Morgunblaðið - 14.10.2001, Side 45

Morgunblaðið - 14.10.2001, Side 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 45 Patreksfjörður - Tálknafjörður Eftirtaldar fasteignir úr dánarbúi Arnbjargar Guðlaugsdóttur eru til sölu: 1. Mýrar 13, Patreksfirði, 140 fm einbýlishús ásamt 38 fm bílskúr. 2. Vélsmiðja og salthús, Vatneyri, byggð 1912 og 1920, samtals 736 fm. 3. Stóri-Laugardalur, Tálknafirði, 1/7 hluti. Tilboðum í eignirnar skal skilað til undirritaðs fyrir 27. október nk. Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1, Ísafirði, sími 456 4144. Hraunbraut 34 - Kópavogi Rúmgóð 172,1 fm efri sérhæð í tvíbýli ásamt 26 fm bílskúr á ró- legum og góðum stað í vestur- bænum. Beinn inngangur af götu. Fimm góð herbergi, stór stofa með lofthæð 3,05 m, sól- stofa, baðherbergi og gesta wc. Stórkostlegt útsýni yfir Nauthóls- vík, Reykjavík og Snæfellsjökul. Stutt í alla þjónustu, verslun og sund. Húsið er laust til afhendingar við kaupsamning. Verð 17,2 m. Áslaug og Sophus taka vel á móti ykkur milli kl. 14 og 17 í dag. Næfurás 13 - Árbæ Einstaklega falleg 3ja herb. 93,8 fm íbúð. Vönduð tæki. Rúmgóð stofa og borðstofa góðu fjölbýli ásamt 28,5 fm bílskúrsplötu. Glæsilegt baðherbergi með fal- legri innréttingu, flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi, halogen-lýs- ing. Eldhús með hvítri og beyki- innréttingu, 2 herb. með skápum. Stórar suðvestursvalir. Gólfefni eru dökkt eikarparket og flísar. Verðlaunagarður og mikið útsýni. Áhv. um 4,5 m. Verð 12,2 m. Tekið verður vel á móti ykkur milli kl. 14 og 17 í dag. Opið hús í dag TIL sölu þetta sögufræga hús sem stendur við Hverfisgötu 12, Reykjavík. Heildarflatarmál eignarinnar er 391,5 fm. Eignin er á 3. hæðum, nýuppgerð og glæsilega innrétt- uð. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Stóreign í síma 551 2345. Opið hús í dag kl. 14-16 Mjög gott 156,5 fm einbýli á tveimur hæðum ásamt 38,9 fm bílskúr, samtals 195,4 fm. 4 sv-herb. Parket á gólfum og flísa-lögð baðherbergi. Gróinn og fallegur garður. Áhvílandi 7 milj. og að auki er mögul. á 4,8 millj. LSR láni (6% vextir). Húsið er laust til afhendingar nú þegar. V. 18,5 m. DIGRANESHEIÐI 29 - KÓPAVOGI VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Bessastaðahreppi sam- þykkti á aðalfundi sínum 27. sept- ember ályktun um undirbúning sveitarstjórnarkosninganna á kom- andi vori, þar sem m.a. segir eftirfar- andi: „Í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum er mikilvægt að tryggja nýjan meirihluta í hreppsnefnd Bessa- staðahrepps. Meirihluta sem hefur áhuga og dug til að byggja upp það fyrirmyndarsamfélag í Bessastaða- hreppi, sem við viljum sjá í framtíð- inni. Meirihluta sem ber fram öfluga félags- og menningarstefnu ásamt fyrirhyggju í skipulags- og umhverf- ismálum, sem hefur að markmiði að varðveita eins og kostur er einstaka náttúru í hreppslandinu. Þetta er eðlilegt framhald þeirrar umræðu og skoðanakönnunar sem fram fór síð- astliðið vor um sjálfstæði Bessa- staðahrepps.“ VG í Bessastaða- hreppi RÖGNVALDUR J. SæmundssonM.Sc. heldur fyrirlestur í Háskólan- um í Reykjavík, 3ju hæð, þriðjudag- inn 16. október kl. 12.05. Fyrirlest- urinn fjallar um rannsóknir á uppvexti tæknifyrirtækja sem hann hefur stundað við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fyrirlestur í Háskól- anum í Reykjavík HAFNAR eru tilraunaútsendingar á vegum nýrrar sjónvarpsstöðvar, Stöðvar 1. Sent er út á hefðbundnu dreifi- kerfi, þ.e. allir sem hafa hefðbundin loftnet munu geta numið merki stöðvarinnar. Fyrst um sinn er sent út eingöngu fyrir Grafarvogssvæðið á lágum sendistyrk, en unnið er að uppsetningu masturs sem mun hýsa loftnetastæðu Stöðvar 1, og munu þá útsendingar nást á öllu Faxaflóa- svæðinu, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu stöðvarinnar, www.- stod1.is. Tilraunaútsending Stöðvar 1 hafin ARKITEKTAFÉLAG Íslands, Tæknifræðingafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands halda ráðstefnu nk. fimmtudag 18. október kl. 9–16 á Grand Hótel Reykjavík. Á ráðstefnunni verður fjallað um sam- göngur á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað verður um samgöngur frá mörgum sjónarhornum. Einnig mun Edwin Marks kynna úttekt AEA Technology á járnbraut til og frá Keflavík að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Ráðstefna um sam- göngur í borginni FRAMSÓKNARFÉLAG Reykja- víkur heldur aðalfund sinn þriðju- daginn 16. október kl. 20. Fundurinn er haldinn að Hverfisgötu 33, 3. hæð. Framsóknarfé- lagið í Reykjavík UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ, Landsnefnd Alþjóðaverslunarráðs- ins og Útflutningsráð Íslands standa fyrir námstefnu um samninga í al- þjóðlegum viðskiptum hinn 17. októ- ber kl. 8.15–12 í Galleríi á Grand hót- eli Reykjavík. Fjallað verður um gerð og mikilvægi alþjóðlegra við- skiptasamninga fyrir stjórnendur fyrirtækja og sérfræðinga. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra setur námstefnuna og Jónas A. Aðalsteinsson hrl. verður um- ræðustjóri. Fyrirlesarar verða: Fab- io Bortolotti, prófessor og lögfræð- ingur. Próf. Bortolotti er helsti sérfræðingur Alþjóðaverslunarráðs- ins í gerð og útgáfu á stöðluðum við- skiptasamningum. Hann mun m.a. fjalla um gerð á stöðluðum dreifi- samningum, umboðssölusamning- um, sérleyfissamningum og almenn- um sölusamningum. Hafliði K. Lárusson lögfræðingur. Hafliði er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í al- þjóðlegum viðskiptarétti, saman- burðarlögfræði og réttarheimspeki í Frakklandi, Kanada og Englandi. Hann starfar í London. Hafliði mun fjalla almennt um gerð samninga í alþjóðlegum viðskiptum. Námstefna um samninga í alþjóðlegum viðskiptum VON er nú í október á Brittu Krog- gel, sem er starfsmaður hjá Klaus Wagner, sem er fyrrverandi heims- meistari í blómaskreytingum og út- gefandi að blómaskreytingarblaði í Þýskalandi, Profil Floral. „Britta kemur til landsins í boði Garðyrkju- skóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, sem hefur skipulagt fjögurra daga nám- skeið með henni fyrir fagfólk á Ís- landi. Athygli er vakin á því að það verður allt túlkað yfir á íslensku á námskeiðinu. Þema námskeiðsins verður: „Nýir tískustraumar í haust, aðventu- og jólaskreytingum, og út- stillingum“. Um fjögurra daga nám- skeið er að ræða, frá 22. til 25. októ- ber, í húsakynnum skólans frá kl. 9 til 17 alla dagana. Vakin er athygli á því að fjöldi námskeiðsgesta tak- markast við 25. Skráning fer fram á skrifstofu Garðyrkjuskólans eða í gegnum netfangið; mhh@reykir.is. Nýir tískustraumar í jólaskreytingum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.