Morgunblaðið - 29.12.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 29.12.2001, Síða 1
2001  LAUGARDAGUR 29. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÍSÍ HEIÐRAR FIMMTÍU OG TVO ÍÞRÓTTAMENN / C2, C3 BERTI Vogts, fyrrverandi landsliðsþjálfari Þýskalands og núverandi landsliðsþjálfari Kúvæts, sem Ísland mætir í byrjun janúar, mun að öllum líkindum taka við landsliði Skot- lands í byrjun febrúar. Fyrir utan Vogts hafa þeir Nevio Scala, fyrrverandi þjálfari Parma, Frakkinn Philippe Troussier, landsliðsþjálfari Japans, og Bruce Rioch, fyrrverandi fyrirliði skoska landsliðsins, verið nefndir sem lands- liðsþjálfarar. Vogts, sem er 54 ára, var leik- maður með Borussia Mönchengladbach á árum áður og varð heimsmeistari með Þýskalandi 1974 í München. Það er rætt um að Vogts fái um 60 millj. ísl. króna í árslaun og hann fái 50% bónusgreiðslu ef Skotar komast í úrslitakeppni EM 2004 í Portúgal og HM í Þýskalandi 2006. Berti Vogts þjálfari Skota Íslenska liðið byrjaði mjög vel og allt stefndi í stórsigur upp úr miðjum fyrri hálfleik þegar staðan var orðin 12:4. En þá urðu nokkur kaflaskipti, Pólverjar skoruðu úr sjö sóknum í röð og minnkuðu muninn jafnt og þétt en staðan í hálfleik var 16:12, Íslandi í hag. Pólverjar skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks en 2–4 marka munur hélst lengst af eftir það. Pól- verjar jöfnuðu seint í leiknum og komust síðan í 25:23 þegar þrjár mínútur voru eftir. Einar Örn Jóns- son minnkaði muninn tveimur mín- útum fyrir leikslok og þegar hálf mínúta var eftir misstu Pólverjar boltann. Síðasta sókn Íslands rann út í sandinn án þess að skot næðist að marki Pólverja. „Við byrjuðum leikinn geysilega vel, vörnin var mjög þétt og sókn- arleikurinn gekk upp. En síðan fylgdi slæmur kafli í kjölfarið og við misstum þetta smám saman niður. Samt tel ég að við höfum ekki leikið illa en það sem gerði útslagið var að við nýttum ekki þrjú vítaköst og mörg dauðafæri, ein 5–6 slík þar sem við vorum einir gegn markverði fóru forgörðum,“ sagði Einar Örn Jónsson, hornamaður, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn í gær- kvöld. Einar Örn sagði að það væri ekki spurning að íslenska liðið ætti að sigra það pólska á eðlilegum degi. „Við fáum tvær aðrar tilraunir og erum staðráðnir í að sigra þá í báð- um leikjunum sem eftir eru,“ sagði Einar Örn. Halldór Ingólfsson var atkvæða- mestur íslensku leikmannanna og skoraði 8 mörk, 2 þeirra úr vítaköst- um. Einar Örn skoraði 5, Gunnar Berg Viktorsson 4 (3 úr vítaköst- um), Guðjón Valur Sigurðsson 2 og þeir Dagur Sigurðsson, Aron Krist- jánsson, Sigfús Sigurðsson, Ragnar Óskarsson og Rúnar Sigtryggsson gerðu eitt mark hver. Þeir Guðmundur Hrafnkelsson og Bjarni Frostason vörðu 7 skot hvor í íslenska markinu. EIÐUR Smári Guðjohnsen, knatt- spyrnumaður ársins á Íslandi 2001, verður í sviðsljósinu í Englandi um áramótin, svo framarlega sem ökklameiðsli sem hann varð fyrir á æfingu í gær setja ekki strik í reikninginn. Hann haltraði af æf- ingunni en reiknað er með honum í byrjunarliðinu. Chelsea sækir topp- lið Newcastle heim í dag og á ný- ársdag tekur liðið á móti South- ampton. Hér á myndinni er Eiður Smári í baráttu við tvo af bestu knattspyrnumönnum heims – enska landsliðsmiðvörðinn Sol Campbell og franska heimsmeistarann Pat- rick Vieira, leikmenn Arsenal. Eið- ur Smári og félagar urðu að játa sig sigraða í þeirri orrustu, 2:1. Reuters Eiður í baráttu ■ Leikir um áramót/B3  Bobby Robson/B4 ARNAR Sigurðsson, margfald- ur Íslandsmeistari í tennis, ætl- ar að söðla um á nýju ári og hef- ur sett stefnuna á atvinnumennsku í íþrótt sinni. Hyggst hann freista þess að verða fyrstur Íslendinga at- vinnumaður í þessari íþrótt. Arnar er tvítugur og lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi nú fyrir jólin. Arnar segist þurfa að fara í gegnum tvennskonar mótarað- ir til þess að vinna sér inn stig til að hann komist á lista yfir 1.000 bestu tennismenn heims. Þannig öðlist hann þátttökurétt á stórmótum. „Það má segja að undankeppnin sé ekkert ósvip- uð og í golfi. Menn verða að fara í gegnum þrepaskiptar mótaraður um allan heim til þess að safna stigum á stórum mótunum. Arnar segir vera gamlan draum að fara út í at- vinnumennsku. Um tíma naut hann styrkja frá Tennissam- bandi Evrópu sem efnilegur unglingur og var þá kominn inn á lista yfir 100 bestu pilta 18 ára og yngri í Evrópu. Nú sé ráð að stíga næsta skref. Stefnir á atvinnu- mennsku í tennis Átta marka forskot fór í súginn í Póllandi ÍSLENDINGAR biðu lægri hlut fyrir Pólverjum, 25:24, í vináttulands- leik í handknattleik sem fram fór í pólsku borginni Zory í gærkvöld. Íslenska liðið var með undirtökin allan tímann og heimamenn náðu forystunni í fyrsta skipti skömmu fyrir leikslok. Þetta var fyrsti leik- ur þjóðanna af þremur en þær mætast aftur í Plock í dag og í Varsjá í fyrramálið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.