Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 B 3
FÓLK
SAM Allardyce, knattspyrnustjóri
Bolton, hefur hug á að styrkja sókn-
arleik liðsins og horfir hann til Fredi
Bobic, leikmanns með Dortmund.
ASTON Villa verður að snara tíu
millj. punda á borðið, ef liðið á að
hafa möguleika á að fá Andy Cole frá
Man. Utd. Hann hefur einnig verið
orðaður við Blackburn og Man. City.
EF Aston Villa ætlar sér Cole
verður liðið að selja Kólumbíumann-
inn Juan Pablo Angel, sem Parma
hefur áhuga á – fyrir 9,5 millj. punda.
REAL Madrid er nú sagt hafa
áhuga á hinum 23 ára miðvallarleik-
manni Newcastle, Kiernon Dyer, til
að leika við hlið Zinedine Zidane og
Luis Figo. Man. Utd. og Leeds hafa
einnig áhuga á Dyer.
ALEX Ferguson, stjóri United,
segir að Frakkinn Laurent Blanc
eigi ekki sök á neinu af þeim 28
mörkum sem félagið hefur fengið á
sig í úrvalsdeildinni. Ferguson finnst
Blanc hafa fengið óréttmæta gagn-
rýni en þessi 36 ára gamli varnar-
maður kom til liðsins í stað Jaap
Stam í upphafi leiktíðarinnar.
„BLANC hefur sýnt það í undan-
förnum leikjum að hann er ennþá
klassavarnarmaður og ég hefði svo
sannarlega viljað kaupa hann fyrir
fimm árum. Hann er mikill foringi á
vellinum, hvetur óspart og lætur vel í
sér heyra,“ segir Ferguson.
ROMARIO, sem var á dögunum
útnefndur knattspyrnumaður ársins
í Brasilíu, er þessa dagana að velta
fyrir sér tilboði frá ítalska 2. deild-
arliðinu Napolí. Hann leikur nú með
Vasco de Gama í Brasilíu, sem
skuldar honum yfir 300 millj. ísl. kr.
Romario hefur ekki leikið á Ítalíu, en
aftur á móti á Spáni – með Barce-
lona og Valencia, og í Hollandi með
PSV Eindhoven.
SAMI Hyypia, fyrirliði Liverpool,
var í vikunni útnefndur íþróttamað-
ur ársins í Finnlandi af samtökum
þarlendra íþróttafréttamanna.
Hyypia hafði mikla yfirburði í kjör-
inu. Í öðru sæti hafnaði skíðamað-
urinn Paavo Puurunen og spjótkast-
arinn Aki Parviainen, varð þriðji.
LEIKIRNIR í ensku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu nú um áramótin eru
þessir:
Laugardagur
Arsenal - Middlesbrough
Aston Villa - Tottenham
Blackburn - Derby
Bolton - Leicester
Everton - Charlton
Ipswich - Sunderland
Newcastle - Chelsea
Southampton - Leeds
West Ham - Liverpool
Leikur West Ham og Liverpool
er sýndur í beinni útsendingu á
Stöð 2 klukkan 15.
Sunnudagur
Fulham - Man.Utd
Í beinni útsendingu á Sýn
klukkan 14.
1. janúar
Charlton - Ipswich
Chelsea - Southampton
Liverpool - Bolton
Middlesbrough - Everton
Sunderland - Aston Villa
Tottenham - Blackburn
Leicester - Arsenal
Í beinni útsendingu á Sýn
klukkan 17.30.
Leeds - West Ham
Í beinni útsendingu á Sýn
klukkan 20.
2. janúar
Derby - Fulham
Man.Utd. - Newcastle
Í beinni útsendingu á Sýn
klukkan 20.
Áramóta-
leikir
komast á sigurbraut,“ segir Frank
ampard, miðvallarleikmaður
helsea, sem hefur skorað mark í
eimur síðustu leikjum Chelsea.
„Létt“ hjá Arsenal
Arsenal og Liverpool, sem eru
emur stigum á eftir Newcastle, eiga
un „léttara prógramm“ framundan
hin toppliðin. Arsenal tekur í dag á
óti Middlesbrough, sem tapað hefur
órum af fimm síðustu leikjum sínum,
g á nýársdag heimsækir liðið Leicest-
heim á Filbert Street. Sol Campbell,
rnarmaðurinn öflugi sem Arsenal
kk frá Tottenham fyrir tímabilið,
úir því að Arsenal hafi mannskap til
verða meistari, en Campbell hefur
ks fundið taktinn í liði Arsenal og
fur átt tvo stórleiki í röð – á móti
verpool og Chelsea.
„Ég efast ekki um að lið okkar er
ægilega sterkt og með það mikla
ynslu að við eigum að geta unnið
ildina. Við megum hins vegar alls
ki ofmetnast þrátt fyrir gott gengi í
ðustu leikjum. Við verðum að vera á
num og með einbeitinguna í 100%
lagi,“ segir Campbell sem skoraði
fyrsta mark sitt fyrir Arsenal í 2:1
sigrinum á móti Chelsea.
Erfitt val hjá
Thompson
Liverpool mætir West Ham á Upton
Park í Lundúnum í dag og tekur svo á
móti Bolton á nýársdag. West Ham
hefur átt ágætu gengi að fagna í und-
anförnum leikjum – liðið taplaust í
fimm síðustu leikjum svo Liverpool á í
vændum erfiðan útileik. Phil Thomp-
son sem stýrt hefur liði Liverpool í
fjarveru Gerards Houlliers, hefur úr
öllum sínum mannskap að velja í dag.
Emile Heskey hefur jafnað sig á ökkla-
meiðslum og höfuðverkurinn sem
Thompson glímir við er að ákveða
hvaða leikmönnum hann á að tefla
fram í fremstu víglínu. Frakkinn
Nicolas Anelka og Tékkinn Milan Ba-
ros, sem báðir eru sóknarmenn, eru
orðnir löglegir, Jari Litmanen hefur
verið á skotskónum í undanförnum
leikjum og Michael Owen freistar þess
að skora sitt 100. mark fyrir félagið.
„Það er ekki auðvelt að ákveða
hvaða tveir leikmenn leika á fremstu
víglínu, en hverjir sem það verða þá
ættu þeir að ná vel saman. Anelka stóð
sig vel þann tíma sem hann lék á móti
Aston Villa og hann getur leikið með
hverjum sem er,“ segir Thompson.
Meiðsli hjá Leeds
Meiðslavandræði eru hjá Leeds sem
mætir í dag Southampton á útivelli og
tekur svo á móti West Ham á Elland
Road á nýársdag. David O’Leary,
stjóri Leeds, hefur ákveðið að hvíla
Harry Kewell, Erik Bakke, Domenic
Matteo, Robbie Keane og Seth John-
son í leiknum við Southampton í dag,
en þeir hafa allir átt við meiðsli að
stríða. Danny Mills kemur hins vegar
til baka eftir að hafa tekið út leikbann á
móti Bolton og þá er víst að Jonathan
Woodgate mun halda stöðu sinni í öft-
ustu vörn, en hann lék sinn fyrsta leik
á tímabilinu þegar Leeds skellti Bolton
um síðustu helgi. Á næsta ári eru 10 ár
liðin síðan Leeds varð meistari og þá
var David nokkur Batty í herbúðum
liðsins eins og í dag.
„Á sama tíma fyrir ári vorum við
ekki nálægt toppnum en við enduðum
tímabilið vel. Ef okkur tekst að komast
á svipaðan skrið og verðum heppnir
varðandi meiðsli tel ég að Leeds eigi
mjög góða möguleika á að fara langt í
vetur og kannski alla leið,“ segir David
Batty.
Verður Beckham áfram
á bekknum?
Manchester United mætir Fulham á
útivelli á morgun og er reiknað með að
Alex Ferguson, stjóri United, geri litl-
ar sem engar breytingar á liði sínu sem
hefur unnið fjóra leiki í röð. Paul
Scholes er laus úr leikbanni sem hann
tók út í leiknum við Everton en þar
með er ekki sagt að hann fái sæti í
byrjunarliðinu. Spurningin sem brenn-
ur á vörum allra er sú hvort David
Beckham hefji leikinn á varamanna-
bekknum fimmta leikinn í röð, en án
Beckhams hefur meisturunum gengið
allt í haginn. United hafði betur á móti
nýliðum Fulham, 3:2, í fyrstu umferð
deildarinnar en „Rauðu djöflarnir“
eiga harma að hefna á móti Newcastle
sem vann meistarana 3:1 á heimavelli
sínum í fyrri umferðinni.
Guðni ekki með
Reiknað er fastlega með því að Bolt-
on leiki án Guðna Bergssonar í leikj-
unum við Leicester og Liverpool.
Guðni er meiddur í læri og hefur hans
verið sárlega saknað í vörn Bolton í
síðustu tveimur leikjum. Bolton hefur
fengið átta mörk á sig í þessum leikjum
og eitt sigur í síðustu níu leikjum hefur
komið liðinu í fallbaráttuna.
Hermann Hreiðarsson verður hins
vegar í fullu fjöri með Ipswich sem hef-
ur unnið tvo leiki í röð og er komið út
botnsætinu. Ipswich tekur á móti
Sunderland í dag og mætir Charlton á
The Valley í Lundúnum á nýársdag.
rðir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um áramótin
eynir á Newcastle
a sæti í ensku úrvalsdeildinni í
verkefni nú um áramótin, en þá
inni. Í dag tekur Newcastle á
um degi nýs árs sækir toppliðið
d Trafford.
Morgunblaðið/Árni Sæberg