korthafa sé að ræða. Því miður hefur myndin ekki svo mikið að segja, þetta er ekki alþjóð- legur staðall, hvert land fyrir sig ræður hvort það hefur mynd á kort- unum eður ei,“ segir hún. Annað skref í að mæta vaxandi kortasvindli og fölsun var einnig tek- ið hjá fyrirtækinu í vor þegar það hélt námskeið fyrir lögregluna og segir Sigrún Lára það hafa verið gert til að lögreglan væri betur í stakk búin til að taka á þessum vanda. Hún segir námskeiðið hafa styrkt tengsl lögreglu og greiðslu- kortaiðnaðar. „Meðhöndlun þessara mála er komin í fastan farveg, sem vantaði áður,“ segir hún. Innt eftir því hvort fyrirtækið hafi oft þurft að kæra kortasvindl segir hún svo ekki vera. Í fyrsta sinn í febrúar síðast- liðnum hafi t.d. verið kært sviksam- legt athæfi erlends aðila hér á landi. „Við höfum þó ákveðið að taka fastar á þessum málum. Það verður því meira um kærur þegar kemur að stolnum og fölsuðum kortum en ver- ið hefur. Það hefur því miður sýnt sig að það þarf,“ segir hún. Tekið verður harðar á kredit- kortasvikum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.